Vísir - 03.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 03.06.1942, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. nDrengskapar- rógurcc p RAMS.ÖKNAHMENN kunna orð yfir ýmsa hluti og nota þau eftir þvi sem við á og þá fyrst og fremst eftir því, hvern- ig þeir draga í dilkana. Þegar þeir hafa not af kommúnistum til að tryggja framgang mála eða kosningu þingmanns, er þetta bara notkun, en njóti Sjálf- stæðismenn einhvers slíks stuðn- ings, þótt ekki sé nema óbeint, er þar um að ræða misnotkun é kommunum. Með öðrum orð- um mætti segja að Framsókn þykist eiga „patent“ á þessum flokki manna, og er kommun- um sjálfum ekki þolað að malda í móinn né aðhafast neitt það, sem úr verðgildi „patents- ins“ gæti dregið. Þegar Sjálfstæðismenn átelja framferði einstakra þingmanna, ráðherra eða opinberra starfs- manna af Framsóknarflokki, er það talinn rógur, en ef Fram- sókn hegðar sér svipað gegn Sjálfstæðismönnum heitir það „drengskaparrógur“, sem er miklu göfugra orð, og á senni- lega að merkja að rógurinn stafi af drengskap, enda er ekki um annað að ræða hjá Framsókn- armönnum. Verði andstæðingum Fram- sóknarmanna eitthvað á, er rek- ið upp hýenu-gól, og ákefðin svo mikil, að ruglað er saman nöfn- um þriggja manna eða fleiri og öllum slengt í eitt, til þess senni- lega að spara orðin, en ná til sem flestra. Sjálfstæðlsmenn láta hinsvegar kyrrt liggja og hirða ekki um þá, sem eitthvað brjóta af sér, þótt þeir teljist til andstæðinganna, að öðru leyti en því, sem verða má þeim til hjálpar, þannig að þeir geti að nýju orðið nýtir þjóðfélags- þegnar. Það er m. a. þessi augljósi munur á framferði, sem Fram- sóknarmaðurinn átti við hér á dögunum, og getið var hér í blaðinu, er hann talaði um að sjálfstæðismenn myndu ekki vinna á í þessari kosningabar- áttu, af því að þeir beittu hvorki ósvífni né brögðum til þess að draga fram sinn hlut. Tímanum hefir þótt við eiga, að beina þessum ummælum Framsókn- armannsins til þeirra manna er í sveitum búa, en skjóta þeim undan, sem eiga, eða forystu- mönnum Framsóknar, sem flestir dvelja liér í góðu yfirlæti í liöfuðstaðnum. Tíminn telur, að Vísir telji sveitamenn „sveitadóna“, en það hugtak á Tíminn sjálfur, á sinn hátt og formaður 'Framsóknar, sem ræddi á sínum tíma um „bænda- Iyddur“. 1 slikum hugtökum vill Vísir engan þátt eiga. Slíkur málflutningur, sem þessi í málgagni Framsóknar- manna, er á engan hátt nýr. Flokkurinn hefir frá þvi fyrsta íeitast við að ala á úlfúð milli sjávar og sveita, og honum hef- ir tekizt 'það að verulegu leyti, en þó aðallega í sveitunum, þar sem málgögn hans hafa komizt á framfáeri, én hinsvegar að engu í kaupstöðtím, þar sem þeim er lítt sirint eða ekki. ,„Reykjavikurvaldið“ er alþekkt hugtak, og löngu fyrir kosning- ar þær, sem nú standa fyrir dyrum voru norðanblöðin o. fl. látin klyfa á því, að þetta vald yrði að stöðva, og helzt draga úr því að verulegu leyti. Af þessum spkum hafa Framsókn- armenn ]>orið fram margvísleg- ar tillögur um að flytja helztu menntastofnanir og opinberar skrifstofur eða fyrirtæki út um sveitirnar, með því að ósjálf- rátt sköpuðu þessi fyrirtæki Reykjavík óeðlilegt áhrifavald. I engu landi mun þekkjast slík flokksstarfsemi og Framsókn- ar, sem unnið liefir að þvi beint og óheint, um aldarfjórðungs- skeið, að gera allt það sem verða mátti höfliðstaðnum til óþurft- ar, og helzl það eitt, sem að því miðaði. Skilyrðin til slíkrar iðju eru nú að liverfa úr sög- unni. Þetta er nauðsyn, sem allir kjósendur verða að skilja. En mönnum má einnig vera það minnisstætt, að er Fram- -sóknarmenn afflytja málefni og málstað höfuðstaðarins og kaup- staða yíirleitt í- sveitum lands- ins, er það ekki það, sem venju- lega kallast rógur, heldur sér- stök tegund af þessu hugtaki, sem nefnist „drengskaparróg- ur“, og hann á að ganga í liátt- virta kjósendur. íslenzkur vísinda- maöur í Canada. Fyrir sex árum hlaut ungur Islendingur, ný-útskrifaður í vísindum frá háskólanum í Ed- monton námstyrk til fram- haldsnáms í sex ár á Cornell-há- skóla i jurtasýkla-fræði (Plant Jóseph Björn Skaptason. Pathology). íslendingurinn var Joseph B. Skaptason, sonur hjónanna Hallsteins og Önnu Skaptason. Var námsmannsins getið í Heimskringlu árið 1936, er hann lagði upp í ferðina til Cornell. Nú fyrir skömmu lauk hann námi sinu, og hefir hlotið stöðu hjá United States Rubber Co. Er starf hans i jarðyrkju- deild nefnds félags og lýtur að efnafræðisrannsóknum i jarð- vegi og möguleikum fyrir gróðri. Geta ferðalög verið þessu samfara, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur einnig í Canada. Joseph Skaptason hefir aðal-umsjón þessa starfs með höndum. Jóseph var jafnframt náminu við Cornell, aðstoðarkennari. Hann er fæddur 8. okt. 1911 í'Winnipeg. En árið 1916 fluttu foreldrar hans til Argyle-byggð- ar og hlaut Jóseph þar sína barnaskólamenntun. Nám ó Búnaðarskóla Manitoba-fylkis byrjaði hann 1929 og starfaði að þvi loknu um skeið, ásamt S. S. Sigfússyni heitnum við Til- raunabú þessa fylkis i Brandon. Árið 1931 byrjaði hann nám i háskóla Alberta-fylkis í Edmon- ton og hlaut þaðan meistara- stigið (M. Sc.) í vísindum 1935. Faðir hans, Hallstéinn, er son- ur Björns bónda að Hnausum í Húnavatnssýslu, Jósefssonar héráðslæknis Skaptasonar, en móðir hans hét Anna Frímann og var kennari; foreldrar henn- ar bjuggu i Selkirk, Manitoba. (Heimskringla). Eftirhreytur í Gutenbergs- máiinu og nokkrar fokdreifar '"V'é -’A -i Fyrrverandi forsætisráðherra Hermann Jónasson ritar all- langa grein í Tímann síðastliðinn laugardag, sem hann nefnir „KoIIumál hin nýju“, en hefði efni sínu samkvæmt átt að heita: „Er eg ekki píslarvottur?“ Þar kveður mjög við annan tón, en tíðkazt hefir hjá honum, og í stað hrjúfs hroka gætir nú að nokkru blíðrar undirgefni, enda stígur hann nú í vænginn og biður lesendurna um vorkunnsemi. Þau rök, sem hann færir fram sér til málsbóta að þessu sinni, varðaiidi leigumálann á Guten- berg, er að „leigutakar greiði hæsta fymingargjald, sem leyft sé samkvæmt skattalögunum“. Það er rétt að í frumdrögum samningsins eins og ráðherrann gekk frá þeim er gért ráð fyrir þessu. Bókfært verðmæti prent- smiðjunnar, húsa, véla, letur- birgða og allra annara gagna, nemur samtals um kr. 200 þús. og afskrift miðast við þá upp- hæð, en ekki raunverulegt verð- mæti eignarinnar, sem öllum er ljóst að er margfallt meira en hið bókfærða verð, og það er inergurinn málsins. Hinn fyrr- verandi ráðherra segir ennfrem- ur að leigutökum Gutenbergs liafi aldrei annað til hugar kom- ið, en að greiða gjöld til lífeyris- sjóðs prentsmiðjunnar, sem þeir prentarar fá laun frá, er látið liafa af vinnu fyrir aldurs sakir. Um þetta stendur ekkert i samn- ingnum, — það er ekkert skil- yrði frá hendi ríkissjóðs, og" hvað leigutökunum hefir dottið í hug í þessu sambandi veit hinn fyrrverandi ráðherra ekkert um, með því að bersýnilega hefir ekkert verið á það minnst við samningagerðina. Hinn fyrrverandi ráðherra ræðir enn um tekjurnar af handavinnu prentaranna, og mótmælir því að aðaltekjur prentsmiðjunnar séu af pappírs- sölu. Tekjur prentsmiðjunnar stafa af haridavinnu prentar- anna að dálitlu leyti, en aðallega af vélavinnu, pappirssölu, bók- bandi o. fk og getur liver maður sannfærzt um þetta með því að leita um það upplýsinga hjá Prentsmiðjueigendafélaginu. Mun vera til sundurliðun á þessu, sem auðvelt er að fá upp gefna. Þótt engin sérstök lagasetn- ing sé til varðandi rekstur prent- smiðjunnar réttlætir það á eng- an hátt ráðstafanirnar um leigu- málann. Ef tilboði ráðherrans hefði ekki verið rift og samn- ingar hefðu tekizt, myndi ríkið hafa órðið að greiða fyrir prent- ím hæsta taxta, jafnvel af verk- um, sem sérstakir samningar hafa verið gerðir um, t. d. nýtur námsbókaútgáfan þar vildar- kjara. Sama er að segja um ýmsar ríkisstofnanir. Eg sé ekki ástæðu til að'ræða frekar afskipti ráðherrans af skipaútgerðinni, bifréiðunum o. fl., en vil aðeins víkja lítillega að frumvarpinu um málflytj- endur, sem ráðherrann neitar að hafa liaft nokkur afskipti af, og segir í því sambandi: „Eg flutti það ekki á þingi.“ Mikið rétt. Ráðherrann flutti það ekki á þingi, en liann sá um að frum- varpið var flutt. Fer hér á eftir yfirlýsing frá Magnúsi Tliorla- cius hrm., sem ráðherrann hafði í höndum, er hann skrifaði grein sína: Það vottast hér með eftir beiðni Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra, að eg hefi samið frumvarpið um mál- flytjendur, sem nú er orðið að lögum. í frumvarpinu var ákvæði um það, að maður, sem verið hefði hæstaréttardómari, prófessor í lögum eða dóms- málaráðherra, skyldi vera und- anþeginn málflutningsprófi fyrir liæstarétti. Eg bað Hermann Jónasson að flytja þetta frumvarp, en hann fékk til þess Berg Jónsson bæj- arfógeta. 1 samráði við liann var frumvarpinu lítilsháttar hreytt. Yið þriðju umræðu í Neðri deild kom fram breytingartil- laga um að víkka undanþáguna til dómara í Reykjavík og bæj- arfógeta, og var hún samþykkt. Allsherjarnefnd Efri deildar sendi hæstarétti og málflytj- endafélaginu frumvarpið til umsagnar. Dómendur hæsta- réttar áttu fund með allsherjar- nefnd og lögðu eindregið til, að allar undanþágur frá málflutn- ingsprófinu yrðu fejldar niður. Almennur fundur í málflytj- endafélaginu samþykkti einnig tillögu um, að allar. undanþágur frá málflutningsprófinu yrðu felldar brott úr frumvarpinu. Þegar hér var komið, liöfðu dóniarafulltrúar sent allsherjar- nefnd umsókn um að fá að.vera með í undanþágunni og lögðu fast að nefndinni. Breytingar- tillaga kom fram síðar um, að sýslumenn fengju líka að vera með í undanþágunni, og lýsti einn úr allsherjarnefnd sig henni fylgjandi. Allsherjarnefnd Efri deildár Alþingis liafði tillögur liæsta- réttar og málflytjendafélagsins að engu og bætti dómarafulltrú- um við í undanþáguna. Þó lagði hún til, að undanþágurnar væru lagðar iá vald hæstaréttar, enda hafði það sætt hvassastri-.gagn- rýni dómendanna að svipta þá rétti til að segja, hverjir væru hæfir til að flytja mál fyrir hæstarétti. Eg átti tal við Hermann Jón- asson um þetta, og var hann mér sammála um, að málinu væri stefnt í fullkomið óefni. Samdi eg þá breytingartillögu þess efnis, að hætiréttur mætti veita manni undanþágu frá mál- flutningsprófinu, ef dóminum væri það kunnugt af lögfræði- legum störfum hans, að hann væri hæfur til að flytja mál fyrir hæstarétti. Þessa tillögu flutti Hermann Jónasson eftir minni beiðni, og var hún samþykkt. Reykjavík, 26. maí 1942. Magnús Thorlacius. Óþarfi er að ræða frekar leig- una á Kleppjárnsreykjum. Það er upplýst að hún brýtur i bága við það sem tilgangurinn var er jörðin var keypt, og torveldar mjög að þar verði haft betrun- arhæli, eins og eg hefi bent á hér í blaðinu. Kemur ekkert það fram í grein hins fyrrverandi ráðherra, sem eg hafði ekki áð- ur skýrt. Þótt hann reyni að gera grein mína tortryggilega og haldi þvi fram að eg vilji með ísmeygilegri rætni gefa í skyn ýmsar sakir honum á hendur, þá eru það hans orð en ekki mín. Ráðherrann lýsir yfir þvi, að hann ætli að höfða á hendur mér meiðyrðamál. Min er ánægjan, en hann ætti að draga það fram á haustið, þegar frek- ara tilefni hefir gefizt til, og skýring á síðustu málsgreininni, — sem ráðherrann hneykslast sva mjög á, — er komin fram. Eg mun að sjálfsögðu ékki láta minn hlut eftir liggja, er til málaferlanna kemur, enda hefir hinn fyrrverandi ráðherra gefið mér til þess ým.s efni, að gjalda í sömu mynt. Að lokum vil eg segja þetta. Það er ósmekklegt af ráðherr- anum að vekja upp að nýju ' kollumálið sáluga. Hann veit það manna bezt, að æðarkoll- unni og mér á liann sinn ráð- herradóm óbeint að þakka. Æð- arkollan aflaði honum samúðar Strandamanna, en eg náði til Sjálfstæðisflokksins rúmum 100 atkvæðum umfram fyrri frambjóðendur flokksins, en hefðu þau atkvæði fallið á Tryggva heitinn Þórhallsson hefði hann náð kosningu. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var í Ámesi, innleiddi ráðherr- ann strax umræður um kollu- málið. Eg lýsti þá yfir því að einu tilfinningarnar, sem gert hefðu vart við sig í mínu hjarta í sambandi við það mál, hefðu verið Yorkunnsemi við H. J. yfir því, að hann skyldi missa í riffilinn, sem hann skaut með, ! og var þetta hverju orði sann- ' ara. Við Tryggvi heitinn Þór- 1 hallsson vöndum H. J. svo fljót- lega af að hampa þessu frekar á fundum, þótt það væri gott áróðursefni utan funda. Lítið fannst mér þá, og lítið finnst mér nú leggjast fyrir kappann Hermann Jónasson, er liann hrópar á samúð af þeim, sökum, að hann sé píslrirvottur, en það gerir hann af því að hann skortir rökin og treystist því elcki til að verja eigin gerðir, er hann framkvæmdi síðustu daga ráðherradómsins. K. G. Sjómannablaðið, 7. júní 1942 er komið á markaðinn. Flytur það margar fróðlegar og skemmtilegar greinar. Eru þær þessar: „Ávarp“, eftir Fr. Halldórson, „Stjáni blái“, eftir Örn Arnarson, „Heimili fyrir aldraða sjómenn“, eftir Grím Þorkelsson, „Horft um öxl“, eftir Fr. Halldórsson, „Jarð- skjálftarnir miklu í Japan 1923“, eftir Henry Hálfdánsson, „Samstarf“, eftir Sigurjón Á. Ólafsson, „Öryggi sjávarútvegs- ins umfram allt“, eftirrHallgrím Jónsson, „Hún situr hljóð“, eftir Guðrúnu, „Mansöngur“, eftir Svein Gunnlaugsson, „Þeir sem aldrei komu aftur“, eftir Jón Bergsveinsson, „Farið til Suður- Afríku“, eftir Grím Þorkelsson, „Þeir, sem grundvöllinn 'lögðu“, þýtt úr ensku, „Sameinaðir stöndum vér“, eftir Ásgeir Sig- urðsson, „Fyrsta sjóferðin mín“, eftir Geir Sigurðsson, „Lífgun druknaðra“, eftir Jón Oddgeir Jónsson, „Fiskiróður úr Odd- bjarnarskeri“, eftir Hermann S. Jónsson,/„Kappróður Sjómanna- dagsins 1941“, eftir Þorvarð Bjömsson, „Bókasafn í skip- um“, eftir Sigurgeir Friðriks- son, „Ur leiðisferð ó „Skað- valti““, eftir Öm, „Aukið öryggi fyrir sjófarendur“, eftir sjó- mannafélaga nr. 247, „Reikn- ingar Sjómannadagsins“ og ýmislegt fleira. Sigfús Halldórs- son tónskáld hefir gefið Sjó- manna deginum lag eftir sig við kvæði Arnar Arnarsonar, „Stjáni blái“. Er mynd af tón- skáldinu í ritinu og ávarp hans til Sjómannadagsins. Kia-ora SVALADRYKKIR GRAPE LEMON ORANGE LIME fást ennþá í Stúlku vanlar til að leysa ,af í sum- arfríum í kaffisölunni í Hafn- arstræti 16. Hátt kaup — íbúð getur fylgt. Ef þið viljið læra að þekkja jurtirnar, ættuð þér að kaupa Jurtagróður eftir Geir Gígja kr. 1.75 og síðan Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson kr. 12.00 og kr. 15.00. j Alþýðuhúsinu. — Sími 5325. ungir menn geta fengið góða atvinmi á Álafossi nú þegar. Upplýsingar áafgreiðslu Ála- fóss, Þíngholtsstræti 2. ' geta fengið atvinnu yið hrað- saumastofuna á Álafossi. — Hátt kaup. — Upplýsingar á afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2. Stúlka vön algengri sveitavinnu, get- ur fengið atvinnu við búið í Belgsliolti í Melasveit riú þeg- ar. Uppl. á Laugaveg 43, I. hæð. — Vörubíll 2 tonna til sölu og sýnis á Ránargötu 15, frá kl. 5—8 í kvöld. — Dngrlcgr stúlka til húsverka óskast til Sveins Ingvarssonar, Garðastrætí 35. — Uppl. gefur frú Sigriður j Fjeldsted, Suðurgötu 18, efri ' hæð. — Fyrirspurnrim ekki svarað í síma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.