Vísir - 25.06.1942, Qupperneq 3
V I S IR
Simi 2339.
Látið skrifstofuna vita um það fólk, sem er farið burt úr bænum. — Opið 9-8 og
2-5 á sunnudögum. — Sími 2339. — Kjósið bjá lögmanni í Miðbæjarbarnaskólianum
Opið ÍO 12 f. h. og 1-5 og 8-9 e. li og á laugardögum 1-5 og sunnudögum 3-5.
D-listi er listi Sjálfstæðisflokksins
FAXAFLÓASÍLDIN.
Frh. af 1. s.
og endurból á frystiliúsinu okk-
ar. Um kofann uppfrá skulum
við tala seinna. Eg veit eklti al-
mennilega sjálfur hvað bað á að
vera.“
Eg sá að þarna komst eg
hvergi.
„En hvernig gengur með
Fáxaflöasíldlna?“
Eg fann þegar, að þarna var
Haraldur viðráðanlegri.
„Það gengur nú eiginlega
smátt með hana. En það er
skömm að þvi, því að nú er loks-
ins búið að slá því föstu, að hún
er hin ágætasta verzlunarvara,
—- eins og eg hefi alltaf haldið
fram. Nú vilja t. d. Bretar enga
aðra síld en Faxaflóasild, og
þeir vilja kaupa allt það sem við
getum aflað. Við söltum hana
en þeir reykja hana síðan. Og
til þeirra hluta vilja ])eir ekki
líta við Norðúrlandssíld.“
„Er þetta þá ekki allt í himna-
lagi?“
„Nei, það er nú öðru nær en
það sé í himnalagi. Við byrjuð-
um síldveiðarnar talsvert fyrr
en undanfarin vor eða um mán-
aðamótin maí-júní, en í fyrra
var ekki byrjað fyrr en 24. júní.
Við ætluðum að gera út 12 báta,
en það hefir ekki verið liægt að
liafa þá nema 5 og 6 — liklega
fást ekki skipshafnir nema á 5
bóta framvegis. Þeir fara 8 bát-
arnir norður og með þeim um
120 sjómenn. Og þetta kemur
sér illa, þegar maður er nú loks-
ins búinn að fá góðan og all-
rúman markað.“
„Kemur þetta þá ekki illa nið-
ur á kaupstaðarbúum líka?“
„Það er einmitt það sem ger-
ist. Þessir 120 menn, sem fara
norður hafa að vísu, — eða ef
til vill — atvinnu fyrir sjálfa sig,
en ef þeir væru heima, og hægt
væri þá að gera út fleiri báta á
flóa-síld, sköpuðu þeir atvinnu
mörgu fólki öðru.
Við höfum nóg af tunnmn og
um 60 stúlkur höfum við til að
vinna að söltun, og þér vitið,
hvernig aðbúnað fólkið hefir
hér. Það hefir það ekki betra eða
jafngott fyrir norðan.' Þess
vegna þykir manni það ekki
gott, að geta ekki sett „fullan
kraft“ á þennan atvinnuveg,“
„En hvemig hefir verið um
veiðina?“
„Veðráttan hefir verið frem-
ur óhagstæð til þessara veiða,
fram að þessu, — kalt i sjóinn
og ógæftasamt. Bátarnir hafa
veitt þetta 50—150 tunnur í
róðri, og við erum búnir að salta
um 3000 tunnur. En það er nóg
af síldinni í flóanum, — og við
erum að vona að nú fari að
hlýna og þá eigum við víst að
veiðin eykst.“
„Hvemig atvinna er þetta
fyrir hásetana?“
„Eg býst við að hún geti orðið
býsna góð, ekki sízt ef veiðin
eykst. Þeirra hlutur er fyrst um
sinn kr. 1.21 á tunnu, en búist
við nokkurri hælckun á næst-
unni.“
„En hvernig er svo með söl-.
una?“
„Ja — það er nú ]>að!“ segir
Haraldur og hleypir brúnum.
„Eg vissi ekki fyrri til, en ríkis-
stjórain var búin að fela Síldar-
útvegsnefnd einkasölu á allri
síld, héraa á dögunum. Ætli við
lendum ekki í einhverju klúðri
við hana, eins og fyrri daginn.
Það ei’ ]>ó ekki vert að segja neitt |
um það, að óreyndu. Við sjáum í
hvað setur.“ j
Haráldur brosti sínu notalega
}>rosi, um leið og hann tók í i
hendina á mér að skilnaði, — i
eg held að hann hafi alltaf sitt
fram sá maður, þó að ekki sé as-
inn á lionum.
Th. Á.
Aðalfundur,
Prestafélags íslands.
var haldinn á laugardaginn 20.
þ. m. og hófst með guðsþjón-
ustu, þar sem sr. Bergur Björns-
son í Stafholti prédikaði.
Formaður félagsins Ásm.
Guðmundsson prófessor setti
fundinn, og stýrði honum.
Fundarskrifarar voru sr. Árni
Sigurðsson og sr. Gisli Brynj-
ólfsson. Fundarstaður var
kennslusalur Guðfræðideildar.
1 fundarbyrjun minntust fé-
lagsmenn látinna samherja, og
síðan flutti formaður skorinort
ávarp.
Síðan var flutt skýrsla um
störf félagsins á liðnu ári, bæði
þau er varða stéttarmálefni
presta og hin andlegu og kirkju-
legu mál. Félagið liefir gerst
meðlimur i Bandalagi starfs-
manna rikis og bæja. Hagur fé-
lagsins fer nú batnandi. Kaup-
endum ársrits þess, Kirkjurits-
ins, fjölgar. Félagið hefir nú
bráðum starfað í 25 ár. Árs-
reikningur félagsins var eftir
nokkrar umr. samþykktur í
einu hljóði.
Aðalmál fundarins var efling
kristindómsfræðslunnar. Hálf-
dán prófastur Helgason hóf um-
ræður með stuttu, en glöggu er-
indi. Siðan fóru fram miklar
umræður um málið, og nefnd
kosin til að ganga frá tillögum
til fundarálvktunar. Þá ernefnd-
in hafði lýst tillögum sinum,
urðu enn allmöklar umræður
þar til gengið var til atkvæða.
Hér verður birt aðaltillagan,
sem samþykkt var, og er hún á
þessa leið:
„Aðalfundur Prestafélags Is-
lands telur brýna nauðsyn þess,
að kristin fræði verði gjörð ein
af höfuðnámsgreinum í barna-
skólum landsins, og að þessu
beri að vinna með því:
1. Að kennslustundum í
kristnum fræðum verði fjölgað
að miklum mtm.
2. Að bamakennarar fái
meiri fræðslu i kristnum fræð-
um við undirbúningsnám sitt í
kennaraskóla, og eigi kost á að
auka nám sitt síðar á námsskeið-
um.
3. Að sérkennarar í kristn-
um fræðum annist, ef þörf
gjörist, kennsluna í stærstu
barnaskólunum, og liafi prestar
kennsluna á hendi, þar sem
kennarar óska þess, svo fram-
arlega sem því verður við kom-
ið.
4. Að samdar verði og gefnar
út á hausti komanda Bibliusög-
ur, sniðnar við sálarlíf og náms-
þroska barna.“
— Samþykkt var tillaga um
nokkra hækkun árgjalds félags-
manna.
Undanfarið hefir verið unnið
að undirbúningi nýs hugvekju-
safns eftir presta landsins. Nú
var samþykkt að hefjast handa
sem fyrst og stjórninni faldar
framkvæmdir málsins.
Félagsstjómin var öll endur-
Vélavanar, nngur maðor i
óskast sem nemi við kolakrana vorn. Væntanlegir umsækjend-
ur gefi sig fram á skrifstofu vorri í dag frá kl. 3—5 eða á morg- j
un á sama tíma.
/’ i
H.f. K«I A SaU j
Tryggrið yðiii* okkar
fegnritn bókmenntir
I næstu 10 daga geta menn geret áskrifendur að
Landnámu í bókaverzlunum Eymundsen, Isafoldar,
Heimskringlu og KRON og fengið um leið afhent 1.
bindi af verkum Gunnars Gunnarssonar, Skip heiðrikj-
unnar. Ef til vill eigið þér ekki síðar kost á að eignast
þessi verk, sem einungis eru prentuð fyrir áskrifendur,
öll tölusett og afhent meðlimum á kostnaðarverði. —
Kókaiítgáfiiii Landnáma
Iþróttamót
Borgrarfjarðar
verður haldið við Hvítá n. k. sunnudag. Hefst kl. 1 e. h.
Til skemmtunar verður:
1. Allskonar íþróttakeppni.
2. Ræða: Þórir Steinþórsson, skólast jóri.
3. Söngur: Tvöfaldur kvartett úr Reykjavik.
4. Lúðrasveitin Svanur leikur.
5. Dans.
Mótið er aðeins fyrir Islendinga. Ölvaðir menn
fá ekki aðgang.
Ungmennasamband Borgarfjarðar.
kosin í einu hljóði og skipa hana
þessir menn:
Próf. Ásm. Guðmundsson, sr.
Friðrik Hallgrímsson, sr. Árni
Sigurðsson, sr. Guðm. Einarsson
og sr. Jakob Jónsson.
í fundarlok ávarpaði formað-
ur fundarmenn. Síðan var geng-
ið í Háskólakapelluna til guðs-
þjónustu og prédikaði þar sr.
Jóhann Briem á Melstað.
Fundai-menn voru nær 50 að
tolu.
Síðar um kveldið váru prestar
í boði biskups að heimili hans í
Vestnrhlíð við Öldugötu.
Stúlku vantar til
skrifstofnstaria
hjá heildverzlup i Reykjavík. Vélritunar- og enskukmmátta
nauðsynleg. Meðmæli æskileg. — Tilboð, merkl: „HeildverzJun“,
sendist Visi.
Ódýrir kjolar
Seljum í dag kvenkjóla.
Verð frp kr. 45.00.
§parta
Laugavegi 10.
BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSL
Nokkurar stúlkur geta fengið atvinnu við saumaskap í Vinim-
fatagerð íslands. — Húsnæði getur fylgt.
Upplýsingar hjá verkstjóranum í verksmiðjunni, Þverholti 17.
Jarðarför
Theodórs Jakobssonar
# skipamiðlara
fer fram fösludaginn 26. þ. m. kl. 3 frá dómkirkjunni-
Börn og móðir hins látna..
Jarðarför mannsins rníns,
Hinriks Halldórssonar
fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 26. þ. m„ kl. 2 e. h.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir mína hönd, fósturbarna, systkina og viua.
María Jónsdóttir.
f*
I