Vísir - 20.05.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1942, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti) Símar 1660 (5 Iínur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þverbrestur. ÁÐSTÖFUN Hermanns Jón- assonar á Rikisprentsmiðj- unni Gutenberg er svo einstök athöfn, — svo vafasöm og var- liugaverð, — a@ hér hlýtur eitt- hvað það að liggja að baki, sem er annað og meira en umhyggja fyrir starfsliði prentsmiðjunnar, eins og hinn fyTrverandi ráð- lierra vill vera Iáta, ef dæmt er eftir yfirlýsingu hans, er útvarp- ið birti í gærkveldi. Auk þess, sem rikið tapar stórfé á ráðstöf- un þessari, mun hún leiða af sér ýmsa erfiðleika fyrir ríki og rik- isstofnanir, og þar á meðal fyrir- tæki það, sem formaður Fram- sóknarflokksins ber mjög fyrir brjósti, — bókaútgáfu Menning- arsjóðs. Þegar ráðstöfun þessi er at- huguð nánar, einkum með hlið- sjón af öðrum ráðstöfunum ráð- herrans, fer ekki hjá því, að liér sé um öryggisráðstöfun að ræða af hálfu ráðhérrans vegna þverbrestanna i Framsóknar- flokknum. Að því hefir áður verið vikið liér í blaðinu, að sambúðin á Framsóknarheimilinu er allt annað en góð. Væringar eru miklar innan flokksins og all- mikil átök milli Jónasar Jóns- sonar og Hermanns Jónassonar. Leiddi sú úlfúð til þess, að Sig- urður Jónasson Iirökklaðist úr flokknum hér á dögunum, en hann var öruggasta hjálparhella Hermanns og var hon- um því nærri höggvið. Almennt var búist við því, að allt myndi kyrrt liggja innan Framsóknar, þar til á flokksþingi því, er báð verður á næsta vetri, en þá vænta menn Iokauppgjörs þeirra Jónasar og Hermanns, og e. t. v. klofnings í flokkinum af þeim sökum. En ef til klofnings skyldi koma, var aðstaðan erfið fyrir Hermann. Jónas hefir átt tögl og haldir hjá Sambandinu, en. sú stofnun og fylgilið Jónasar i Framsókn ráða öllu um prent- smiðjuna Eddu og jafnframt málgagni flokksins, Tímanum. Færi það svo, að Framsókn klofnaði á næsta vetri, eins og margir vinstri menn í flokknum vilja vera láta, síæði sú deild flokksins uppi blaðlaus og prentsmiðjulaus. Siíkt kunni ckki góðri lukku að stýra, eink- um þar sem blaðaútgáfa er m jög útgjaldasöm og erfið viðfangs. Verður því vafalaust gott að eiga innhlaup hjá prentsmiðju, sem stjórnað er af vinveittum öflum vinstri deildar flokksins. Þessi skýring virðist ekki f jarri lagi. Styður það hana enn- fremur, að Hermann Jónasson er sem lögfræðingur Búnaðar- bankans einnig ráðinn mála- flutningsmaður Skipaútgerðar- innar til næstu 5 ára. Þetta gæti bent til þess, að Hermann teldi vonlaust að komast í valdaað- stöðu næsta fjögra ára kjörtíma- bil og teldi því hyggilegt að tryggja hag sinn um það skeið, og einu ári betur, til þess að hafa nokkurn tíma upp á að hlaupa til frekari öryggisráðstafana, ef ekki skipti þá sköpum. Það verð- ur því ekki annað séð, en að þessar ráðstafanir báðar bendi í þá átt, að Hermann sé að undir- búa sóknina á hendur Jónasi, en jafnframt geri hann sér grein fyrir, að þar verði ekki um leift- ursókn að ræða, og jafnvel geti farið svo, að hann bíði lægra hlut á flokksþinginu næsta, j hvort sem hann þá þraukar á- fram innan flokksins, eða klýf- j ur hann ásamt vinstri deildinni, \ sem er öllu liklegra. Engin önn- j ur eðlileg skýring finnst á þess- 1 um ráðstöfunum hins fráfarandi : ráðherra, en ekki er ósennilegt, : að þetta verði hans banabiti. Engin líkindi eru til að Jónas Jónsson þoli slíkar ráðstafanir frá hendi Hermanns, enda mun lians samþykkis ekki hafa verið leitað til þeirra. Síra Friðrik Hallgríms- son þjónar áfram. Fyrsta embættisverk Magnús- ar Jónssonar ráðherra var að heimila síra Friðriki Hallgrims- syni dómprófasti, að þjóna dóm- kirkjuprestakallinu í Reykjavík áfram, þrátt fyrir aldur hans, en samkvæmt íslenzkum lögum eiga opinberir starfsmenn að láta af embætti við 70 ára ald- urstakmark. Nú verður síra Friðrik sjö- tugur þann 9. júní n.k., og átti því samkvæmt lögum að láta af embætti. En sóknarnefnd Dóm- kirkjusafnaðarins og rúmlega 2700 safnaðarmeðlimir sendu kirkjumálaráðuneytinu beiðni um að síra Friðrik gegndi em- bættinu áfram. Ennfremur sendi biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurgeir Sigurðsson, meðmæli sín um að ráðuneytið veitti und- anþágu og iieimilaði síra Frið- rik að gegna prestsstörfum fyrir dómlíirkjusöfnuðinn áfram. — Féllst ráðuneytið á þessar fram komnu óskir og mun sira Frið- rik gegna prestsembættinu enn um stund. ÚR HAGTÍÐINPUM: Minsta kjörsókn 49.8 % í nýútkomnum Hagtíðindum er skýrsla yfir Sveitar- og bæjar- stjórnarkosningar víðsvegar um land í vetur. í kaupstöðunum — þeir eru 9 talsins — em 37.708 kjósendur á kjörskrá, en af þeim kjósa 30.551 maður eða 81 af hverju hundraði. Þar er kosningalilut- takan tiltölulega mest á Isafirði, eða 90.0% og var hún þar held- ur meiri en við næstu kosningar á undan (1938) því þá var hún þar 88.4%. Allstaðar annars- staðar í kaupstöðum var kosn- ingahluttakan minni í ár en við síðustu kosningar. Minnst var liún á Akureyri, eða 77.7 af hundraði. I kauptúnahreppum, sem eru 22 að tölu, voru 8024 á kjörskrá. I tveimur kauptúnum kom að- eins 1 listi fram, og hrepps- nefndarmennirnir þvi sjálf- kjörnir án atkvæðagreiðslu. í hinum 20 hreppunum eru 7622 á kjörskrá, og af þeim kjósa 5610, eða 73.6 af hundraði. Kosningahluttakan var mest i Stykkishólmi, eða 86.6%, en minnst í Bolungarvík, aðeins 49.8%. í kaupstöðunum fær Sjálf- stæðisflokkuirnn 12.852 at- lcvæði (af 30551) og 32 fulltrúa (af 89). í kauptúnunum fær hapn 1746 atkvæði (af 5610) og 36 fulltrúa (af 114). Auk þess vann Sjálfstæðisflokkurinn á nokkurum stöðum með Fram- sóknarflokknum og óháðum, og fékk þannig ásamt þeim 13 full- trúa kosna. Attræðisafmæli á í dag, 20. maí, frú SigríSur Sigurðardóttir, Hafnarstræti 8. Til hreingerninga Mirrolín bónolía •• Poitnlíns Kaffiitell Öriá kaífistell úr postulíni tökum við upp í dag Símar 1135 — 4201 Orðsending frá bazarnum Laugaveg 79 Þeir, sem eiga fatnað o. fl. í umboðssölu hjá okkur, eru vin- samlega beðnir að sækja það strax, eða ekki seinna en 15. júní, þar eð verzlunin hættir. — Opið kl. 3—6.'- BAZARINN, Laugaveg 79. FRÁ HÆSTARÉTTI. Frh. af 1. síðu. semjendur. Bar þess vegna að leggja fé það, er telja verður hafa stafað af skiptum við utan- félagsmenn og greitt var og greiða skyldi samkvæmt álykt- un aðalfundar einstökum félög- um, svo sem í héraðsdómi greinir, í varasjóð félagsins, sbr. 6. tölul. 3. gr. laga nr. 46/1937. Með ráðlagi sínu því, er lýst er í héraðsdómi, hafa hinir ákærðu hrotið fyrirmæli 2. tölul. 26. gr. sömu laga, og varðar brot þeirra við 2. málsgr. 42. gr. laga þess- ara. Hins vegar varðar verknað- ur liinna ákærðu eigi við nein á- kvæði 26. kafla hegningarlaga nr. 19/1940, og verður því að sýkna þá af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Þykir refsing á- kærða Friðriks Þórðarsonar hæfilega ákveðin 700 króna sekt í ríkissjóð og hvers hinna 500 króna sekt í sama sjóð. Ef sekt- ir greiðast ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, þá af- pláni ákærði Friðrik sína sekt með 20 daga varðhaldi, en hver annarra hinna ákærðu sina sekt með 18 daga varðhaldi.“ | Ráðherrabílamir. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísi hafa borizt, hafa þeir Ey- steinn Jónsson og Hermann Jónasson frá upphafi átt bif- íeiðar þær sjálfir, sem þeir hafa notað sem ráðherrar. Hafa þeir því ekki keypt þær af ríkinu, er þeir létu af ráðherrastörfum. Er þetta hér birt samkvæmt þeirri reglu blaðsins, að skýra ávalt frá þvi, er réttara reynist. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA 1 VlSI! Skemmtibátor 421 qaIu f\rr cvnic í nArfinii T.inrfnnxníll 46. Trésmiðir Mig vantar 2 eða 3 duglega trésmiði, sem geta tekið að sér að veita forstöðu byggingum á Bíldudal. Get séð fyrir húsnæði og fæði, ef það er nauðsynlegt. Gísli Jönsson Sími 1744. Aðvörun. Samkvæmt lögum hafa Landsbanki íslands og Ct- vegsbanki Islands h.f. einkarétt til þess að verzla með erlendan gjaldeyri. Að gefnu tilefni eru verzlanir og aðrir sérstaklega varaðir við að kaupa ávísanir af hermönnum eða öðr- um erlendum mönnum. Ef sfíkar ávisanir eru boðnar fram, er ráðlegt að vísa með þær til bankanna, þar sem þeir hafa lika sérstaka aðstöðu til að komast að raun um, hvort ávísanimar era gildar eða ekki. LANDSBANKI ÍSLANDS. Til sölu st«r Kolaeldavél hentug fyrir skip eða stórt sveitaheimili. Einnig stofuskápur. Rafvirkinn s.f. Skólavörðustig 22. Piltur á aldrinum 18 til 25 ára, sem hneigður er fyrir vélar, getur fengið framtíðaratvinnu við verksmiðju okkar nú þegar. — Uppl. í kvöld kl. 6—7, ekki svarað í síma. Pappírspokasrerðin h.f. Vitastíg 3. Stúlkur vantar í léttað iðnað. •— Uppl. allan daginn í VOPNA, Aðal- stræti 16. — Óska eftir berbergi strax, yfir sumarmánuðina. Uppl. á Rakarstofunni í Eim- skip. — Sími 3625. Vðrubil vantar til Ingólfsfjarðar, helzt nýjan ‘l^/z—3 tn. i 4 mánnði. Hátt kaup. Uppl. gefur Helgi Eyjólfsson, Eiríksgötu 31. — Ógiftur bóndi uppi í Borgarfirði óskar eftir ráðskonu. Mætti hafa með sér bam. —• Allt fuliorðið i heimili. —• Tilboð, merkt: „Bóndi“ sendist afgr. Vfeis fyrir fimmtudagskvöld. Maður sem, er vanur veraíunarstörf- um og allskonar vinnu, ósk- ar eftir framtiðaratvinnu hjá góðu fyrirtæki. Tilboð merkt „1942“ sendist afgr. Vísis fyrir 25. þ. m. 3 niilluillar óska eftir einhverri vinnu eft- ir kl. 6 á kvöldin og á sunnu- áögum. — Tilboð merkt „3“ sendist afgreiðslu Vísis fyrir föstudag. Ntiilkn vantar við afgreiðslu og de- tachéring strax, og eiunig stúlku við kemiskhreinsun 1. júní. Gufupressan Stjaman. — Til viðtals í Suðurgötu 15, 1. hæð, miili kl. 7—8 sið- degis. Sitrðnor 500 krónur fær sá sem getur útvegað 1—2 herbergi og eldhús, í eða rétt við bæinn. Tilboð sendist afgr. Vísis, merict: „Vörubílstjóri“. Bezt að auglýsa i Vísi. Stúlka óskast við léttan iðnað heiían eða hálfan daginn. — UppL Skólastræti 3, eftir kL 8. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.