Vísir - 07.07.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1942, Blaðsíða 3
VtSIR 20 ára hlj ómlistar star f Lúðrasveitar Reykjavíkur. Lúðrasveit Reykjavíkur er 20 ára í dag. Hún var stofnsett hér í bæ 7. júlí 1922 fyrir milligöngu nokkurra áhugasamra manna úr lúðrasveitunum „Gígja“ og „Harpa“, sem starfað höfðu hér um nokkurra ára skeið. Var ákveðið að sameina báðar lúðra- sveitirnar í eina, og hlaut hún nafnið Lúðrasveit Reykjavíkur. Vísir hefir snúið sér til Guð- jóns Þórðarsonar, sem um nokkur undanfarin ár hefir ver- ið formaður félagsins, og fengið lijá honum eftirfarandi upplýs- ingar um starfsemi sveitarinnar undangengin 20 ár. Fyrsta verk sveitarinnar var það, að fá hæfan kennara og stjórnanda á hlásturshljóðfæri og naut tii þess aðstoðar Jóns Leifs tónskálds. Fyrir valinu varð ungur Þjóðverji, Otto Böttscher að nafni. Stjórnaði 1936. Mun öllum, sem viðstadd- ir voru, vera sú athöfn minnis- . stæð. I | Sumarið 1937 fór Lúðrasveit- in í aðra hljómleikaför út á land og var þá farið alla leið norður i Ásbyrgi, með A. 'Klahn sem stjórnanda, en Pál ísólfsson sem fararstjóra. Þriðja ferðin var farin árið eftir til Bíldudals M. a. var Jeikið í þeirri ferð á fjöhnennri útisamkomu, sem Jialdin vaV, þegar verksmiðjur Gísli Guðmundsson formaður Pétur Helgason gjaldkeri Óskar Jónsson ritari Fyrsta stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. Björn Jónsson Karl 6. Runólfsson hann sveitinni um tveggja ára bil og má segja, að miklar fram- farir hafi orðið hjá sveitinni á þessum árum. Það sem háði starfsemi svei't- arinnar mest á þessum árum, var húsnæðisskortur, en Lúðra- sveitin Harpa hafði þá hafið undirbúning að byggingu Hljómskálans, en nú tók Lúðra- sveit Rvíkur framkvæmd máls- ins í sínar hendur og kom skál- anum upp, fullgerðum, haustið 1924. Hafði einn félagsmanna, Signrður Hjörleifsson múrara- meistari, yfirbyggingu skálans á hendi, en aðrir félagar að- * stoðuðu eftir föngum. Árið 1924 tók Páll ísólfsson við stjóm Lúðrasveitar Reykja- víkur og stjórnaði henni sam- fleytt i tólf ár. Fyrstu hljóm- leikaförina, sem sveitin fór út á land, fór.hún undir stjórn Páls, árið 1925. Fór þá til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Hélt hvarvetna hljómleika fyrir, troðfullum húsum og hlaut hin- ar ágætustu viðtökur. Helming- ur sveitarinnar hélt landleiðis heim á hestum, og lék á sveita- bæjum, þar sem, þvi varð við komið á leiðinni. Þá má geta þess, að Láiðra- sveit Reykjavíkur hefir látið til sín heyra við allar konungs- lcomur og ýms fleiri hátiðleg tækifæri, þar sem bær eða ríki hafa átt hlut að máli. Auk þess hefir Lúðrasveitin leikið endur- gjaldslaust fyrir ýmsar góð- gerða-stofnanir og -félög. Á alþingshátíðinni 1930 var leikur Lúðrasveitarinnar ekki hvað minnsti liðurinn í hátíða- höldunum, hún lék þar oft á hverjum degi m. a. við guðs- þjónustuna í Almannagjá, kon- ungsglímuna o. fl. Árið 1936 lét Páll ísólfsson af stjómandastörfum, en við tók Albert Klahn hljómsveitar- stjóri frá Hamborg. Fyrsta skiptið, sem liann stjórnaði sveitinni, var við jarðarför sjó- liðanna af Pourqui Pas?, sem fórst úti fyrir Mýrum haustið Gísla Jónssonar tóku til starfa ú Bildudal. Fjórða og stærsta hljómleika- förin var farin 1939, undir stjórn A. Klahns en forystu Sig. Baldvinssonar póstmeistara. Var þá farin hringferð, fyrst með skipi til Seyðisfjarðar, en þaðan vestur um i bifreiðum. Var leikið á öllum viðkomu- stöðum skipsins, en allstaðar þar sem því varð við komið á leiðinni suður um, og hvar- vetna endurgjaldslaust. Það sem háir starfsemi sveit- arinnar nú, er fyrst og fremst það, að hun hefir sem stendur hvergi neinn ákveðinn stað fyr- ir útihljómleika sina. Næsta á- tak sveitarinnar verður því það, að koma upp söngpalli, helst i skemmtigarði bæjarins, þar sem Lúðrasveitin getur í ró og næði og án allra umferðatruflana, leikið fyrir bæjarbúa. S.l. laugardag hélt Lúðra- sveitin hóf fyrir félaga sína og gesti í Golfskálanum. Þar voru fyrstu heiðursfélagar sveitar innar kjörnir, þeir Hallgrímur Þorsteinsson söngkennari, Páll ísólfsson tónskáld og Kjartan Guðmundsson innheimtumað- ur. í tilefni af 20 ára afmælinu var minning Eggerts Jóhannes- sonar, er lézt fyrir tveimur ár- um, heiðruð með því, að ákveð- ið var að reisa honum minnis- varða. Um síðustu áramót lét Albert Klahn af stjórn Lúðrasveitar- innar en við tók Karl Ó. Run- ólfsson tónskáld. Stjórn sveitar innar skipa: Viggó Jónsson for- maður, Magnús Sigurjónsson ritari, Oddgeir Hjartarson gjald- keri og meðstjórnendur Guð- laugur Magnússon og Magnús Jósefsson. Frú Guðrún Signrðardóttir, kona Einars hreppstjóra Hall- órssonar á Kárastöðum i Þingvalla- sveit, á fimmtugsafmæli í dag. Hún er mikil mætiskona, kvenna fríðust og bezt að sér ger og öllum kær, þeim, er henni hafa kynnzt. Börn! Börn! Komið og vinnið ykkur inn peninga Berið Visi til kaupenda . Talið §trax vid afgrciðslnna Höfum einkaumboð fyrir BISSEL-Teppahreinsara Gerið pan\anir yðar sem fyrst. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Grjótagötu 7. — Sími 3573. Ttlkyiming um kaup á vélum. Allir þeir, sem hafa i hyggju að flytja inn gufuvélar eða mótorvélar á síðari hluta þessa árs og tímabilinu frá 1. janúar til 30. júni 1943, skulu tilkynna það Við- skiptanefnd eigi síðar en 15. þ. m. Tekið skal fram hver sé stærð vélanna, gerð þeiiTa og til hvers þær eigi að notast. lnnflytjendum skal á það bent, að áríðandi er að upplýsingar þessar berist Viðskiptanefnd í tæka tíð, því ella má búast við að afgreiðsla fáist ekki á þeim er- lendis. Viðskiptamálaráðuneytið, 7. júlí 1942. STAÐASTAÐARKIRKJA. Frh. af 2. síðu. munduð vilja vera með í þvi að skapa sem bezt skilyrði fyrir fagnaðar og friðaráróður krist- innar kirkju liefi eg beðið bisk- upinn Sigurgeir Sigurðsson, frú Lofteyju Káradóttur, Skóla- vörðustíg 15, Rvik og Valdemar Long kaupmann í Hafnarfirði, að taka á móti gjöfum og áheit- um til Staðastaðarkirkju. Og hafa þau góðfúslega orðið við þeim tilmælum. Að lokum vil eg segja ykkur draum, sem mann hér í sveit- inní dreymdi: Hann þóttist staddur í Staðarstaðarkirkju á- samt fleirum. Sá hann hvar eld- ur kom upp í kirkjunni fram við dyrnar og þóttist hann óbeint vera valdur að ikveikjunni. Reyndi hann nú að slökkva, en eldurinn magnaðist þeim mun meira sem hann lagði meira að sér að slökkva hann. Honum leið þvi mjög illa þar sem hann taldi sig valdan að ikveikjunni. En þessi eldur orsakaði engan bruna, en kirkjan fylltist dýrð- legum, heilögum loga, sem ylj- aði og lýsti en brenndi ekki. Er hann varð þess var breyttust á- liyggjur hans í fögnuð því að hann fann, að þetta var loginn helgi. Það kynlega við þennan draum er það, að þessi maður byrjaði í gær að rífa kirkjuna og hóf verkið á sama stað og eldurinn kom upp. Þennan draum dreymdi hann fyrir um ári síðan og voru þá engar lik- ur til, að hann *mundi vinna þetta verk. Og i þeirri trú, að „loginn helgi“ eigi að lýsa og ljóma í nýju kirkjunni á Staðastað — í nafni Jesú Krists hefjumst við handa. Svo kveð eg ykkur gömlu Staðsveitungar og ykkur öll sem þessar línur Iesið og óska þess, að loginn helgi megi lýsa ykkur öllum æfinlega. Guðmundur Helgason. Sóknarprestur. Bæjap fréttír Nætnrlæltnir. Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18, sími 441 r. —- Næturvörður er í Lyfjabúðinm Iðunni. Jón frá Hvoli biður þess getið, að hann sé flutt- ur á Skólavörðustíg 22 A. Bílslys , all-alvarlegt, varð á sunnudags- morgun í brekkunni hjá Ártúni. Ók vörubifrelðin R-261 út af vegbrún- inni og valt niður alla brekkuna, sem er mjög brött og 40—50 metra löng. Hermann björguðu bílstjór- anum út úr stýrishúsinu. Heitir hann Ari Agnarsson og er mikið meiddur, aðallega innvortis. Var hann fluttur á Landsspitalann og þar liggur hann nú þungt haldinn, að því er blaðið fregnaði í morg- un, er leitað var upplýsinga um líð- an hans á spítalanum. Áætlunarbíll til Hólmavíkur féll nýlega niður um ræsi, skammt frá Stórholti í Dölum og sat þar fastur í 2 klukku- stundir. Einn unglingspiltur skrám- aðist lítillega, en annars var mildi, að ekki hlauzt af alvarlegra slys. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um sprengi- efni (Bjarni Jósepsson cand. polyt.) 20.55 Tuttugu ára afmælisminning „Lúðrasveitar Reykjavíkur": a) Avarp: Páll ísólfsson. b) Lúðra- sveitin leikur. c) Áva^>: Óskar Jónsson prentari. d) Lúðrasveitin leikur (stjórnandi Karl O. Runólfs- son). 21.35 Hljómplötur: Píanó- konsert eftir Liszt. 21.55 Fréttir. V eitinga§aliriiii' í Oddfeliowlmsinu opnaöir annað kvöld 8. þ. m. Hljóm§veit Aa^e Loraii^e spilar Iðnfpírtæki Af sérstökum ástæÖmn er til sölu stórt iðn- fyrirtæki í fullum gangi. Ekki veittar upplýs- ingar í síma. Egill Siguxgeirsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 3. Allskonar skófatnaður Karla kvenna og barna fyrirliggjandi í mikln úrvali Ásbjörn ÓlafssoiD HEILDVERZLUN. Einbýlishús á göðum stað i bænum óskast keypt. Væntaníegur selj- andl getur fengið leigða, eða keypta, 5 herbergja ibúð í liúsi á bezta stað í bænum. Geiur einnig fengið keypt hálft húsið, ef það hentar. Nafn og heimilisfang væntan- legs seljanda óskast sent blaðinu, merkt: „Einbýlishús‘\ Stdlku vantar í eldhúsið á Kleppi. Upplýsingar hjá ráðskonunni. Sími 3099. Síiilkii vantar að Vífilsstöðum. Upplýsingar hjá yfirh iúkrunarkonunni. Sími 5611. Systir okkar, Vilhelmína Bernhöít verður jarðsungin í dómkirkjunni fimmtudaginn 9. júlí kl. IV2 eftir hádegi. Franciska Olsen. Daníel Bernhöft. ' *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.