Vísir - 11.08.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
títpcfandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 60 (fimm línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þjóðgarður
Islendinga.
Stúdentafélag Reykjavíkur
hefir tekið upp þann sið,
að efna til móts að Þingvöllunx
að sumri liverju. Hafa þar for-
yztumenn í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar flutt stúdentum á-
varp að Lögbergi og hvatt þá
til baráttu og dáða. Þar lxafa
stúdentar af öllum flokkum
safnast saman til þess að minn-
ast fortiðarinnar og strengja
þess heit, að vinna landi sinu
og þjóð vel og dyggilega, eftir
þvi sem hver fengi pund til á-
vöxtunar. Um kvöldið hafa
stúdentarnir svo hitzt í Valhöll
og tekið þar upp léttara hjal
og skemmtanir.
Það fer mjög vel á því, að
þannig sé það tvennt sameinað,
sem æskunni er eðlilegt, að
leggja rækt við andann, en
njóta þó jöfnum höndum heil-
hrigðra skemmtana. Það væri
æskilegt, að slík mót yrðu tíð-
ari á Þingvöllum en raun er á,
og fleiri hópar manna haldi þar
hátíðisdaga í þjóðlegum anda
og einingu. Vel gæti einnig kom-
ið til mála, að efnt yrði til al-
þjóðlegs móts á þessum foi-n-
helga stað tíunda livert ár, og
myndi það vafalaust hafa margt
til sins ágætis, en þó ekki sizt
að glæða þjóðannetnað, kynn-
ingu manna í meðal og skilning
á hvers annars högum, en af því
mun sízt veita nú, þegar margs-
kyns ástæðulaus úlfúð þróast
með þjóðinni.
Sá er þó galli á gjöf Njarðar,
að eins og sakir standað er erfitt
að stofna til stórra móta á Þing-
völlum, vegna ófullnægjandi
aðbúnaðar. Væri mjög æski-
legt, að þarna risi upp sam-
komuliús er samboðið væri
kröfum nútímans, og vel að öllu
úr garði gert. Er og kunnugt, að
Þingvallanefnd hefir hugsað sér
þetta, þótt dráttur kunni á að
verða af eðlilegum ástæðum.
Þær umbætur, sem nefndm
hefir þegar hafizt handa um á
ÞingvöIIum, spá góðu um fram-
tíð staðarins, og reynslan sann-
ar, að þar má mikið gera til
umbóta, en þó ekki sízt koma
upp og hlynna að frekara trjá-
gróðri, en þar er nú að finna.
Ræktunarstöðin er hinn fegursti
blettur, og þegar skólaæskan og
margslcyns ungmennafélög hafa
lagt hönd á plóginn, eru líkindi
til að trjálundir muni eiga eftir
að festa þarna fleiri rætur, vaxa
og breiðast út, þar til viðunandi
gróður er fenginn. Frá þvi er
Þingvellir voru friðaðir hefir
gróðri farið mjög mikið fram,
einkum að norðanverðu, en svo
er að sjá, að framfarirnar séu
ekki jafnmiklar þar sem manna-
ferð er mest.
Umhverfi Þingvalla er eitt-
hvert hið fegursta og stórfeng-
legasta á landi hér. Gat ei nema
guð og eldur gert svo dýrðlegt
furðuverk, en þar er grundvöll-
urinn, sem byggja má á og lilú
að. Með smekkvísi og umhirðu
mun staðurinn taka stakka-
skiptum í gróðri, en er vegir
lxafa verið lagðir um vellina,
leikvöngum og íþróttasvæðum
komið þar upp og svæðið skipu-
lagt að öðru Ieyti, mun þó þessi
Hreinlætisvika hefst hér
í bænum á sunnudaginn.
Fá hafnlausu héruðin undanþágu
frá benzínskatti?
Tillaga komin íram um það á Alþingi.
Lögreglustjóri skýrir frá störfum og tillögum
heilbrigðislögreglunnar.
Næstkomandi sunnudag ættu húseígendur hér í
bænum að nota til þess að gera hreint „fyrir
sínum dyrum“ og vel það, því að þann dag
liefst hér hreinlætisvika hjá lögreglu bæjarins. í 92.
grein Lögreglusamþykktar Reykjavikur er húseigend-
um gert að skyldu að halda lóðum sínum hreinum og
viðhalda girðingum um þær. Nú á að láta til skarar
skríða í þessu efni og lögreglan væntir þess, að bæjar-
búar verði samvinnufúsir, svo að ekki þurfi að beita
öðrum og harðari ráðum.
Visir hefir snúið sér til Agn-
ars Kofoed-Hansen, lögreglu-
sljóra, og spurt hann um starf-
semi heilbrigðislögreglu bæjar-
ins.
Sigríður Erlingsdóttir, lijúkr-
unarkona og Pétur Kristinsson,
lögregluþjónn eru starfandi í
þessari deild lögreglunnar og
þau hafa einkunx gert sér mikið
far um að athuga ástand í veit-
ingahúsum, bakarium, mjólk-
urbúðum, fiskbúðum og víðar,
þar sem matvæli hæjarhúa fara
um hendur manna.
í veitingahúsum er atliugað-
ur þrifnaður við framreiðslu og
uppþvott mataráhalda. Hefir
kornið í Ijós, að hvorttveggja
er í mörgu ábótavant og hefir
eigendum jafnan verið uppálagt
að bæta úr því. Þeir hafa jafn-
an tekið þeim tilmælum vel, en
hætt er við, að þrifnaður við
uppþvott komist ekki í viðun-
andi lag fyrr en matsöluhús hafa
geta aflað sér sjálfvirkra upp-
þvottatækja.
Má yfirleitt fullyrða, sagði
lögreglustjóri, að vér séurn að
þessu leyti langt á eftir öðrum
þjóðum á Norðurlöndum, þegar
gerður er samanburður á þeim
reglum, sem þar gilda, og á-
standinu hér. Hefir heilbrigðis-
lögreglan yfirleitt gert það, sem
hún getur, án þess að kæra
menn og orðið vel ágengt, eftir
þvi.sem ástæður liafa staðið til.
Ein tegund sorpíláta.
Loks gerir heilbrigðislögregl-
an það að tillögu sinni, að bæj-
arhúum verði gefinn kostur á,
eða gert að skyldu, að hafa all-
ir samskonar sorpílát. Yrði þá
sorphreinsuninni Iiagað þannig,
að vörubílar yrði liafðir til að
flytja sorpið í sorphaugana, eins
og nú er gert, en þó með þeim
mismun, að bílarnir tæki sorp-
ílátin og önnur yrði skilin eftir
í stáðinn við húsin.
Hreinlætisvikan.
í ]x;ssari viku mun lögreglu-
stjóri snúa sér til blaða bæjarins
og úivarpsins, leggja þessar til-
lögur fyrir þau og fá þau til að
beíta sér fyrir þvi, að
bæjarhúar geri sem mest
til þess, að auka fegurð
bæjar síns með þvi einu, að
hreinsa allt rusl burt af lóðum
og óbyggðum svæðum. Mönn-
um finnst það mesla ósvinna,
að geta ekki farið i bað nxeð
reglulegu millibili og sent fatn-
að sinn í þvott. En þvi þá ekki
að taka sig til að halda líka upp
á hreinlætið utan dyra?
Lögreglan væntir þess, að
bæjarbúar sjái sóma sinn í því,
að bregðast vel við þessum til-
mælum. En þeir, sem þverskall-
ast, geta átt það á hættu, að
lögreglan láti hreinsa lóðir
þeirra á þeirx-a kostnað, og það
er dýrt hvert handtakið núna.
Vísir vill hvetja hæjarbúa til
að taka þessum tilmælum vel og
hlýða þeim að öllu leyti.
Skurðgrafan að verki í Staðarbvggðarmýrum við Eyjafjarðará,
fyrir neðan Munkaþverá.
Skurðgröfurnar stóru hafa reynzt
vel í sumar,
segir íormaður Verkfæranefndar.
Eins og áður hefir verið getið í Vísi voru fengnar hingað til
lands á síðastliðnum vetri stórar skurðgröfur, og hefir nú feng-
ist nokkur reynsla, þar sem þær hafa verið í notkun vikum sam-
an í Staðarbyggðarmýrum í Eyjafirði og við Akranes.
Götuhreinsunin
þarfnast endurbóta.
Fyi'ir alllöngu ritaði heil-
brigðisnefnd bæjarráðs bréf, þar
sem hún fór þess á leit við það,
að það léti setja upp ruslakörf-
ur víða um bæinn, þar sem fólk
væri skyldað til að kasta bréf-
um og öðru rusli í. Allskonar
umbúðir orsaka mikinn hluta
óþrifnaðarins á almannafæri og
með þessu mætti draga mjög úr
lionum.
Þá hefir heilbrigðislögreglan
og gert það að tillögu sinni, að
allar malbikaðar götur í máð-
bænum verði þvegnar — vatni
sprautað á þær að næturlagi —
í stað þess að þær eru sópaðar
á inorgnana. Sópunin fjarlægir
að visu stórgerðasta ruslið, en
rykið og sandurinn, sem mesta
óhollustan stafar af, sitja kyrr
á sama stað. Þvottur gatna tíðk-
ast nú allstaðar í stórborgum
erlendis og er ekki síður nauð-
synlegur hér.
þjóðgarður koma að tilætluð-
um notum og sameina fortíð-
ina og framtíðina. Alþingi eitt
yar ekki háð á Þingvöllum, |
heldur kom þangað allur æsku- j
lýður landsins til íþi’ótta og
skemmtana. Svo mætti það vel
vera nú.
Þótt einstaka raddir hafi
lieyrzt, sem telja að því fé sé
illa varið, sem lagt hefir verið
fram Þingvöllum til prýðis, þá
má þó telja vafalaust, að allur
almenningur sé á annarri skoð-
un, og vilji veg staðarins sem
mestan. Um það eiga einnig all-
ir að sameinast.
Verkfæranefnd fór norður í
land seint í síðastliðnum mán-
uði til þess að halda fund með
stjórn Framræzlu- og áveitufé-
lagi Staðarbyggðar í Eyjafirði,
og athuga um rekstur skurð-
gröfu þeirrar, sem félag þetta
hefir fengið lánað. Er það önn-
ur af þeim tveimur hreyfil-
knúðu skurðgröfum, sem keypt-
ar voru á s.l. vetri. í Verkfæra-
nefnd eru Árni G. Eylands fram-
kv.stj., Pálmi Einarsson, ráðu-
nautur og Runólfur Sveinsson
skólastjóri á Hvanneyri. For-
maður nefndarinnar er Árni G.
Eylands og hefir tíðindamaður
Vísis átt við hann stutt viðtal
og spurt hann um reynsluna,
sem fengizt hefir þar nyrðra.
Sagðist honum frá á þessa leið:
— Skurðgröfturinn byrjaði 5.
júli við Eyjafjarðará, fyrir neð-
an Munkaþverá. Skurðurinn er
þar 4—5 metrar á breidd og 1.25
—2 metrar á dýpt, eftir lands-
lagi.
Gröfturinn hefir yfirleitt
gengið vel og í samræmi við
það, sem búist var við. Á fyrsta
mánuðinum, sem grafið var,
voru grafnir 1000 lengdarmetrar
af þessum skurði, eða yfir 5000
rúmmetrar. Hefir það þó valdið
töfum, að á kafla í skurðinum
hefir orðið að grafa gegnum
mjög hörð malarhöft.
Framræsla Staðarbyggðar er
mjög mikið verk, sem ekki verð-
ur unnið nema á mörgum ár-
um. Stærð lands þess, sem vænt-
leg áveita nær til, er um 600
hektarar, en 22 bændur frá 17
jörðum eiga land i mýrunum.
Frá Akranesi.
Á Akranesi er einnig unnið
með hreyfilknúðri skurðgröfu.
Á Akranesi gengur skurð-
gröfturinn jafnt og vel. Þar mun
vera búið að grafa skurði sem
eru hátt á annan kílómeter.
Eru þeir 3 m. á breidd og nær
2 m. djúpum. Akranesbær
stendur straum af framræsl-
unni þar, enda á bærinn á 7.
hndr. lia. af ræktanlegu mýr-
lendi, og er framræsla frum-
skilyrði þess, að það notist til
beitar og túnræktar.
Amerískur hermaður .
tók leigubifreið til Hafnarfjarðar
í fyrrakvöld, en neitaði að borga
leiguna, þegar komið var suður eft-
ir. Tók hann á rás, en bílstjórinn
á eftir. Náði hann hermanninum,
sem tók þá upp hníf og særði bíl-
stjórann á hendi. Hermaðurinn var
handtekinn.
Þeir alþm. Eiríkur Einarsson, Ingólfur Jónsson, Gísli Sveins-
son flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar í sameinuðu
þingi:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að veita eftirleiðis al-
gerða undanþágu frá greiðslu á benzlnskatti fyrir þær bifreiðar,
sem annast flutning á búsafurðum og aðdráttum í hinum hafn-
lausu héruðum sunnan lands, Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslum. — Er ríkisstjórninni jafnframt falið að gera
með reglugerð nákvæmari skipun um undanþágu þessa, svo að
hún svari á sem réttmætastan hátt tilgangi sínum.
TiIIögunni fylgir svohljóðandi greinargerð:
Með vegagerðum, hrúargerð-
um, og hafnargerðum hefir Al-
þingi nú á síðari árum sýnt auk-
inn skilning á þörfum Jands-
manna til samgöngubóta til
lads og sjávar. En auk mikilla
fjárframlaga til þessara aðgerða
liefir það og veitt drjúga fjár-
styrki þeim til léttis, er eiga örð-
uga aðstöðu og kostnaðarsama
um flutning nauðsynja sinna
milli viðskiptastöðvanna og
heimilanna. Styrkur sá, sem nú
er árlega veittur i fjárlögum
til flóa- og fjarðabáta er þar
lielzt til sönnunar. Fer hann
hækkandi með hverju líðandi
ári og mun lítt talinn eftir, svo
réttmæt þykir slík aðstoð til að
bæta úr aðstöðu- og kostnaðar-
Stærsta frystihús í
sveit.
Að Kirkjubæjarklaustri er nú
verið að reisa sláturhús og
frystihús. Verður frystihús það
að líkindum stærsta frystihús
í sveit hér á landi.
Vísir leitaði upplýsinga urn
]>essar framkvæmdir í morgun
hjá Helga Bergs, framkvæmd-
arstjóra Sláturfélags Suður-
lands.
Kvað hann skilyrði hafa verið
léleg til slátrunar og frystingar
að Hólmi — m. a. vegna vatns-
skort — en þar var slátrað und-
anfarin ár, svo að ákveðið var
að flytja frystivélar, sem þar
voru, að Kirkjubæjarklaustri.
Hafa þær verið auknar nokkuð
en jafnframt hefir verið smíð-
að sláturhús.
Meðan slátrað var að Hólmi
var kjötið flutt jafnóðum suð-
ur hingað, en ]>eir flutningar
gátu alltaf teppzt, eins og í
fyrra, þegar vatnavextir hindr-
uðu þá í heila viku um miðja
sláturtíðina. 1 frystihúsinu að
Klaustri verður hægt að geyma
um 8000 kroppa, svo að ekki
á að koma að sök framvegis,
þótt flutningaörðugleikar verði.
í sláturhúsinu á hinsvegar að
vera hægt að slátra um 400
fjár á dag.
Það er Sláturfélag Suður-
lands, sem stendur að þessum
framkvæmdum. Er vonazt til,
að slátur- og frystihús verði til-
búin í haust.
Virkjun Skeiðs-
foss hafin.
Vinna hófst í morguri að und-
irbúningi Skeiðsfossvirkjunar-
innar í Fljótsá, en svo sem kunn-
ugt er stendur Siglufjarðarbær
að virkjuriinni.
Hefir verkið verið falið firm-
anu Höjgaard & Schultz, en
Langvad verkfræðingur er ný-
lega kominn norður til þess að
stjorna undirbúningi verksins.
Verður liafizt lianda um vega-
lagningu að ánni, sem og að
hyggja skýli fyrir verkmenn.
Rikir mikil ánægja á Siglu-
firði yfir því, að í virkjun þessa
hefir verið ráðizt.
niun, er landsmenn eiga við að
húa í þessum efnum.
Hafnleysuhéruðin suíinan-
lands eiga hér sérstöðu. Báta-
styrkir til vöruflutninga notast
þar ekki, og svo má kalla, að á-
kvörðunarstaðurinn, kaupstað-
urinn, sé nú Reykjavík eiii, síð-
an siglingar til Eyrarbakka og
annarra verzlunarstöðva eystra
hurfu úr sögunni. — Þessar
vöruflutningaleiðir eru langar
og bifreiðakosturinn dýr og fer
síhækkandi með aukinni dýrtíð.
Sér liver sanngjarn maður, að
hér munar miklu í samanburði
við þá, sem njóta þeirrar að-
stöðu eða þess styrks, að flutn-
ingskostnaðurinn verður auka-
atriði.
Þingsályktunartillaga þessi á
fullan rétt á sér, og samþykkt
liennar samræmir aðgerðir Al-
þingis þeim til léttis, er búa við
annmarka dreifbýlisins og hinna
löngu leiða. — Afnám bensín-
skattsins samkvæmt tillögunni
ætti að verða til örvunar fram-
leiðslu og viðskiptum, og tekju-
missir ríkisins lítill móts við
hagræðið.
Að sjálfsögðu er ætlazt til,
að undanþága þessi nái til
mjólkurflutninga um svæði það,
er um ræðir, jafnt og aiinarra
vöruflutninga, og að bifreiðar,
sem undanþágan tekur til, séu
einungis þær, er samkvæmt á-
ætlunum, samningum og riotk-
un að staðaldri eru hafðar til
þessara þarfa. Verður ekki hjá
því komizt, að ríkisstjórnin setji
þar nánari reglur, svo sem til-
lagan gerir ráð fyrir.
Spartl
allskonar
jvpfrawr