Vísir - 12.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 12.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR Stmi 2339. Þar liggur Jkjörskrá frammi, athugid hvort þér eruð á kjörskrá. Kærufrestur er útrunninn 13. júní. Látiö skrifstofuna vita um það fólk, sem er farid burt úr bænum Simi 233®. Nordahl Grieg segir frá: Styrjöldin hefir sýnt það bezta, sem með Norðmönn- um býr---------og það versta Einn hinna þekktustu Norðmanna, sem nú eru uppi, rithöf- undurinn Nordahl Grieg, átti tal við blaðamenn drykk- langa stund í gær. Kom hann hingað í byrjun vikunnar og mun dvelja hér nokkra hríð. Meðan hann dvelur hér mun hann ferðast um landið, lesa upp fyrir norska sjómenn og aðra Norð- menn búsetta hér og ef til vill mun hann lesa upp fyrir íslendinga Nordahl Grieg hafði verið í hernum um Iiríð, þegar Þjóð- verjar gerðu innrásina í landið. , Tók liann þátt í bardögum gegn ; þeim, en vann auk þess að því, að koma gulli Noregsbanka úr landi. Var hér um 250 milljónir að ræða og af því náðu Þjóð- verjar aðeins í 116 kr. virði! Nordahl Grieg fór til Bret- lands á herskipi og nokkuru síð- ar urðu Norðmenn að liætta vopnaðri mótspyrnu í landinu sjálfu. Síðán hafa Norðmenn flúið þaðan hundruðum sam- an á allskonar farkosti, jafnvel á eintrjáningsbátum (kano). Þeir hafa hvað eftir annað lagt út á hafið í lélegum fleytum, sem víkingarnir í fornöld hefði ekki komið til hugar að nota. Til Sviþjóðar hafa líka margir leitað, enda þótt strangar gætur sé liafðar á landamærunum. í Noregi hefir það komið i Ijós, að ýmsir frægir menn eða afkomendur f rægra manna hafa gerzt ættlerar. Þannig er t. d. um Erling Björnson, Knut Ham- sun o. fl. Skoðanir Hamsuns er ekki hægt að kenna því, að hann sé genginn í barndóm. Hann er sonur skósmiðs Pedersen að nafni og með þvi að taka sér nýtt nafn liefir hann ætlað að segja alveg slcilið við fortíðina, til þess að ekkert geli varpað skugga á nafn það, sem hann nú ber. Hinsvegar er Sigrid Undset hið fegursta dæmi nútimans um móðir sögualdarinnar, sem lét ekki bugast við missi sonarins, heldur sór þess dýran eið að hefna harma sinna. Flestir blaðamanna hafa ann- að hvort misst atvinnu sina eða verið hnepptir i varðhald. Norsk blöð bera þess merki, að Quisl- ingar liafa úr litlu að velja, því að þau eru ótrúlega illa skrifuð. Þau, eins og svo margt annað bera þess merki, að stríðið hefir bæði kallað fram það auðvirði- legasta í fari þjóðarinnar, og það göfugasta og hetjulegasta, sem aðeins lætur á sér bæra í eldskírn mikilla umbrota. Quisling sjálfur er gáfaður maður, hann er afburða mála- maður og var námsmaður góð- ur, en hann hefir aldrei hugsað sjálfstæða liugsun. Hann er hörmulegur ræðumaður og þjáist af ofsóknarótta. Áhangendur hans verða æ færri og færri, svo að bein stjórn landsins færist með hverri viku meira í hendur Þjóðverja, sem hafa frá öndverðu gefið skipan- irnar, þótt jieir liafi jafnan liaft Norðmenn til að framkvæma þær. Norsk leiklist liggur niðri, því að þótt nokkrir leikarar starfi, þá kemur Norðmönnum ekki til hugar að horfa á verk góðskálda sinna, Björnson og Ibsens, með kúgurum sínum. Þeir vilja ekki njöta andagiftar þeirra við hlið fjandmanna sinna. Starf Nordahls Griegs í þessu stríði hefir það i för með sér að hann ferðast meðal norskra sjó- manna, flugmanna og annarra hermanna. Hann kann frá hiörgu að segja um dugnað þessara manna og afrek þeirra í þágu bandamanna, þótt eigi sé hægt að telja það hér. Að lokum skýrði Nordahl Grieg frá því, að vænta mætti kvæðasafns eftir hann með haustinu og vonandi yrði það síðasta styrjaldarhaustið. Dæmdur í 3ja sinn fyrir þjófnað. í morgun var kveðinn upp dómur í aukarétti Reykjavíkur yfir Andrési nokkrum Eiríks- syni er gerzt íiafði brotlegur um þjófnað í þriðja skipti á ævinni. Hafði hann að þessu sinni stolið 100 krónum í veski og var fyrir bragðið dæmdur í 4 mánaða fangelsi og auk þess sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og almennra kosninga. Málavextir voru þeir, að þann 21. marz s. 1. fór Andrés Eiríks- son sjómaður um borð í vélbát- inn „Frekjuna“, og segist liafa farið þangað með það fyrir aug- um að fá skiprúm, sem hann þó kvaðst ekki hafa fengið. .. Á meðan hann var staddur um borð i Frekjunni, var hann einn nokkra stund í hásetaklefa skipsins og sá þá peningaveski á borðinu, sem hann stakk á sig og fór með í land. I veskinu voru 100 krónur i peningum. Daginn eftir komst þjófnaðurinn upp, og var Andrés þá ekki búinn að eyða peningunum. Fyrir þennan þjófnað hlaut Andrés 4 mánaða fangelsi og svipting kosningarréttar og kjörgengis. Þess her að geta að Andrés liefir tvisvar áður verið dæmdur fyrir þjófnað, í fyrra skiptið 1939, er hann var dæmd- ur í 60 daga fangelsi skilorðs- bundið, og í seinna skiptið árið 1941, er liann fékk 6 mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Góð og ódýr til sölu. Heimkeyrt. Fiskkassagerðin. Sími: 4483. Vðrabill til sölu, Ford, model 1931, í góðu standi. Til sýnis í Shell- portinu við Lækjargötu kl. 7—9 í kvöld. > •<jpwn*,v :JÍ^\ VERZLUNIN SAMKVÆMIS- RJÓLAEFNi NÝKOMIÐ ^íokkra verkamenn vantar í vinnu fyrir utan bæinn. Góð aðbúð, bæði fæði og húsnæði. — Uppl. i síma 5592. 42 itndentar ntikríf' nðnst í dag. í dag var Menntakólanum í Reykjavík sagt upp. 42 nýir stúd- entar útskrifuðust, 27 í máladeild (þar af 2 utanskólanemendur) og 15 í stærðfræðideild (þar af 2 utanskóla). Hæsta einkunn hlaut Jón Löve úr stærðfræðideild, I. ágætiseinkunn 9.17 stig. í máladeild fengu tveir nemendur I. ágætiseinkunn, þeir Vilhjálmur Þorl. Bjarnar 9.12 stig og Guðmundur Ásmundsson 9.00 stig.- í dag færðu 25 ára stúdentar menntaskólanum Steinway- píanó að gjöf, 6 þús. kr. virði. Ákveðið mun verða að hljóð- færið verði geymt í menntaskólaselinu. Máladeild (Skólanemendur) : Ása María Þórhallsdóttir, Birgir Möl- ler, Gísli Einarsson, Gísli Símonar- son, Guðbjörg Magnúsdóttir, Guð- mundur Ásmundsson, Guðrún HALLGRÍMSKIRKJA. Frh. af 1. síðu. allra landsmanna, hvaða stétt eða flokki, sem þeir tilheyra. Menn verða að athuga það, að bygging þessi er gerð fvrir fram- tíðina, engu siður en oklcur sjálf og hún á að verða áhrifaríkur þáttur í menningu þjóðarheild- arinnar, því hér er um mikið og fagurt listaverk að ræða.“ * Ekki leikur neinn vafi á því, að allur þorri landsmanna gerir sér ljósa grein fyrir því, að hér er um að ræða eitthvert stærsta menningarmál íslenzku þjóðar- innar fyrr og síðar, og nauðsyn- legt er, að ekkert mannsbarn láti undir liöfuð leggjast að leggja þar stein í vegginn. Flestar menningarþjóðir heims eiga fagrar kirkjubygg- ingar frá liðinni tíð, sem geyma minningu um trúrækni horfinna kynslóða. Vér íslendingar höf- um ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú, að reisa komandi kynslóðum óbrotlegan minnis- varða um trúrækni okkar, en nú er tækifærið ltomið, og ef eg þekki íslendinga rétt, láta þeir það eklci ónotað. Eg er þess full- viss, að hver og einn einasti Is- lendingur leggur sig fram til þess að styðja þennan fagra og göfuga málstað. G. Ein. Thorarensen, Halla Bergs, Haukur Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónsson, Jónas Árnason, Jónas Bjarnason, Kjartan GuÖjónsson, Kristín Guð- mundsdóttir, Lilja Petersen, Páll Ásg. Tryggvason, Pálmi Jónsson, Ragnheiður Árnadóttir, Ragnhild- 1 ur Ingibergsdóttir, Sigurður Bald- ursson, Stefán Haraldsson, Vil- hjálmur Þorl. Bjarnar, Yngi Ólafs- son, Þórhallur Einarsson, Þórhall- ur Halldórsson. (Utanskólanem- endur) : Guðjón Hólrn', Unnsteinn Stefánsson. Stœrðfrœðideild (Skólanemend- ur): Björn Kalman, Einar H. Árnason, Elsa I. S. Eiríksson, Frið- rik Friðriksson, Garðar P. Jónsson, Gunnar Kr. Bergsteinsson, Gunnar Eggertsson, Ingibjörg Þorkelsdótt- ir, Jón Löve, Júlíus Guðmundsson, Kristinn Baldursson, Snorri Jóns- son, Viggó Maack. (Utanskólanem- endur) : Eyjólfur Jónsson, Harald- ur Árnason. Hallgrímskirkja í Reykjavík. „Hin almenna fjársöfnunar- nefnd" kirkjunnar, biður þess get- ið að gjöfum til kirkjunnar sé veitt inóttaka daglega frá kl. i—6 e. h. á skrifstofu Hjartar Hanssonar í Bankastr. II, sími 4361. Áheit á Strandarkirkju,, afh. Vísi: 5 kr. frá A. Þ. 5 kr. frá G. Þ. 5 kr. frá G. Þ. 2 kr. frá Oddi, 10 kr. frá M. í. 5 kr. frá G. Þ. 2 kr. frá Þ. B. Til ekkjunnar með börnin sex, afhent Vísi: 10 kr. (áheit) frá Guðrúnu. 15 kr. (áheit) frá „17“. 10 kr. frá Áslaugu.og Bjössa. 15 kr. (áheit) frá ónefndri. Noregs-söfnunin. Vísi hafa borizt til Noregs-söfn- unarinnar 1000 kr. frá Þvottahús- inu Drífa. FIX Kjólaverzlun — Saumastofa opnar í dag Garðastræfi 2 (húsi Jóns Fannberg 2 hæð) SELJUM ALLSKONAR MODELKJÓLA SVO SEM: Eftirmiðdagskj óla Kvöldkjóla Ballkjóla Kjóldpagtii* ENNFREMUR: BIússup V Pils Morgunsloppa Sumapkjóla á telpup XJndiFfót Handprjónaðar svefn- treyjur o.fl. KJðlaverzlunin FIX Garðastræti 2. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL Tveir tekkgiuggar glerlausir, töpuðust af bifreið frá Hafnarfirði til Reykjavikur s. 1. laugardagsmorgun. Mjög há fundar- laun verða greidd. Nmjörlíkiss'crðÍD Ljömi Sími: 2093. V erkamenn Okkur vantar nokkura menn til ýmissa starfa í síld- arverksmiðjunni á Djúpavík, um tveggja mánaða tíma. Upplýsingar í síma 2895 í Reykjavik og hjá Guðmundi Guðjónssyni, Djúpavík. H.f. Djnpavik Lantar sendisvein og lagermann jvpanuflr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.