Vísir - 02.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR ' ■/* • ■ ■ 1 Það þarf að endur- bæta Viötal við aflakong Keflvíkinga Guðmund Kr. Guðmundsson. TF ERTÍÐIN, sem nú er á enda fyrir skemmstu, * hefir víðast verið í rýrara lagi, m. a. hér við Faxaflóa. Gæftaleysi var mikið fyrri hluta vertíðar- innar, svo að í Keflavík nam t. d. meðalróðrafjöldi 62 róðrum. Hæsti bátur þar var Jón Guðmundsson — for- maður Guðmundur Kr. Guðmundsson — er hafði 1035 skpd. í 82 róðrum. Guðmundur Kr. Guðmunds- son er maður á bezta aldri, fæddur í Iveflavík 14. janúar 1897, meðalmaður á hæð, kvik- ur í hreyfingum og ákveðinn i allri framkomu. Hefir hann stundað sjómennslcu yfir 30 ár, og fengizt við flestar veiðiað- ferðir, sem þekktar eru hér á landi, og jafnan þótt með dug- legustu mönnum, bæði sem undir- og yfirmaður. Vísir hefir falið fréttaritara sínum í Keflavík að hafa tal af aflakonginum, og fer sam- talið hér á eftir. Eg hitti Guðmund á heimili hans við Vesturgötu í Keflavík, og eftir að við höfðum rabbað saman um vertíðina og ástand- ið almennt, tókst mér að læða iun nokkrum spurningum um hann sjálfan og starf hans. JHvenær fórstu fyrst til sjós?“ „Eg var 13 ára, þegar eg fór fyrst á togara sem hjálparkokk- ur, og eftir 13 mánaða veru við það starf komst eg á dekk. Síðan var eg á togurum þar til þeir voru seldir, í bjTjun fyrra stríðsins, en þá fór eg á vél- bátaflotann — isfirzku bátana — og var þar í 8 ár með mörg- um frægum afla- óg ágætis- mönnum, svo sem Guðmundi Þorláki, Guðmundi Júní og Magnúsi Vagnssyni. Sjómanna- skólanámi mínu lauk eg á ísa- firði,.en af Guðmundi Þorláki tel eg mig mest hafa lært af því sem viðkemur verklegri sjómennsku. Eg fór svo aflur á togara um 1922 og var þar nokkurn tíma.“ „Hvenær byrjaðir' þú sem skipstjóri á vélhátum?“ „Það var 1929, sem eg byrj- aði sem formaður á m.b. Gull- fossi frá Keflavík, og í þessi 13 ár, sem eg er búinn að vera formaður, liefi eg verið með 6 báta, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, og oftast gengið nokk- uð vel.“ „Hefirðu ekki oft áður ver- ið aflahæstur?“ „Það man eg ekki, — nema eg liafi verið hæstur aflaleysis- árið. Þá var eg með Stakk.“ „Hvað álítur þú vera frum- skilyrði þess, að fá mikinn afla ?“ „Góðan mannskap, bæði á landi og sjó, góða beitu og góð- an bát. Góður frágangur á lín- unni í landi er að mínu áliti mjög mikið skilyrði.“' „Hefirðu ekki oft komizt í hann krappan á sjónuin öll þessi ár?“ „Stundum og stundum ekki, — en það er bezt að vera ekk- ert að tala um það. Það er oft gott og gaman að vera á sjón- um, svo það er ekki' nema eðli- legt, að það sé öðru hvoru erf- iðleikum bundið." „Álítur þú, að fiskirí með línu eigi ennþá framtíð fyrir höndum?“ „Já, með svipuðum staðhátt- um og nú eru. Fiskurinn hef- ir talsvert annað háttalag nú en áður, mér virðist hann halda sig dýpra, en áður kom hann venjulega að sunnan eða norð- an grunnt með landinu.“ „Hvað finnst þér skemmti- legasti veiðiskapurin ?“ „Eg held, að línufiskiri sé skemmtilegast í góðum afla, en liin slæmu hafnarskilyrði hér á Suðurnesjum draga mjög úr ánægjunni, því að stundum er það kvíðaefni að koma að landi með fullan bát, jafnvel þó í sæmilegu veðri sé.“ „Hvernig álítur þú, að ör- yggismálum sjómanna sé nú komið?“ * „Eg álít talstöðina, þótt ó- fullkomin sé, bezta tækið, sem við höfum fengið í öryggismál- um okkar. Talstöðin hefir oft bjargað mönnum, bátum og veiðarfærum. En það væri gott, ef við gætum losnað við raf- hlöðurnar og fengið nýjustu gerðina af talstöðvum, — með geymum, sem hægt er að hlaða um borð í bátunum. Þessar „batteríisstöðvar“ eru altaf hálf kraftlausar, og ef til vill ónothæfar, }>egai' mest þarf á að halda. — Okkur sjómönn- unum væri mjög kærkomið að fá talstöðvarnar bættar.“ „Er það nokkuð sérstakt, sem þú vil-dir segja um vertiðina, sem er liðin?“ „Já, okkur vantar höfn, —■ stórfelldar hafnarbætur á Suð- urnesjum eru lifsnauðsyn. — Skilaðu því til þeirra, sem völd- in hafa.“ Valur vann Vísis-gripinn. Nigraði Víking’ með 1:0. Fram-K. R. 1:0. Tveir aðrir bátar frá Kefla- vik fengu yfir 1000 skippund. Guðfinnur fékk 1018 skpd. i 81 róðri og Ólafur Magnússon 1015 skpd. i 75 róðrum. Mestur hluti aflans var seld- ur nýr í skip til útflutnings, eða til flökunar og i íshús. Dálílið var saltað af flestum bátunum og var enginn saltskortur, vegna þess hve þörf var lítil fyrir það. Gizkað er á að hæsti hlutur verði um 8000 kr. Revýan ,,Nú er það svart, maður,“ verð- ur sýnd í kvöld kl 8. Aðgöngu- miðar seidir í dag eftir kl. 2. Stúdentar! Styrkið Nýja Stúdentagarðinn! Jarðarför Jóns Hinriks Benediktssonar fór fram í gærdag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Sigurbjörn Einars- son talaði í kirkjunni og flutti einn- ig bæn í heimahúsum. Skólabræð- ur og félagar hins látna báru kist- una úr og í kirkju. Lauk athöfn- inni í kirkjunni með því, að sung- inn var íslenzki þjóðsöngurinn. Jarðað var í Fossvogi. Úrslitaleikir afmælismóts í. S. í. fóru frani á Iþróttavellin- um i gærkveldi. Fyrst kepptu Fram og K.R. og lauk með sigri Fram: 1:0. Karl Torfason setti markið. Aðalúrslitaleikurinn var á milli Vals og Víkings og lauk á þann hátt, að Valur sigraði og vann þar með mótið og Vís- is-bikarinn. I fyrri hálfleik léku Víkingar undan vindi og stóð þá jafnt á með félögunum, en í seinni hálfleik sýndu Valsmenn mikla yfirburði og voru Vikingar lieppnir að fá eklci fleiri mörk á sig. Eiga Vikingar helzt Brandi Brynjólfssyni, Berentz og vinstri bakverði sínum það að þakka, að ekki fór ver en raun bar vitni um. Strax er seinni hálfleikur byrjaði, skoraði Ellert Sölvason mjög fallegt mark. í þessum hálfleik hallaði mjög á Víkinga og öllum upphlaupum þeirra var hrundið af hinni sterku vörn Valsmanna. Stóð sig þar bezt Sigurður ,Ólafsson. Léikur þessi var all fjörugur, en samt virtust Víkingar mjög seinir til og hikandi. Hjá Val var öruggur leikur og meiri samleikur. Veður var hið ákjós- anlegasta. Áhorfendur um 2500. Dónxari var Þráinn Sigurðsson og dæmdi liann vel að vanda. — Stigin eru þannig, að Valut’ , hefir 6 stig og vann mótið j glæsilega, Víkingur 3 stig, Fram | 2 stig og K. R. 1 stig . E. Sl iilliii «k óskast í skóverzlun hálfan daginn. Umsóknir sendist V>]i, merkt: „Skóverzlun“ fyrir 6. þ. m. Matsvein og nokkra báseta vantar á reknetabát frá Akranesi. — Uppl. gefur STEFÁN A. PÁLSSON. Varðarhúsinu. Sími: 3244. SIGLINCÍAR milli Bretlands og íslands halda -áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöm- sendingar sendist C iiIIiioe d & Clark tiS BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Leskjað kalk. JvpnHBiMN iVokkrar §túlknr óskast í Dósaverksmiðjrana b.f. Uppl. á skrifstofunni Terkamenn ó§ka§t til lengri tíma $.f. Ntál§miðjan Raflagnir Getum tekið að okkur raflagnir i nokkrar nýbyggingar. — Önnumst einnig viðgerðir á eldri lögnum og allskonar raftækj- um.----- P-4 HAFTÆKJAVERZLLN «. VINNtSTOFA LAUCAVEO 46 SÍMI 6858 UtanrfkisráOnneytið *■ "* .*-■ ‘ ^ •VV'- vill ráða stúlku vana vélritun og hraðritun. Krafizt er kunn- áttu í erlendum tungumálum, einkum enzku. t * *’ " Nánari upplýsingar hjá skrifstofustjóra ráðuneytisins. 1 DAG TEKNIR UPP §nmarkjólar í miklu úrvali. — Mikið af stórum númerum. Sanmastofa Guðrúnar Hrngrímsdóttur Bankaslræti 11. vc„ Sími 2943 Btiikiikingi! Ennþá höfum við vörurnar, sem yður vantar mest. Við liöf- um nú tekið upp klæðskerasaumuð karlmannaföt, enskar dragt- ir og kápur. Ennfremur enska model-kjóla, sumarfalnað. ryk- frakká o. fl.- / _ . Gleymið ekki ódýra skófatnaðinum meðan úrvalið er nóg. Komið. Skoðið. Kaupiðw Wmd§or*91ag:a§in Vesturgötu 2. ■> Maðurinn minn, Ófeigur Ófeigsson andaðist aðfaranólt sunnudagsins 31. maí. Jóhanna G. Frímannsdóttir. Elsltulegi faðir okkar og afi, Þopsteinn Jónsson andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. maí. María Þorsteinsdóttir, Vonarstræti 8, dætur og dætrabörn. Innilegt þakklæti fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför Gudra. S. Guðmundssonap forstjópa. Fyrir mína hönd, barna minna og foreldra. Lára Jóhannesdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.