Vísir - 24.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1942, Blaðsíða 2
/ «*• DA6BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjnnni Afgreiðsla: Hverfisgötn 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sprengilisti Framsóknar„ J* ramsóknarmönnum svíður það sáran, að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli hafa jafn mik- ið fylgi hér í bæ op raun her vitni. Það er ekkert undarlegt. Þeir vita sem er, að ef þeini, tækist að ná Reykjavík úr hÖnd- um Sjálfstæðisflokksins með aðstoð sósíalista og kommún- ista, þá hefðu þeir tryggt sér völdin í landinu um ófyrirsjá- anlega framtíð. En allar tilraunir framsókn- armanna til þess að fá Reyk- víkinga tii fylgis við framsókn- arstefnuna hafa orðið ái-angurs- lausar, svo sem við var að bú- ast. Meirihluti Reykvíkinga hefir alltaf treyst Sjálfstæðisflokkn- um til þess að fara vel og skyn- samlega með málefni bæjar- búa. Reynslan liefir sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn er jiess trausts verður. Aðal-vopn framsóknarmanna í baráttunni fyrir fylgi í sveit- unum hefir allt af verið það sama: rógur um Reykjavík og Reykvíkinga. — Rlöð og mála- lið framsóknarmanna hafa sí- fellt líkt Reykjavík við þá bæi erlenda, er í mestu óáliti hafa verið hér á landi, og Reykvík- ingum við verstu úrhrök stór- horganna, er sögur fara af. Reykvíkingar hafa einnig haft betra ta&ifæri en aðrir lands- menn til þess að átta sig á framferði þeirra framsóknar- manna, er fremstir standa: að kynnast óheilindum þeirra, hlutdrægni, rangindum og níð- ingsslcap. Þetta allt hlaut að fæla Reyk- víkinga frá Framsóknarflokkn- um. Stórlaxar Framsóknar áttu lengi erfitt með að skilja þetta. — Tvisvar hafa þeir ráðizt i að gefa út dagblöð hér í bænum og í bæði skiptin höfðu þeir á orði, að nú ætluðu þeir að „vinna grenið“. Þegar icosningar nálguðust, treystu þeir því þó ekki, að fagnaðarböðskapur Framsókn- ar mundi reynast einhlítur. Þeir töldu sig þurfa að halda á kosn- ingabomhum. Þeim gekk vand- ræðalaust, að gera þær úr garði. Einu sinni lugu þeir því.upp, að borgarstjórinn, sem þá; , var, hefði stqlið einni milljón króna úr sjóðum bæjarins. Seinna lugu þeir því upp, að Jóo.Þor- láksson, sem þá var Þorgar- stjóri, hefði, veitt eitruðu vatni i hús bæjarbúa. En þeim tókst ekki að „vinna grenið“, hvorki með blaðavald- inu né með lygunum. Þeir eygðu þá aðeins eina leið að iiinu setta marki: að gera út flugumann og senda hann til sjálfstæðis- manna í Reykjavik. Flugumanna er getið í fom- sögum vorum. Þeim var skip- að að bera sig sem vesaldar- legast, þegar þeir kæmu til þess manns, er þeim var ætlað að svíkja, og biðja hann ásjár. Síð- an áttu þeir að sitja um líf hans, ráðast að honum og myrða hann, þegar hann væri óvið- búinn. Framsóknarmenn völdu Jón- as Þorbergsson fyrir flugu- mann og létu hann hafa nokkra lijálparkokka i fylgd með sér. Valið var ekki að öllu leyti heppilegt, því að enginn maður á öllu Islandi hefir rægt Reykja- vík og Reykvikinga jafn sví- virðilega og Jónas Þorbergsson. Menn þurfa ekki annað en blaða í Tímanum á þeim árum, er Jónas stýrði honum, til að sann- færast um það. Þar sem Fram- sóknarmenn völdu hann samt sem áður, er bert, að álit þeirra á þroska Reykvikinga er sama og áður. Jónas var látinn stofna blað- ið Þjóðólf. Því var ætlað að fylgja stefnu Sjálfstæðisfloldcs- ins á yfirborðinu, til þess að hlekkja sjálfstæðismenn í Reykjavík, en að sjálfsögðu átti það að ráðast á Sjálfstæðis- flokkinn við hvert tækifæri, að fornum og nýjum Tímasið, og að undirbúa flokksstofnun í sama skyni. Þjóðólfur hefir fylgt þessari stefnu vel og rækilega. Hann hefir nartað í Framsóknarmenn til j>ess að sýnast, en beint aðal- orku sinni að því að rægja for- mann Sjálfstæðisflokksins og aðra forystumenn þess flokks. Þegar hæjarstjórnarkosning- amar nálguðust, sendi Þjóðólf- ur menn út af örkinni til þess að leita að mönnum á fram- boðslista sinn. Enginn beit á agnið. Þegar augljóst var, að kosið yrði til þings á sumar, voru þeir aftur sendir af stað. Þeir gengu fyrir livers manns dyr, að lieita mátti, og háðu þá að taka sæti á lista sínum, ekkert var spurt um skoðanir, ekkert var spurt um stefnu, ekkert var spurt um fylgi við einstök mál. Ef þeir aðeins vildu taka sæti á listan- um, var allt annað í prýðilegu lagi. Loksins tókst þeim að ráða menn á listann. Ungur maður, sonur Rjarna frá Vogi, settist í efsta sætið. Þeim, sem fylgdu Bjarna frá Vogi að málum, hér á árunum, mun þykja illa far- ið, er sonur hans gerist nú róðr- arkarí á framsóknarskútunni — og undir stjórn Jónasar Þor- bergssonar. Þeir, sem þegar hafa látið blekkjast af Þjóðólfi, trúa þvi sennilega ekki, að Jónas sé flugumaður, sendur af Fram- sókn til þess að efla gengi Fram- sóknarflokksins i bænum og i landinu. Ef til vill hugga þeir sig einnig við það, að Jónas ráði ekki öllu meðal þess fólks, sem hlaupið hefir saman utan um Þjóðólf. En þar er enginn vafi hugsanlegur. Þar sem legátar Þjóðólfs hirtu hvorki um stefnur né skoðanir, en létu sér nægja að safna einhverjum mönnum á listann, er bert, að listinn er ekki borinn fram i því skyni, að berjast fyrir skoðunum, heldur aðeins til þess að sundra Reykvíkingum. Engum dettur í hug, ,að listi þessi fái mann kos- inn. Ef hann hefir nokkur áhrif á úrslit kosninganna, þá geta þau aðeins örðið þau, að fella menn fyrir Sjálfstæðisflokkn- um og að útvega kommúnistum þingsæti í viðbót.. En einmitt það hefir verið stefna Fram- sóknarflokksins í Reykjavík frá því fyrsta. Þjóðólfur fetar þvi dyggilega gömlu Framsóknar- götuna. Þau atkvæði sjálfstæðis- manna, sem kunna að falla á Þjóðólfslistann, verða í fyrsta Iagi ónýt. Auk þess geta þau valdið því, að sjálfstæðismaður falli liér í bæ, eins og þegar er sagt, og að kommúnistar fái hér 2 menn kosna. En síðast en ekki sízt, er hættan sú, að sjálfstæð- ismenn tapi uppbótarþingsæt- um og að Framsókn fái þess vegna stöðvunarvald á næsta þingi og drepi kjördæmamálið. VISIR Hagtlðindi: Rúmlega fjórða hvert harn sem fæðist er óskilgetið. Hjónaböndum fjölgar aftur. — Hjónavígslur fara eftir efnahagsafkomu fólks. — Barnsfæðingum fækk- ar ár frá ári. — Rúmlega fjórða hvert barn sem fæðist er óskilgetið. — Manndauðahlutfallið hefir aldrei ver- ið eins lágt og á árunum 1939—40. — Árið 1940 fædd- ust 1280 umfram þá sem dóu. Hjónabönd eru að fara í vöxt aftur, eftir síðustu Hagtíðind- um að dæma, þar sem yfirlit er gefið yfir hjónávígslur síðustu ára. Skýrslur þessar ná að visu ekki lengra en til ársins 1940, en þá eru 799 lijónavigslur framkvæmdar, og hafa 6.0 hjónavígslur komið á livert þús- und landsnianna. Hafa þær far- ið jafnt og þétt hækkandi frá því 1936, en þá komu 5.4 hjóna- vígslur á hvert þúsund. Sé hinsvegar seilst lengra aft- ur í timann, þá hafa árin 1921 —25 verið einna frjóust á hjóna- bönd, því þá eru 6.9 lijónavígsl- ur framkvæmdar að meðaltali á ári á hvert þúsund lands- manna. Athyglisvert er það, að tölur þessar virðast sýna, að hjóna- vígslum fjölgar og fækkar eftir efnahagslegri afkomu fólks. Hvað fæðingar snertir, þá er lala lifandi fæddra barna árið 1940 2480 eða 20.5 á hvert þús- und Iandsmanna. Er það nokk- uru liærra hlutfall en 2 næstu ár á undan, en annars hefir hlutfallið farið sílækkandi á undanförnum árum.. Ef tekið er 5 ára meðaltal frá því 1916. Þá j kemur í ljós, að fæðingar eru J langfæstar síðustu 5 árin, eða j til jafnaðar 20.5 á þúsundið. ; Flestar hafa þær verið hlutfalls- yiega árin 1916—20, eða 26.7%0, en fækkar úr því jafnt og þétt. Athyglisvert er, að rúmlega fjórða hvert barn, sem fæddist 1940 var óskilgetið. Hlútfalls- tala óskilgetinna barna hækkar ört, og undanfarin 100 ár hefir hún aldrei verið eins liá og'árið 1940. Eftir Hagtíðindunum að dæma fækkar harnsfæðingum ískyggilega, en nokkur bót í máli er það, að manndauðahlut- fallið fer líka lækkandi. Árið 1940 dóu hér á landi 1200 manns eða 9.9 af hverju þús- undi. Er það lægra manndauða- hlutfall heldur en nokkurt und- tmfarið ár, nema 1939, er það var 9.7%0. Á árunum 1916—20 var manndauðinn 14.2 af þúsundi, en hefir síðan lækkað stöðugt. Mismunurinn á tölu lifandi fæddra og dáinna, var árið 1940 samtals 1280 eða 10.6%o miðað við meðal mannfjölda ársins. Bindindismannadagurinn: Stofnun drykkjumanna- hælis aðalmál dagsins Bindindismannadagurinn s. 1. sunnudag fór í hvívetna hið bezta fram. Hófst hann kl. 11 f. h. með því að sr. Sveinn Vík- ingrur prédikaði í dómkirkjunni, en sr. Friðrik Friðriksson frá Húsavík þjónaði fyrir altari. Kl. 1 hófst fundurinn eins og til stóð með ávarpi formanns frainkvæmdanefndar bindindis- mannadagsins, Péturs Sigurðs- sönar. Þá flutti Friðrik Á. Brekkan erindi um drykkju- mannahæli og lagði fundurinu yfirleitt mikla áherzlu á það at- riði. Úlfar Þórðarson læknir flutti erindi um íþróttir og bind- indi. Vakti erindi hans mikla eftirtekt og þótti hið merkileg- ásta. Síra Eirikur J. Eiríksson talaði fyrir hönd ungmennafé- laganna, og Helgi Sæmundsson fyrir hönd skólaæskunnar, en frú Ragnhildur Pétursdóttir mætti þar af hálfu Kvenfélaga- sambandsins. Urðu nokkrar um- ræður um erindi frúarinnar, og má segja, að það hafi hleypt nokkuru fjöri í umræðurnar. Umræður stóðu yfir frá kl. 4%—7,15. Tóku þátt í þeim f ulltrúar félagakerfanna og ennfremur skólastjórar og kennarar, og voru þær hinar fjörugustu. Kom fram mikill og góður áhugi fyrir samstarfi fé- laganna og auknu bindindis- og fræðslustarfi í landinu. Eftirfarandi tillögur voru bornar upp og samþykktar: 1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því samstarfi félaga- kerfanna um bindindismálið, Og að því er stefnt fyrst og fremst með þessum sprengilista Framsóknar. En sjálfstæðismenn láta ekki blekkjast. Þeir þekkja úlfshár Framsóknar. Þeir vita, að hér er stefnt að þvi að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn til þess að Framsóknarflokkurinn geti orð- ið öllu ráðandi í landinu um ófyrirsjáanlega framtíð. sem þegar er liafið og telur nauðsynlegt að slikt samstarf geti haldið áfram og orðið sem mest milli Jieirra félagakerfa, sem að þessum hindindismanna- degi standa og annarra slíkra fé- lagasamtaka. Fundurinn kýs fimm manna framkvæmdar- nefnd, er vinni að því niilli funda að glæða slikt samstarf og al- mennan áhuga þjóðarinnar fyr- ir bindindi. Framkvæmdanefnd- inni sé falið að athuga mögu- leika á útgáfu blaðs, sem hind- indismenn í landinu sameinist um og geri fjölþætt og útbreitt. 2. Fundurinn telur brýna nauðs)rn að komið verði upp drykkjumannahæli og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að veita til þess á fjárlögum næsta árs liundrað og fimmtíu þúsund kr. Fundurinn felur fram- kvæmdanefndinni að hafa sam- starf við framkvæmdanefnd Stórstúku íslands um að hrinda Jiessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd sem allra fyrst. 3. Fundurinn lýsir megnri vanþóknun sinni á hinum tíðu og óþörfu undanþágum um vín- veitingaleyfi, sem rikisstjói'nin hefir veitt síðan áfengisverzlun- inni var lokað. Telur fundurinn Jiessar undanjiágur bæði hneykslanlegar og siðspillandi og skorar á ríkisstjómina að ráða bót á Jiessu. 4. Fundurinn skorar á allan almenning í landinu að styðja sem bezt bindindisstarfið og á allan hátt að glæða sannan þegn- skap, er útiloki J>að, meðal ann- ars, að menn leggist svo lágt að leita til erlendra manna um á- fengisneyzlu og áfengiskaup. Þeir sem áhuga hafa fyrir bindindismálum ættu að koma á þennan fund, bindindismálið er eitt hinna merkustu menn- ingarmála, og þarf liðsinni allra góðra manna. Fundurinn sam]>ykkti og á- skorun til útvarpsráðs þess efn- is, að það gæfi landsmönnum kost á að kynnast svörum stjórnmálaflokkanna við fyrir- spurn Stórstúkunnar um af- stöðu Jæirra til bindindismáls- ins, við í hönd farandi alþingis- kosningar. Minningarord. Hér hefir orðið skammt stórra högga í niilli. 10. maí missa þau hjónin ,Ólöf Úlfars- dóttir og Andrés Jónsson klæð- skeri allt sitt innbú í brunanum, sem varð á Þjórsárgötu 5, Skei-jafirði. Og nú réttum mán- uði seinna fellur liann fyrir sigð dauðans — fyrirvinna heimilisins — eftir aáeins tveggja daga legu. Andrés Jónsson klæðskeri var fæddur 5. apríl 1904 að Hvammi undir Eyjafjöllum, og voru for- eldrar hans frú Sigríður Ólafs- dóttir og Jón Auðunsson, bóndi. Til Reykjavíkur kom hann árið 1926 og byrjaði að nema klæð- skeraiðn hjá Guðsteini Eyjólfs- syni, en lauk námi hjá Andrési Andréssyni, sem hann svo vann hjá óslitið í 14 ár, og hafa kunn- ugir svo sagt, að dyggari þjónn hafi vart fundinn verið. Föður sinn missti Andrés ungur en móður sína i febrúar siðastliðnum og hefir orðið skammt þeirra í milli. Hann liafði ávallt verið augasteinn- inn hennar, enda ætíð reiðubú- inn til að hjálpa henni og styrkja í hverju, sem hann mátti. Systkini átti hann níu og er eitt þeirra dáið. Eftirlifandi konu sinni giftist Andrés 21. okt. 1939 og hafði þeim orðið tveggja sona auðið, annar rúm- lega tveggja ára, en hinn sex mánaða. Er hér fallinn í valinn dreng- ur hinn bezti og hvers manns hugljúfi er honum kynntist. Andrés var maður dulur í skapi og fáskiptinn, en trygglyndur og vinfastur þar sem hann tók þvi. Reglusemi, trúmennska og góðvild voru eiginleikar hans, Jiví er minning okkar allra, sem Jiekktum hann svo kær, og svo fögur mynd af góðmenni, en J>að var einmitt J>að, sem Andrés Jónsson var. Eftir að Andrés kom hingað til bæjarins, dvaldi hann mest með systkinum sínum bæði i fæði og húsnæði. Eins og all- staðar þar sem hans naut, var hann þó þeim alveg sérstaklega* hinn góði bróðir, sem með sinni fögrn framkomu flutti ætið hlýjan yl inn á þeirra heim- ili. Er söknuður þeirra þvi sár að vonum, þó minning um góð^ an dreng, sem hélt skildi sín- um hreinum og flekklausum gegnum lifið, sé geymd í hjört- um þeirra. Slíka menn má okk- ar litla þjóðfélag sízt missa á þessari skálmöld, J>egar dreng- skapur og manndómur er of oft fyrir borð borinn. En sárast er jx> fyrir hina ungu ekkju, er syrgir nú ástvin sinn, sem rétt var á byrjunar- stigi að ganga með henni út í lífið og litlu drengina J>eirra, Góður bíll til sölu og sýnis, Ásvallagötu 64, verkstæðið. — Bíl lán Sá, sem vildi gera svo vel og lána lítinn bíl, til að sækja lasburða mann norður í land sendi nafn sitt til blaðsins, merkt: „Bíll 15. júli“ fyrir 28. J>. ni. Góð þóknun og ábyrgð. —- Höfum til nokkur stykki af (ultraviolet og mfra-red). — Rafvirkfnn s.f. Skólavörðustíg 22. Stúlku uutar til að leysa af við býti- borðið í sumar. Uppl. á skrifstofunni. HÓTEL BORG. Stúlku vantar í eldhús Landspital- ans. Uppl. hjá matráðskon- unni. — j __í___________ Vöi’ii- bifreið til sölu og sýnis, Skothúsveg 7, eftir kl. 6. — Afgreiðslu- starf Ungur og reglusamur mað- ur getur fengið góða atvinnu nú J>egar við afgreiðslustarf. Viðkomandi gæti fengið hús- næði ef um semdi. — A. v. á. sem J>au nú sameiginlega ætluðu að helga krafta sína og eigi hvað sízt þegar — eins og að framan greinir — átak þeirra þurfti að vera svo mikið, til að byggja heimilið upp að nýju. En þegar neyðin er stærst, J>á er hjálpin næst. Með J>á trú, að Guðs almáttug hönd styrki J>au og styðji og blessi minningu þína, kveð eg þig i Drottins nafni. Vinur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.