Vísir - 12.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1942, Blaðsíða 1
 Ritstjóri t Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl Rlaðamenn 1 Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla j S linur 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 12. júní 1942. 109. tbl. Tobruk í aukinni hættu. Þröskuldi á flutningaleið möndulveldanna rutt úr vegi. Með falii Bir Hakeim breytist mjög viðhorfið í Libyu og er öðrum þætti sóknar Rommels lok- ið með |>ví. Sá fyrsti var fólginn i sókninni gegnuin jarðspreng jubeltið, en hinn síðari í orustunum hjá Bir Hakeim og lauk með því að það virki banda- manna var tekið herskildi. Hafa sóknarskilyrði Romm- els batnað siórum við það, að þessum þröskuldi er úr vegi rutt. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að þeir liefði tekið virkið með áhlaupi eftir langa og harða bardaga og nokkuru síðar gaf ít- alska herstjórnin út samskonar tilkynningu. Brezka herstjórnin tilkynnti svo loks í gærkveldi, að hersveitir frjálsra Frakka, Indverja og Breta hefði fengið skipun um það frá Ritchie, hers- höfðingja, að yfirgefa virkið og hefði þær gert það aðfaranótt fimmtudags. Enda þótt Frakkar hafi að lokum órðið að láta undan síga fyrir ofureflinu, hafa þeir þó unnið mikilsvert hlutverk í vörn bandamanna. Þeir hafa komið í veg fyrir það, að Þjóð- verjar og Italir hefði opna flutn- ingaleið austur á bóginn, og ógn- uðu þeim með því að gera á- hlaup i opna skjöldu. Þetta hef- ir orðið til þess, að hersveitir möndulveldanna hafa ekki get- að beitt sér af öllu afli við Knightsbridge og í áttina til To- bruk. • Nú opnast ítölum og Þjóð- verjum þessi leið og má þvi bú- ast við því, að þeir endurnýi sókn sína til strandar hið bráð- asta. Vörn Frakka hefir hins- vegar veitt bandamönnum hlé til þess að styrkja varnirnar hjá Knightsbridge og viðar, og gera viða þá skriðdreka sina, sem bilað höfðu í fyrri bardögum. Ef Rommel tekst að ná til strandar, mundi hefjast ein inni- króunarorustan enn í Libyu. Hafa bardagar þar alltaf ein- kennzt af þvi, að sá, er hefir sótt á, hefir leitað að komast til strandar að baki f jandmann- anna, og þegar svo langt liefir verið komið, hefir það jafnan leitt til sigurs. Fréttaritari U. P. i Kairo sím- ar og, að hættan, sem ógnar Tobrúk, komi nú úr suðri og austri, en fyrst reyndi Rommel að komast að borginni úr vestri og suðvestri. I árdegistilkynningu her- stjórnarinnar í Kairo segir, að Þjóðverjar og ítalir sé þegar farnir á stúfana og hafi slegið i bardaga milli bryndeilda þeirra og bandamanna austur af Har- mat, sem er um 10 kilómetra suðvestur af Knightsbridge. Þjóðverjar tilkynna, að með töku Bir Hakeims sé slitið sam- bandi Breta suður á bóginn til Giarabub-vinjanna. Japanir kannast við missi 2ja flug- stöðvarskipa. Japanar hafa nú kannazt við það — óvart — að þeir hafi misst 2 flugstöðvarskip undan Midway, eins og Bandaríkja- menn héldu fram. Var skýrt frá þessu í útvarpi frá New York, þar sem höfð voru eftir ummæli Itos, flota- málafræðings japanska útvarps- ins. Hann sagði: „Vegna sigra okkar á Kyrrahafinu getum við látið okkur í léttu rúmi liggja, þótt við höfum misst tvö flug- stöðvarskip.“ Ameríska herstjórnin hefir tilkynnt, að flugvélar landhers- ins liafi tekið þátt í árásunum á Japani með flugvélum flotans. Sendi landherinn fljúgandi virki Llkanið af Hallgrímskirkju. Sjá greinina. Brezka stjórnin liefir ákveðið að hefja stórkostlegar skipa- smíðar cg viðgerðir í Indlandi. Turner aðmiráll, sem var um langan tima yfirmaður skipa- smíðastöðvar brezka flotans í Portsmouth, hefir yfirumsjón með þessu verki. Innrás á meginlandið á þessu ári, og 20 ára bandalag Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Þ að var tilkynnt síðdegis í gær í London, Moskva og Was- hington, að Molotoff, utanríkisráðherra Rússa, hefði farið til Bretlands og Bandaríkjanna um síðustu mán- aðamót og í þeirri för hefði verið gengið frá mikilsverðu banda- lagi Rússa, Bandaríkjamanna og Breta. Er bandalagið miðað við. 20 ár til að byrja með og framlengist af sjálfu sér, ef ein- hver aðilja riftar því ekki. Fjallar það bæði um styrjöldina og friðinn á eftir henni. Hallgrímskirkj a í Reykja- vík verður veglegasta bygging landsirts. Hún á að vera eign allra landsmanna. I gærdag voru fréttaritarar útvgrps og blaða boðnir á fund sóknarnefndar Hallgrímskirkju, til þess að sjá tvö líkön að fyrir- hugaðri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Eru bæði þessi Iíkön með afbrigðum falleg, en þó er annað líkanið miklum mun fallegra en hitt og hefir sóknarnefnd komið sér saman um að láta byggja kirkjuna eftir þeirri fyrirmynd. Próf. Guðjón Samúels- son, húsameistari ríkisins, hefir gert báða uppdrættina og á mikinn heiður skilið fyrir þetta verk sitt og er óhætt að fullyrða, að í því liggi djúptæk list. Hr. biskupinn Sigurgeir Sigurðsson hélt ræðu við þetta tækifæri og skýrði l'yrir blaðamönnum stærð kirkjunnar og fyrirhugaðar framkvæmdir sóknarnefndar. — Stærð kirkjunnar, sem verður byggð, er eins og liér segir: Turnhæð er 71 m. -}- 5 m. hár kross. Til samanburðar má geta þess, að hæðin á Landakots- kirkjuturninum er 28 m. Fram- Molotoff kom fljúgandi til Bretlands þ. 21. maí og hófust samningar þegár eftir komu hans. Gengu þeir svo greiðlega, að eftir 6 viðræðufundi var samningurinn undirritaður. Fór Molotoff þá áleiðis til Washing- ton og kom þangað 29. maí. Ræddi hann þar um samvinnu Rússa og Bandarikjamanna og ýms mál í sambandi við hana. Aðalatriði samningsins eru: Aðilar heita gagnkvæmri hjálp til að Ijúka stríðinu. Meðan það stendur skuldhinda þeir sig til að semja ekki sérfrið eða sér- vopnahlé við Þjóðverja eða bandainenn þeirra. Jafnframt lieita þeir hvor öðrum stuðningi éftir stríðið, ef einhver þeirra þjóða, sem þeir eiga i höggi við, rýfur friðinn af nýju. Apnars heinist samvinna þeirra eftir stríðið að jiví að lcoma faslri og öruggri skipan á málefni Evr- ópu, leita ekki nýrra landa og láta innanlandsmál livors ann- ars afskiptalaus. Þegar Edcn hafði skýrt frá þessum samningum á fundi i brezka þinginu í gær, var hann spurður livort einhver leyni- ákvæði liefði verið lmýlt við hann en liann kvað það ekki vera. Auk samningsgerðarinnar var ræll um mörg nauðsynjamál handamanna og þá einna lielzt myndun nýrra vigstöðva i Evr- ópu þegar á þessu ári. Var sam- komulag um nauðsyn þeirra. Auk þess var rælt um aukna að- stoð við Rússa, með því að Iiraða sendingu flugvéla, skriðdreka og annara hergagna. Gcorg Bretakonungur og Kal- inin, forseti sovétlýðveldanna, skiptust á skeytum og létu i ljós trú á því, að bandalagið mundi liafa mikla blessun í för með sér. Churchill og Stalin hafa líka skipzt á skeytum. Blöðin í London og New York fagna bandalagiilti einum rómi og segja, að það sé einn mesti viðburður styrjaldarinnar. For- vígismenn bandamannastjórn- anna, sem liafa aðsetur sitt i London, svo og stjórnir sam- veldislanda Breta — en þær fengu jafnóðum að vita hvað var að gerast — liafa fagnað banda- laginu og gera sér miklar vonir vegna þess. Um 500 iallbyssur balda uppi skothrið á Sebastopoi 15000 Þjóðverjai: fallnir, segja Rússar. Rússar áætla, að Þjóðverjar hafi 100 fallbyssusveitir í um- sátinni um Sebastopol og að auki 10 brynvarðar járn- brautarlestir með gríðarstórum umsátursbyssum. Lætur þá nærri, að um hálfu þúsundi fallbyssna sé beint að virkjum Rússa — auk 2000 flugvéla, sem Þjóðverjar segja sjálf- ir frá — og mun aldrei hafa verið beitt svo miklu skotmagni á ekki stærra svæði. tninoar Stjórnin í Chungking hefir birt tilkynningu um það, að flutningar á hergögnum til Kína frá Indlandi hafi aldrei fallið niður, þótt Burmabrautin hafi lokazL Þess var ekki getið hvort flutningar þessir færi eingöngu fram eftir karavanaslóðunum í herstjórnartilkynningum Rússa er þess eins getið, áð hamslausir bardagap haldi á- fram og leggi Þjóðverjar sig þvert yfir Himalayafjöllin, eða byrjað sé að nota flugvélar, eins og rætt hefir verið um i Banda- ríkjunum. Curtiss-verksmiðjurnar i Bandaríkjunum eru byrjaðar framleiðslu á flugvélum, sem taldar eru sérstaklega heppileg- ar til flutninga milli Indlands og Kína. Telur verksmiðjan, að 21 slílc flugvél geti séð um alla þá flutninga, sem 4500 vörubílar sáu um eflir Burmabrautiuni, með þvi að liver þeirra fari þrjár ferðir á dag. alla fram, en vinni þó ekkert á. Aætla Rússar að þeir hafi fellt um 15.000 foringja og óbrevtta hermenn af Þjóðverjum undan- farna þrjá daga. Herstjórnartilkynning Þjóð- verja skýrir frá því, að stór- skotalið þeirra og flugvélar vinni markvisst að því, að mylju virkjaliringinn umhverfis borg- ina, en jafnframt sé haldið uppi loftárásum á mikilvæga staði i henni sjálfri og liöfnina. Halda Þjóðverjar þvi fram, að Sebasto- pol muni vera ein bezt víggirta borg í heimi og megi lílcja virkj- unum umhverfis liana við Maginot-línuna, en þar við bæt- ist að landslag þarna er afar hentugt til varnar. Umhverfi borgarinnar er fjöllótt og mikið hliðin er 50 m. á breidd, en breidd kirkjunnar sjálfrar er 20 m. Lengdin er 70 m. Vegghæð 18 m. Neðst í öðrum boganum frá turninum er áætlað að hafa kapellu, sem tekur um 300 manns, og verður hægt að bygg'ja þennan liluta sérstalc- lega og taka til notkunar, áður en kirkjan er fullbúin sjálf. í hinum,boganum \erða skrifstof- ur presta og þ. h. Kirkjulíkau þetta verður til sýnis í sýningar- glugga Jóns Björnssonar næstu daga og getur fólk betur gert ser í hugarlund fyrirkomulagið, ef það sér líkanið sjálft. „Fyrir 8—10 árum,“ sagði biskup, „byrjaði sóknarnefnd dómkirkjunnar að athuga möguleikana fyrir þvi, að reisa nýja kirkju hér i Rvík, þvi nefndin sá, að nauðsyn rak til þess, þar eð sí og æ fjölgaði fólki hér í bænum. Var þá látin fara fram samkeppni um beztu uppdrætti að fyrirhugaðri kirkju, en eftir nákvæma athug- un var ákveðið -að taka ekkert af þeim teikningum, sem bárust og snéri nefndin sér þá til ríkis- 1 stjórnarinnar og fór þess á leit, að próf. Guðjón Samúelsson væri fenginn til þess að gera uppdrátt að kirkjubyggingunni. Fyrir þremur árum hyrjaði húsameistari á þessu verki og er því nú lokið. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju byrjaði nú á því, að afla fjár til kirkjunnar og eru nú hátt á 3. hundrað þús. krónur i sjóði. Af þessum 300 þús. kr. eru 166 þús. kr. frá rikinu, sem Hallgríms- kirkja fékk, er skipting presta- kalla fór fram hér i Rvik árið 1940.“ Bisktip sagði ennfremur: „Það þarf mikið átak til þess að fá allt fé, er þarf til bygg- ingarinnar, því áætlað er, að hún muni kosta um, 2 milljónir króna. Kirkja þessi verður eign Frh. á 3. síðu. af giljum og gljúfrum, sem mynda ágæt skilyrði til varnar. Sóknin, sem, Rússar skýrðu frá i fyrrakveld að væri hafin af Þjóðverja liálfu hjá Khar- kov, heldur áfram, þótt ekki verði enn sagt liversu víðtæk hún er. Hallast margir að því, að Þjóðverjar ætli bara að bæta aðstöðu sína þarna, sem hafði versnað þar við sókn Timo- shenkos.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.