Vísir - 03.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR Yfirlýsing frá Menntamálaráði. í Morgunblaðinu 28. f. m. seg- ir prófessor Sigurður Nordal, að Menntainálaráð hafi Samhljóða gefið út rangt vottorð. Eru ó- breytt orð lians þannig: „— l>eg- ar hann lætur Menntamálaráð samhljóða gefa út rangt vott- orð“. Þessi alvarlega ákæra um rangt vottorð liéfir við engin rök að styðjast. Hún er bersýni- lega miðuð við niðurlagsgrein- ina i yfirlýsingu Menntamála- ráðs 7. maí 1942. Yfirlýsingin var gefin til þess að lmekkja dylgjum og sakargiftum, sem beint hafði verið að Mennta- málaráði um meðferð Menning- arsjóðs, svo sem að reikningar hans hefðu aldrei síðan 1936 verið sendir til verulegrar end- urskoðunar í fjármálaráðuneyt- inu. En niðurlagsgrein yfirlýs- ingarinnar var svona: „Þess skal ennfremur getið, að samkvæmt skjölum Mennta- málaráðs voru reikningar þess alls ekki sendir til endurskoðun- ar fyrstu þrjú árin. Var það fyrst gert 1931, eftir að Barði Guðmundsson varð formaður Menntamálaráðs.“ Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að hér er auðvitað átt við þá endurskoðun, sem fyrir- skipuð er í 7. gr. laga um Métíntamálaráð frá 7. mai 1928, ert þá grein tókum vér upp í sjálfa yfirlýsinguna. Lítum nú á þau skjöl Menntamálaráðs, sepv vitnað er til í niðurlags- gijeininni. Samkvæmt fundargerð Ménntámálaráðs frá 22. sept. 1031 „sáfnþykkfi ráðið ,að gera þ'á kröfu til ríkisstj órnarinn ar, að allir reikningar Mýfjningar- sjóðs og listakaupasjóðs, þeir er nú liggja fyrir frá fyrrverandi formanni, verði endurskoðaðir af endurskoðunarmönnum landsreikninganna eftir ákvæð- um lága um Menningarsjóð.“ Daginn eftir skrifaði hinn nýi formaður Menntamálaráðs, Barði Guðmundsson, svohljóð- andi bréf til fjármálaráðuneyt- isins: Reykjavík, 23. sept 1931. Með því að svo virðist, að reikningar Menningarsjóðs fyrir árin 1928—1929, 1929—1930 og 1930—1931, ásamt reikningum listadeildar Menningarsjóðs fyr- ir sömu ár, hafi ekki verið end- urskoðaðir, þá leyfir M[ennta- málaráð sér hér með að senda hinu háa fjármálaráðuneyti þessa reikninga, ásamt öllum fylgiskjölum, og æskja þess, með tilvísun til 7. gr. laga nr. ö4, frá 7. mai 1928, að reikning- ar þessir verði endurskoðaðir hið allra bráðasta. Jafnframt leyfir Menntamálaráð sér að æskja þess, að athugasemdir, er fram kynnu að koma við r'eikn- inga þessa, verði sendar til ráðs- irt's. \ Barði Guðmundsson. Stefán Jóh. Stefánsson. 1. okt. 1931 sendir svo fjár- inálaráðuneytið formanni Menntamálaráðs kvittun fyrir reikningum Menningarsjóðs og listadeildar fyrir árin 1938—31 ásamt athugasemdum. Geta menn nú sjálfir séð, livort yfirlýsing Menntamála- ráðs samkvæmt skjölum þess er rötíg. Reykjavík, 2. júní 1942. Árni Pálsson. (Sign.) Barði Guðmundsson. (Sign.) • Guðmundur Finnbogason. (Sign.) Jónas Jónsson. (Sign.) Pálmi Hannesson. (Sign.) Minningarorð I um Símon Jónsson kaupmann. Hinn 22. febrúar s. 1. andaðist að heimili sínu hér í bæ Símon Jónsson kaupmaður. Með honum er til moldar hníginn merkur maðuí’, sem starfaði hér í bæ um nálega 30 ára skeið. Harm var fæddur 25. ágúsl 1893 að Bakka í Ölfusi. Foreldr- ar lians voru þau lijónin Sigríður I Guðmundsdótlir og Jón Sílnon- arson, sem þar bjuggu. Faðir I lians er enn á lífi, liáaldraður, en móðir lians er látin fyrir nokkrum árum. Ungur fluttist Símon ineð foreldrum sínum að Læk í söniu sveit og ólst þar upp í liópi margra systkina. Hann var snemma duglegur og ósérlilífinn við livaða verk, sem liann vann, enda þurfti þess mjög við, því systkinin voru mörg og flest yngri en hann, en fjárhagur foreldranna fr.emur þröngur. Yar hann hjá foreldr- um sínum lil 18 ára aldurs, en þá réðist liann sem verzlunar- maður til föðurbróður síns, Jóns Helgasonar frá Hjalla. Þann tíma, sem hann var lijá honum, notaði liann einnig til þess að hefja sjálfstæðan atvinnurekst- ur. Eftir að hafa stundað verzl- unarstarf hjá frænda sínum í nokkur ár, hóf Símon heitinn að verzla í Hafnarfirði og verzlaði þar um nokkurt skeið, en fluttist síðan til Reykjavíkur og rak þar verzlun til dauðadags, síðustu 13 árin á Laugaveg 33. Rak Simön heitinn þessa starfsemi sina með miklum dugnaði og fyrirhyggju. Var liann manna áreiðanlegastur í viðskiptum, hjálpsamur og greiðvikinn við þá, sem leituðu Iijálpar hans. Hann tók einnig virkan þátt í félagsstarfsemi stéttarbræðra sinna, en hann var gjaldkeri i Félagi matvöru- kaupmanna um 6 ára skeið. Simon heitinn var að eðlisfari dulur og fáskiptinn og lítt fyrir að trana sér fram. Hann var ekki fljóttekinn í kynningu, en er menn fóru að kynnast honum, þá var hann hinn skemmtileg- asti i viðræðum, því liann var greindur vel og fylgdist af áhuga með því, sem gerðist, sérstak- lega í stjórnmálum, en liann liafði alla tíð mikinn áhuga fyrir þeim. Simon heitinn liafði alla tið mikil viðskipti við hina fyrri sveitunga sína. Áttu þeir hauk í horni þar sem hann var og þótti þeini gott að Ieita til hans, ef þá vanliagaði um eitthvað. Var liann ætíð fús og fljótur að leysa úr vandkvæðum þeirra, ef þess var kostur. Þegar faðir Símonar heitins hætti búskap i sveit árið 1919 og fluttist til Reykjavíkur, þá réð- ist hann til sonar síns og starfaði við verzlun hans alla tið upp frá því og þar til leiðirnar skildust við andlát Símonar heitins. Bretar likja heimilinu við kastala, en þar sem heimilið var, þar var kastali Siriionar heitins. Hann kvæntist 1919 Ásu Jó- Sumarleyfísferðir Ferðafélagsins heíjast um næstu mánaðamót. Ferðafélag Islands er búið að ákveða að mestu eða öllu sum- arleyfisferðirnar í ár. Hefir Vísir snúið sér til Kristjáns Ó. Skag- fjörðs stórkaupmanns sem er framkvæmdarstjóri félagsins og fengið hjá honum yfirlit yfir ferðirnar, sem verða 6 eða 7 talsins. Fyrsta ferðin er átta daga ferð til Mývatns, að Ásbyrgi og Dettifossi. Hún hefst 4. júlí. Ekið verður i bifreiðum þjóð- leiðina norður, en komið við á öllum merkustu og fegurstu stöðum í nágrenni við leiðina. Vikuferð í óbyggðir hefst 11. júlí. Ekið verður í bifreiðum að Gullfossi og Geysi, en síðan lialdið á hestum norður á Kjöl, þar sem skoðaðir verða helztu staðir á Kili og gengið á ýms fjöll, svo sem Hrútafell, Lang- jökul, Blágnípu og Kerlingar- fjöll, ef veður leyfir. Þriðja ferðin hefst 18. júli. Ekið verður í hifreiðum að Ás- ólfsstöðum í Þjórsárdal. Þaðan verður farið á hestum norður í Arnarfell hið mikla, vestan Þjórsár, en úr Arnarfelli verður haldið i Kerlingarfjöll og þaðan til byggða, annaðhvort í Bisk- upstungur eða Hreppa. Þessi ferð stendur í 7—8 daga. hannsdóttur fná Hofi á Eyrar- bakka, hinni ágætustu konu. Var sambúð þeirra hjóna með ágætum. Eignuðust þau fimm börn, sem öll eru hin mannvæn- legustu. Þegar systir Símonar heitins dó 1937 frá fimm börnum ung- um, þá tóku þau lijónin yngstu dóttur liennar til fósturs og reyndust henni svo sem væri hún þeirra eigið barn. Það mátti með sanni um Sím- on. heitinn segja, að liann væri vakinn og sofinn í því að hugsa um heimili sitt og skyldulið. Og jægar kraftarnir voru að þrotum komnir í erfiðum sjúkdómi, þá var hugurinn sífellt við það að sjá heimilinu sem bezt farborða. Er nú skarð fyrir skildi, þar sem heimilisfaðirinn er horfinn sjónum, en þá er gott að geta tekið undir og trúað orðum Jón- asar Hallgrímssonar, að „anda, sem unnast fær aldregi, eilífð aðskilið“. Vinur. Stúdentar! Styrkið Nýja Stúdentagarðinn! Öræfaferð verður farin 25. júlí og mun einnig standa 7—8 daga. Ekið verður svo langt, sem komizt verður í bifreiðum, en fólkið flutt á liestum austur yfir sanda og um Öræfin. Farið verður i Bæjarstaðaskóg, geng- ið á Kristínartinda og e. t. v. á Öræfajökul, ef tími vinnst til, ennfremur verður farið í Ing- ólfshöfða. Farið verður í Öskju og Herðubreiðarlindir á vegum Ferðafélags Akureyrar, og verð- ur lagt af stað þaðan 17. júli. Ekið verður í bifreiðum í Iierðubreiðarlindir, en farið þaðan fótgangandi til Öskju- vatns og þaðan vestur að Bárð- arkoti í Svartárdal. Frá Akur- eyri og þangað aftur tekur þessi þessi férð 6 daga. Sjötta ferðin verður austur á Síðu og Fljótshverfi og hefst hún 4. ágúst. Tekur hún fjóra daga og verður komið við á öll- um helztu stöðum í Vestur- Skaptafellssýslu. Loks hefir komið til tals að fara riðandi úr Þjórsárdal eða Hreppum norður Sprengisand og niður í Bárðardal. Ef af þess- ari för verður, er ráðgert að hún hefjist seinni hluta þessa mán- aðar. Helgarferðir eru ákveðnar um hverja lielgi fram í septem- bermánuð. Er Ferðafélagið um þessar mundir að láta prenta áætlun um allar þessar ferðir, og mun hún verða send félags- mönnum innan skamms. Verð- ur ýmist farið af stað á laugar- dögum eða á sunnudagsmorgn- um. Operettan Nitouche verður sýnd í kvöld kl. 8, A<5- göngumiðar seldir eftir kl. 2. Gjafir til dvalarheimilis sjómanna. Skipverjar bv. Jórt Ólafsson 1300' kr. Skipv. bv. Skallagrímur 1260 kr. Skipv. bv. Baldur 430 kr. Skipv. ms. Reykjanes, RE 94, 120Ö kr. Skipv. mb. Gylfi, GK 522, 220 kr. Skipv. mb. Freyja, Njarðvíkum 180 kr. Skipv. e.s. Goðafoss 1215 kr. Sverrir Bernhöft stórkaupm. 500 kr. Bjarni Magnússon, skipstj. bv. Rön 100 kr. Samtals 6405 kr. Áð- ur afhent Birni Ólafs kr. 21451,00. Samtals kr. 27.856,00. Leskjað kalk. ptíTIHRiNN' IMýpistn dan§§lag:arar Franklíns kola* og: pndragnætnr FYRIRLIGGJANDI. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími: 1370. Raflagnir Getum tekið að okkur raflagnir i nokkrar nýbyggingar. — Önnumst einnig viðgerðir á eldri lögnum og allskonar rafteekj- um.-- ) Uppl. í sima 5<>19 eftir kl. 6 á kvöldin. — Ennþá höfum við vörurnar, sem yður vanlar mest. Við höf- um nú tekið upp klæðskerasaumuð karlmannaföþ enskar dragt- ir og kápur. Ennfremur enska model-kjóla, sumarfatnað, ryk- frakka o. fl. —r— Gleymið ekki ódýra skófatnaðinum meðan úrvalið er nóg. . Komið.---Skoðið.-—- Kaupið. W indsor-Ha^asin , Vesturgötu 2. Tilkynniiig: Hér með leyfi eg mér að tilkynna heiðruðum viðskipta- vinum mínum, að eg hefi seit hvottahúsið Grýta til sam- nefnds hlutafélags. Núverandi eigendur þvottahússins voru starfsstúlkur mínar og liafa að báki sér margra ára kunnáttu og reynslu i starfinu. Eg léyfi mér því að vtenta þess að háttvirtir viðskiptavinir mínir láti hina nýju eigendur njóta sömu velvildar. og viðskipta og eg hefi notið. Virðingarfyllst, Reykjavík, 1. júní 1942. Guðrún Jónsdóttir. 4 v i ? i ■. ; Samkvæmt ofanrituðu höfum vér keypt þvottahúsið Grýta, Laufásveg 9 og leyfum okkur þvi að vænta þess, að háttvirtir viðskiptavinir þvottahússins láti oss njóta áfram viðskiptanna. Virðingarfyllst, r' '• Reykjavík, 1. júní 1942. ÞVOTTAHÚSIÐ GRÝTA H.f. Guðný Friðriksdóttir. Þóra Þórðardóttir. Ingibjörg Sölvadóttir. Bergrós Jónsdóttir. Guðrún Þórðardóttir. Mig vantar ^■8 herbergja ibúð með öllum þægindum nú þegar eða fyrir 1. okt. Allt fnllorðið í Iieimlll Tilboð merkt: P. L. M- sendist blaðinu fyrir 15. júni n.k. j . BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL Jarðarför litlu dóttur okkar, Guölaugar Gíslinu fer fram frá fríkirkjunni fimmtudaginn 4. júni og hefst með bæn að heimili okkar, Óðinsgötu 14, kl. 1 eftir hádegL Klara Guðlaugsdóttir. Gísli Erlendsson. Jarðarför mannsins mins elskulega, Guðjóns Samúelssonar fiskimatsmanns, fer fram frá fríkirkjunni láugardaginn 6. júni. — Athöfnin hefst að heimili okkar, Njálsgötu 33 A. klukkan 1% eftir hádegi. Guðríður Ólafsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.