Vísir - 16.05.1942, Side 2
V 1 S I R
m «
DAGBLAÐ
. Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1660 (5 linnr).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Féiagsprentsmiðjan h.f.
Ótrúlegt en satt
£j F skráður væri sögukafli um
stjórnrtiálaviðburðina hér á
landi síðasta misserið, væri ekki
fráleitt að bafa fyrirsögnina:
„Ótrúlegt en satt“.
Það er ótrúlegt, að samstarf,
sem til var stofnað fyrir þremur
árum í þvi skyni, að verjast á-
föllum yfirvofandi styrjaldar,
skuli rofið að fullu og öllu, þeg-
ar svo er' komið, að styrjödin
hefir truflað allt líf þjóðarinnar
á miklu áþreifanlegri hátt en
nokkurn óraði fyrir. Já, það er
ótrúlegt, en satt.
Það er ótrþlegt, að sundrung
skuli magnast dag frá degi, þeg- ,
ar öllum er ljóst, að sámheldni
er lífsnauðsyn. En það er satt.
Það er ótrúlegt, að stjórnar-
skipti skuli hafá verið tíðari,
þegar svona stendur á, en
nokkru sinni fyrr, síðan við
fengum innlenda stjórn. En það
er satt.
Það er ótrúlegt, að flokkur,
sem kennir sig við lýðræði, skuli
lileypa öllu í bál og brand, til að
vernda það misrétti, að nokkrir
kjósendur landsins liafi tvöfald-
an rétt á við alla aðra. En það er
satt.
Það er ótrúlegt en satt, að
stjórnmálaflokkur, sem krafizt
hefir kosninga mánuð eftir mán-
uð, skuli, þegar að kosningum
líður, brigsla öðrum flokkum
um ábyrgðarleysi fyrir að taka
þátt í þeim kosningum, sem
liann liefir sjálfur stofnað til!
Það er ótrúlegt, að ráðherra
skuli bera fram sömu forsend-
urnar fyrir því, að taka sæti í
rikisstjórn og að fara úr rikis-
stjórn.
Við skulum Iita ofurlítið nán-
ar á þetta síðasta aíriði. Her-
mann Jónasson baðst lausnar
fyrir sig og stjórn sína í fyrra-
haust, vegna þess að hann taldi
(j- nglega) að ósamkomulag
va ri innan ríkisstjórnarinnar
um lausn ákveðins máls.
Eftir nokkrar vikur settist
hann aftur að völdum með sig
og stjórn sina, án þess nokkur
Iausn væri fengin á málinu.
Þetta er ótrúlegt en satt.
Þegar svo Hermann Jónasson
tekur að sér forustu samsteypu-
stjórnarinnar á ný, lýsir hann
því yfir, að hann taki ekki á-
byrgð á þeirri stefnu, sem Al-
þingi hafi tekið í því máli, sem
um var deilt. Ráðherra, sem
samkvæmt stjórnarskránni á að
framkvæma vilja Alþingis og
bera ábyrgð gagnvart þinginu,
úrskurðar sjálfan sig ábyrgðar-
lausan, um Ieið og hann tekur
við forustu stjórnarinnar. Vissu-
lega ótrúlegt — en satt
Sami ráðherra lýsir því yfir
í gær, að hann muni beiðast
lausnar fyrir sig og stjórn sína,
af því að hann treysti sér ekki
til að „bera ábyrgð á þeim
vinnubrögðum, sem að er
stefnt.“ Ábyrgðarleysinu er með
öðrum orðum ^tjaldað alveg
jafnt, hvort sem setzt er eða
staðið upp. Og þessi ráðherra,
sem er jafn „ábyrgðarlaus“,
hvort sem hann kemur eða fer,
hefir tilhneigingu íil að telja sig
einan ábyrgan allra íslenzkra
stjórnmálamanna. Ótrúlegt, en
satt!
Og svo kernur það í ljós, að
ástæðan, sem borin er fram fyr-
ir lausnarbeiðninni, er fyrirslátt-
ur einn. Hermann Jónasson get-
ur ekkert sagt um vinnubrögð
þeirrar stjórnar, sem ekki er enn
setzt að völdum. Hann lýsti því
yfir fyrir nokkrum vikum, að
hann mundi segja af sér, ef dag-
skrártillaga minnihluta stjórn-
arskrárnefndar yrði felld. Þessi
tillaga var felld í gær og þvi
baðst Hermann lausnar. Það er
ótrúlegt en satt, að nokkur ráð-
herra skuli leyfa sér að segja
þinginu ósatt til um ástæðuna
fyrir lausnarbeiðni sinni.
Loks er það dagskrártillagan
sjálf. Hún er mjög eftirtektar-
verð, því hún felur í sér viður-
kenningu Framsóknarflokksins
á því, að hann getur ekki fengið
stöðvunarvald í vor.
Upphaf tillögunnar er á þessa
Ieið:
„Með því að með frumvarpi
þessu er stofnað til vanhugsaðr-
ar, óundirbúinnar og ófullnæg.j-
andi breytingar á stjórnskipun
ríkisins og þjóðinni þannig
hrmidið út í tvennar alþingls-
kosningar (Leturbr. hér.) með
stuttu millibili....“
Ef Framsókn fengi stöðvun-
arvald, mundi hún vitanlega
fyrst og fremst nota það vald
til „stöðvunar“ „vanhugsaðrar,
óundirbúinnar og ófullnægj-
andi“ stjórnarskrár. Þingið gæti
setið þar til kjörtímabilið væri á
enda, eða 4 ár. Þar af leiðandi
væri aðeins um að ræða einar,
en ekki „tvennar alþingiskosn-
ingar með stuttu millibili.“
Hér liggur því fyrir alveg
skýlaus yfirlýsing Frainsóknar-
manna um það, að allt tal þeirra
um stöðvunarvald eftir kosning-
ar í vor er ekkert annað en
hlægileguslu mannalæti. Það er
engu líkara en að Tímamenn
séu þegar orðnir frávita af
hræðslu við.þau örlög, sem þeir
hafa sjálfir kallað yfir sig. Þeim
hefir aldrei verið talið mjög til
gildis, hvað þeir væri vandaðir.
En þeir hafajþótt býsna klókir
oft á. tiðum. Einhver hefir orðað
það svo, að allt vit þeirra væri
hrekkjavit. Nú hefir skelfingin
gripið þá svo, að þeir tala af sér,
ef þeir opna munninn og koma
upp um sig, þegar verst gengur.
Þessir útsmognu hrekkjalómar
koma engum nema sjálfum sér
í klípu. Með tákmarkalausum
ofsa hafa Tímamenn knúið
fram kosningar, sem þeir ótt-
ast svo, að þeim heldur við ör-
vílnun. Þetta er ótrúlegt — en
satt,
a
Woreg:§söfnnnin.
Dagskrá 17. maí.
KI. 9:
Merkjasalan hefst (Merkin
aflient í Iðnskólanum og þar
verður einnig tekið á móti
gjöfum).
Kl. 12.30:
Ávarp söfnunamefndarinnar
lesið í útvarpið og Ámi Páls-
son prófessor flytur ávarp.
Kl. 13.15:
Lúðrasveit Reykjavíkur leik-
ur norsk lög á Austurvelli.
(Hljómleikunum verður út-
varpað).
Kl. 13.30:
Sigurgeir Sigurðsson biskup
flytur ávarp af svölum Al-
þingishússins. (Verður út-
varpað). Skrúðganga norskra
barna staðnæmist fyrir fram-
an Alþingishúsið.
KL 15.15:
Skemmtisamkoma: Kvik-
myndasýning og einsöngur:
Einar Markan, með undirl.
Páls íslólfssonar. Aðeins
Norðmenn — boðsgesti.
KL 1G:
Kvartett syngur á Hótel Borg:
Kjartan Sigurjónsson o. fl.
Söfnun á Hótel Borg. —
Sigvard Andreas Friid.:
IT. msií
Dagur \oi(‘S's «gr
H
álefni
Noregs
Þegai eg, hinn 17. maí í fyrra,
var ritstjóri eina frjálsa norska
blaðsins — „Norsk Tidend“ í
London —• fékk eg tvær kveðj-
ur til Norðmanna um allan
heim. Þær voru fná Hákoni kon-
ungi og Ólafi krónprins.
Hákon konungur skrifaði:
„í meira en hundrað ár hefir
17. maí sameinað norsku þjóð-
ina um frelsishugsjónina, og
enginn getur varnað oss þess að
sækja framvegis þrek og þol til
endurminningarma um frelsis-
starfið á Eiðsvelli.“
Eg er fullviss um að mnds-
menn heima og erlendis taka
undir þetta af heilum hug og
með óbifandi sannfæringu þann
17. maí — en jafnframt með
fullri skyldukend:
Vi vil oss et land
som er frelst og fritt
og dette várt land heter Norge.“
Ólafur krónprins skrifaði:
„^7. inaí liefir jafnari verið
dagur minninganna í hug okk-
ar; í dag finnst okkur hann vera
hinn fyrirheitni dagur framtíð-
arinnar.
Með starfi okkar eigum við að
endurreisa það, sem feðurnir á
Eiðsvelli skópu, og gera að veru-
leika frelsisdrauminn sem lífir
og ætíð mun lifa í hug allra
norskra karla og kvenna.“
Þessar konunglegu kveðjur til
Norðmanna um allan heim hafa
sömu þýðingu 17. mai í ár og
þær liöfðu á þjóðhátíðardegin-
u m í fyrra.
Baráttan, sem hófst þegar
Þjóðverjar réðust ó okkur á
hinn lúalegasta hátt, 9. apríl
1940, heldur enn áfram.
í tvo mánuði börðust Norð-
menn gegn þýzku ofurefli. Dan-
mörk varð að ofurselja sig or-
ustulaust, Holland og Belgía
vörðust í nokkra daga, herveldið
Frakkland gafst upp á stuttum
tíma. En Norðmenn létu ekki
bugast. Frá 9. apríl til 30. apríl
héldu þeir velli í Suður-Noregi
gegn tryllingslegum hernaðarað-
gerðum Þjóðverja. Og í Norður-
Noregi vörðu þeir Iand sitt, svo
að segja fet fyrir fet, þangað til
sá dagur kom, að skotfærin fór
að þrjóta og taka varð fluglið
bandamanna úr landi, vegna á-
standsins i Flandern og Frakk-
landi. Þá var aðeins um tvennt
að velja fyrir konunginn og
norsku stjómina: að láta taka
sig til fanga eða að yfirgefa
landið til þess að taka upp um
skeið stjórnarsetur utan land-
steinanna.
Síðasti fundur norska Stór-
þingsins — „neyðarakkeri
landsins á stund hættunnar" —
var haldinn í smábænum Elver-
um, sem er langt uppi í sveit,
kvöldið 9. apríl kl. 9.30—12.
Hákon konungur, Ólafur
krónprins og Stórþingið, hafði
farið frá Osló nálægt klukkan 7
um morguninn. Þegar komið
var til Lilleström, áleiðis til
Hamar, varð lestin að nema
staðar vegna flugárásar frá
Þjóðverjum. Kjeller-'herflug-
völlurinn er þama rétt hjá og
var sprengjum dembt 'yfir flug-
völlinn og húsin lögð í ösku,
meðan konungurinn og stjórain
sátu i Iestinni á járnbrautarstöð-
inni í Lilleström.
Um þessar mundir vissu Þjóð-
verjar ekki hvaf konungurinn
og stjómin voru niðurkomin,
annars mundi æðstu stjómar-
völd Noregs eflaust hafa verið
drepin þama.
Lestin hélt áfram og stjómar-
völdin komust til Hamar. Þar
kom Stórþingið saman á fund
og Nygaardsvold forsætisráð-
herra tilkynnti, að alþýðuflokks-
stjórnin segði af sér, en eftir til-
lögu C. J. Hambro, forseta Stór-
þingsins og formanni hægri |
flokksins, var stjóminni gef- !
in traustsyfirlýsing; en jafn- ;
framt var ákveðið, að fulltrúum
fyrir hina aðalflokkana skyldi j
bætt við i stjórnina: hægri,
vinstri og bændaflokkinn.
Nú bárust þau tíðindi, að
Þjóðverjar væm á leið til Ham-
ar til þess að taka konunginn,
stjórnina og stórþingsmennina
til fanga. Og því var ákveðið, að
stjórnarvöldin og fylgilið þeirra
skyldu halda áfram til Elvemm.
Áður en við héldum frá Ham-
ar um sjö-leytið um kvöldið,
heyrðum við í útvarpinu land-
ráðamanninn, Herr Vidkun
Quisling tilkynna, að hann hefði
tekið við stjórninni og myndað
rikisráð. Hann lokkaði og hótaði
í þeim tilgangi, að allir opinber-
ir starfsmenn skyldu hverfa
aftur til Osló. Hann hafði — í
samráði við hina erlendu of-
beldismenn — hrifsa$ völdin í
landinu. Þau völd stóðu aðeins
eina viku. En það er önnur saga.
Eg var svo gæfusamur að vera
viðstaddur síðasta Stórþings-
fundinn — eini blaðamaðurinn
sem þar var — hinn 9. apríl að
kvökli. Eg mun aldrei gleyma
því. Við vitum i dag, meira en
tveimur áram eftir hina lubba-
legu árás, að Norðmenn láta
aldrei undan óvininum. Og það
var sá andi, sem réði Stórpingi
Noregs hinn fyrsta styrjaldai’-
dag, kvöldið 9. apríl.
Ákvarðanir voru teknar og'
heimildir voru gefnar stjóm-
inni, í einu hljóði. Meðal annars
var það samþykkt, að Noregs
vegna yrði að afstýra þvi, að
konungurinn, krónprinsinn og
stjórnin féllu í hendur óvinanna,
jafnvel þó að það kostaði það,
að þau yrði að leita sér dvalar-
staðar erlendis.
Yfirleitt fékk konungur og
stjórn hin víðtækustu umboð til
þess að halda baráttu Noregs á-
fram. Og stjórnarvöld vor hafa
ekki brugðist þessu umboði.
Þegar leggja varð niður vopn-
in eftir tveggja mánaða baróttu
í Noregi átti konungur og stjórn
um biturt og sárt hlutskipti að
velja. En er barátta Noregs átti
að hafa tilgang, ef að sú stefna,
sem hið samhuga Stórþing á
Elverum hafði tekið, átti að
komast að nokkru marki, og ef
varðveitast átti möguleikinn til
þess, að Noregur ætti framtíð
í vændum sem sjálfstætt riki,
hlaut það að vera skylda kon-
ungs og stjómar að halda áfram
stjómarstefnu þjóðarinnar frá
þeim eina stað, sem rikisstjórn-
in gæti starfað frjáls á, og að-
eins með framtiðarheill ríkisins
fyrir augum.
C. J. Hambro, forseti Stór-
þingsins, sem riú er í Ameriku,
sagði í útvarpsræðu frá London
þann 22. júní 1940: '
„Enginn sem tók þátt i um-
ræðum þeim, sem fóru fram á
undan ákvörðuninni, er óhjá-
kvæmilega varð að taka, mun
nokkumtíma gleyma þeirri
stund, eða þeirri festu og
virðuleik sem Hákon kon-
ungur hefir jafnan sýnt í
öllum raunum, er hann hefir
orðið að beygja sig vegna
landsins og landsheilla einvörð-
ungu. Stjómin varð að taka á-
kvörðun sína vegna umboðs
þess, sem Stórþingið fól henni 9.
april. Hún hefir eigi getað skot-
ið sér undan neinni ábyrgð með
þvi að kalla Stórþingið saman
til fundar á ný. Enginn stór-
þingsfulltrúi, sem dvelur í landi
þvi, sem hernumið er af erlendri
þjóð, hefir frjálsræði til að tala
og breyta á þann hátt, sem
grundvallarlögin gera ráð fyr-
„Konungur og ráð hans hafa
verið útilokuð frá að heyra
frjálsa skoðun frjálsra manna
og hafa því undanfarna mánuði
orðið að breyta samkvæmt
skyldutilfinning sinni og sam-
vizku, í djúpri og óbifanlegri
sannfæringu um, að geta haldið
áfram að vinna landinu með því
eina móti að yfirgefa landið, en
það var huggun öllum þeim,
sem tóku þátt í ákvörðuninni að
vita, að sá maður sem með svo
jiolinnióðri karlmennsku og
jafnvægi hafði skipulagt her-
varnir landsins þegar hinar
þungu raunir bar að garði, Ruge
hershöfðingi, var algerlega sam-
þykkur þessum ákvörðunum,
fvrir hönd þeirra, sem höfðu
haldið uppi varnarbaráttunni.
Það var 7. júní, sem konungur-
inn og ráð hans yfirgáfu Noreg.
Og í dýpri merkingu var einmitt
jjessi dagur sögulega hinn rétti.
Hið þjóðernislega frelsisstarf
varð eklci rækt í Noregi lengur.
Með því einu að velja sér dval-
arstað þar sem hægt væri að
starfa frjálst, var ríkisstjórninni
kleift að vinna að stjófnarfars-
| legri framtíð landsins, gætafjár-.
hagslegra hagsmuna þess, vinna
að því að undirbúa hjálpina til
alls hins hernumda lands, sem
1 hungur og neyð geta ógnað síð-
ar. Þungar raunir hiða okkar
allra, þjmgstar þeim, sem innan
landamæra lifa undir oki fram-
andi þjóðar, afskornir frá sér-
hverju tækifæri til sjálfstæðrar
rannsókna á staðreyndunum, og
öllum möguleikum til þess, a$
mega tala frjáls um stjórnarfar-
ið, á þann hátt, sem grundvallar-
lögin gera ráð fyrir. Dugur
þeirra til þess að gefast ekki
upp, vilji þeirra til að lilýða anda
landslaganna en ekki erlendu
valdboði, mun á þeim þung-
bæru árum sem framundan eru
geta ráðið úrslitunum um fram-
tíð Noregs.“ — — —
Já, í sannleika: Dugur heima-
fylkingarinnar til þfess að gefast
ekki upp mun ráða úrslitunum
um framtíð Noregs. Og norska
heimafylkingin hefir sífellt ver-
ið að eflast. Sú fylking er skipuð
allri þjóðinni. I baráttunni eru
konurnar, börnin, verkamenn-
irnir, prestamir, kennarastéttin,
lögfræðingamir, blaðamenn og
allt norska iþróttafólkið — hin
blómlega og snarpa æska Nor-
egs.
Utan Noregs erum við nokkur
þúsund manns í dag, sem með
ýmsum hætti vinnum af allri
orku okkar fyrir málstað Nor-
egs, i herflotanum, flugliðinu, í
hemum og stjórnardeildum
jæim, sem hafa verið stofnaðar,
en starf okkar er lítið í saman-
bnrði vié það starf sem landar
okkar vinna heima. Það er fylk-
ingin heima í Noregi, sem við
Norðmenn erlendis lítum til með
von og trúnaðartrausti. Það er
fylkingin heima í Noregi, sem
verður að standast, ef við eigum
að endurheimta landið.
Og við vitum að sú fylking
bilar ekki. Hún striðir í kyrjjei,
hún þjáist, en hún gefst ekki
upp. Þúsundir norskra karla og
kvenna, hundruð beztu og
fremstu manna Noregs sitja í
fangelsi eða fangaherbúðum,
þar sem það er kvalið, misþyrmt
og pyntað. En ])að gefst ekki
Norsk
Gudstjeneste
holdes 17. mai kl. 2 e. m. i
domkirken. Bama m0ter hos
den norske minister, Fjohi-
götu 15, kl. 12 f. m. isteden-
for Y2 1.
Tvö
bílaboddy
12 manna, til sölu á Ohustöð
B. P. á Klöpp.
Hig
vantar
góðan bifreiðarstjóra á vöra-
bíl. Tek aðeins vanan niana.
STE3NDÓR.
Lítið herbergi
handa ráðsettum og reglu-
sömiun manni vantar mig ná
þegar. Fæði og þjónusta æski-
legt á sama stað.
Sigbjörn Ármann.
‘ Sími: 3244 og 2400.
14-16
á v a
stúlka óskast upp í Borgar-
f jörð. Uppl. hjá Eggert Jóns-
syni, Óðinsgötu 30. Sími 4548.
200 krónnr
fær sá, sem getur útvegað
reglusömum manni herbergi,
Fyriframgreiðsla fyrir árið.
Tilboð sendist afgr. Yísis fyr-
ir mánudagskveld, merkt:
„200“
Sumar-
bústaður
til sölu, 2 herbergi og eldhús.
Tækifærisverð. Sími 5275. —
Lagtækur
maður
sem vill vinna við bifreiðavið-
gerðir, getur fengið góða at-
vinnu.
STEINDÖR.
á bensínstöð vantar strax,
STEINDÓR.
Kristján fioðlangsson
Hæstaréttarlögmaðar.
Skrifstofutími 10—12 og 1—6.
Hverfisgata 12. — Sfmi 3400.