Vísir - 27.07.1942, Page 1

Vísir - 27.07.1942, Page 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson ,Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 ilnur Afgreiðsia 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 27. júlí 1942. 146. tbl. Barizt í návígi undanfarna 3 dagá í Rostov. Nýjar vígstöðvar á meginlandinu Mesti hópfundur sem um getur á Trafalgar Square krefst athafna. Hópfundir voru lialdnir víða i Bretlandi i gær, til J>ess að livelja til þess, að hafist væri handa um innrás á meginland- ið. Menn heimta nýjar vígstöðv- ar af æ meiri festu. A Trafalgar Sqnare í London safnaðist múg- ur 'manns og voru niargar ræð- ur haldnar og krafist nýrra víg- stöðva. af festu og einurð. Með- al ræðumanna var kanadiskur lxermaður, sem á sjö bræður, sem allir berjast á vigstöðvun- um i Rússlandi. Taíið er, að 60.000 manns hafi verið saman komnir á Trafalgar Square og er þetta mesti hópfundur þar, sem um getur fyrr eða síðar. Þjóðveijar segjast komnir suður yfir Donfljót. Mikil loftárás á Duisburg í fyrri- nótt Rússneskar flugvélar yfir Austur-Prússlandi. Brezki flugherinn gerði mikla árás á Duisburg í Ruhr í fyrri- nótt. Dáginn áður voru gerðar árásir í björtu á Mannheim og Frankfurt. — 1 gær flugu^rezk- ar flugvélar yfir Duisburg og loguðu þar þá miklir eldar í hafnarhverfunum. —I fyrrinótt var einnig varpað sprengjum á flugstÖðvar Þjóðvefja í Hollandi og Belgiu. — Úr öllum leiðöngr- um brezka flugflotans í fyrri- nótt voru fimmtán flugvélar skotnar niður og var ein þeirra orustuflugvél. Tvær þýzkar flugvélar voru skotnar niður yfir norðaustur- strönd Englands sömu nótt. Það er opinberlega tilkynnt í London, að hundruð brezkra sprengjuflugvéla hafi í nótt gert 91. árásina á Hamborg. 29 flugvélar æru ókomnar úr árásarleið- angrinum. — Flugskilyrði 'voru góð. Engar loftárásir voru gerðar á Bretland í nótt, en dreifðar árásir í morgun. Skotið var af vél- byssum á fólk á leið til vinnu á bæ í Midlands og sprengjum varpað á nokkra staði í norðvestur og suð- austurhluta landsins. — Hættumerki voru gefin tví- vegis í London, eri engum sprengjum varpað. 1 nött var gerð mikil loft- árás á Tobruk. Viö ¥oponesh eru Þjóð- verjar á undanhaldi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þjóðverjar tilkynna, að hersveitir þeirra séu , komnar yfir Don, fyrir sunnan Rostov (sem stendur í nokkurri fjarlægð frá ósunum), og hafi þetta tekizt þrátt fyrir erfið skilyði (fenjaland) og sterka vörn Rússa. — Rússar staðfesta þetta ekki í sínum fregnum, en segja að barizt sé áfram grimmilega á Rostovsvæðinu. í nágrerfni og útjöðrum Rostovborgar hefir verið barizt í návígi undanfarna 3 daga. Hver smáblettur, sem Þjóðverjar taka, er vættur blóði, og sörnu sögu er að segja við Novo Charkessk norðaustur af Rostov. \ Á Tsymlyanskaya-vígstöðvunum leitast Þjóðverjar við að komast yfir fljótið á breiðu svæði, en við Voronesh eru Rússar áfram í sókn, þrátt fyrir öflug gagnáhlaup Þjóðverja. Sænskir fréttaritarar í Berlín síma blöðum sínum, að horfurnar séu all- ískyggilegar fyrir Þjóðverja á þessum vígstöðvum. Á Bryansk- vígstöðvunum suðvestur af Moskvu veitir Rússum einnig betur, enn annarstaðar hvarvetna veitir Þjóðverjum betur og hafa unnið allmikið á. — Rússar segja, að á 3 vikum hafi þeir eyði- lagt 328 skriðdreka og 189 fallbyssur á einum hluta Voronesh- vígstöðvanna. Kínversk lið sækir fva'm vest- ur á bóginn á 20 kilömetra svæði við Hangcli-Nanchang járnbrautina, sem þeir náðu á sitt vald í seinustu viku. Her- sveitir þeirra hafa nú gert árás- ir á tvo hæi, í Kweiki-Yingtan- línunni. Nokkurar líkur eru lil, að Japanar verði að liörfa til Nanchang, en þar hófst sókn é þeirra í maí s. 1. f öði'Uhi fregnuin í morgun segir svo: Sú liætla er yfirvofandi, að Þjóðverjar, sem stöðugt flytja meira lið til Rostovvígstöðv- anna, brjóti alla mótspyrnu Rússa þar á bak aftur. I víg- stöðvafregn til Pravda segir, að hinar látlausu árásir margfalt öflugra liðs séu farnar að mæða Rússa. Pravda- segir, að rúss- nesku hermennirnir hafi átt í bardögum dag og nótt, án þess að fá nokkura livild. Þjóðverjar hafa ruðst inn í Rostov á mörgum stöðum. All- an daginn í gær sóttu Þjóðverj- ar frani i þéttum skriðdreka- sveita- og fótgönguliðsfylking- um og knúðu Rússa til frekara undanhalds. Við Tsymlyanskaya hafa Þjóðverjar náð öruggri fótfestu sunnan lárinnar. ■— Manntjón Þjóðverja og hergagna er gífur- legt og margfalt meira en Rússa, segir í fregnum frá Moskva. — Markmið Hitlers er ekki aðeins nýir landvinningar, heldur að brjóta alla mótspyrnu Rauða hersins á bak aftur. Er það1 álit margra hermálasérfræðniga. Þetta hefir honum þó ekki tek- izt og má þalcka það hersnilli Timochenko marskálks, sem tókst að tefja fyrir Þjóðverjum lengi vel, og bjarga meginhern- um frá gereyðingu, þótt and- stæðingarnir væru liðfleiri og betur útbúnir. Gizkað er á, að í Rostov-sókninni einni hafi Þjóðverjar 600.000 manna lið og yfir 2000 skriðdreka. — Rússar eru sagðir hafa gereytt 75. ]>ýzka herfylkinu við Vor- onezh. — Yfirmaður setuliðsins í Rostov hefir fyrirskipað, að hvert hús í borginni skuli not- að sem virki og barizt í borg- inni til liins ítrasla. f fregnum frá Rússlandi í gær segir enn, að orustan á Ro- stov-svæðinu geisi áfram og sé oft barist í návígi. Þjóðverjar senda æ meira af skriðdtekuin og varaliði til vigstöðvanna, lil jtess að reýna að knýja fram úrslit, en Rússar játa, að Þjóð- ’ verjar liafi brotizt í gegn á Ro- stovvígstöðvunum á tveimur 1 stöðum. Með þessu er ekki átt við, að þeir hafi brotizt gegnum allar virkjaraðir Rússa, og eftir , öllum fregnum frá -Rússlandi að dæma, er Rostov ekki enn á \ valdi Þjóðverja. Þjóðverjar . hafa þó lialdið áfram framsókn sinni og er nú barist við út- liverfi borgarihnar. Þjóðverjar endurtaka hinsvegar, að þeir hafi lekið Rostov. Þeir segjast einnig hafa tekið Novo Char- kesk, en Rússar hafa ekki játað það, og einnig segjast Þjóðv. hafa tekið bæinn Aksaiskye, sem er við járnbrautina milli Novo Charkessk og Rostov. I gær var frá því sagt í rúss- neskum fregnum, að Þjóðverj- ar héldu áfram tilraunum sín- um til þess að komast yfir Don við Tsymlyanskaga, og í Lond- on er álitið, að þeir geri slíkar tilraunir á stærra svæði en áð- ur, og játað er, að Rússar séu þarna í varnarstöðu. Þjóðverj- um tókst að koma nokkurum, framsveitum yfir fljótið, og náðu þar fótfestu, og^grófu sér skotgrafir. Þjóðverjum var þo að þessu skammgóður vermir, því að rússneski flugherinn gerði harðar árásir á þessar stöðvar, en fótgöngulið Rússa upprætti þar næst herflokka þessa. Fyrir vestan Voronesh eru Rússar enn i sólcn og hafa lekið nokkur hundruð fanga og 45 fallbyssur og vélbyssur. x Á Bryanskvigstöðvunum, hafa Rússar byrjað ái'ásir og tekið nokkur byggð svæði. Síðustu fréttir. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi sótt fram 16 km. fyrir sunn- an Rostov. — I Rostov sprengja Rússar hús í loft upp, til þess að reyna að stemma stigu við framsókn Þjóðverja. — Talið er að Þjóðverjar muni nú freista að sækja fram í áttina til norð- austurhluta Kákasus. Ntntt og; lag;g;ott. Japanskar flugvélar hafa gert næturárásir á Port Darwin í Ástraliu og Townsville í Queenslandi. Manntjón varð ekki og annað tjón lítið. • Franskir ættjarðarvinir hafa gert árásir á þýzka hermenn í Brest og víðar og tiafa um 50— 60 Þjóðverjar fallið í þessum bardögum. — Þá liafa franskir verkamenn eyðilagt vopna- verksmiðju, sem stanfaði fyrir Þjóðverja. • Þjóðverjar hafa fyrirskipað skömmtun á kartöflum í Nor- egi og er ástæðan talin, að ella verði ekki hægt að safna nögum birgðum til vetrarins. — Skariimturinn er 3 pund á mann á viku. e Rússar saka Laval um að vinna að þvi, að hersveitir úr fastalier Frakka verði séridar til austurvigstöðvanna, Þjóð- verjum til hjálpar. Blaðafulltrúi * rússnesku stjórnarinnar i Ivubi- shev minnti Laval á, að Frakk- ar ættu enn i styrjöld við Þjóð- verja. • ! í fregnum frá Kairo í gær seg- ir, að ekki hafi verið um neina meiriháttar bardaga að ræða, en stórskotalið heggja hafði sig nokkuð i frammi. Einnig kom til átaka milli framvarðasveita. Stórar sprengjuflugVélar banda- manna gerðu árásir á Tobruk og stöðvar Þjóðverja á Ivrit. — Nálægt Porl Said voru 2 ítalsk- ar flugvélár (S-79) skotnar nið- ur og gerðar voru árásir á 2 þyzkar (Junkers 88); Var önn- ur skotin niður, en hjn laskað- ist. — Loftárásir á eyna Malta voru ekki í stórum, stíl. • Franskir frelsisvinir hafa gert árás á þýzka setuliðsstöð í Be- sancon, nálægt svissnésku landa mærunum, og fellt 45 þýzka hermenn. ú . Kunnur franskur hagfræðing- ur, André Philip, er nýkominn til .Lopdon til þess að ganga í lið De Gaulle. — Gestapo var stöðugt á hælum lians í tvo mánuði, en Philip tókst að lok- um að komast’yfir landamærin. # I gær var birt í London fregn bess efnis, að Þjóðverjar hefði látið taka af lífi 250.000 manna í Póllandi, frá stríðsbyrjun. • Brazilíska -stjórnin liótar gagnráðstöfunum, ef Þjóðverj- ar láta ekki Iausa alla Brazilíu- menn í Frakklandi, sem hand- teknir hafa verið. • í útvarpi frá Ankaar segir eftir lyrkneska hlaðinu Ulus, að hvað sem liði horfunum i Rúss- landi og Egiftalandi verði engin breyting á afstöðu Tyrkja í styrjöldinni, þeir verði hlutlaus- ir áfram, en grípi til vopna verði á þáyi-áðist. • „Dagbladet“ í Stokkhólmi birti Berlínarfregn i gær, þess efnis, að Himmler, yfirmaður Gestapo, hafi farið fram á að- stað allra Berlinarhúa til þess að handsama hrennuvarga, sem á hverri nóttu kveiki í íbúðar- húsum í Berlín. Mijjón ríkis- marka er heitið ])eim, sem gqfur upplýsingar, sem leiða til hand- tölcu sökudólganna. Bretar hafa nú flugvélaverksmiðjur víða í jörðu niðri, í gömlum, tæmdum námum og slíkum stöðum. Mynd þessi er af verksmiðjustúlkum, seiri vinna í flugvélaverksmiðju í gamalli námu 20 metra niðri í jörðinni. — í verksmiðjum þessum er unnið allan sólarhringinn, og liafa menn engar áhyggjur af loftárásum. Nú er mánuður liðinn fná því að Laval hófst handa um að slofna lier sjálfboðaliða til að bérjast gegn Rússum. Áformað var að senda 350.000 manna Iier, . en aðeins 16.000 „buðu sig fram“. ® Orðrómur er á kreiki um það meðal stjórnmálamanna í London, að Beaverbrook lá- varður fái brátt sæti i stríðs— stjórninni á ný. Beaverbrook lá- ( varður liefir að undanförnu ! gengið fram fyrir skjöldu og krafizt nýrra vígstöðya til að lélla undir með Rússum, • Gandhi segir i tímariti sinu, Harijan, sem út kom í gær, að ef Japanir geri innrás í Indland, muni Indverjar veita þeim mót- spyrnu af öllum mætti. • Rússar birta fregn um, að Gestapomenn hafi skotið af vélbyssum á hafnarverkamenn í Hamborg. Verkamennirnir réðust inn í matvælaskemmu, til þess að né sér í eitthvað mat- arkyns vegna svengdar, þegar Gestapomenn komu, grýttu þeir ])A, en Gestapomenn gripu þá til vélbyssna sinna. í fyrri styrjöld liofust innanlandsóeirðir, sem voru upphaf upplausnar heima fyrir, með óeirðum hungraðra manna í Berlín. tóku þátt í árásum á Norður- Frakldand, er 9 Focke-Wulf- flugvélar voru skotnar niður, 2 brezkar og 1 amerisk. Focke- WuIf-flugVélar þessar eru nýj- ustu orustuflugvélar Þjóðverja. Ameríkumenn liafa nýjar flug- vélar, sem fara með allt að 500 km. hraða og að sumrá áliti taka öllum öðrum orustuflug- vélum fram. Brezkar flugvélar voru enn yfir Þýzkalandi í nótt, en” í fyrrinótt varð mikið tjón af á- rásum þeirri á Duisburg, Hom- berg og Mörs, og er játað í til- kynningum Þjóðverja, að mikið tjón hafi orðið. Þjóðverjar segjast hafa valdið miklu tjóni í árás á Middelsborough. Rússneskar flugvélar eru nú að kalla á hverri nóttu yfir Austur-Prússlandi og hafa meg- inárásirnar jafnan verið á Kön- igsberg, þar sem íniklir eldar liafa komið upp í miðhluta borgarinnar og iðnaðarhverfun- um. Einnig varð þar ægileg sprenging í vopnabúri her- gagnaverksmiðju. • Breskar, amerískar og rússneskar j flugvélar — í árásuzn á stöðvar Þjóð- verja s.l. sólarhring, f í gær og í nótt lierjuðu brezk- ar, amerískar og rússneskar flugvélar á Þjóðverja. Flugvél- ar úr ameríska flugliernum Næturlæknir. Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími 4411. — Næturvörður i Reykjavíkur apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög leik- in á bíó-orgel. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir: Gylfi Þ. Gíslason. 20.50 Hljómplötur: Danssýningar- lög eftir Berners. 21.00 Upplestur: „Locksley-liöll“, kvæ'Öi eftir Tenny- son (Þórarinn Guðnason læknir). 21.20 Út'varpshljómsveitin: Syrpa af alþýðulögum. Einsöngur (fr'ú Helga Jónsdóttir: a) Salómon Heiðar: Eg fæddist upp til fjalla. b) Þór. Guðmundsson: Kveðja. c) Piccolomini: Ora pro nobis. d) Salómon Heiðar: Vagga, vagga, e) Adolf Hesse: Ritornerai fra poco. 21.55 Fréttir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.