Vísir - 29.05.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri { Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1 660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. - Reykjavík, föstudaginn 29. maí 1942. 97. tbl. ÞJOÐVERJAR HALDA A- FRAM ÁRÁSUM MILLI ISYUM og BARVENKOVO Annarsstaðar tíðindalítið. r ' J miðjnæturtilkynningu sinni sagði rússneska herstjórnin, að í gær hefði aðallega verið barizt milli Isyum og Barven- kovo, þar sem Þjóðverjar hefði haldið áfram áhlaupum sínum. Annarsstaðar sögðu Rússar, að hefði verið tíðindalítið eða tíð- indalaust. Rússar taka borg á miö-vígstöðvunum Hér sjást rússneskir hermenn sækja inn í borg á miðvígstöðvunum, sem þeir hafa hrakið Þjóðverja úr. Mvndin er tekin i vor, áður en snjóa leysti. Eogin úrslit í skriOdreka- orustunni í Libyu. Auchinleck var vid öllu búinn. EINKASKEYTI frá United Press. Londoji í morgun. regnir eru enn af skomum skammti frá 'bardög- unum í Libyu, en það er þó 1 jóst af fréttunum, að enn er barizt hjá Bir Hakeim og Gazala. Úrslit eru ekki enn fengin í þessum bardögum, sem fara fram á stóru svæði og lík jast mest sjóorustu, en þó á lítinn mælikvarða. í fréttum sínum snemma i morgun höfðu Þjóðverjar ekkert minnzt á læssa hardaga, enda er það ekki vani þeirrá, fyrr en séð er hversu gengur. Brezkar fregnir hermdu fyrst, að Rom- mel Iiefði fengið aukið fluglið, en síðar var frá því skýrt, að fluglið Þjóðverja væri þanfa miklu minna’en þeir væri vanir að Jiafa til varnar landher sínum, er hann va'i i í sókn. sk.riðdrekavarnasveitir. Bretar, ji;öðrum fregnum frá Rúss- landi, frá Tass-fréttastofunni og erlendum hlaðamönnumu, seg- ír, að Rússar hafi hrundið mik- Ifli, skriðdrekaárás á svæðinu , minni Isyum og Barvenkovo. | Þar hafa þeir getað styrkt að- stöðu sína, með því að gera gagnáhlaujp. Festa Þjóðverjar rauða fána á skriðdreka sina, að sögn Rússa, til þess að blekkja þá og komast í skotfæri við fallbyssustæðin rússnesku. •Á einum stað í Ukrainu segj- ast Rússara hafa tekið horg af Þjóðverjum að hálfu leyti. Stendur borgin við á eina og er hvorug nafngreind. Þar segjast Rússar hafa fellt 1000 menn, en stórskotalið þeirra haldi uppi svo mikilli skothríð á alla vegi vestur frá borginni, að Þjóðverj- ar geti ekki forðað þeim hundr- uðum, sem hafa særzt í horg- inni. Á öðrum stað gerðu Þjóðverj- ar 7 gagnáhlaup á einum og sama degi, en tókst ekki að hrekja Rússa úr varnarstöðvum sínum. Á þrem dögum. segjast Rússar hafa eyðilagt 50 skrið- dreka á litlu svæði hjá Kharkov. Samkvæmt fregn frá New York hefir Hitler sjálfur tekið herstjórnina i Ukrainu í sinar hendur, þar eð honum hafi ekki litizt á það, hvað von Bock geklc illa.jj I fregnum frá New York er j láti’n í1 ljós s ú skoðun, að 1 Rússar inuni yera komnir að járnbrautinni norður til Bielgo- rod ¥rá Kharkov. 'Viggo Jensen, fréttaritari Svepska Dagbladet í Berlín, var með í ferðinni til Kerch, sem þýzka herstjórniri stendur að. Hefir hann simað blaði sínu, að þar hafi blaðamönnum verið sýnd meiri eyðilegging en nokkuru sinni. 1 einu þorpi voru um 300 eyðilagðir vörubílar og um allt lágu skriðdrekar og fall- byssur og vélbyssur i hundraða- tali. „Astandiö4* 1 Ástpalíu. • f fregn frá New York segir, að yfirvöldin í Ástralíu búist við „metári“ í barnsfæðing- um þár á þessu ári. öll rúm eru upppöntuð í fæðingarspítölum fram í jan- úármánuð næstkomandi og hefir ekki verið hægt að full- nægja eftirspuminni á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að hlaupa undir bagga með konum, sem eru lítt efnum búnar, en' þurfa á fæðingarhjálp að halda. . # Ýfirvöldin hafa látið í Ijós, að þeim þyki leitt, að ekki skuli vera hægt að taka upp skömmtun á börnum eins og iðrum nauðsynjum! Japanir nálgrast €hittag:ong:. Japanir hafa tilkynnt, að her- ir þeirra haldi nú vestur á bóg- inn frá Akyáb í Burma og nálg- ist Chittagong. Sú borg er austasta hafnar- horg Indlands og Japönum yrði ínikill hagur í að ná henni, því að þá yrði þeir komnir í sam- hand við járnbrautakerfi Ind- lánds. Wavell yfirhershöfðingi hefir sagt, að herinn sé reiðubúinn til ?ð verja Indland. Kemur til kasta Austur-hersins á þessum slóðum. Tveir aðrir herir hafa varnir Indlands á hendi, þ: e. Suðurherinn, sem ver sjálfan skagann, og Norðurherinn, sem gætir allra leiða lil Indlands frá norðri og vestri. Heil íjölskylda myrt í Prag. Hefndaraftökurnar vegna til- ræðisins við Heydrich eru hafn- ar í Prag, undir stjórn Daluege, yfirmanns hinnar einkennis- klæddu lögreglu Þýzkalands. Heil f jölskylda hefir verið tekin af lífi, grunuð um að vera í vit- orði með tilræðismönnunum. í f jölskyldu þessari voru fimm manns, en auk hennar var einn maður drepinn. Tvær konur og 17 ára piltur voru þarna á meðal. Þjþðverjar liafa eun hert tök- in og hafa þeir nú tilkynnt, að hver sá, sem hefir ekki aflað sér vegabréfs fyrir næsta mið- nætti, verði tafarlaust skotinn. Öllum samkomustöðum er lok- að kl. 10, en eftir kl. 11 verða allar útidyr að vera læstar. New York Times birti þessa fregn undir fyrirsögninni „H......vill ekki Heydricli". Á blaðið við það, að með því einu móti hafi hann getað haldið lífi. Mexikanska þingið hefir nú komið saman og samþykkt stríðsyfirlýsingu á hendur Itöl- um, Japönum og Þjóðverjum. Mexiko er 10. S.-Ameríkuríkið, er segir möndulveldúnum stríð á hendur. —o— Þjóðvérjar skýra frá því, að framleiðsla landbúnaðarvéla á þessu ári og því næsta muni verða meiri en öll landbúnaðar- vélaeign þeirra nam árið 1933. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir mynd, sem nefnist Bló'Ö og Sandur (Blöod arid' Sand). Mynd þeSsi er nieÖ afbrigðum vel. leikin af Tyr- one Power, Linda Darnell, Rita Haywofth, John Carfadine, J. Caf- rol Naish og fleiri heimsfrægum leikurum. Fréttaritari United Press í Cairo símar, að af fregnum frá vigstöðvunum megi ráða, að Bretum gangi vel í bardögúnum og sé það ekki sizt að þakka því, hversu hraustlega flugher- 1 inn liafi staðið sig undanfarna daga. Þjóðverjar hafa sent tvær bryndeildir, þá 15. og 21., til Libyu, en auk þess hafa Italir þar eina bryndeild. Voru all- stórar sveitir þessara skriðdreka sendar fram, m. a. til Bir Ha- keim, en þar hafði Áuchinleck einvalalið tilbúið. Ilafði hann gert ráð fyrir þvi, að Þjóðverj- ar mundu reyna þá aðferð, sem síðar lcom í ljós að þeir ætluðu að nota, nefnilega að króa inni brezkar sveitir með því að kom- ast til sjávar að baki þeim. Flugher Breta hafði haldið uppi víðtækum njósnaferðum að baki víglína ítala og Þjóð- verja og fylgdist með öllu, sem þar gerðist. Jafnframt undir- bjó flugherinn loftárásir, er átti að gera jafnskjótt og lierir möndulveldanna færi að bæra á sér. Fyrsta dag sóknar Romm- els eyðilögðu Bretar margar clíubifreiðar og aðra vagna, er fluttu ýmiskonar nauðsynjar. Hersveitir. ítala og Þjóðverja eru sldpulagðar nokkuð öðru- vísi nú en áður. Þeim er nú skip- að í svonefnda „orustuhópa“, en í hverjum þeirra eru skriðdrek- ar, stórskotalið, fólgöngulið flutt á vörubílum, loftvarna- og liafa líka skipun á sínu liði, en þessar sveitir þeirra eru minni en andstæðinganna. Jafnframt hefir sú hreýting verið gerð, að ítalir og Þjóðverj- ar eru hafðir i sömu sveitum, en ekki hvorir út af fyrir sig. Hefir þetta þau áhrif, að ítalir berjast hetur og kom þetta m. a. í ljós við Halfaya um áramót- in, þar sem ítalir vörðust vask- lega. Þýzkur liðsforingi, sem var tekinn til fanga, sagði um Rommel: „Það einkennilegasta við liann er, að liann getur jafn- vel fengið ítali til að herjást." K. R. og Víkingur í kvöld. í kvöld kl. 9 keppa K. R. og Víkingur í meistaraflokki. Er þetta þriðji leikurinn í afmælis- keppninni og má vænta þess, að hann verði með afbrigðum spennandi og skemmtilegur, því bæði þessi félög erú mjög sterk. Ekki þarf að draga það í efa, að mjög fjölmennt verði á vell- inum í kvöld. Að þessu sinni var ekki hægt að hafa nema einn kappleik, vegna þess, að npkk- urt tillit verður að taka til verzl- unarmanna, sem losna ekU i frá vinnu sinni fyrr en kl. 8 á föstu- dögum. Kappleikurinn milli Vals og Fram fer svo fram ann- að kvöld. Brasilskar lavélar rððast á kalta Það hefir verið opinberlega tilkynnt í Rio de Janeiro, að flugvélar úr her Brasilíu hafi gert árásir á þrjá möndul- velda-kafbáta, sem voru á ferli undan ströndum lands- ins. Árásin á einn kafbátinn bar þann árangur, að hann fórst. Opinber talsmaður í Rio de Janeiro hefir látið svo um mælt, í sambandi við tilkynn- inguna um þessar árásir, að Brasilía hafi nú tekið upp sömu stefnu og Bandaríkin höfðu tekið nokkurum mán- uðum áður' en þau lentu í styrjöldinni — nefnilega að verðá fyrri til að skjóta, þeg- ar skip frá möndulveldunum væri annarsvegar. Stjórn Brasilíu, sagði talsmaðurinn, mun gern allt sem hún getur til að tryggja flutning nauð- synlegra hráefna til Banda- ríkjanna. i 10.000 hermenn á kaupförum. Tíu þúsund brezkir hermenn eru í kaupskipaflotánum, sem skyttur á skipunum. Þeir eru í fjórum sérstökum herfylkjum, sem eru opinberlega deildir í stórskotaliðinu, þótt mennirnir sé flestir sjálfboðaliðar úr ýms- um greinum hersins. Þessi þáttur í samvinnu lier- mála- og flotamálaráðuneyta Breta hófst eftir að þeir liöfðu orðið að hörfa frá Dunkirk. Herinn átti þá ekki næg vopn handa öllum mönnum sínum og flotinn fékk þá því lánaða. í fyrstu voru þessir „landkráhh- ar“ aðeins látnir vera á skipum, er fóru með ströndum frahi, en er þeir vöndust sjónum voru þeir látnir fara í lengrí ferðir. Skyttur þessár teljast ékld béinlínis með iáhöfn skipamla, sém þeir eru á, þvi að jjegár hvér fei’ð er á bnda fara þeir til bækistöðva sinna í landi. Meðan Siðferðisbrot. Sakadómari kvað i gær upp dóm yfir þrem mönnum, sem höfðu haft mök við télpur á aldrinum 8—10 ára. Mennirnir eru allir komnir yfir tvitugt. Þeir voru: allir dæmdir i fjögra mánaða fangelsi og sviftir kosn- ingarrétti.og kjörgengi. Einnig. var maður- nokkur dænwlur i aukarétti fyrri þjófn- áð, og fékk hann 6 mánaða fangelsi. Bifreiðarstjóri var dæmdur í 10 daga varðhald og lökuléyfismissi i 3 nxánuði fyrir lað aka bíl undir . álu’ifum ;áfengis. Lúðvík Einarsson, málarameistari, er fimmtugur i dag. Lúðvík er mjög vinsæll mað- ur og vel látinn af öllum, er til hans þekkja. 2. flokks mótið hélt áfrarn i gærkvöldi og fór • þannig, að K.R. vann Víking með . 3:1, en Válur Fram með 2 :0. — Úrslit fara fram á sunnudagskvöld. Tónlistarskólinn heldúr siná árlegu riemenda- hljóriiléika á niórgún í Iðrió. Efnis- skráiri" verður mjög fjölbreytt. Á skólanum erujf að .vanda, margir i rnjög efnilegir nemendur. j j Barnakórinh ‘SólSkinstíelldin ! fer 'á rnorgun af stað Lsöngferða- i 'lag .um NQrður-:ög Austurland. Eru I' þfið: a7:börji á(aldrinupi, 10—14 ára, undir stjórn Guðjóris Bjarnasonar, sém jafnframt ér söngstjóri kórs- ind; Farið Verður ineð Fagranesinu [ kl: 3 á morguh, og Sungið-á Akra- nési, Borgarnesi, Blönduósi, Sauð- árkróki.^Akureyri, Dalvík, Húsa- vík, Reyðarfirði, Norðfirði og e. t. v. Seyðisfirði. 1 kvöld ’syngur Sól- skirisdeildin fyrir sjúklingá á Vif- . ilsstöðum. '•••••• Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson,' Ásvallagötu 5, sími 2714. — Næturvörður í Laugavegs ; apöteki'. Sumardvalarnefnd þefir nú þegar sent börn til dval- ár' að Silungapolli,' Reykholti í Borgarfirði, Stykkishólmi og að Laugamýrk Á morgun fara börn að Hvanneyri, á þriðjudaginn kem- ur að • Brautarholti á Skeiðum og að Staðarfelli í Döíufn, n.k. föstu- dag að Sælirigsdalslaug í Dölum og ]). 6. júni i Menntaskcilaselið. Þeir, | sem ætla að auglýsa í Vísi á laug- ’ardögum í surnar, verða helzt að koma aúglýsingunum fyrir kl. 6 á föstudaþskvöld,» en i siðasta lagi fyrir kl. • 10 á laugardagsmorgun. Útvarpið 1 dag1. 19.25 Þirigfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: U111 Chopin (Þórður Kristleifsson söngkennari). 20.55 Útyarpshljómsveitin :■ Lög eftir Chopln. 21.25 Hljómpíötur : Píanó- sónata í c-moll eftir Chopin. þeit’ biða eftir næstu ferð eru þeír æfðir í skotfimi, siglingum og róðri og því um líku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.