Vísir - 15.07.1942, Page 1

Vísir - 15.07.1942, Page 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð) !_________________________________ Ritstjóri Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ar. Reykjavík, miðvikudaginn 15. júlí 1942. 136. tbl. Rússar yfirgrefa Hillnmo. Þjóðverjar sækjja anstur að l>oiil»ii$»<Yiiiiui ogr með iárnbrautiimi til Rostov. Einvígi í Rússlandi Mynd þessi er af rússneskum skriðdreka, sem sækir að þýzkri fallbyssu og reyna skytturnar að stöðva hann með skothríð, Myndin er send út frá Berlín. Tíð áhlanp á Tel E1 Ei§a. Hersveitir ítala og Þjóðverjar gerðu hvert áhlaupið af öðru á stöðvar Breta við Tel el Eisa í gær, en þeim var öllum hrundið. Ahlaupin voru svo tíð, að þau voru gerð á hverri klukkustund og stundum var eitt ekki alveg á enda, þegar það næsta byrjaði. Gefin hafa verið upp nöfn ýmsra hersveita Breta, sem berjast í Egiptalandi. Eru þar margar frægar hersveitir, svo sem Coldstream og skozku líf- verðirnir, sjö húsara og drag- ónahersveitir, sem eru orðnar vélahersveitir o. m. fi. Flugliðin voru mjög athafna- -söm sem fyrr og sprengjuflug- véiar Breta af miðstærð f^ru 16 árásaferðir í gær. Til dæmis var gerð arás á 60 flugvéiar á flug- vellinum við E1 Daba. Varnarsveitirnar á Malta hafa nú skotið niður 101 flugvél fyrstu 14 daga mánaðarins. í apríl voru skotnar niður 157 ílugvélar og var það met. Ungverskir hermenn handteknir. Fregnir frá Budpest til Ank- ara herma, að meira en 300 ung- verskir liðsforingjar og óbreytt- ir hermenn hafi verið hnepptir í varðhald síðastliðna viku. Menn þessir eru allir grunað- ir um að vera í leynifélagsskapn- um, sem útvegar serbneskum, pólskum og rússneskum skæru- flokkum vopn til baráttu sinnar gegn liersveitum öxulríkjanna. í Ungverjalandi er dauðarefs- ing' nú lögð við að fremja skemmdarverk. Biílgarar ótta§t loftárá§ir. Fregnir hafa borizt um það til Ankara frá Sofia í Búlgaríu, að loftvarnir Svartahafshafna þar séu nú stórum auknar. Aðaláherzlan er lögð á að koma upp öflugum vörnum við hafnarborgirnar Varna og Bur- gas, sem eru stærstu hafnar- borgir landsins. Skipanir voru gefnar um það, að auka varnirn- ar verulega, eftir að amer- isku flugvélarnar höfðu gert árás á ýmsa staði í Rúmeníu. Þetta er merki þess, að búlg- arska stjómin óttast það, að ameriskar flugvélar verði látnar ráðast á þær hafnir og hernað- arstöðvar, sem Þjóðverjar hafa fengið til umráða. 5.000.000 flugmiðar. Fimrn milljónuni flugmiða var varpað yfir París, Vichy og iðnaðarborgir N.-Frakklands í gær í tilefni Bastilledagsins. Á flugmiðunum var ávarp til frönsku þjóðarinnar frá Ant- hony Eden. I London fórfram liersýning, og tók hin nýja vikingasveit Frakka þátt í henni. Víða um Bandaríkin voru og hátíðaliöld í lilefni dagsins. Njósnari af sænskum ættum Jiefir verið handtekinn í Banda- ríkjunum. Ilann vann við að konia upp bækistöð fyrir herinn við Karabiskahafið og stal það- an mikilsverðum uppdnáttum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sókn Þ jóðverja er hörðust á miðju sóknarsvæð- inu, þar sem j)eir leggja áherzlu á að sækja á meðftam Don austur af Boguchar — í áttina til Donbugðumar miklu, þar sem aðeins eru 60—70 km. milli Don og Stalingrad við Volgu. Jafnframt sækja jteir suður á b iginn meðfram járnbrautinni í áttina til Rostov. Þar hafa Rússar orðið að yfirgefa horgina Millerovo, sem er við járnbrautina, tæpa 200 kílómetra norður af Rostov og næstum 150 km. austur af Lis- isjansk. Ukraina er nú að heita má öll á valdi Þjóðverja og sá hluti hennar, sem þeir liafa ekki náð, mun falla í hendur þeirra, ef sókn þeirra suður með járnbrautinni verður ekki stöðvuð, því að Bússar neyðast til að láta' her sinn þar hörfa austur, til j)ess að liann verði ekki króaður inni. Það er skoðun manna í London, að Rússar muni nú að lík- indum hugsa sér að koma upp öflugum vörnum á vinstra bakka Don-fljóts, til að láta fljótið hjálpa til við að stöðva sókn Þjóð- verja. Aðstaða Rússa er j>ó að einu leyti lakari við Don, nefni- lega vegna þess að vinstri bakkinn er miklu lægri en sá hægri. I Berlín segja hernaðarsér- fræðingar — samkvæmt þýzka útvarpinu — að flótti hersveita Timoshenkos í Suður-Rússlandi sé nú hraðari en undanhald Breta í Burma forðum og sé þá langt til jafnað. Segja j>eir, að svo sé helzt að sjá, sem Timo- shenko hafi algerlega misst vald á mönnum sínum. Rússum og Þjóðverjum kem- ur saman um það, að sókn Þjóðverja sé af mestu kappi syðst á svæðinu og unni þeir sér engrar hvíldar. Loftherinn þýzki tekur drjúgan þátt í lienni eins og áður, gerir árásir á liðssafnaði Rússa og flutn- ingaleiðir. Rússneski flugherinn veitir hersveitum, Timoshenkos stuðn- ing á sama hátt. Þjóðverjar skýra frá þvi, að endurreisnarstarf sé unnið af kappi miklu í þeim hlutum Rússlands, sem þeir hafi tekið af Rússum og sé lífið að færast í eðlilegt horf, svo sem sjá megi af því, að blöð hafi verið stofn- uð í tuga- og hundraðatali Uni allt landið. Á næstunni á að stofna 50 ný blöð í Ukrainu, segir þýzka útvarpið. Á Volkov-vígstöðvunum segj- ast Þjóðverjar hafa handtekið Glasov, hershöfðingja 2. rúss- neska hersins. Rússar hafa gert margar harðar árásir á stöðvar Þjóð- verja fyrir norðvestan Vóronesh. Tólcst þeim að reka Þjóðverja drjúgan spöl suður á bóginn, | en þó ekki svo langt, að það stofnaði brúarstæðum Þjóð- 300 manns fórust í árásum á Bretland. í síðastliðnum mánuði fórust 300 manns af völdum loftárása á Bretland. 1 j>essum hópi vou 26 menn, 137 konur og 37 börn. Auk j>ess' særðust 337 manns í loftánásun- um — 133 menn, 168 konur og 36 höm. Til samanburðar má geta j>ess, að i mai fórust 399 manns og 425 særðust. Minnsta mann- tjón á þessu ári var í marz, en þá biðu 21 manns bana og 13 særðust. verja í hættu. Rússar munu ekki liafa getað hrakið Þjóð- verja aftur úr þeim stöðvum, sem j>eir voru búnir að ná í varnarkerfinu við úthverfiVoro- nesh. Er þar enn barizt af mikilli lieift. Fyrir norðan sóknarsvæðið, j). e. á svæðinu fyrir vestan Moskva, þar sem Zukov, hers- höfðingi, segir fyrir verkum, virðast Rússar heldur færast i aukana. Er það gert til j>ess að Þjóðverjar geti ekki flutt neitt lið suður á bóginn, ef þeir fara að finna til mannfallsins vegna öflugrar varnar Rússa. Hermálasérfræðingarnir i Moskva segja um manntjón Þjóðverja, að j>ótt j>eir skeyti ekki um manntjón núna, þá sé ekki víst nema þeir þreytist áð- ur en þeir hafa náð því marki, sem þeir ætla sér. Lozovsky hefir haldið ræðu i hófi enskra og ameriskra blaðamanna. Sagði hann, að Þjóðverjar yrði að velli lagðir i 4. lotu. I fyrstu lotu, júni—des- ember, hefði þeir sótt á, i ann- arri, desember—maí, hefði þeir Iiörfað undan, en í þriðju — núna — væri j>eir aftur í sókn. Fregnir frá Bern í Sviss til New York segja frá því, að belgiskur lyfsali hafi drepið 11 Gestapomenn nýlega. er þeir reyndu að taka hann J höndum. Lyfsalinn, er heitir Sou- part, var heima hjá sér þegar lögreglan kom. Bar hann hús- gögn að öllum hurðum og gluggum og hóf skothríð á I Þjóðverjanna. Lauk þeim bardaga þannig, að þegar Soupart átti eitt skot eftir í byssu sinni lágu 11 Gestapo- menn dauðir umhverfis hús- ið. Soupart bar þá byssuna upp að öðru gagnauganu og framdi sjálfsmorð. ___________________________ Landburður af síld fyrir norðan Til Sigluf jarðar komu í gær 36.800 mál síldar, en 26 skip biðu löndunar. Rúmlega 11 þús. mál liafa borizt til Hjalteyrar frá þvi á sunnudag. Á Dagverðareyri var samtals búið að landa 14.000 málum í f.vrradag, en frá Djúpavík hafa ekki borizt nein- ar tölur ennþá, enda er verksmiðjan þar að byrja að taka til starfa, og í gær var ekki veiðiveður þar úti fyrir. Skip j>au sem landa á Siglu- firði hafa veitt síldina á svæð- inu austan fná Skjálfanda og alit vestur til Haganesvíkur. í gær var þungur sjór og erfitt að fást við síldina. Fitumagn liennar hefir komið mest i 18.7%. Frá Hjalteyri barzt Vísi svo- hljóðandi skeyti i morgun frá fréttaritara sinum: Síðan á sunnudag hafa landað hér Dagný 1500 mál, Reykjanes 1100, Rúna 1000, Fjölnir 900, Rafn 900, Garðar 800, Ólafur Bjarnason 1500, Sigríður 800, Eldborg 2000, Gunnvör 800. Alls hafa borizt um 30.000 mál frá því verksmiðjan tók til starfa. Þjóðverjar eiga tvær nýjar teg. orustu- flugvéla. Framleiðslumál Breta voru rædd í brezka þinginu í gær og gaf Lyttelton ýmsar eftirtektar- verðar upplýsingar. Auk þess gaf Lewellyn, ofursti, upplýs- ingar um flugvélaframleiðsluna. Lyttelton kvað nú framleiðslu hinna réttu tegunda vopna vera í fullum gangi. Skriðdrekar j>eir, sem eru nú i framleiðslu eru bæði vel varðir og hafa nægilega stórar og margar byss- ur, til að geta mætt skriðdrek- um öxulherjanna. Hvað fall- Lyssur snerti, j>á kvað Lyttelton Breta standa engu ver að vigi en ítali og Þjóðverja. Framleiðsla á brynvörðum hernaðartækjum hefir fjórfaldazt síðastliðna 18 mánuði. Lewellyn, ofursti, kvað flug- vélaframleiðsluna hafa aukizt 2% sinni síðan í ársbyrjun 1941. Þjóðverjar eiga tvær nýjar gerðir flugvéla, sagði Lewellvn ennfremur, en Bretar vita all- mikið um þær og nýjasta flug- vél þeirra mun standa j>eim vel á sporði. 9Iidwa^'Orn§tan enn á dag§krá. Stjórn Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna hefir gefið út tilkynn- ingu um tjón hans í orustunni við Midway-eyju. Flugstöðvarskipið Yorktown var hæft svo illa, að það varð ó- nothæft í orustunni. Auk þess var tundurspilli sökkt. York- town er 19.900 smiál. að stærð. 92 liðsforingjar biðu hana og 215 óbreyttir sjóliðar. v I tilkynningunni er og sagt frá því, að 80 skip hafi verið i japanska flotanum, en hann snéri undan við fyrsta merki um mótspyrnu. Deila Eimskips. Vinna hófst við uppskipun úr Dettifossi kl. 7 í morgun, að því er fréttaritari Vísis á Akureyri skýrði blaðinu frá í dag. §tutt ogr lagrgrott. Flotastjórnin í Washington hefir tilkynnt, að skipalesla aðferðin hafi verið tekin upp á Mexikó-flóa og Karabiskahafi. • Stálframleiðslan í Bandaríkj- unum komst upp í 1.050.000 smál. síðastl. mánuð. Er það meira en nokkuru sinni. • Fjörutíu manns hafa verið handteknir i Bretagne á Frakk- landi fyrir að hjálpa brezkum fhigmönnum, sem höfðu orðið að nauðlenda, eða komið niður í fallhlífum. • Tíu gislar hafa verið skotnir í Aj>enuborg eftir að vopn og skotfæri liöfðu liorfið úr skot- færageymslu öxulherjanna. Auk j>ess liafa 100 gislar verið lmepptir í varðhald. - • Mareel Hutin, fyrrum aðal- ritstjóri Parísarblaðsins ..Echo de Paris“ — „Pertinax“ var stjórnmálaritstjóri J>ess blaðs — hefir verið liandtekinn fyrir að neita að bera armband með gulri stjörnu, eins og Gyðingum er gert að skyldu. • Iferbert Evatt, utanríkisráð- herra Ástraliu, liefir rætt við Mac Arthur, hershöfðingja, og Georg Brett, flughershöfðingja. • Maður einn í Detroit i Banda- rikjunum hefir verið dæmdur i 5-—10 ára fangelsi fyrir að stela hjólbarða af bíl. • Ungur piltur í Los Angeles, sem er kirkjuorganisti, hefir verið dæmdur til dauða fyrir að myrða foreldra sina til að ná í eignir þeirra. • Stjórnir Bandarilcjanna og Mexikó eru að semja um það, að mexikanskt vinnuafl verði | sent til Bandaríkjanna, vegna þess hve hergagnaiðnaðurinn hefir sogað til sín fólk úr sveit- um, svo að til vandræða horfir um landbúnaðarframleiðsluna. • Jarðskjálftakippa varð Vart í Granada-héraði á Spáni í fyrra- dag, samkvæmt fregn frá Vichy. Fyrri kippurinn stóð i tíu sek- úndur en sá siðari var styttri. Tjón varð ekki teljandi. • Lögreglan i Persiu(Iran)liefir handtekið fimm njósnara möndulveldanna. Meðal þeirra voru tvær þýzkar konur, eigin- konuv háttsettra Persa. • ítalska blaðið „Corriere della Sera“ hefir skýrt fná þvi, að herstjórn ítala liafi orðið að senda flugvélar til að berjast gegn skæruflokkum Serba.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.