Vísir


Vísir - 22.06.1942, Qupperneq 1

Vísir - 22.06.1942, Qupperneq 1
Ritstjórl Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla Reykjavík, mánudaginn 22. júní 1942. 116. tbl. A ráð§tefnu í Bandaríkjunum. Myndin er af Sir Álan Fran- cis Brooke, yfirhersliöfðingja Breta, sem nú er staddur í Vesl- urheimi. Hann er talinn slyng- asti sérfræðingur Breta í véla- liernaði. »Rússar eiga heimtingu á Sókn til Berlinar. Sir Stafford Cripps, Beaver- brook lávarður og Bevin verka- málaráðherra hafa haldið ræður til að minnast þess, að ár er nú liðið síðan Rússar lentu í styrj- öldinni. Beaverbrook talaði i Birm- ingham í gær. Sagði hann m. a., að ef Þjóðverjar hefði brotið Rússa á bak aftur á síðasta ári, þá mundi innrás í Bretland standa yfir nú. Rússar eigi því heimtingu á að fá allt, sem þá vanhagar um hjá bandamönn- um sinum og til þess að hjálpa þeim og skapa aðrar vígstöðvar væri nú unnið dag og nótt i verk- smiðjum Bretlands. Cripps hélt sína ræðu i Lon- don á laugardag. Hann sagði, að sá dagur nálgaðist nú óðum, er gerð yrði árás á Þjóðverja úr vestri og þá mætti ekki létta sókninni fyrr en komið væri til Berlínar. Bevin sagði í útvarpsræðu, að þegar að þvi kæmi, að styrjöldin yrði á enda kljáð og hafizt yrði handa um að skapa nýjan og. hetri heim, mundu þær þjóðir sitja við háhorðið, sem hefði barizt fyrir honum, en ekki þær, sem hefði ekki tekið afstöðu til baráttunnar eða veitt möndul- veldunum lið. lapanir á Kiska Herstjórn Bandaríkjanna til- kynnir, að japanskt beitiskip hafi laskazt og flutningaskip sokkið í .loftárás amerískra flugvéla á bækistöð Japana á 'Kiskaey í Aleut-keðjunni. Veður hefir skánað á þessum slóðum og því hægt að halda á- fram hemaðaraðgerðum á hækistöð Japana þarna. Fyrst eftir að þeir réðust á land tókst að halda uppi á ársum,. en síðan varð að hætta þeim aftur vegna veðurs. Japanir hafa komið sér upp tjaldborg á Kiska og reisa bráðabirgðabyggingar í miiklum flýti. Kiska er tæpl. 1000 km. fyrir vestan Dutch Harbor og um 1100 km. frá meginlandi Ame- i’íku. Tobruk fallin, en Sebastopol verst. Fyrsta álilaup iiiöndiil- her|anna bar tilætlaðan árangnr. obruk féll í gærmorgun, eftir eins dags ákafa árás möndulherj- anna, sem var „með fullkomlega þýzku sniði“, að því er sagt var í tilkynn- ingum frá Ivairo í gær. Það var fyrst til- kynnt í London í morgun, að Tobruk væri faliin, en þá liafði ekkert heyrzt frá hersveitunum þar í heilan sólarhring. Hafa Bretar því ekkert „horn í síðu“ Rommels og hann getur einbeitt kröftum sínum að sókn austur yfir landamæri Egiptalands og í áttina til Suez-skurðarins. - Samkvæmt tilkynningum Bommels i gær gafst setuliðið í Tobruk upp kl. 7 í gærmorgim, en daginn áður bafði hann sent hersveitir sínar til árásar á virkið frá suðaustri. Tókst þeim að rjúfa varnirnar og koma sér fyrir innan þeirra, en þá var brezkur liershöfðingi sendur fram til þess að bjóða uppgjöf. Þjóðverjar lýsa töku Tobruk þannig, að þeir hafi rofið sam- band borgarinnar austur á bóg- inn þ. 19. og daginn eftir — þ. e. laugardag — hafi verið lagt til atlögu úr suðaustri með þeim árangri, að víggirðinarnar voru rofnar á 5 km. svæði og 12 virki tekin. Þegar svo var komið sáu Bretar sér þann kost vænstan, að gefast upp og var liðsforingi ! sendur með hvitan fána til að bjóða uppgjöf. Þýzka herstjórnin tilkynnir, að 25.000 fangar hafi verið tekn- ir í Tobruk, auk afarmikils her- fangs af allskonar hergögnum. í fregnum frá London er einnig talað um, að gera megi ráð fyrir því, að bandamenn liafi misst um 25.000 manna. Bretar skýra frá því, að á laugardag bafi verið gerð mikil loftárás á Tobruk, en þegar steypiflugvélamar bafi verið búnar að vinna hlutverk sitt, hafi skriðdrekar verið sendir fram í stórhópum og þeim hafi tekizt að rjúfa varnirnar þrátt fyrir vasklega vöm. Síðan fylgdi fótgönguliðið á eftir og gátu Þjóðverjar búizt um til þess að gera frekari áhlaup. Hafi Þjóð- verjar beitt öllum liðsafla sín- um á örmjóu svæði, eins og venja sé hjá þeim. I útvarpi á þýzku frá London er taka Tobruks talin fyrsti raunverulegi sigur Þjóðverja á þessu ári og hafi Bretar orðið fyrir tilfinnanlegu áfalli méð því að missa borgina. Eru her- málasérfræðingar í London með ýmsar bollaleggingar um það, bváð bafi orsakað það, að To- bruk félli nú á fyrsta degi, þeg- ar hún liafi staðizt 6 mánaða umsátur í fyrra. Telur einn or- sökina vera þá, að Þjóðverjar hafi verið svo miklu sterkari, að bandamenn liafi alls ekki getað staðizt þeim snúning, enda liafi aldrei verið lagt til svona ó- kveðinnar atlögu í fyrra. Banda- mönnum muni ekki hafa gefizt timi til að útbúa jarðsprengju- belti umhverfis borgina, sem sé bezla vörnin gegn skriðdrek- um. I slceyli frá U. P. í morgun segir, að óhug hafi slegið á al- menning í Bretlandi við þessa R úsiar liafa orðio að hörfa en, maonfall nækjendanna er úgurlegt. ið Sebastopol er sú breyting orðin, samkvæmt tilkynningu frá rúss- nesku herstjórninni, að Þjóð- verjar og Rúmenar hafa rekið fleyg inn í varnarkerfið og hafa verjendurnir orðið að hörfa undan á nokkurum kafla. Þjóð- verjar hafa sent aukið lið fram á vígvöll- inn, bæði stórskotalið og fótgöngulið og er hvert áhlaupið gert af öðru, án þess að skeytt sé um mannfall. En það, sem þeir vinna, er alls ekki í réttu hlutfalli við kostnaðinn, segja Rússar. I tilkynningum Þjóðverja segir, að eingöngu eitt strandvirki sé eftir norðan við borgina og hersveitir þeirra hafi þegar brotizt inn i það og megi því búast við að það faili bráðlega. Þá segjast þeir lika hafa tekið virkið Lenin, en áður var búið að taka Stalin, Molotov og Maxim Goi’ki, auk nokkurra eldri virkja. Aðalþungi þýzku sóknarinn- ar til Sebastopol er að norðan og sunnan, og horfur eru alvarleg- ar, að því er segir í Rauðu i stjörnunni, blaði lrersins. Ann- ars er lítið getið um nánari at- vik. Rússar segjast hafa upprætl fimm þýzkar herdeildir í þess- um bardögum og tvær rúm- enskar. Hrósa Þjóðverjar mjög rúmensku fjallahersveitunum, sem teflt er fram á Krimskaga. Þjóðverjar skýra frá því, að barizt sé i húsunum norðan við höfnina, en flutningaskipi hafi verið sökkt í höfninni og 8 flug- vélar Rússa skotnar niður yfir henni. Á einum stað segjast Þjóðverjar liafa tekið mikilvæga hæð, sem muni létta þeim frek- ari hernaðaraðgerðir, en þær gangi annars að óskum. Annarsstaðar frá Rússlandi eru litlar fréttir, en þó skýra Rússar frá því að viða hafi verið staðbundnir, harðir bardagar. Hafi Þjóðverjar reynt árangurs- laust að rjúfa varnir Rússa, en ekki tekizt. Einna harðastir hafa þessir bardagar verið austur af Kharkov, en þar segir Rauða stjarnan, að Rússar hafi eyði- lagt 100 skriðdreka á litlu svæði á einum degi. Herstjórn Rússa tilkynnir, að þeir hafi eyðilagt 264 þýzkar flugvélar, en misst 103 sjálfir í síðustu viku. Þá til- kynnir herstjórnin og, að kaf- bátar liafi komizt út úr Finn- landsflóa, þrátt fyrir kafbáta- girðingar og tundurduflabelti. Þýzki loftherinn hefir haldið uppi víðtækum árásum á flutn- ingakerfi Rússa og næturárás hefir verið gerð á Rostov við Donósa. Er mjög Iangt síðan næturárás hefir verið gerð á þá horg. Segja Þjóðverjar að víð- tælcir eldar liafi kviknað víða í borginni. Blað Hitlers „Völkisclier Beobachter", hefir ritað minn- ingargrein um eins árs styrjöld við Rússa. Þar segir m. a. að meira en 4.000.000 rússneskra hermanna sé fangar í höndum Þjóðverja, en auk þess hafi þýzki herinn tekið eða eyðilagt 25.000 skriðdreka, 38.000 fall- hyssur og 24.000 flugvélar. Kalinin hefir ritað grein í Isvestia um „árshátíðina“, frá Berlin—Lidice Borg ein í Maryland-fylki í Bandaríkjunum hefir sótt um það til fylkisstjórnarinnar, að hún fái leyfi til að skipta um nafn. Var þetta samþykkt á borgarafundi, en hið nýja nafn, sem borgarbúar vilja fá, er LYDICE — eftir þorp- inu í Tékkóslóvakíu, sem Þjóðverjar jöfnu'ðu við jörðu. Nafn borgarinnar nú er — BERLIN. fregn, því að flestir liafi vonazt til að önnur vömin yrði jafn glæsileg og sú fýrsta. Meðal sumra manna í London er að- staða Breta við Miðjarðarhaf talin verri en nokkru sinni. Er húizt við að Rommel hefji sókn inn í Egiftaland við fyrsta tæki- færi, enda stendur hann betur að vígi með aðflutninga. I gær sló lítillega í bardaga milli hrezkra hersveita og og möndulliersveita hjá Sidi Azeis, 20 km. norðvestur af Capuzzo-virki. Annarsstaðar er ekki samband milli andstæðing- anna þarna. Smuts hefir skýrt frá því, að álitlegur hópur Suður-Afriku- manna liafi verið tekinn til fanga í Tohruk. Ráðstefna í undir- búnlngi í U. S. Allt bendir til þess, að haldinn verði í Bandaríkjunum allsherj- arfundur á næstunni með æðstu mönnum bandamanna. Cliurchill og Roosevelt lialda áfram viðræðum sinum, en ýmsir Iandflótta þjóðhöfðingjar eru komnir vestur um haf. Vil- lielmína Hollandsdrottning, er komin fyrir nokkuru, og nú er Pétur Jugoslavakonungur kom- inn þangað. Eru utanríkisráð- iierrar þeirra i för með þeim. Sir Alan Brooke og Sir Hast- ings Ismayr eru á stöðugum ráðstefnum með yfirforingjum Bandaríkjanna. Sókn Japana í Chekiang Japanir tilkynna nú, að þeir haf? brotið alla mótspyrnu á bak aftur í Chekiang í Kína og flýjí Kínverjar óskipulega vestur á bóginn. í þessum hardögum, segja Japanar, að þeir liafi næstum alveg upprætt tvær kínverskar herdeildir og sú þriðja liafi misst helming mannafla síns. Auk þess liafi Kínverjar misst mikið af stórskotaliði og flug- vélum, enda sé nú svo komið, að allir flugvellir í Chekiang sé í höndum Japana. Japanir skýra jafnfram.t frá þvi, að her þeirra í Kwantung- fylki (Kanton) sæki með ár- angri norður á hóginn. Kaltur skýtur á Vancouver-eyju. Japanskur kafbátur hefir gert árás á borg á Vancouver-eyju á Kyrrahafsströnd Kanada. Japanir tilkynna, að miklir brunar hafi kviknað af skothríð- inni, en í tilkynningu frá Kan- ada segir, að ekkert tjón hafi orðið. Mvrkvun hefir verið fyr- irskipuð í Washington og Ore- gon-fýlkjum í Bandaríkjunum og Alaska. í London er þessi árás talin gerð i því augnamiði að sýnast. Tvöfaldur sumartimi i Bret- landi (2 klst. á undan Green- wich-tíma) verður aðeins látinn gilda til 8. ágúst. Þá verður klukkunni seinkað um eina klst. • Flugvélar möndulveldanna flugu oft yfir Malta í gær, en þó án þess að varpa sprengjum. Fjórar sprengjuflugvélar voru skotnar riiður, 3 þýzkar og ein ítölsk. íslandsmótið: Fram vann K.V. með 2:0. í gærkveldi hélt Islandsmótið áfram, á milli Fram og Vest- mannaeyinga, og sigraði Frarn með 2:0. Var þetta síðasti kappleikur Vestmannaeyinganna i mótinu og liafa þeir unnið einn leiic (Viking), en tapað þremur. Má þetta heita allgóð frammistaða, ef tekið er tillit til þess, að þetta er í fyrsta sinn, sem þeir keppa í meistaraflokki. í kvöld kl. 8.30 keppa Valur og K.R. og er með engu móti Iiægt að segja fyrir um. úrslit leiksins, því hvorugt þessara fé- laga hefir ennþá tapað leik í mótinu. Án efa verður þetta einn fjörugasti leikur mótsins, því það félagið sem sigrar keppir í úrslitaleik. Dómari verður Þráinn Sig- urðsson. því að innrás Þjóðverja liófst. Þar segir m. a. „Það bólar ekki á vorsókn Hitlers, enda er þýzki herinn svo máttlítill,- að hann getur ekki haldið uppi sólcn á öllum vigstöðvunum í einu, að- eins á litlu svæði, eins og við Sehastopol.“ Blöð j Bretlandi og Banda- ríkjunum minnast líka innrás- arinnar. Lambið var fast í ullarreifi. I morgun um kl. 6 var ó- nafgreindur maður á leið í Sléttuhlíð nálægt Hafnarfirði, er liann sá hvar kind kom á móti honum og tók liann eftir því, að ianiþ var fast i ullai’redi kindarinnar og dró kindin það á eftir sér. Maður þessi tók til fótanna og hljóp til kindarinnar með þeim ásetningi, að losa lambið úr ullarreifinu, en lcind- artetrið hljóp hrætt af stað og dró á eftir sér lambið. Hélí elt- ingarleikur þessi áfram um liríð, en svo fór að lokum, að maðurinn náði kindinni og Ios- aði síðan lamhið, sem var ó- skaddað, þó merkilegt megi virðast. Haukar og F. H. gerðu jafntefli, 1 : 1 Úrslitakeppni í 1. flokki í kriattspymu milli Hauka og Fimleikafélags Hafnarfjarðar fór fram í gær og lauk með jafntefli. Var þetta önnur umferð í knattspyrnukeppninni en Hauk- ar höfðu sigrað í fýrri umferð og eru þeir því sigurvegarar í 1. flokki. Leikurinn i gær var bæði skemmtilegur og fjörug- ur og voru áhorfendur mjög margir. 26 sjúkrasamlög á öliu landinu. Vísi hefir nýlega borizt Arbók Tryggingarstofnunar ríkisins fyrir árið 1940 og má finna þar ýmsan fróðleik um tekjur og gjöld stofnunarinnar. Tala sjúkrasamlaga á öllu landinu í kaupstöðum, hreppum og skólum er meiri en nokkuru sinni fyrr, eða samtals 26. Meðlimatala sjúkrasamlag- anna eykst hröðum skrefum og er komin upp í 35.868 á árinu 1940, en til samanburðar má geta þess, að hún var 33.258 árið 1939. Að meðaltali hefir þeim, sem greiða iðgjöld til sjúkra- samlagsins fjölgað um tæp 1600, en það er um 1000 meira en tala tryggingarskyldra og frjálsra meðlima hefir aukizt. Samtals námu iðgjöldin (tekj- urnar) fyrir árið 1940 kr. 1.652.033.69 á móti kr. 1.471.751.85 árið áður. Er þetta liækkun um rúmlega 12% og stafar sumpart af ineiri þátt- töku og sumpart af því, að ið- gjöld voru hækkuð vegna hinn- ar almennu hækkunar verðlags í landinu. Aftur á móti voru út- gjöld sjúkrasamlagsins fyrir ár- ið 1940 kr. 1.732.137.36, eða sem samsvarar 65.02 á livem með- lim. 669 búnir að kjósa kl. 10.30 í morgun. Kl. 10/2 í morgun voru 669 kjóseridur búnir að neyta at- kvæðisréttar síns fyrirfram. Virðist ekkert lát ætla að verða á kjörsókninni fyrir kjördag, því tala kjósenda eykst hröðum skrefum dag frá degi. Allir þeir, sem ekki Verða í bænum á kjördag, en eiga kosningarrétt hér, eru á- áminntir um að kjósa áður eri þeir fara burt. — Kosið er í suðurálmu Miðbæjarbarna- skólans kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. KJÓSIÐ ÁÐUR EN ÞÉR FARIÐ CR BÆNUM!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.