Vísir - 29.05.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1942, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: 5LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1660 (5 iínur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Féiagsprentsmiðjan h.f. Það, sem var. p RAMSjÓKNARMENN dreym- ir stóra drauma um sigur i kosningum þeim, sem fyrir höndum eru. Vel kann svo að fara, að þeir kunni að þessu sinni að afla sér nokkurs fylgis í sveitum landsins, en hitt er vissara, að því fyigi mun hraka til stórra muna. Jakob Mölier fjármálaráðherra vakti athygli landsmanna á því i útvarpsum- ræðunum, hvilíkum eindæma aðferðum þessir menn beittu í baráttu sinni, og hélt þvi jafn- framt fram, að slíkur flokkur liefði ekki rekið starfsemi í landinu frá því á Sturlungaöld. Þótti djúpt tekið í árinni en tví- mælalaust er þetta rétt. Nokkru eftir útvarpsumræð- urnar ræddi háttskrifaður fram- sóknarmaður við sjálfstæðis- mann um kosningahorfurnar. Báðum kom þeim saman um, að kosningahríðin myndi verða hörð, og allsendis óvíst um úr- slit víða í sveitakjördæmum. Framsóknarmaðurinn lauk máli sínu með þessum orðum: „Eg tel víst, að Framsókn sigri. Þið eruð ekki nógu miklir dónar sjálfstæðismenn.“ Lék euginn vafi á því, að hér fylgdi hugur máli. Leitt er til }>ess að vita, að á undanförnum, árum hefir reynslan á ýmsan hátt sýnt, að langt er hægt að komast með ósvífnum málflutningi í blöð- um og á framboðsfundum. Hitt er þó ánægjulegt, að þótj slikt framferði fái nokkra uppskeru, brestur hún eins og hvað ann- að, sem iila er fengið. Það er unnt að blekkja kjósendurna um skeið, en aldrei til lang- fráma. 1 þeirri kosningabaráttu, sem nú er fyrir höndum er það nýi tíminn, sem glimir við hinn gamla. Rangfengin forréttindi hverfa úr sögunni, jafnvajgi skapazt, Alþingi verður skipað réttkjörnum fulltrúum -þjóðar- innar í þeirra orða beztu merk- ingu, og vænta ma þess að bjartari tímar bíði framundan í þjóðlífinu í heild. Eymdar- tímabil Framsóknarflokksins verður þá aðeins „það, sem var“, en finnst hvorki i nútið né framtíð. Ekki er óliklegt, að vinstri flokkarnir kunni nokkuð að vinna á, fyrst eftir stjórnar- skrárbrqytinguna. Þeir fá þó aðeins þá þingmannatölu, sem þeim ber, þannig að um aukið^ kjósendafylgi verður ekki að ræða. Hitt er sennilegt, að er frá líður hraki fylgi þeirra stór- lega, með því að það hefir skap- azt vegna þeirrar óaldar, sem ríkjandi hefir verið i landinu, fyrst og fremst vegna forrétt- indaaðstöðu Framsóknarflokks- ins. Ein syndin hefir í þessum efnum boðið annarri heim. Það er því auðsætt, að til mikils er að vinna í þessari kosningabaráttu, og enginn má liggja á liði sínu, þannig að hreinsað verði til i ruslakompu Framsóknar. Menn verða að skilja það, að nú er barizt fyrir mannréttindum, sem þeir hafa verið sviftir, og þeir eiga sið- ferðilegan rétt á að sækja í Mæðradagnrinn; Koma þarf upp mæðra- heimili í Reykjavík, og sumarheimili fyrir mæður í sveit. Viðtal við frk. Lanfeyjn Valdimarsdóttnr. Mæðrastyrksnefndin hefir um margra ára skeið barizt fyrir margháttuðum umbólastörfum í þágu reykviskra kvenna. Gengst hún einu sinni á ári fyrir fjársöfnun, starfsemi sinni til handa, á svokölluðum mæðradegi, en hann verður að þessu sinni á sunnudaginn kemur. Það er venja að halda mæðradag- inn fjórða sunnudag í maímánuði ár hvert, nema þegar hvíta- sunnuna ber upp á þann dag, þá er mæðradeginum frestað til sunnudagsins næsta á eftir — og svo er það að þessu sinni. — Annars er það siður víðsvegar um lönd, að helga mæðrum einn dag á ári, og eru það þá ekki sízt bömin, sem leggja sig í fram- króka til að sýna mæðrum sínum þann heiður, sem þau fram- hendur ofstopamanna. Hér er ekki um aðra hagsmunabar- áttu að ræða. Þótt Framsóknar- flokkurinn reyni að láta það heita svo, að verið sé að ganga á fyrri rélt sveitanna, er það augljós og vísvitandi blekkiug. Sveitirnar tryggja einmitt gengi sitt með því að fá aukið áhrifavald í öðrum flokkum en Framsókn, og þeir flokkar munu taka að sér forystu i öll- um framfaramálum er sveitirn- ar varða. Það, senx var, á að liverfa úr sögunni, en nýtt að koma í stað- inn, í samræmi við sígilt lög- mál lífsins. Framsóknarflokk- urinn er dauðadæmdur sem for- réttindaflokkur. Hann á að hafa sömu aðstöðu og aðrir stjórn- málaflokkar, og það verður að skipa honum þar á bekk, sem líann á að sitja. Um það eiga kjósendurnir að sameinast, og vinna ótrauðlega að framgangi réttlætismálanna við þessar kosningar. Minningarorð. Guðm. S. Guðmundsson for- stjóri Hampiðjunnar var fædd- ur að Kirkjubóli i Hvitársíðu 10. nóv. 1895. Þar bjuggu þá for- eldrar hans. Faðir hans var Guðmundur, lengi formaður í Þorlákshöfn og þjóðhagasmiður (síðast í Ólafsvik og drukknaði þar á bezta aldri 1907) Guð- mundsson, bónda og formanns á Gamla-Hrauni Þorkelssonar í Mundakoti Einarssonar spítala- haldara í Iíaldaðarnesi Hannes- sonar lögréttumanns þar Jóns- sonar. Kona Guðmundar Þor- kelssonar á Gamla-Hrauni var Þóra Símonardóttir á Gamla- Hrauni Þorkelssonar ,skipa- smiðs þar Jónssonar. Meðal niðja Þorkels eru ó- venjulega margir smiðir og hag- leiksmenn. Móðir Guðmundar forstjóra var Sigriður Einarsdóttir bónda á Miðfelli í Ytrahrepp Magnús- sonar, en kona Einars í Miðfelli var Margrét Magnúsdóttir al- þingismanns í Syðra Langholti Andréssonar, systir Helga bónda í Birtingaholti og þeirra syst- kina / Guðmundur kvæntist 1922 eftirlifandi konu sinni Láru Jó- hannesdóttur frá Stykkishólmi, en móðir Láru er Katrín Einars- dóttir frá Högnastöðum í Ytri- lireppí Magnússouar alþingis- manns í Syðra Langholti And- réssonar. Voru þau hjón því þremenningar að frændsemi frá Magnúsi Andréssyni. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö hin eldri við nám í Menntaskólanum. Með Guðm. S. Guðmunds- syni er fallinn í valinn mikil- hæfur og duglegur maður. Hann hafði þá eiginleika að hafa brennandi áhuga á þvi að vera að sem mestu liði fyrir land sitt og þjóð. Hann hafði yndi af þvi að smíða og gera við vélar, enda var hann mikill hagleiksmaður. Hann lærði vélstjórafræði og var vélstjóri um mörg ór, síðar varð hann verkstjóri hjá Vél- smiðjunni Héðinn hér i bænum, og undir hans umsjá voru mörg Frh. á 3. siðu. ast geta. í tilefni af . mtæðradegin- um á sunnudaginn sneri tíðiuda- maður Vísis sér til frk. Laufeyj- ar Valdimarsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar, og spurði hana um störf nefndarinnar að undanförnu og helztu áhugamál hennar, . „Störf Mæðrastyrksnefndar- 1 innar eru margþætt,“ sagði frk. * Laufey. „T. d. höfum við á ann- an tug ára haldið opinni skrif- stofu, þar sem konum eru gef- in ýnlisleg ráð og upplýsingar, sér í lagi að því er varðar þjóð- félagslega og réttarfarslega stöðu kvenna. Á síðari árum hefir skrifstofan notið styrks úr ríkis- og hæjarsjóði. Höfum. við til þess sérstakan lögfræðilegan ráðunaut, er starfar á skrifstof- unni á vetrum, en það er frú Auður Auðuns cand, jur. En konurnar leita yfirleitt til okkar með ýms önnur vandamál — og i vetur hefir það einkum verið áberandi hve bamshafandi konur og stúlkur, sem voru hús- næðislausar og áttu hvergi höfði sínu að að hálla, hafa leitað til okkar.“ „Getið þið ráðið úr vandræð- um jjeirra?“ „Við getum bætt úr ýmsu, en úr húsnæðisvandræðunum get- um við ekki bætt. Eg sé það aldrei betur en nú, hve brýna nauðsyn okkur ber til að fá hér 'vandað mæðraheimili, þar sem barnshafandi bágstaddar könur og stúlkur eiga athvarf, og þar sem þær geta dvalið og hvilt sig nokkum tíma eftir barns- burðinn. Mikil höt gæti verið að því i sambýlishúsum þeim, sem eft- irleiðis verða byggð, ef komið yrði fyrir i þeim vöggustofu, þar sem mæðurnar gætu komið börnum sínum í umsjá, á með- an þær þurfa að sinna búverk- um og öðrum nauðsynjastörf- um.“ „Vitið þér hvað það eru marg- ar konur, sem leitað hafa ráða hjá skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar?“ „Þær eru eitthvað á annað þúsund alls, en heimsóknirnar eru hinsvegar miklu fleiri, því j að oft koma sömu konurnar aft7 ur og aftur.“ „Auk þessa starfar Mæðra- styrksnefndin að þvi, að koma mæðrum, og börnum til sum- crdvalar í sveit?“ „Já, og það er eitt af vinsælli verkum okkar — og hefir verið það undanfarin ár. Árið 1936 byrjuðum við að reka sumardvalarheimili fyrir inæður og börn austur í Hvera- gerði og rákum það í tvö ár í skólahúsinu þar, en Afmælisfé- lagið var svo vinsamlegt að lána okkur það endurgjaldslaust. — Svo keypti lireppurinn skóla- húsið og við urðum að leita fyr- ir okkur um nýjan stað. Þann stað fundum við að Beykholti í Biskupstungum. Þar höfum við rekið sumardvalarheimili fjögur undanfarin sumur, í fyrra að vísu sanxeiginlega með Sumardvalarnefnd, og hafa kon- ur og hörn hafst við í skólahús- inu, en að noklcru leyti einnig í tjöldum. IJafa um og yfir 60 konur og börn notið þar sólar og sumars á okkar vegum árlega. Þá höfðum við það lika orð- ið fyrir fasta reglu, að koma 50—60 efnalitlum, og þreyttum konum fyrir í viku sumarfrí að Laugarvatni á hveru sumri. Yf- irleitt eru þetta konur, sem aldrei hafa getað tekið sér frí frá störfum og aldrei notið áð- ur sumardvalar í sveit. Hefir dvölin að Laugarvatni Jafnan orðið þeim ógleymanleg. En í fyrra og í ár hefir Laugarvatn verið tekið til annarra nota, svo að koma verður konunum fyrir annarsstaðar, ef á því er yfir- leitt nokkur kostur. Hugsanlegt er, að hægt væri að koma þeim fyrir i vikutíma í Menntaskólaselinu, en þar hafði Mæðrastyrksnefndin í fyrra á sínum vegum mæður með ung- börn um tvegga mánaða skeið. Þar á meðal voru 13 börn á fyrsta aldursári, sem höfð voru í sérstakri vöggustofu og undir sérstöku eftirliti. Til sumarstarfsemi sinnar hefir Mæðrastyrksnefndin ekki notið annars opin- bers styrks en 3000 krónur frá riki og hæ, sinn helminginn frá livoru — og í fyrra greiddi Sumardvalarnefnd, samkvæmt samningi, 90 krónur með hverju bami, sem Mæðrastyrksnefndin hafði á sínum vegum. Mikill kostnaður hvílir þó á þessum heimilisrekstri, ekki hvað sizt þegar heimilin eru tvö, eins og í fyrra. M. a. starfa 5 stúlkur á hvoru heimili, hús- móðir, er sér um samhf heim- ilisins og aðdrætti, ráðskona, er annast matreiðslu, kennari, sem kennir sund og hjálpar til við gæzlu barnanna og tvær starfs- stúlkur. En mæðurnar þjóna sjálfar börnum sinum, líta eftir þeim og ræsta herbergi sín. Reynzla undanfarinna ára hefir sýnt, að þótt i ýmsu sé á- bótavant og ekki jafn fullkomið og við liefðum æskt, þá hefir samlifið haft þroskandi áhrif á þæi' konur, sem lijá okkur hafa dvalið, mataræði hefir yf- irleitt þótt ágætt og aðbúnað- urinn vonum framar. Við verð- um samt aldrei ánægðar fyr en við getum komið upp okkar eig- in Sumardvalarheimili, sem við liöfum alger umráð yfir.“ „Og hvað ætlist þið fyrir i sumar?“ „Að reyna að halda starfsem- inni áfram eins og að undan- förnu. Að því fráskildu þó, að Menntaskólaselið getum, við ekki rekið á sama hátt og í fyrra, sökum fjárskorts. Við hleyptum ckkur í miklar skuldir i fyrra þess vegna — og höfum ekki efni á því aftur. En starfsemin í ár fer mjög eftir þvi, hverra vinsælda við njótúm á Mæðradeginum og hve ríkulegur skerfur bæjarbúa þá verður i okkar garð. Bæjarbúar hafa yfirleitt ver- ið rausnarlegir við okkur, og þáð erum við þakklátar fyrir, en þvi meira sem við fáum, þeim mun meira gott getum við látið af okkur leiða. Og á sunnudag- inn fara böm um götumar og selja blóm, til ágóða fyrir starf- semi okkar. Við væntum þess, i að bömin ljái okkur liðsinni sitt til að hjálpa bágstöddum mæðrum — og þeir fullorðnu með því að kaupa blómin af börnunum.“ Stjórn Mæðrastyrksnefndar- innar skipa: Frk. Laufey Valdi- marsdóttir formaður, frú Guð- rún Pétursdóttir og frú Unnur Skúladóttir varaformenn og frú Kristin Sigurðardóttir og frú Steinunn Bjartmarsdóttir með- stjórnendur. Sendisvein vantar. Embættismaöur óskar 3000 kr. láns i 6 mán- uði. — Háir vextir. — Þag- mælsku heitið. Tilboð, merkt: „Embættis- maður“, sendist afgr. Vísis fyrir laugardag kl. 12. 7 manna fólksbíll model 1931, til sýnis og sölu við Rlli- og hjúkrunarheimil- ið Grund, eftir kl. 6 í kvöld. í góðu standi til sölu. — Til sýnis á gatnamótum Hring- brautar og Bræðraborgar- stigs. 500,00 kr. fær sá, sem getur útvegað barnlausum hjónum, sem bæði vinna úti, litla ibúð eða 2 samliggjandi herbergi eða 1 stórt. Tilb., merkt: „1888“, sendist afgr. Vísis hið fyrsta. Opinbert uppboð fer fram að Blöndulilíð hér við bæinn á'morgun kl. 2 e. h. og verða þar seldar: 8—10 kýr, einn dráttarhestur, heyvinnuvélar, vagnar, aklýgi, 2 vörubilar o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. LÖGMAÐURINN I REYKJAVK. Mikið úrval af kvenkápum. Verð kr. 275.00. Pelsar með góðu verði. Einnig nýkomið grátt astrakan, kameluB i mörgum litum. Ljóst elftai i peysufata-swaggera eða káp- ur. — Ódýrar kventöskur. óskast Saumastofan TAU & TÖLUR. Lækjargötu 4. 5111 tíll til sölu (model’30). Nýstand- settur. Til sýnis á reiðhjóla- verkstæðinu Óðinn, Banka- stræti 2, milli 6—8 í kvöld. BOstjóri vanur keyrslu, óskar eftir at- vinnu. Uppl. í sima 2433, frá kl. 6—8 e. h. 1 sundlauginni í -Reykholti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.