Vísir - 02.06.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórh
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
32. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 2. júní 1942.
Ritstjóri 1
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S Ifnur
Afgreiðsla
100. tbl.
STÓRÁRÁS
Á ESSEN.
20.000 fórust í Köln. 54.000 særðust
brezkar flugvélar gerðu árás á Ruhr-
lUOO héraðið í nótt og flestar þeirra réðust á
Essen — þar sem Kruppsverksmiðjurn-
ar eru — að því er Churchill upplýsti á þingfundi í dag.
Hann sagðist ekki geta lofað því, að allar loftárásir
Breta í framtíðinni yrði „fjögurra-talna-árásir“, en
bráðlega mundu amerískir flugmenn fara að taka þátt
í þessari sókn og þá yrði hún enn harðari.
Lewellyn ofursti skýrði frá því í gær, eftir að hann
hafði ferðast um flugvélaverksmiðjur Breta, að það
sé undir framleiðslunni komið, hversu margar flug-
vélar sé hægt að senda hverja nótt.
1001 af þessum flugvélum kom aftur, þ. e. 35 fórust
og er það heldur minna tjón en Bretar urðu fyrir í
Kölnarárásinni. Þjóðverjar skýra frá ársinni og segja,
að þeir hafi eyðilagt 29 flugvélar. Munu hinar því hafa
farið í sjóinn á heimleiðinni.
New York Times ræðir í morgun um loftárásina á
Köln og hefir það eftir óopinberum heimildum, að gera
megi ráð fyrir því, að 20.000 — tuttugu þúsundir —
manna hafi farizt, en 54.000 — fimmtíu og fjórar þús-
undir — særzt. Þá skýrir blaðið frá því, að þrír af hverj-
um fimm borgarbúa hafi verið fluttir á brott.
40% af bryndeild-
Þjóðverja vorn í
Ikrainn.
Timoshenko notaði þýzka
bardagraaðferð.
Rússneska herstjórnin telur
sig hafa fulla sönnur fyrir
því, að Pjóðverjar höfðu 30—
40% af bryndeildum sínum og
allan flugherinn tilbúinn til
sóknar til Kákasus, þegar Timo-
shenko lét til skarar skríða.
Þessi sókn átti að beinast til
ftostov, en sókn Rússa varð til
þess að hún fór út um þúfur, því
að Þjóðverjar urðu að flytja lið
sitt miklu norðar, til þess að
hindra Rússa i að rjúfa viglín-
una.
Timoshenko hóf sókn sína á
bragði, sem sýndi, að hann hefir
lært af Þjóðverjum i þessari
styrjöld, því að hann byrjaði
með þvi að láta flugvélar sínar
gera harðar skyndiárásir á flug-
velli Þjóðverja, til þess að eyði-
leggja þá og hindra notkun
þeirra og þar með flugvélanna,
sem þar höfðu bækistöð sína.
í fyrstu sóttu menn Timo-
shenkos allgreitt fram, en eftir
því sem Þjóðverjar fluttu meira
af liði norður til Kbarkov-svæð-
isins, þvi hægari varð framsókn-
in og loks var henni hætt, þegar
Timoshenko þótti ljóst, að hann
hefði' eyðilagt svo mikið af her-
gögnum og birgðum fytir Þjóð-
verjum, að Rostov-sóknin gæti
ekki hafizt. «
Rússar segja, að þessar orust-
ur hafi leitt það í Ijós, að rúss-
nesku fótgönguliðarnir sé ekki
lengur hræddir við þýzku skrið-
drekana. Nokkrar þúsundir
þeirra voru vopnaðir með skrið-
drekarifflum, sem eru ágætir á
minna færi en 200 m. Segir rúss-
neska lierstjórnin, að um helm-
ingi þeirra 8Ö0 skriðdreka, sem
Rússar hafi eyðilagt, liafi verið
grandað með þessum rifflum.
Siðustu vikuna i maí eyði-
lögðu Rússar 432 flugvélar fyrir
Þjóðverjum, en misstu sjálfir
134 flugvélar.
Hernaðartilkynning Rússa
ldjóðaði svo í gær: „Engin
markverð tíðindi“. Áður höfðu
þeir tilkynnt, að árásir Þjóð-
verja í Ukrainu færi minnkandi.
Þjóðverjar svara því, að það
hefði verið réttara af Rússum að
segja, að engar árásir hefði ver-
ið gerðar á þá, því að Þjóðverjar
geri ekki árásir á þá f jandmenn,
sem ekki sé til. Siðan orustunni
miklu lauk liafi Þjóðverjar get-
að sent lið til annarra stöðva.
Indverjinn Bose hefir gengið
á fund bæði Hitlers og Musso-
lini að undanförnu. Hann á-
varpar Indverja oft í útvarpi
möndulveldanna.
•
í ágúsl-mánuði síðast-liðnum
var byr jað að reisa púðurverk-
smiðju í Bandarikjunum, og er
hún nú tekin til starfa. Dagfram-
leiðslan nemur 350.000 pundum.
Bretar búaiit rið,
Rommel uiniii
reyna aftur.
að
Upp með
hendurnar!
»Ekki skipulagslaust undanhaldu
— segja hernaðarfræðingar.
EINKASKEYl I frá United Press. London í morgun.
Herstjórnin í Kairo hefir tilkynnt, að skriðdreka-
sveitir Þ jóðver ja sé nú ailar íyrir vestan það
svæði, sem var aðal-bardagasvæðið, þ. e. að þær
hafa verið neyddar til að hörfa undan vegna þess að
stórskotalið og flugher Breta hefir tekizt að tef ja svo
aðflutninga tii þeirra, að þeir verða sjálfir að sækja
birgðir sínar af skotfærum, benzíni og vistum, til þess
að geta haldið baráttunni áfram.
Þjó'ðverjar kannast ekki við það, að þeir hafi beðið ósigur
þarna, en segja að bardagar sé afar liarðir, þar eð báðir tefli
fram einvalaliði. Þeir tilkynna að eyðileggingin á hergögnum
Breta sé þegar orðin allmiklu meiri en í janúar við Agedabia,
þar sem Þjóðverjar gerðu gagnárásina eftir að hafa hörfað frá
landamærum Egiplalands.
Nokkurar af skriðdrekasveit-
um Þjóðverja eru þegar komnar
vestur í gegnum hliðin á jarð-
sprengjubeltinu, sem, þær brut-
ust i gegnum. Annað hliðið er
aðeins um 1200 metra breitt, en
í loftinu yfir því er krökt af
brezkum flugvélum allra gerða,
sem gera árásir á Þjóðverja,
jafnfrámt því, sem stórskotalið
lætur skotin dynja á Þjóðverj-
um.
Fréttaritari U. P. i Kairo sím-
ar í nótt, að þótt orustan sé ekki
á enda, hafi þó Bretar unnið
byrjunarsigur, sem muni verða
þeim til mikillar upplyftingar,
en hafa gagnstæð álirif á Þjóð-
verja. Halda sumir herforingjar
þvi fram, að Þjóðverjar muni
Iiafa misst helming skriðdreka
sinna.
Brezkur hermálasérfræðingur
liélt útvárpsfýrirlestur í gær um
orustuna og undanhald Þjóð-
Hjálparmaður
Chrm. Möllers
handtekinn.
Sleppur aftur.
Danska úlvarpið skýrði
frá því i gær, að Þjóðverjar
væri nú búnir að komast að
því, hver hjálpaði Chri'st-
mas Möller, leiðtoga danska
ihaldsmanna, til að komast
ur landi. Maðiir þessi heit-
ir Johansen og er háttsettur
starfsmaðui’ hjá dönsku
skipafélagi.
Þjóðverjar handtóku Jo-
hansen, en á einhvern liátt
tókst honum að sleppa og
liefir ekki náðst aftur. Hafa
Þjóðverjar heitið þeim
hárri fjárupphæð, sem segi
til Johansens.
1 Bretlandi er ekki gert
ráð fyrir því, að neinn vilji
vinna til fjárins, heldur
muni margir vilja hafa unn-
ið verk Johansens.
Þess er enn ekki getið,
hvaðan Möller hafi lagt upp
í Englandsförina.
veija. Sagði hann, að menn
skyldu varast að líta á undan-
hald Þjóðverja sem skipulags-
lausan flótta, þvi að það gæti
verið að þeir hörfuðu aðeins til
að búa sig undir annað stökk.
Winston S. Churchill hélt
ræðu í dag i neðri málstofunni
og ræddi um bardagana í Libyu,
loftárásirnar á Þýzkaland o. fl.
Churchill Jvafði fengið skýrslu
frá Auchinleck og þar var frá
því skýrt, að
Þjóðverjar reyndu að setja
líð á land af skipum á
strönd Marmarica-héraðs,
en flotinn kom í veg fyrir
það áform.
Aucliinleck segir og, að menn
hans hafi eyðilagt eða tekið a.
m. k. 260 skriðdreka. Loks er
frá þvi skýrt i skýrslunni, að
sumir skriðdrekar Þjóðverja
liafi verið látnir hglda 30 km.
vestur fyrir jarðsprengjusvæðið,
sem þeir ruddust i gegnum.
Byltingartilraun í
Ecuador.
Fréttaritari U. P. í Quito í
Ecuador skýrir frá því, að bylt-
ingartilraun hafi verið gerð þar
í borg, en verið kæfð í fæðing-
unni.
Aðalforsprakkar byltingar-
manna voru fyrrverandi land-
varnarráðherra og háttsettur
herforingi. Þeir ruddust inn i
stjórnarhöllina með 100 óbreytt-
um borgurum og ætluðu að ná
henni á vald sitt. Þegar þeir
höfðu fellt einn varðmann og
sært þrjá aðra, sáu byltingar-
mennirnir sitt óvænna og gáfust
upp.
§mál.
Þjóðverjar hafa gefið út
tilkynningu um hvað þeir
hafi sökkt miklum skipa-
stóli fyrir Bretum og
bandamönnum síðan styrj-
öldin hófst. Segja þeir, að
skipsrýmíð nemi 17.783.-
353 smálestum, en þá sé
ekki meðtalin þau skip, er
Rússar hafi misst, né held-
ur skip, er Þjóðverjar hafi
náð á sitt vald, skip, er hafi
farizt á tundurduflum eða
skemmzt á ýmsan hátt.
Hér sést brezkur liðþjálfi ver:
var tekinn í Libyu i desember.
»3000 ílugvéla
árásir verða
gerðarc(
4millj. 1. af benzini.
Eitt New York-blaðanna, sem
ræðir um íoftárásina á Köln, og
hugleiðingar í .sambandi við
hana, birtir hvorttveggja undir
fjTÍrsögninni: „3000 flugvéla-
loftárásir verða gerðar.“
Fregnir frá Bretlandi herma,
að reykský hafi enn svifið yfir
Ivöln í gær, en Þjóðverjar hafa
tilkynnt, að 110 manns hafi beð-
ið bana við varnarstörf meðan
á loftárásinni stóð.
Cordell Hull sagði í gær í
Washington um árásina:
„Sprengjur Breta munu sjálfav
tala fyrir sig og þær inunu tala
æ hærra eftir því sem lengra
líður.“
Brezku flugvélarnar, sem
fóru til Kölnar, notuðu 41/) j
milljón lítra af benzíni til far-
arinnar.
111 á. fimm
dögum..
í gær voru 27 manns Iíflátnir
í Tékkóslóvakíu, og var þá búið
að taka af lífi 111 manns þá 5
daga, sem liðnir voru síðan til-
ræðið var gert við Heydrich. —
Enn hefir enginn unnið til 10
milljónanna.
Meðal [>essa fólks, sem hefir
verið drepið undanfarna daga,
var ein 74 ára gömul kona og
eiginmaður hennar álíka gam-
all.
í Búlgaríu hefir Saimoff, hers-
höfðingi, verið tekinn af lífi.
Var hann sakaður um að liafa
njósnað fjTÍr Rússa.
•
Campbell, liersliöfðingi, sem
liefir yfirumsjón með fram-
leiðslu fallhjrssna og annarra
vopna stórskotaliðs U. S. hefir
sagt blaðamönnúm frá því, að
að leita á ítölskum fanga, sem
Islenzk kona
flýr frá Sumatra.
Heimskringla skýrir frá ís-
lenzkri konu, er í Aprílmánuði
hafi kcmið til Winnipeg, og var
hún þá að koma frá Indlands-
eyjum. Nafn hennar er Mrs. F.
Oberman (en áður Olla Guð-
mundsson, dóttir Friðriks Guð-
mundssonar). Hafði hún dvalið
á Sumatra um 3ja ára skeið.
Starfaði maður hennar þar
lijá togleðursfélagi. Er hann nú
i hernum og varð þar eftir. Með
skipinu, sem. Mrs. Oberman kom
með voru yfir hundrað flótta-’
manna frá Indlandseyjum.
Ferðin tók þrjá mánuði frá
Sumatra þar til lent var í New
York. Kvað hún ferðafólkið
l’urðanlega Iiafa vanizt volkinu.
Fyrstu dagana kenndi það ótta
nokkurs eða kvíða, en það fór
af, eftir því sem nær Ameríku
kom. Björgunarbeltiu höfðu
farþegarnir ávalt nieð sér eða
við hendina livert sem þeir fóru
á skipinu. Og skipum á báðar
hliðar var sökkt. Fær slíkt á
taugarnar; mun mörgum verða
ferðin minnisstæð.
5600 km. víglína.
Kínverjar taka
4 borgir.
Japanska herstjórnin skýrir
frá því, að sóknarvígstöðvar
hennar gegn Kínverjum sé nú
5600 km. á lengd. (Vígstöðvarn-
ar frá íshafi til Svartahafs eru
um 3000 km.).
Japanir segja, að vörn Kin-
verja sé viða að bila, en sam-
kvæmt tilkynningu frá Chung-
king liafa hinir siðarnefndu þó
tekið 4 bæi fyrir norðan Kin-
liwa, sem Japanir náðu með
gasi.
Japanir sækja nú i norður og
norðaustur frá Kanton.
Bandaríkin eigi þegar 7]/2 sinn-
um meira af fallbyssum en þau
framleiddu í allri stýriöldinni
1914—18.