Vísir - 02.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1942, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: 3LAÐAÚTGAFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hið gullna tækifæri. VARGÖLD l>eirri og víga, sein nú er að kalla má um lieim allan, steðja margar hætt- ur að smáum þjóðum sem stór- um, hættm’, sem rísa sem öldur á þeim vettvangi, þar sem átök- in eru hörðust, og berast þaðan um heim allan, einnig til okkar fjarlæga lands. Þessar hættur eru likar bylgjum hafsins í því, að þær eru hinar margbreyti- legustu, sumar háreistar, aðrar lágreistar og er verra að varast þær, en þær geta eigi að siður skollið á með miklum i>unga, valdið oss miklu tjóni, ef vér vörum oss ekki á hættunum, í livaða búningi sem þær koma. Vísir hefir talið sér skylt, að vara menn við afleiðingum þess, að láta blindast af ljóma þess „gulls“, sem nú streyinir í vasa manna, við þeirri hættu, sem af því stafar, er menn flykkjast til bæjanna til þess að vinna sér inn fé með tiltölulega hægu móti, í vinnu fyrir útlendinga, i stað þess að stunda landbúnaðog sjó við fisk- og síldveiðar, sem verið hefir, þ. e. við þau störf, sem afkoma þjóðarinnar i nútið og framtíð raunverulega er und- ir komin, en við þau störf dugar ekki að Iiggja á liði sínu, þar verða menn að leggja sig alla fram, fyrir Iand sitt og þjóð, og eru því þau störfin jafnframt þroskandi og mannbætandi. Það er gamalt orðtak, að „auður fljótt fenginn, fljótt verður enginn“ og hætt er við, að sú verði reyndin, um þann auðfengna stundargróða, sem mörguíh villir sýn, svo að menn hafa hórfið frá búi og jörð, eða tryggri atvinnu í bæjum og kaupstöðum, til þess að gripa hið gullna hnoss, þ. e. í fleiri paþpirskrónur, sem fæstum reynast tryggir förunautar. Mál þetta hefir margar liliðar, eins og áður hefir verið vikið að, og hætturnar sem af gullflóðinu fyrrnefnda stafa, eru öllum hugsandi mönnum hið mesta áhyggjuefni, og hvað sem skoð- anamun i landsmálum líður, ætti ekki að þurfa að vera neinn ágreiningur um það, að nauð- syn sé að spyrna gegn þessum hættum, og stuðla að því, að at- vinnuvegirnir geti fengið nauð- synlegt vinnuafl, án þess til- raunir séu gerðar til þess að mata sinn pólitíska krók á því, af þvi að kosningar standa fyrir dyrum. En þótt sú hætta vissulega vofi yfir, ef ekki verður hér hug- arfarsbreyting, að tímabil „hinnar gullnu eymdar“ renni hér upp fyrr en varir, ef þjóðin sér ekki að sér, er jafnframt á hitt að líta, að ef — ef hún fer hyggilega að ráði sínu, skoðar vel í eigin hug, styðst við reynslu fyrri tíma í Ijósi nútímaþekk- ingar og trausti á framlíðina, bíður hennar gullið tækifæri, til þess að bæta hag sinn um alla framtíð. 1 Á þeim hættutímum, sem nú eru ber ekki að eins að hafa vak- andi augu á hverri hættu, sem berst að ströndum landsins, heldur og þeim, er rísa á vorum eigin vettvangi vegna sundrung- ar og sljórnmálalegrar spill- ingar, en til þess að afstýra jæim liættum er nauðsynlegt, að bægja spillingaröflunum frá því að liafa áhrif á úrslit þjóðmála, og það er í kosningunum í næsta mánuði sem þjóðinni gefst tæki- færi til þess að uppræta þessi eituröfl í stjórnmálalífinu, er gagnsýrt liafa allt þjóðlífið um mörg undangengin ár. Tíminn má vita það, að Sjálf- stæðismenn líta á það tímabil, sem framundan er, sem límabil hinna gullnu tækifæra, og hið fyrsta og stærsta þeirra er, að uppræta völd og álirif þeirra manna, sem markað hafa stefnu Framsóknarflokksins um langt árabil, og þegar ]>ví marki er náð mun auðveldara að vinna að sönnum þjóðþrifamálum, þvi að þá verður andrúmsloftið hreinna, og unnt að sinna af al- úð öllu, sem miðar að því að af- stýra „hinni gullnu eymd“, og vinna íslandi allt. V estur-í slendingur valinn í mikilvæga trúnaðarstöðu. Blöð frá Norður Dakota skýra frá því, að forseti rikis- háskólans þar hafi nýlega út- nefnt dr. Richard Beck, pró- fessor í norrænum fræðum, sem umsjónarmann með upp- lýsingarstarfi af hálfu háskól- ans í sambandi við stríðssókn Bandaríkjanna (Coordinator of Civilian Morale Service). Veitir hann forstjórn upplýs- ingaskrifstofu háskólans um þessi efni, og hefir umsjón með útvarpsræðum og annari fræðslustarfsemi háskólakenn- aranna þessum málum aðlút- andi; auk ]>ess hefir hann yfir- umsjón með samskonar starf- semi í helmingi annara æðri mentastofnana rikisins, þeirra, sem eru í norður og 'norð-vest- ur hluta þess. Sér til aðstoðar i þessu starfi, sem er harla fjölþætt og um- svifamikið, að því er blöðin skýra frá, hefir dr. Beck valið 12 samkennara sína og 5 leið- toga úr hópi stúdenta. (Heims- kringla). Um 30 manns bíða bana. Fyrir nokkuru héldu herinn og flugherinn brezki sameigin- legar heræfingar hjá Warminst- er á S.-Englandi, en sú borg er við veginn frá Southampton til Bristol, og lauk þeim þannig að um 30 áhorfendur biðú bana. . Slysið skeði er Hurricane- flugvélar voru að æfa sig á að skjóta i mark á jörðu niðri. Um 800 metra frá skotmarkinu var áhorfendasvæði, þar sem var fjöldi manna í opinberum er- indum, herforingjar og aðrir menn. Einn flugmannanna fór framlijá skotmarkinu og beindi kúlnahríð sinni á áhorfenda- svæðið. Mistökin stöfuðu af því, .að um skotmarkið var dreift „brúðum“, er voru í hermanna- klæðum. Jafnskjótt og mönnum varð ljóst, hvað verða vildi var reynt að aðvara flugmanninn í talstöð hans, en hann tók ekki eftir því, ]>ó tókst að aðvara þann, er var næslur á eftir honum. Nokkrir biðu þegar bana, en aðrir létust næstu daga, og fór- ust alls um 30 manns af þessum völdum. Aðrir 30 særðust hættu- lega, en lífi þeirra varð bjargað. Björn Ólafsion: I HREINSUNAR T VENNAR KOSNINGAR standa fyrir dyrum. í gegnutn þann hreisunar- eld verður þjóðin nú að ganga vegna þriggja ára stjórnarsamvinnu sem til var stofnað án }>ess að fvrir lægi skýr og ákveðinn mál- efiiagrundvöllur. Þratt fyr- ir fögur orð í byr jun sam- starfsins, hefir Framsókn- arflokkurinn haldið sinni fyrri yfirráðastefnu og jafnan látið })að koma fram að eðlilegt væri að hann hefði töglin og hagldirnar. Af þessum orsökum hefir skapazt stjórnmálaástand í Iandinu, sem er ólíkt því, sem þjóðin óskaði og þarfnaðist. Togstreita og sambræðsla hefir skipzt á í málunum og hefir af því sprottið óánægja innan allra flokka. Á það hefir heldur ekki skort, að Sjálfstæðisflokkurinn liafi verið rægður á ýmsan hátt af samstarfsflokkunum, sér- staklega af Framsóknarflokkn- um. Sú pólitíska þróun, sem hófst 1939, náði hámarki sínu á þinginu í vetur. Þá var svo komið, að sýnilegt var, að flokkarnir gæti ekki unnið sam- an og ekkert annað en hreins- unareldur nýrra kosninga gat undirhúið jarðveginn fyrir heil- brigt pólitískt ástand i landinu. II. Höfuðorsakirnar fyrir þeirri pólitísku ólgu, sem nú hefir skapazt í landinu, eru tvær. Fyrri orsökin, sem stendur djúpum rótum, er sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn gekk til sam- starfs við Framsóknarflokkinn án þess að skýr málefnagrund- völlur lægi fyrir. Hin orsökin er frestun kosninganna á þing- inu í fyrra. Eg var einh þeirra manna, sem var því eindregið mótfall- inn, að gengið væri til stjórnar- samvinnu við Framsóknar- flokkinn án þess að settar væri skýrar línur um það í höfuð- atriðum á hverju samvinnan ætti að hyggjast. í stað þess var iekið höndum saman með góð- um ásetningi, en lítilli fyrir- hyg'gju, eins og síðar hefir kom- ið á daginn. Eg hafði enga trú á þvi, að Framsóknarflokkur- inn mundi lála af hendi nokk- uð af þeim fríðindum, sem hann hafði aflað sér undanfarinn áratug, þann tíma, sem hann liefir haft raunveruleg pýlitisk yfirráð í landinu. Þeir menn í Sjálfstæðisflokknum, sem vildu samvinnuna án skilyrða, vom bæði bjartsýnir og góðviljaðir og væntu hins bezta. En eg liygg, að þeir séu nú á annarri skoð- un og hafi að ýmsu leyti bitra reynslu. Framsóknarmenn reyna mjög að halda á loft, í því skyni að blekkja sjálfstæðismenn i aug- um kjósenda, að mikill liluti Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að ganga til samstarfs um stjórn landsins. Þetta er gersamlega rangt. Allir hugsandi sjálfstæð- ismenn sáu og sjá enn nauð- synina á samstarfi í fullum trúnaði, eins og nú standa sakir. En þeir kröfðust þess, að fá hreinan og afmarkaðan grund- völl fyrir samstarfinu. Þeir vildu fá markað vé, þar sem flokkarnir áttu að vinna saman og deilur áttu að standa fyrir utan. En þetta fékkst ekki. Því fór sem fór. Frestun kosninganna í fýrra var giftulítil ákvörðun. Þing- menn sjálfir tóku þessa ákvörð- un og samþykktu, að þeir yrðu ELDINUM. að framlengja umboð sín vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir þjóðinni. Flestir liafa þeir vafa- vafalaust gert það í þeirri trú, að þeim bæri skylda til að stíga þetta örlagaríka spor. Þjóðin Iiafði lítið tækifæri til að láta sína skoðun í Ijós. En síðan hef- ir fram komið, að ákvörðunin Iiafði meira fylgi í sölum Al- þingis en í bæjum og byggðum Jandsins. Ef kosningafrestunin hefði ekki verið ákveðin í fyrra, þá væri nú að líkindum i stjórn- arsessi sterk stjórn með fjögra ára pólitískan frið, ef skynsam- lega hefði verið stofnað til sam- vinnunnar. Framsóknarflokkurinn átti ekki minnstan þátt í því, að kosningunum var frestað og að þingmenn framlengdu umboð sín. Taldi hann þá, að hér væri um löglega ráðstöfun að ræða, sem ekki færi i bág við stjórnar- skrána. En ekki hafa verið mik- il heilindi flokksins því að nú kallar „Tíminn“ í hverju blaði Alþingi „hið umboðslausa þing“ sem ekkert vald liafi liaft til að gera samþykktir _um breyt- ingu á stjórnarskránni. Má segja, að hér sé seilst um hurð til lokunnar í því skyni að finna höggstað á andstæðingunum. Það er stundum leitt, að hitta sjálfan sig fyrir. III. í þeim pólitiska hreinsunar- eldi, sem allir flokkar verða nú að ganga i gegnum, hefir Fram- sóknarflokkurinn erfiðasta að- stöðu. Eg hlustaði í fyrradag á stjórnmálaumræður, sem fram fóru í kjördæmi austan fjalls. Fundurinn var boðaður fyrir bændur og voru borin fram fyrir þá þau rök, sem Framsóknarflokkurinn trúir, að muni falla í góða jörð hjá þeim, er i sveitunum búa og þess vegna séu líkleg til að veita flokknum stöðvunarvald eftir kosningarnar. Það sem sérstak- lega vakti eftirtekt mínd á fund- inum, var það, liversu aðalrök framsóknarmannanna féllu ger- samlega andvana meðal fund- armanna, án þess að vekja hjá þeim hrifningu eða noldcur sýnileg áhrif. Tvö höfuðrök Framsóknar- flokksins, sem eiga að færa hon- um stöðvunarvald i þessumi kosningum, eru þau, að stjórn- arskrárbreytingin rýri strax vald hinna dreifðu byggða með því að tekin verði upp hlutfalls- kosning í tvímenningskjördæm- um, og að sveitirnar verði siðar algerlega sviptar áhrifávaldi sínu með þvi að áður en langt um líður verði landið gert að einu kjördæmi eða fáum stór- um kjördæmum. Þessar ægi- legu pólitísku myndir, sem dregnar voru af ræðumönnum, virtust ekki framkalla neina skelfingu meðal bæhdanna, sem á hlýddu. Þvi eru nokkur takmörk sett, hvaða öfgum liægt er að fá stillta og greinda menn til að trúa, menn, sem vanizt hafa sjálfstæðri hugsun og mynda sér skoðanir á málunum. Engin getur talið sjálfstæðismönnun- um í sveitunum trú um það, að háskasamlegt sé að sá maður komist á þing fyrir kjördæmi þeirra, sem þeir hafa sjálfir val- ið til framboðs. Enginn getur heldur talið greindum og hugs- andi framsóknarkjósendum trú um það, að kjördæminu út af fyrír sig sé ver borgið af tveim fulltrúum bænda, þótt sitt af hvorum flokki sé, heldur en ef báðir eru framsóknarmenn. Hitt er greinilegt, að tvímenn- ings-sveitakjördæmin ættu að hafa miklu sterkari aðstöðu fulltrúarnir eru silt úr hvorum hinna stærstu flokka þingsins og beita áhrifum sínum hvor í sínum flokki. Rökum Fram- sóknarflokksins fylgir enginn þungi, vegna þess, að þau eru ekki byggð á skynsamlegu viti. Um hina höfuð-röksemdina, | að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera landið að einu kjördæmi eða fáum stórum kjördæmum, í því skyni, að svipta sveitirnar öllu áhrifavaldi, er það að segja, að sú röksemd hefir enga stoð í veruleikanum. Þessari fullyrð- ingu hefir verið haldið á loft vegna þess, að einn þingmaður í Sjálfstæðisflokknum hefir komið fram með þessa hug- mynd, án þess að fá nokkrar undirtektir i flokknum. Stað- hæfing Framsóknarflokksins í þessu efni er fram sett gegn betri vitund. Sjálfstæðisflokk- urinn hefiV lýst yfir, að hann telji réttlæti náð i kjördæma- málinu með þeirri breytingu, sem nú er stefnt að. Eg tel hug- myndina um nokkur stór kjör- dæmi óhafandi og ósamrýman- lega staðháttum og starfsemi hér á landi. Hún hefir að vísu þann kost, að flokkarnir fá rétta þingmannatölu eftir atkvæða- magni. En því marki er hægt að ná að mestu leyti á annan hátt án þess að skerða áhrif bæja og héraða i málefnum al- þjóðar. Sá kostur hefir nú verið tekinn, að ná markinu á þennan hátt. Þetta er skoðun Sjálfstæðis- flokksins á skiptingu kjördæm- *nna og óliklegt er, að sú skoð- un hafi minna fylgi að fagna í flokknum eftir haustkosningar, þegar sex nýir sveitaþingmenn hafa bætst í hópinn. IV. Tvennar kosningar stánda fyrir dyrum. Þær munu ekki flytja með sér neina upplausn. Hafi einhver flokkur ætlað sér að lifa á þeirri von, þá mun hann deyja fastandi, ef hann hefir ekkert annað sér til fram- dráttar. Hjá þvi verður ekki Icomizt að stormur verði i kosningunum, en það verðut aðeins stormur, sem hreinsar loftið, hristir þá, sem sofnaðir voru, og heimtar ný átök, til þess að undirbúa þessa fámennu þjóð til einingar og samstarfs i þeim erfiðleikum, sem yfir þetta Iand hljóta að ganga næsta kjör- tímabil. Bjöm ólafsson. Embættispróf við Háskólann. Þessir kandídatar hafa nýlega lokið embsettisprófi við Háskóla Is- lands: í guðfrœði: Eirikur Jón ís- feld, 2. eink. betri, ny2/s stig. Er- lendur Sigmundsson, 2. eink. betri, xiyyí stig, Ingólfur Ástmarsson, i. einkunn, 133% stig, Jens Benedikts- son, 1. einkunn, 136 stig. — I lœkn- isfræði: Eyþór Dalberg, 1. einkunn, 168Ys stig, Guðjón Klemenzson, 1. einkunn, 158% stig, Kristján Jó- hannesson, 2. einkunn betri, 127^5 stig, Ólafur. Tryggvason, 1. eink- unn, 156^ stig. — í lögfrœði: BárÖur Jakobsson, 1. einkunn, 186 stig, Kjartan Ragnars, 1. einkunn, 185 stig, Þórhallur Pálsson, 1. eink- unn, i8ijfj stig. — í íslcnzkum frœðum: Steingrímur Pálsson, 1. einkunn, 99 stig. Stúlku vantar strax á EIli- og hjúkrunarheimiliS GRUND. Uppl. gefur yfirhjúkrunar- konan. 5 MANNA Cbrysler til sölu og sýnis við Bifreiða- stöðina Geysi frá kl. 6—8 e. h. 4ra manna bíll í góðu standi til sölu og sýnis hjá Ólafi Ólafssyni, Álaí'ossá. Lagtækur maður sem vill vinna við bílaviiS- gerðir getur fengið atvinnm. Steindóp Hrausta KÍiílkn helzt vana afgreiðslu vantar í matvörubúð. — Uppl. í síma 1211. — stjón og afgreiðslumaður geta fengið góða atvinnu. Stcpdór Kápu- og kjóla- Spennur og tölur i fjölhreytlu úrvali. Hárgreiðslustofan PERLA. Bergstaðastræti 1. Stúlka óskast á HEITT & KALT. Hreinar lcrcftstusknr kaupir hæsta verði Félagsprentsmiðjan % ( SIMI 4878 8 Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.