Vísir - 19.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1942, Blaðsíða 2
V I S i R VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsraiðjan h.f. Komi hroki, — kemur smán JJÉR í blaðinu birtist í <lag lít- ilsliáttar rainmaklausa, sem liefir inni að lialda nokkur á- varpsorð til framsoknarmanna frá tryggum flokksmanni í dreifbýlinu. Þar kemst hanu að vonum að þeirri niðurstöðu, að frammámenn Framsóknar séu slikir eindæma garpar, að ekki liafi fundizt frá alda öðli aðrir eins andans höfðingjar í einum og sama flokki. Ekki skortir á hugsjónirnar og fórnfýsina, föðurlandsástina, sparsemina né spekina í fjármálunum. Allt er þetta á eina bókina lært. Um það getur þessi hrópandans rödd vitnað, — hlutaðeigandi lcveðst liafa þelckú þessa menn frá því árið 1934. Það er út af fyrir sig athygl- isvert, að maður þessi kynnist afreksmönnunum fyrst árið 1934, en fylgist síðan nákvæm- lega með framferði þeirra og afrekum, og kemst svo að þeirri niðurstöðu, sem rammaklausan sýnir. Það vill svo einkennilega til, að segja má, að Framsókn hafi staðið á liátindi frægðar sinnar hið ofangreinda ár, en úr því fer flokknum að hraka, ekki aðeins að völdum, heldur og að áliti og fylgi. Flokkurinn á i basli þrátt fyrir stjórnarsetu, fjárhag þjoðarinnar hrakar frá ári til árs, og segja má, að hann liafi lifað þólitlskum kreppulán- um og skuldaskilum, þar til er þjóðstjórnin blessuð var mynd- uð. En hvað var að gerast, er svo var komið málum. Ekkert annað en það, að Framsókn hafði gefizt upp, — treysti sér ekki til að ráða fram úr því ó- efni, sem í var komið, eftir margra ára stjórn flokksins með vinstra stuðningi. Formað- ur flokksins lýsti þessu af mik- illi andagift i mörgum Tíma- greinum, — langhundum og mjóhundum, — og hvatti ein- dregið til þess, að horfið yrði í framtiðinni að öðrum ráðum en þeim, sem Framsókn hafði gripið til og talið horfa til bjarg- ráða meðan flokkurinn bylti sér í völdunum i flatsænginni hjá Alþýðuflokknum. Það er viðurkennt af öllum, sem nálægt stjórnmálum hafa komið, að þjóðstjómin hafi ýmsu góðu til vegar komið og mörgum vandræðum forðað. Ekki ber að þakka það fulltrú- um Framsóknar öðrum frekar, en hinsvegar skal viðurkennt, að þeir hurfu í ýmsu að ráðum sjálfstæðismanna, og höfðu við þá urn skeið allgóða samvinnu. Fyrir þetta eiga þeir lof skilið og annað ekki. En ekki var löngu láni fyrir að fara. Framsóknar- menn töldu heppilegt að efna til kosninga, og þá duttu andlitin af þeim og þakleki tók að gera vart við sig hjá þjóðstjórninni. Þar höfðu fulltrúar Framsókn- ar ekki vizkuna fyrir framan sig, en augu þeirra voru úti á heimsenda, enda töldu þeir nú, að svo mjög hefði hækkað hag- ur þeirra í samvinnunni, að ó- hætt væri að efna til harðvít- ugra deilna og átaka, sem ávallt eru kosningum samfara. Vel hefði Framsókn mátt minnast þess, að erfiðara er að ávinna svikinn bróður en að vinna rammbyggða borg, en á jjeim árunum, er flokkurinn réð mestu um stjórnarfarið, liafði Iiann stöðugt verið að svíkja þjóðina, —- ekki einstaklinga, ekki einstakar stéttir, beldur þjóðina alla. Þetta játaði for- maðurinn í þjóðstjórnargrein- um sínum, svo seirt flestir kann- ast við. Drambsemi er undanfari tor- tímingar og oflæti veit á fall. Formaður Framsóknarflokks- ins, hefir í tíma og ótíma, með hjálp eigin og annarra reynt að Iæða því inn hjá þjóðinni, að bann væri arftaki Jóns Sigurðs- sonar, eða jafnvel sú þjóðfræga persóna endurborin, — er þá Hermann Jónasson væntanlega Skúli fógeti, en Eysteinn getur nú aldrei orðið meiri en Jón tíkargjóla, er brækti hraustlega og kvað sjóinn nógan til að synda i, þótt liann kynni ekki að synda og væri kominn að drukknun. Allir hinir eru vafa- laust miklir menn líka og þetta hafa þeir sagt marininum í dreifbýlinu. Hann liefir trúað á endurfæðingu eins og Þorberg- ur og Grétar Fells, og talið allt rétt eða skynsamlegt, sem lion- um var sagt uin endurfæddu mennina. Út frá því hjartalagi ritar hann svo greinina. Slíkt hjartalag er sagt að hafi birzt ljósast í skóla einum. Þar áttu nemendurnir að greiða atkvæði um hver væri mesti maður ver- aldar. Jesús Kristur fékk nokk- ur atkvæði, en Jónas Jónsson miklu fleiri. Framsóknarmenn mega vel muna liið fornkveðna: Komi Iiroki, — kemur smán. Þeir þurfa lieldur ekki lengi að bíða. Kosningar fara senn fram. Kjósendur í dreifbýlinu munu snúa baki við oflátungunum, og þótt Framsókn virðist vegurinn greiðfær, endar liann þó á hel- slóðum. Reykvikingar munu fyrir sitt Ieyti setja X við D- listann. Aðalfundur Prestafélags íslands verður haldinn í Háskólanum á morgunn, og hefst kl. 9.30 f. h. með guðsþjónustu í kapellunni. Síra Bergur Björnsson, prestur í Stafholti, mun stíga i stólinn. Auk ýmsra félagsmála verður rætt um eflingu kristindóms- fræðslunnar, og mim síra Hálf- idan Helgason, prófastur að Mosfelli, verða framsögumaður. Fundinum mun ljúka með kvöldbænum í kapellunni, og talar við þær síra Jóhann Briem, prestur að Melstað. Aðalfandor Stefnis., Stefriir, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, hélt aðal- fund í gærkveldi, fór þar fram stjómarkosning o. fl. í stjórn voru kosnir Karl Auð- unsson formaður, en meðstjórn- endur þeir Eggert ísaksson, Lár- us Sigurðsson, Guðmundur Guð- mundsson og Helgi Kristjáns- son. Á fundinum mætti frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði, Þorleifur Jónsson, og flutti hann Jtarlegt erindi um s tj órnmálaviðhorf ið. Slökkt í gróðureldi. Eftir helgina varÖ vart við eld í mosa á Bolaöldum, sem liggja norð- anvert við Vífilfell. Fór stjórnar- ráðið fram á það við lögregluna í Hafnarfirði, þar sem landsvæði þetta liggur undir Árnessýslu, að hún léti slökkva í eldinum, og var það gert í fyrrakvöld. Prestastefnan ígær Eftir guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 1, sem frá var sag[t í Vísi í gær, hófst prestastefnan kl. 3.30 með guð- ræknisathöfn í kapellu Háskólans, þar sem Sigurgeir Biskup flutti bæn og sálmar voru sungnir. Siðan var gengið til fundar í keimslusal guðfræðideildar. Er þar með afbrigðum bjartur og vistlegur fundarstaður, og vekja þar mesta athygli vatnslita- myndir dr. theol. Magnúsar | Jónssonar frá Palestínu, sem þekja langvegg salarins gegnt gluggum. Biskup setti fundinn og kvad'di til fundarritara þá Frið- rik A. Friðriksson prófast og sr. Jón Thorarensen. Biskup flutti í fundarbyrjun innilegt og livetjandi ávarp til prestanna, og er ekki unnt að birta nema örfá atriði þess hér. Eftir nokkur inngangsorð sagði biskup m. a.: „Kirkja Jesú Krists á í nútímanum mörg verkefni og stór. Það er ekki að ástæðulausu, að mikils er af henni vænzt og liáar kröfur gjörðar til hennar. Á andlegri forystu liennar veltur nú meira en nokkru sinni áður, þegar ógn- ir styrjaldarinnar umturna öllu, ekki aðeins hinum ytri verð- mætum, lieldur einnig hugsun- arhætti og lifsskoðunum mill- jóna manna.......Sú lífsskoð- un og stefna í menningarmál- um, sem kristnir menn liafa tal- ið hina einu réttu og miðar að því að skapa frið, frelsi og far- sæld á jörðu, getur vissulega orðið hart úti i hinum mikla hildarleik .... Að ófriðnum mikla loknum þarf kirkjan að vera á verði .. Hvaða stefnur og straumar verða sterkastir í þjóðlífinu að styrjöldinni lokinni? Hvert mun hin vestræna menning stefna? .... Nútímamaðurinn gleymdi hollráðum feðranna, kristinna forfeðra, sem vildu láta kom- andi kynslóð byggja á bjargi kristindómsins .... Ef vel á að fara, .... verðum vér að safnast um þann „leið- toga í daganna þraut“, sem að- eins hefir andlega heill mann- kynsins í huga. Kristur einn er vegurinn. Kirkjan verður að láta þjóð- félagsmálin til sin taka .... Hinir þjóðfélagslegu leiðtogar þurfa að verða betur kristnir, eins og prestarnir hins vegar eiga að stanida fastari fótum að jörðunni í starfinu fyrir þetta lif .... Boðberar kristindóms- ins þyrftu á vorum dögum að tala sterkari raustu, en ef til vill nokkru sinni fyrr siðan daga frumkristninnar, af þvi að hætt- an er svo auðsæ, einnig á voru Iandi. Féhyggjan heimtar meira rúm í hugum manna en nokkru sinni áður .... Þetta eru ekki dagar hugsjónanna, hinna göf- ugu, háu hugsjóna .... Ófrið- urinn .... er ekki ráðsályktun Guðs. Ófriðurinn er ráð mann- anna — mannaverk að öllu leyti .... Sagan sýnir það ljóslega, að mannkynið þráir alltaf betri tima .... Á vorum dögum á kristindómurinn hið mikla verk- efni, að breyta hugarfari mennt- aðra heimshyggjumanna, sem hlifast ekki við að kveikja elda styrjaldar, sem loga um allan heim......Kirkjan, Kristur — hefir frá öndverðu haft lausn málanna í sinni hendi. Það er andi hans einn, sem getur breyft eigingirninni í fórnfýsi, harðúð í miskunnsemi, styrjöldinni í sátt og frið. En kirkjan er snið- gengin af meginþorra manna. Þeir elta aðra foringja og heill- ast af þeim .... Og svo eru kristnir menn sjálfum sér sund- urþykkir, karpa um trúfræði- stefnur og vega og meta sálu- hjálparmöguleika hver annars. Enskur pródikari hefir talað á þá leið, að trúarinnar skuli krefjast í anda orða Krists: Fylgið mér. Það var boðið um að fylgja honum veg lífsins, eins og liann gekk liann .... Nú þrá allir frið. En að þrá frið er í raun og veru að þrá kristin- dóm. Friður og þjóðfélagslegt réttlæti fæst aldrei í þessum lieimi án grimdvallarkenninga kristindómsins .... Þá fyrst er varanlegur friður fenginn, er mannkynið liefir eignazt skiln- ing á því, að það or ein fjöl- skylda, sem á einnig sama föð- ur — himneskan föður .... é .... Þegar vér horfum fram, þá er oss öllum eitt jafn Ijóst: Það er mikil þörf fyrir starf ís- lenzku kirkjunnar, sérstaklega meðal þeirrar kynslóðar, sem er að vaxa upp, ganga inn í þenn- an einkennilega lieim, þar sem sólin skín og regnið fellur til jarðar, en styrjaldir geisa og sorgin hýr. Yér vitum allir, að kirkjan er enn stríðandi og líð- andi kirkja .... Vér hiðjum Guð að líkna blindri veröld. Vér sjáum ekki hvað framundan er, vitum ekk- ert, hvað híður heimsins. En vér sjáum mynd Krists — sjáum hann í anda — og erum reiðu- búnir til þess að vinna fyrir ís- lenzku þjóðina í andalians,þjóð- frelsi liennar, tungu hennar og þjóðérni, fyrir trú liennar, þá trú, sem á siguraflið til að sigra lieiminn. Guð blessi kirkju íslands og alla þjóna hennar.“ Því næst flutti biskup skýrslu um kirkjulega viðburði og störf kirkjunnar á liðnu ári. Fyrst var minnzt látinna sam- herja, þeirra dr. Jóns Helgason- ar biskups, sr. Páls Hj. Jónsson- ar prófasts, sr. Sveins Guð- mundssonar og sr. Þorsteins Ástráðssonar, svo og látinna prestkvenna. Þessir prestar höfðu látið af embætti á árinu: Sr. Vigfús Þórðarson, sr. Sveinn Víkingur, sem verður skrifstofustjóri biskups, og sr. Magnús Már Lár- usson, sem gjörðist kennari á Akureyri. Prófastar höfðu verið skipað- ir á árinu: Sr. Jón Ólafsson i Holti fyrir V.-lsafj. prófasts- dæmi og sr. Þórður Oddgeirs- son fyrir Norður-Þingeyjarpró- fastsdæmi. Tveir prestar höfðu verið vígðir: Sr. Finnbogi Kristjáns- son til Staðar í Aðalvik, og sr. Jóhannes Pálmason til Staðar í Súgandafirði. — Óveitt presta- köll eru sem stendur 18. Þá minntist biskup merkis- afmæla: sjötugsafmælis sr. Friðriks Hallgrimssonar dóm- prófasts, sextugsafmælis dr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups, svo og fimmtugsafmæla þriggja yngri presta. Þá skýrði biskup frá kirkju- byggingarmálum í Reykjavík og utan Rvíkur, málum presta- stéttarinnar á Alþingi, starfi söngmálastjóra þj óðkirkjunnar, störfum kirkjuráðs, lögum, sem kirkjuna varða, bókaútgáfu og blaða, Prestafélags- og deilda- fundum, starfi sálmabókar- nefndar, sem nú er mjög áleiðis komið, vísitazíuferð síðastliðið sumar o. fl. Eftir tillögu biskups var ám- aðarkveðja send norsku kirkj- unni. Ennfremur var kveðja send biskupsfrú Marie Helgason. Lagðar voru fram skýrslur um messugjörðir og altaris- göngur svo og skýrslur prest- ekknasjóðs m. m. Urðu nökkrar umræður í sambandi við skýrsl- ur þessar. Kl. (i flutti dómprófastur sr. Fr. Hallgrímsson framsöguer- indi um efnið: Hvað kallar mest að í starfi kirkjunnar? Var er- ! indið athyglisvert og vakti þeg- ar fjörugar umræður, sem héldu áfram til kl. 7. Þá var fundið frestað, en áður kosnir i nefnd til að íhuga málið fyrir ! framhaldsumræður á morgun, þeir sr. Friðrik Hallgrímsson, sr. Erlendur Þórðarson og sr. Magnús Guðmundsson. j Kl. 8V2 flutti sr. Árni Sigurðs- son erindi fyrir almenning í Dómkirkjunni og nefndi liann það: Hvar er hjartað? Erindið ! var byggt á kafla úr fjallræð- unni, Matt. 6, 19—21. Erindinu var útvarpað. Haukar unnu Fimleikafélag Hafnarfjarðar í 2. flokki, Vormót knattspymufélag- anna í Hafnarfirði hélt áfram. í gærkveldi og kepptu þá 2. fl. Hauka við 2. fl. Fimleikafélags Hafnarf jarðar, er lauk með sigri Hauka, 1:0. Er þar með lokið fyrri um- ferðinni í öllum flokkum. Keppa félögin aðra umferð, og ef að það félagið, sem tapað hefir í fjTri umferðinni, vinnur í þeirri seinni, verður keppt í 3ja sinn til úrslita. Hafa Haukar unnið í öllum flokkum í fyrri umferðinni. Fjórir lyfjafræöingar á förum tíl Ameríku. Fjórir ungir lyfjafræðingar hér í bænum eru væntanlega á förum úr landi til Pénrisylvan- iuháskólans í Philadelphia í Pennsylvania, og hafa þeir í huga að stunda þar framhalds- nám í lyfjafræði. Lyfjafræðingar þessir eru Sig- urður Magnússon, Kjartan Jónsson, Sigurður Ólafsson og Matthías Ingibergsson. Vísir náði sem snöggvast tali af Sig. Magnússyni í morgun og spurði hann um fyrirætlanir þeirra félaga í þessum málum. Sagði Sigurður, að Lúðvík Guð- mundsson skólastjóri hefði tek- ið það að sér fyrir þá að senda umsókn til háskólans í Phila- delphia og sækja um setuleyfi fyrir þá félaga. Bjóst Sigurður við, að um- sóknarbeiðnin væri um það leyti að fara af stað og má vænta svars innan skamms tíma. — Hversu langur er náms- tíminn? spyrjum vér. — Þetta verður tveggja ára nám, sem við höfum í hyggju að stunda þarna, sagði Sigurður, en Iyf jafræðingaskólinn hér hef- ir ekki viljað viðurkenna þetta nám ennþá, vegna þess, að engin vissa er fengin fyrir því enn, að þessi liáskóli sé á borð við danska lyfjafræðingaskóla, sem liafa hingað til verið aðal lær- dómssetur íslenzkra stúdenta i þessum efnum. Þá sagði Sigurður, að þeir fé- lagar hefðu farið fram á það við kennslumálaráðuneytið, að það mælti með þvi við menntamála- ráð, að þeir fengju styrk til þessa framhaldsnáms, eins og aðrir stúdentar, sem eru við nám í Ameriku. Má búast við að þeir fái þenn- an styrk, og er ekkrnema sann- gjarnt. Myndin, sem birt var í blaðinu í gær af þeim Mr. Mac Veagh sendiherra og Magnúsi Jónssyni atvinnumála- ráðherra, var tekin af „U. S. Army Signal Corps“. Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, simi 2714. — Næturvörður í Ing- óls apóteki. Tilkynning Ungbarnavernd Líknar w opin þriðjudaga og föstudaga kl. 3,15—4 til 1. ágúst fyrir börn, sem liafa haft kíghósta. Bóluselning barna gegn barnaveiki fellur niður frá þriðjudeginum 24. þ. m. — Rö§k síillka óskast í Skíðaskálann í Hveradölum strax. —- Uppl. í síma 1979 og í Skíðaskálan- um. — r7r;i|diS »1* © 1*« hleður til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka i dag. 12000.00 kr. lán óskast gegn góðri tryggingu. Borgast með 700 kr. mánað- ar afborgun. Tilboð óskast send afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld, merkt: „Þagmælska“. Sendisvein vantar nú þegar Hitabrúsar... Kr. 6.30 mmm Klapparstíg 30. Sími 1884. MYNDARLEGA stúlku vantar í eldhúsið á Vífils- stöðum. Uppl. hjá ráðskon- unni. — Sími 5611. Fólksbifreið Fimm manna drossia til sýnis og sölu við Shellportið, Vesturgötu 2, frá kl. 7 til 8 i kvöld. Peysnfataefni og allt til peysufata bezt og ódýrast i verzlun Guðbj. Bergþórsdóttur Öldugötu 29. — Sími 4199.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.