Vísir - 06.06.1942, Blaðsíða 2
yisiR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla r Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þegar á hólminn
er komið.
tjómmálaflokkarnir
standa nú hver and-
spqpnis öðrum, búnir til á-
taka. Oi'slit þeirrar glímu,
sem nú er að hef jast, getur
valdið straumhvörfum í
landinu og haft áhrif á líf
þjóðarinnar um langa fram-
tíð. Hér stendur ekki bar-
áttan um einstaklingana.
Þeir hverfa fyrir málefn-
inu. Baráttan stendur ekki
um menn, heldur stefnur.
Hér er ekkert tækifæri fyr-
ir óánægða að sýna van-
þóknun sína, né fyrir þá að
fá uppfylling óska sinna,
sem undan einhverju hafa
að kvarta. Nú er aðeins bar-
ist um eitt málefni, sem er
mikilvægara en persónuleg-
ur frami, stærra en sérhags-
munir stéttanna og örlaga-
ríkara en pólitískt stundar-
gengi. Hér er því hvorki
staður né stund til að deila
innbyrðis. Nú verður að
starfa og standa saman.
Sjálfstæðisflokkurinn
stendur nú á tímamótum og
mun árangur kosninganna
marka leið hans til frama
eða gengisleysis um langa
framtíð. Árangurinn mun
hafa djúp áhrif á gang þjóð-
málanna og um það, hver
stefna verður tekin eftir
stríðið, til að leysa þau verk-
efni, sem þá skapast. Sjálf-
stæðismonn hvarvetna á
landinu hafa því aldrei haft
ríkari skyldu en nú til að
sameinast í voldugu átaki til
að koma því máli heilu í
höfn, sem nú er barizt um.
S jálfstæðismenn i Reyk ja-
vík hafa jafnan sýnt stjóm-
málalegan þroska og drengi-
lega samlieldni, þegar á hef-
ir reynt. Það ætti því ekki
að þurfa að brýna þá nú,
þegar kosið er um mál, sem
ráðið getur örlögum flokks-
ins um langan aldur. Tóm-
læti og áhugaleysi er jafn-
skaðlegt og andróður. Ekk-
ert er jafn sigursælt og á-
kveðinn vilji til að leggja
fram kraftana í hinu sam-
eiginlega átaki, sem nú
verður gengið að,
I öllum flokkum em
menn óánægðir út af einu
eða öðru. Sumir em ó-
ánægðir með flokksstjóm,
sumir með þingmenn, aðrir
með ráðherra og ríkisstjóm.
Allt eru þetta smámunir hjá
úrslitum og árangri kosn-
inganna, sem standa fyrir
dyrum. Nfestu fjórar vikur
Iátum við allt þetta niður
falla. Þennan tíma verðum
við ekkert annað en Sjálf-
stæðismenn, ósérhlífnir, ó-
sérplægnir liðsmenn í bar-
daganum. Þegar á hóhninn
er komið skorast enginn úr
leik.
Eg dró mig ekki út úr
kosningunni hér í Reykja-
vík til þess að skapa sundr-
ung, heldur til að stuðla að
samheldni. Þess vegna
vænti eg að þeim sé ljóst,
sem mér vildu veita braut-
argengi, að þeir geta á eng-
an hátt sýnt stuðning sinn
betur í verki en með því að
vinna fyrir flokkinn og
stuðla að sigri hans.
Sum mál standa ofar öll-
um deilum og dægurmálum.
Kjördæmamálið er eitt af
þeim.
Björn Ólafsson.
Frá hæstarétti,
Nýlega var í hæstarétti kveð-
inn upp dómur í málinu Hann-
es Jónsson, Þórður Einarsson og
Jóhann Magnússon gegn Bæjar-
sjóði Neskaupstaðar.
Málavextir eru þéir, að árið
1941 var áfrýjendum máls þessa
gert að greiða sameiginlega út-
svar til Neskaupstaðar, að upp-
liæð kr. 20.000.00, þar sem nið-
urjöfnunarnefnd taldi að menn
þessir hefðu haft með sér út-
svarsskyldan félagsskap, um út-
gerð 7 færeyskra leiguskipa. Á-
frýjendur mótmæltu því, að um
félagsskap þeirra í milli um út-
gerð skipanna hefði verið að
ræða og mótmæltu sameigin-
legri útsvarsskyldu.
Úrskurður fógetaréttarins og
Iiæstaréttar féll á þá leið, að
rétt hefði verið að leggja sam-
eiginlega útsvar á leiguskipaút-
gerð áfrýjenda og segir svo i
forsendum hæstaréttardómsins:
„Vorið 1940 tók áfrýjandi
Þórður Einarsson 7 færeysk skip
á leigu yfir síldveiðitímann það
ár. I máli þessu kveðst Þórður
hafa látið áfrýjanda, Hannesi
Jónssyni, í té leigurétt á 3 skipa
þessara og áfrýjanda Jólianni
Magnússyni á 1 þeirra, en sjálf-
ur hafi hann haft 3. Enga skrif-
lega samninga hafi áfrýjendur
þó gert með sér uin þessi skipti
sín. I öðru máli um útsvars-
skyldu eins hinna færeysku
leigusala, sem dæmt var i hæsta-
rétti 31. jan. 1941, kom þó það
fram, að áfrýjendur höfðu haft
félagsskap um leigu 2 skipa
þessara, og sama virðist hafa
komið fram af hálfu áfrýjanda
Þórðar í bókunum fyrir fógeta-
rétti Norðf jarðar, er fógetagerð-
ir fóru þar fram til tryggingar
útsvörum, er lögð höfðu verið
þar á hina færeysku leigusala.
Virðist því mega telja áfrýjend-
ur hafa verið í félagi um skipa-
leigu þá og síldarútveg sumariö
1940, er í máli þessu greinir.
Verður að telja niðurjöfnunar-
nefnd hafa verið að lögum heim-
ilt að leggja útsvar á félagsskap
þenna, og verður því að stað-
festa hinn áfrýjaða fógetaúr-
skurð og lögtaksgerð með fram-
angreindum athugasemdum.“
Hrm. Einar B. Guðmundsson
flutti málið af hálfu áfrýjenda,
en hrm. Stefán Jóh. Stefánsson
af hálfu stefnda.
Bruggun.
í gær var framkvæmd húsrann-
sókn hjá manni einum hér í bæn-
um, sem grunaður var um að brugga
áfengi. Fundust hjá honum 6oo
lítrar af landabruggi í gerjun, 6
flöskur af spiritus concentratus
(brugg), 4 fl. af „fermingarvíni“
og bruggunartæki.
8j|ötus:ur ;i mors:ur:
„Eg hefi kveðið upp
1100 dóma
og úrskurði",
segir Ari Arnalds fyrrv.
bæfarfógeti.
Á morgun verður Ari Arnalds
fyrrum bæjarfógeti á Seyðis-
firði 70 ára. Hann tók lögfræði-
próf árið 1905. Var ritstjóri
blaðsins Dagfara á Eskifirði ár-
in 1905—-’07, svo meðritstjóri
Ingólfs í Rvík árin 1907—’09.
Alþingismaður Strandamanna
var hann 1908—’ll. Fulltrúi i
fjármálaráðuneytinu 1914—’18
og sýslumaður Norð-Mýlinga-
og bæjarfógeti á Seyðisfirði ár-
in 1918—’37. Hann sagði af sér
embætti vegna heilsubrests og
dvaldi á Seyðisfirði til ársins
1941. Var hann þann tíma lög-
fræðilegur ráðunautur Banka-
útibúsins og Síldarbræðslunnar
á Seyðisfirði. Ennfremur var
hann umboðsmaður Búnaðar-
bankans á Austfjörðum og um-
boðsmaður umsjónarmanns
sveitarstjórnarmálefna á árun-
um 1939—’41. Hann fluttist svo
búferlum til Rvíkur síðastliðið
sumar og starfar nú í fjármála
ráðuneytinu. Nú til heimilis á
Amtmannsstíg 4 hér í bæ.
Hann var kvæntur Matthildi,
dóttur Einars Kvarans, og átti
méð henni þrjá syni, sem eru
Sigurður heildsali, Einar full-
trúi hjá lögreglustjóra og Þor-
steinn, starfsmaður á Skattstof-
unni, allir búsettir í Rvík.
Þegar Arnalds hætti embætt-
isstörfum á Seyðisfirði færði
sýslunefnd Norð-Mýlinga hon-
um forkunnarfagran göngustaf
að gjöf, en bæjarstjóm Seyðis-
fjarðarkaupstaðar hélt honum
veglegt samsæti og var honum
þar flutt kvæði það, er hér fer
á eftir:
Hér skal fagnað heiðursgesti,
hrindum deyfð á bug.
Skulum vér að veganesti
velja bróðurhug.
Utan dyra dægurmálin
dvelja skulu í kvöld.
Inni glóir gullna skálin,
gleðin tekur völd.
Inni glóir gullna skálin,
gleðin æðstu tekur völd.
Velkominn að vina minni
vorn í gleðilund.
Skulum allir einu sinni
eiga Ijúfa stund.
Sitji heill á heiðursstóli
hátt sem jafnan bar,
Arnalds, sem að okkar sjóli
aldarfjórðung var.
Arnalds, sem að okkar sjóli
aldarfjórðung næstum var.
Margt til gildis mætti telja
og minnast á í kvöld.
Hvað skal helzt í vísu velja
verðugt þessum höld?
Var þín stjóm að vorum dómi
viturleg og djörf.
Þinnar stéttar þú varst sómi,
þökkum unnin störf.
Þinnar stéttar þú varst sómi,
þökkum fyrir unnin störf.
Maður tíðum manni sagði —
— mun þó hvergi skráð:
Margur frá þér heiman hafði
holl og göfug ráð.
Góðri hugsjón fast þú fylgdir
fram af allri sál.
Sátt og grið þú setja vildir
um sérhvert þrætumál.
Sátt og grið þú setja vildir
um sérhvert dagsins þrætumál.
Gáið að, hin glöggu merki
greina sannleikann.
Lesa má á leystu verki
lof um meistarann.
Verkin þau með vitnum
skráðum
varða þina hi'aut.
Með gætnum huga, glöggum
ráðum
greiddir marga þraut.
Með gætnum huga, glöggum
ráðum
greiddir marga lífsins þraut.
Allir flytja einum liuga
óskir jressar hér:
Aldrei skal neitt böl júg buga,
Ijlessun fylgi j>ér.
Gæfan megi á skjöld þinn skrifa
og skrýða jjina braut:
Arnalds, þú skalt lengi lifa,
laus við hverja þraut.
Arnalds, þú skalt lengi lifa,
laus við þverja sorg og þraut.
*
Fréttaritari Visis hafði tal af
jiessum mæla og virðulega bæj-
arfófela í gær og fer hér á eftir
samtalið við hann:
— Hvaða starf likaði yður
bezt?
— Dómsmálin, tvímælalaust.
— Munið þér, hvaí^ þér hafið
kveðið upp marga dóma?
— Já, J>að eru rúmlega 1100
dómar og úrskurðir, sem eg
hefi kveðið upp um æfina. Eg
hefi alla tið haldið þeim saman.
— Hvað getið J>ér sagt mér
um Kaupmannahafnarlifið?
— Á Jæim árum, sem eg var í
Höfn, voru stúdentar þar mjög
pólitískir og flest allir hneigð-
ust J>eir að landvarnastefnunni.
Voru oft og mörgurn sinnum,
haldnir umræðufundir í ís-
lenzka stúdentafélaginu i Höfn
og ávallt um íslenzku stjórn-
málin. Gerði J>etta stúdentalifið
mjög fjörugt. Eg tók mikinn
þátt í stúdentalifinu og var eg
ákveðinn landvarnarmaður. Um
skeið var eg formaður Stúd-
entafélagsins og stjórnaði mörg-
um fjörugum, pólitiskum fund-
um, þar sem mættust harðir
andstæðingar, eins og t. d. Val-
týr Guðmundsson, Einar Bene-
diktsson, Finnur Jónsson próf.,
Bogi Melsted og ýmsir fleiri
landskunnir menn.
’— Voruð j>ér öll stúdentsár-
in í Höfn?
— Nei, eg dvaldi á íiressing-
arhæli í Noregi í 2 ár. Var það
á J>eim tímum, Jægar deilurnar
voru sem heitastar á milli Norð •
manna og Svía og sem enduðu
með skilnaði Noregs við Sví-
þjóð 7. júní 1905, á afmælis-
daginn minn. Eg fylgdist vel
með J>essum deilum og varð það
til þess, að áhugi minn fyrir ís-
lenzkum stjórnmálum varð
mjög mikill.
— Störfuðuð þér ekkert í
Noregi?
— Jú, reyndar gerði eg það.
Eg var fréttaritari fyrir blaðið
„Verdens Gang“. Annars var eg
á hressingarhæli og gat lítið
starfað. Gamall ritstjóri, sem
var mjög góður í minn garð,
útvegaði mér þetta starf.
Þessi ritstjóri hét Tommesen
og kynntist eg honum í Noregi.
Nokkuð af j>eim tíma, sem eg
dvaldi í Noregi var eg í Guð-
brandsdalnum, en annars í ná-
grenni við Oslofjörð.
— Kynntust þér ekki ein-
hverjum Norðmönnum á með-
an þér dvölduð J>arna?
— Jú. Fyrstan má telja
Tommesen ritstjóra, svo Torp
lækni í Lillehammer, föður
Torps sem var um skeið foringi
jafnaðarmanna í Oslo. Einnig
kynntist eg Sigurð Ibsen og'
Björnsons-bræðrunum Einar og
Erling.
— Hvar kynntust J>ér þessum
mönnum ?
—• Sumum á heimili Tomme-
sens ritstjóra, en Björnsons-
bræðrum og Sigurd Ibsen kynnt-
ist eg á búgarði Björnstjerne
Björnson á Aulestad.
— Hvernig kynntust þér
J>eim ?
— Eins og eg sagði yður áð-
an, var eg á hressingarhæli
skammt frá Aulestad og ein-
hvern veginn hafði Bergljót
Björnson, sem var gift Sigurd
Ibsen, frétt að formaður ís-
lenzlca stúdentafélagsins í Höfn
dveldi J>arna í nágrenninu. Eg
fékk skriflegt boð frá henni
uni að koma á skemmtisam-
komu að Aulestad. Og þar hófst
svo kynningin. Eftir það var
mér svo fjórum sinnum boðið
þangað til J>ess að dvelja þar i
einn til tvo daga, þegar eitthvað
var þar sérstakt um að vera.
— Hittuð J>ér ekki Björn
stjerne Björnson?
— Björnson hitti eg einu
sinni í Höfn og auk þess sá eg
hann oft i Oslo, en hann og
kona hans voru í Suðurlöndum
J>etta sumar, sem eg var i Guð-
brandsdalnum. Af Björnsons-
fjölskyldunni voru heima um
sumarið bústjórinn Erling,
yngsti sonur Bjömsons, Einar
með konu sina og Sigurd Ibsen
og Bergljót kona hans, sem var
dóttir Björnsons.
— Hvað leizt yður bezt á af
Bj örnsons-f j ölskyldunni ?
— Tvímælalaust á Bergljótu,
J>vi hún var gáfuð — talin gáf-
uðust af systkinunum — og auk
J>ess ljómandi lagleg. Er hún
ein fegursta lcona, sem eg hefi
séð, enda fór mikið orð af feg-
urð liennar víða um lönd, þvi
hún ferðaðist mikið sem söng-
kona. Sigurd Ibsen, maður
hennar, var mjög hæglátur mað -
ur, en sérstaklega skemmtileg-
ur og fróður, enda talinn einn
menntaðasti Norðmaður. Hann
var um Jætta leyti ráðherra fyr-
ir Noregs hönd i Stokkhólmi.
— Var viðkynningu yðar Iok-
ið við Aulestadsfóikið eftir
þetta sumar í Guðbrandsdaln-
um?
— Nei. Eg var oft i boðum
hjá Einari Björnson, sem J>á bjó
í Oslo. -— Samkvæmt beiðni
Bergljótar útvegaði eg henni
tvær islenzkar bækur þá strax
og síðan næstu misserin fleiri
bækur og fékk svo aftur frá
henni margar norskar bóka-
sendingar. Sigurd Ibsen skrif-
aði mér tvisvar og bað mig að
Nú er það
húsgagnagljái,
sem húsmæðurnar
sækjast eftir
Aðalumboðsm:
Magnús Th. S. Blöndal1^
Til söln
Vörubíll, 1 tonns, TriIIubát-
ur 6% tonna, með 12 hest-
afla vél„ 50 kg. borðvigL —
Uppl. á Spítalastíg 6 frá kl. 6
—8 laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
Takið eftir!
Sá, sem getur útvegað ung-
um hjónum með 1 barn 1
herbergi og eldhús, getur val-
ið um eftirfarandi:
1. Vikuvinna. 2. 250 kr. 3.
Ottoman. 4. Flug til Akur-
eyrar. -— Tilboð merkt „Ven-
us“ sendist Visi fyrir 10. júni.
Mni i sveii
er til Ieigu ásamt aðgangi að
eldhúsi yfir sumarið. Uppl. á
Fjólugötu 25, uppi.
Vi tonns
vörubíll
Chevrolet, eldri gerð, til söiu.
Til sýnis í Zimsensporti, eft-
ir kl. 6.
útvega sér bækur, sem eg og
gerði, eftir að hann var hættur
ráðherrastörfum og setztur við
ritstörf. Sendi hann mér svo
norskar bækur eftir sjálfan sig
og aðra.
— Þér sögðuð áðan, að þér
hefðuð um tíma stundað blaða-
mennsku. Hver var orsök J>ess?
— Það var fyrst og fremst
hipn mikli áhugi á stjórnmálum
á meðal íslenzkra stúdenta i
Höfn, og vera min í Noregi, sem
skapaði þennan áhuga — sér-
staklega kynni min við Tcanme-
sen, ritstjóra „Verdens Gang.“
— En hvaða íslendingur ýtti
yður mest út í blaðamennsku
hér heima á íslandi?
— Það var Bjöm Jónsson rit-
stjóri ísafoldar. Þegar eg var
búinn að taka lögfræðipróf var
eg ráðinra starfsmaður við
„Verdens Gang“, en gegndi því
starfi aðeins nokkra mánuði,
vegna þess að Bjöm Jónsson
ritstjóri fékk mig þá, ásamt
Thor E. Tulinius, til Jiess að
stofna blaðið Dagfara á Eski-
firði.
— Hvernig stóð á þvi, að J)ér