Vísir - 25.06.1942, Side 1
rtitstjórar:
Kristján Guðiaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjóri Blaðamenn Símii
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 linur
Afgreiðsla
32. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 25. júní 1942.
119. tbl.
INNRASIN
EGIPTALAND HAFIN.
Bretar yfirg^efa Soll-
iirib Og: Sidi Omar.
Egiptar geta lagt til 500.000 menn ef I harðbakka slær.
Hersveitir Rommels hafa nú byrjað innrás í Egiptaland og hafa hersveitir Ritchies
hörfað undan og yfirgefið Sollum og Sidi Omar. Hádegistilkynning Breta frá
Kairo hermdi, að framvarðasveitir möndulherjanna væri komnar suðaustur
fyrir Sidi Barrani. Eru þær þá komnar 50—100 km. inn fyrir landamærin.
Ðaily Telegraph ritaði um það í gær, að það væri ó-
víst, hvort Ritchie mundi legg.ja áherzlu á vörn landa-
mæranna sjálfra, fremur en Wavell, þegar Italir byrj-
uðu í stríðinu. Er það nú komið á daginn, að Bretar
munu að líkindum leggja fyrst um sinn áherzlu á að
ver ja Mersa Matruk, sem er endastöð jámbrautarinnar
frá Alexandríu og því afarmikilvæg borg. Er hún 200
km. innan landamæranna.
Nahas pasha, forsætisráðherra Egipta, hefir haldið ræðu í
egipzka þinginu. Sagðist hann hafa sannfærzt um það, að Bret-
ar mundu verja landið af öllum mætti, og ef þess gerðist þörf
mundu Egiptar geta lagt fram 500.000 hermenn.
Þjóðverjar liafa skýrt frá því,
að i bardögunum í Libýu frá
26. maí hafi þeir tekið um
50 þús. fanga og auk þess um
1000 skriðdreka, fallbyssur og
bíla i hundraðatali og ógrynni
annars herfangs.
Hemaðarsérfræðingar í Lon-
don felja það misskilning, að
tala ,um að 8. herinn bíði í
„varnarlínu“, þvi að öll þróun
í þessum ófriði hefir sýnt og
sannað, að varnarlínur sem slik-
ar eru gagnslausar. Hinsvegar
var varnakerfi það, sem Ril-
cliie hershöfðingi skipulagði
gegn sókn Rommels lialdgott og
tafði framsókn hans til muna,
þótt það bilaði að lokum.
IJr þvi að Ritchie ætlar ekki
að verjast öxulherjunum á
landamærunum, virðist það ein-
sætt, að hann hafi ekki getað
komið sér upp álíka breiðu
varnabelti á þessum stutta tíma,
en slikt belti byggist á þeirri
grundvallarhugmynd, að hægt
sé að gera snarpar atlögur að
óvinunum, lialda uppi hreyfing-
arstríði og vera fljótur að grípa
til annarra ráða, ef hin fyrstu
misheppnast
Hernaðarsérfræðingar eru á
•einu máli um það, að Rommel
hafi unnið sigi'a sína vegna þess,
hver meistarí hann er í hreyf-
ingarstríði og hversu fljótur
hann er að breyta um bardaga-
aðferð, ef á liggur.
Sem stendur virðist um tvennt
að ræða í því skyni að forða
Egiptalandi og þar með Suez-
skurðinum og undirbúa nýja
sókn gegn Rommel:
1) Að búast til varnar til
• að geta lialdíð undan með meg-
inherinn austur á bóginn, til
að forðast eyðileggíngu hans og
treysta varnir Kaíró, Alexandr-
íu og Suez-skurðaríns.
2) Að mæta Rommel á
breiðu varnarbelti með hreyf-
anlegum vömum og leggja allg
áherzlu á undirbúning og að-
drætfi fyrir nýja sókn, eftir
þeim aðferðum, sem Rommel
Iiefir beitt.
Fregnir næstu daga munu
’því sýna, hvað brezkir Iiershöfð-
ingjar liafa lært af snjölluni
-andstæðingL
Svo sem vænta mátti, hefir
ósigur Breta í Libíu orsakað
harða gagnrýni gegn herstjórn-
inni. Munu umræður fara fram
i þinginu bráðlega, þar sem m.
a. verður til umræðu vantrausts-
tillaga, sem er rökstudd með
þvi, að stjórnin reki elcki hern-
aðinn með tilhlýðilegri hörku
og framsýni.
100 ílugvellir á
3 mánuðum.
Undanfarna þrjá mánuði hafa
100 flugvellir verið gerðir víðs-
vegai' um Ástralíu.
Harold Brett, yfirmaður flug-
hers bandamanna á • Anzac-
svæðinu, hefir skýrt blaðamönn-
um frá þessu. Jafnframt sagði
hann frá þvi, að straumur nýrra
flugvéla til Ástralíu og bæki-
stöðva bandamanna á eyjunum
þar í kring færi ört vaxandi.
Frá vígstöðvunum
í Rússlandi.
Allar fregnir frá Rússlandi
benda til þess, að Þjóðverjar
færist jafnt og þétt í aukana í
Ukrainu og við Sebastopol.
Sókn von Bocks austan við
Kharkov er sú þriðja í röðunni,
sem þar er hafin af hálfu Þjóð-
verja. Rússar geta þess ekki, að
þeir hafi hörfað neitt, eftir að
þeir urðu að láta undan síga
fyrst.
Við Sebastopol tefla Þjóð-
verjar jafnt og þétt fram nýj-
um sveitum. Segjast þeir hafa
náð nokkrum stöðvum af Rúss-
um sunnan og austan borgar-
innar. Vegirnir til borgarinn-
ar eru stráðir líkum þýzkra
hermanna, sem liafa orðið fyr-ir
fallbyssuhríð Rússa, en þeir
beina henni m. a.- á vegina til að
tefla aðflutningana.
III
Forsetinn segir af sér.
Fulltrúadeild ai-gentinska
þingsins hefir samþykkt álykt-
un um það til ríkisstjórnarinn-
ar að hún slíti stjómmálasam-
bandinu við öxulríkin.
Ýms önnur öfl í landinu eru
óánægð með undanlátssemi
stjórnarihnar. Hefir forsetinn —
Ortiz — sagt af sér, vegna þess
að liann lítur svo á, að Castillo
varaforseti, sem hefir gegnt
störfum í veikindum lians, hafi
ekki sýnt nóga feslu gagnvart
ofbeldisríkjunum.
Það, sem veldur því, að Argen-
tinar cru að færast nær banda-
ChurchiU j
Churchill mun sitja fund
styrjaldarráðsins fyrir Kyrra-
hafið í Washington í dag. )
Roosevelt forseti hefir kallað
ráðið saman til fundar sérstalc-
lega vegna dvalar ChurchiIIs í
Bandarikjunum. Fundurinn er
talinn svo mikilvægur, að Mac-
lcenzie King, forsætisráðherra ,
Kanada, hefir gert sér ferð til
Washington til þess eins að
sitja hann.
Myndin er af þeim þrem mönnum, sem sjá um skipasmíðar
Bandaríkjanna og þeir liafa fyrir framan sig „model af þeim
skipategundum, sem þeir láta smíða. Mennirnir eru frá vinstri:
Lewis W. Douglas, Howard L. Vickery, flotaforingi og Emory
S. Land flotaforingi.
Faxaílóasíldin.
Viðtal við Harald útgerðarm. Böðvarsson.
Alþingis minnst í
blöðum vestan hafs. I
Amerískur blaðamaður, Fred-
erick Haskin, hefir ritað grein-
ar í mörg amerísk blöð vegna J
þess, að 1012 ár eru nú liðin
síðan Alþingi íslendinga var
stofnað.
Segir Haskin fyrst frá stofn-
un Alþingis og kemur siðan að
atburðum siðustu ára í sam-
bandi við styrjöldina og her-
námið. Er greinin — þvi að hér
eif að ræða um sömu greinina
í um 100 blöðurn, viðsvegar i
Bandaríkjunum — skrifuð i vin-
samlegum anda.
mönnum, er að fjórum skipum
þeirra hefir verið sökkt og því
síðasta — Rio Telegro — í s.l.
viku. Var þar greinilega þýzkur
kafbátur að verki, þvi að skip-
verjar á Rio Teraero sáu að
„Innsbruck" var málað á turn-
inn.
Þjóðverjar liöfðu afsakað það
mjög nýlega, að þeir höfðu
sökkt skipinu Victoria, og lof-
uðu þá ,að þetta skyldi ekki
koma fyrir aftur.
Rio Telegro var á leið til
Buenos Aires með kol, póst og
ýmiskonar varning, svo að
skipið var ekki á leið lil lands
hernaðaraðila.
Útgerðarmenn við Faxaflóa
vita það, að hægt er að veiða
mikla síld í flóanum. En það
hefir til skamms tíma verið al-
mennt álitið, að Faxaflóasild
væri léleg. verzlunarvara. Akur-
nesingar hafa verið á annari
skoðun og þá einkum hinn mikli
atorku- og athafnamaður Har-
aldur Böðvarsson. Hann hefir
liaft trú á því, að þessi sild væri
einmitt ágæt vara, ef rétt væri á
lialdið, og að hægt væri með
fyrirhyggju að koma síldveið-
um við Faxaflóa í það liorf, að
Akranesbátarnir I. d. þyrftu alls
ekki að leita norður til síldveiða
á sumrin, né fólk þaðan i
atvinnuleit. Eg var um tíma á
Akranesi, fyrir tveim árum og
kyntist' þessu máli þá nokkuð.
Þá lagði Haraldur og nokkrir
aðrir útgerðarmenn allmikið
kapp á síldveiðarnar í flóanum
og aflaðist þá talsvert mikið.
Nokkuð af aflanum var þá sent
ísað til Þýzkalands og Englands.
Og mun síldarútvegsnefnd lítið
hafa skipt sér af því. En annars
átti Haraldur í sífeldum brösum
við þessa nefnd út af söltun og
sölu. Sturlaugur sonur Haraldar
og meðeigandi í útgerðinni fór
utan (til Ameriku og Englands)
og kynnti sér rækilega markaði
og markaðshorfur fyrir Faxa-
flóasíldina, meðal annars. En
það var eins og að Síldarútvegs-
nefnd vildi ekkert af Faxaflóa-
sild vita, —- Haraldi var bannað
að salta og honum var bannað
að selja — eg get vel hugsað mér
að lionum hafi líka verið bannað
að láta veiða síldina!
En Haraldur Böðvarsson er
maður þéttur fyrir og þeir feðg-
ar. Þeir fóru nokkuð sínu fram.
Þetta er mikið atriði fyrst og
fremst fyrir kaupstaðinn Alcra-
nes, ef skapast gæti veruleg at-
vinna af Jæssari veiði þar heima
á sumrin, þegar vorvertið lýkur.
Það yrði miklu ábyggilegri og
frádráttarminni atvinna, þegar
komnar væru í skipulagt horf
veiðarnar, heldur en að leita
norður, i óvissxina.
Mig langaði til að foiwitnast
um það, er eg var staddur á
Akranesi um síðastl. helgi,
hvernig þessum málum væri
komið nú, og arkaði af stað til
þess að hitta Harald Böðvars-
son að máli. En það er ekki
hlaupið að því, að hafa hendur í
hári hans. Hann er mikið úti við
um þessar mundir, liefir mörg
járn i eldinum og litur eftir öllu
vandlega sjálfur. Loks sá eg
hann tilsýndar uppi á þaki á
frystihúsinu, sem hann er að láta
byggja, — viðbót við vandað og
allstórt frystihús, sem fyrir var.
Eg varð að bíða góða stund, því
að hann var eitthvað að segja
fyrir verkum.
„Hvað er að frétta af fram-
kvæmdum yðar í sumar?“ spyr
eg, þegar við höfðum heilsast.
„Það er aldrei neitt að frétta
hér,“ svarar Haraldur glottandi.
„Vist er margt að frétta, t. d.
eru þér nú að byggja eitthvað
þarna, og mér er sagt að þér eig-
ið stórhýsið, sém verið er að
byggja í kartöflugarðinum ykk-
ar við Vesturgötu.“
„Þetta er bara dálítil viðbót
Frli. á 3. s.
Íbátí
Fregn frá Rio de Janeiro í
Brasilíu hermir, að lögreglan
hafi fundið leyni-bækistöð
fyrir kafbáta þar í landi og
var hún í alla staði vel útbú-
in, svo að það var auðséð, að
það hafði tekið langan tíma
að koma henni upp.
Þetta er önnur bækistöð
fyrir kafbáta, sem finnst í
Brasilíu, en fleiri og fleiri
njósnarar möndulveldanna
eru handteknir vikulega.
Háfa þau auðsjáanlega skipu-
lagt stai-fsemi sína þarna
með vísindalegri nákvæmni.
SíldlB veðnr
norðan
Samkvæmt fregnum, sem
Vísir he.yrði um hádegið frá
áreiðanlegum heimildum,
er síldin nú farin að vaða
fyrir norðan. Það fylgdi
ekki fréttinni, hvar á veiði-
svæðinu hennar héfði orðið
vart, en torfurnar munu
hafa verið allstórar.
Bretar búast við víkinga-
ferðum þýzkra herskipa
Bretar búast nú við því, að hin
stóru herskip Þjóðverja —
Tirpitz, Liitzow og Hipper —
verði send til víkingaferða gegn
skipalestum bandamanna.
Það er nú komið fram yfir
miðsumar og þegar daginn fer
að stytta aftur, minnka jafn-
framt mögúleikarnir til jæss að
víkingaferðirriar beri mikiriri
árangur.
I
Danmörk hefir fyrir
skemmstu byrjað mjög víðtæk-
ar samgöngubætur í samvinnu
við Þjóðverja, í þeim tilgarigi,
að bæta sambandið milli Þýzka-
lands og Noregs og Svíþjóðar.
Jafnframt hafa Þjóðverjar hafið
framkvæmdir í Norður-Þýzka-
landi, sem miða að hinu sama.
Samgöngubætur þær, sem hér
um ræðir, eru fólgnar i þvi, að
lögð verði járnbraut og bíla-
braut (auto strada) suður Faist-
ur og Láland, en þaðan verði
ferja yfir til Fehmern og þar
taki aftur við járnbi-aut og bíla-
braut.
Danir eru þegar byrjaðir á
lagningu bílabrautarinnar, sem
verður eins vönduð og kostur er
á. Kostnaðurinn verður meiri en
kostnaðurinn við Litla.Beltis- og
Stórstraurnsbrýrnar samanlagt.
Þjóðverjar verða að leggja 80
km. langa bílabraut frá Lubeclv
til ferjustaðarins á Fehmern.
Gunnar Larsen, samgöngu-
málaráðherra, lagði frumvarp
um þetta fyrir þingið, sem sam-
þykkti það breytingalaust, enda
eru þessar framkvæmdir hin
bezta ráðstöfun gegn atvinnu-
leysinu. Gunnar Larsen hóf líka
verkið með fyrstu skóflustung-
unni. Braut hann skófluna, og
þykir það ills viti i Danmörku.
Þcgar verki þessu verður lok-
ið, verður járnbrautarferð frá
Kauþmannahöfn lil helztu borga
sunnar í álfunni nokkurum
klukkustundum styttri en áður.
Full not verða þó ekki af þessu
fyrir Noreg og Svíþjóð, fyrr en
brú hefir verið byggð yfir Eyrar-
sund. Um hana er ekki hugsað
nú, en danskt verkfræðingafé-
lag hefir birt teikningar, sem
það liefir gert af þessari fyrir-
lniguðu brú.