Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsia 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 5. september 1942. 180. tbl. I^mlinrkosinii Alfonso Lopez, sem liér birtist mynd af, hefir veriö endurkos- inn forseti Columhia í Suður- Ameriku. Hann var áður mót- fallinn því, að Columbia fetaði um of í fótspor Bandaríkjanna, en nú hefir hann heitið þeim, fullum stuðningi. Ntult ogr laggott. lbúar Saarbrúcken geta nú leitað- inn i virki Siegfried-lín- unnar, ef árás er gerð á borgina. Hefir verið ákveðið að breyta nokkurum þeirra í loftvarna- skýli. Henry Kaiser, skipasmíða- kóngur Bandaríkjamanna, hef- ir setið fund með yfirmönnum hers og flota Bandaríkjanna og helztu mönnum framleiðslumál- anna, til að ræða um framleiðslu risaflugbáta. • Gyðinganefnd Bandaríkjanna i Washington hefir sent Vichy- stjórninni mótmæli fyrir að framselja til Þjóðverja Gyðinga, sem. komizt höfðu frá Þýzka- landi. • Eddie Rickenbacker, fréegasti flugmaður Bandarikjanna 1917 —18, hefir spáð þvi, að Banda- ríkin muni hafa 15 milljóna manna her áður en styrjöldinni verður lokið, og þar af verði 300.000 flugmenn og 3 millj. annara manna í flughernum. • Frá 15. desember til 15. febrú- ar á næsta ári verður öllum ítölskum skólum lokað til að spara kol. Italir fá megnið af kolum sínum frá Þýzkalandi. • Sextán hollenzkir þorgarstjór- ar hafa verið settir af embætti vegna f jandskapar við Þjóðverja og sjö þeirra hafa verið teknir í gislingu. • 3.000.000 manna starfa nú í vopnaverksmiðjum í Bandaríkj- unum. • 1 síðasta mánuði gerðu Bretar 12 næturárásir og 5 dagárásir á Þýzkaland og herteknu löndin. • Fregn frá Vichy hermir, að stór spjöld hafi verið sett upp í öllum strandhéruðum Frakk- lands, alit af 15 km. upp í land, þar sem birtar eru leiðbeiningar um hegðun íbúanna, ef strand- högg eða innrás verður gerð. Loftárás á Bremen. Brezkar flugvélar fóru til á- rásar á Bremen í nótt. Ráðizt var á skipasmíðastöðvar og önnur framleiðslutæki. 11 brezku flugVélanna fénist. 800.000 nienn sækja að linsratl. Barizt vid úthverfi borgarinnar. Rússar afþakka amerískan her. EINKASIÍEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Erlendir blaðamenn í Rússlandi telja nú, að ekki geti verið færri menn í sókn Þjóðverja til Stal- ingrad en 800.000, auk um 3000 skriðdreka og rúmlega 1000 flugvéla. I gær voru hæstu áætlanir blaðamanna hálf milljón manna (25 herdeildir), en síðan hefir ofsi sóknarinnar aukizt enn og Þjóðverjar sótt^nn fram. / Þjóðverjar tilkynntu í gær, að þeir væru komnir að Stalingrad að vestan, en Rússar gera hvorki að játa né neita, en í London er jiað almennt talið, að nú sé barizt við sjálf úthverfi borgarinnar, að einhverju leyti að minnsta kosti. Jafnframt er gert ráð fyrir, áð Rússum muni vaxa fiskur um hrygg, ef leikurinn berst inn í borgina ,þvi að þá verður hvert hús varið meðan þess er nokkur kostur. * Þingmenn í Bandaríkjunuin liafa skýrt frá því, að Sovét- stjórnin liafi afþakkað boð frá Bandaríkjunum um það, að am- erískur her verði sendur til Rússlands, til liðveizlu við rauða herinn. Rússar tilkynntu amerisku fulltrúunum, sem buðu þetta, að þá skorti ekki menn, þrátt fyrir ofsa bardaganna við Þýzkaland. Sem dæmi um ofsann og grimmdina í bardögunum við Stalingrad er j>ess getið, að á einum stað hafi Rússar eyðilagt 40 þýzka skriðdreka á einum degi, 16 á öðrum stað og 25 á þeim þriðja. Þjóðverjar halda sem, fyrr uppi látlausum loft- árásum á borgina, þvi að um hana far nær öll þau skotvopn og aðrar birgðir, sem varnar- lierinn notar. Rússneski flugher- inn segist liafa slcotið niður 47 þýzkar flugvélar á 40 mínútum í einni af fjöldaárásum Þjóð- verja. Suður hjá Novorossisk hafa Þjóðverjar enn neytt Rússa til undanhalds og þokazt nær borg- inni. Herskip úr Svartahafsflota Rússa taka þátt í vörn borgar- innar með þvi að skjóta á hægra fylkingararm Þjóðverja, sem nær niður að sjó. Af bardögunum við Terek- ána eru fregnir engar að heitið getur. Bawzt er heiftarlega um brúarstæði, en landslagið er mjög gott til varnar. Suður af Kaluga segja Þjóð- verjar að Rússar hafi reynt að rjúfa varnir þeirra með stór- skotaliði og skriðdrekum. Kveð- ast Þjóðverjar hafa eyðilagt 91 skriðdreka i þessum tilraunum Rússa. I loftárás Rússa á þýzkan flugvöll voru 24 flugvélar skotnar niður af 37, sem árásina gerðu. Þjóðverjar slcýra frá þvi, að stórskotalið þeirra og flugvélar liafi sökkt sex flutningaskipum á Volga á einum degi, auk f jölda smiáskipa. Fljótið er um 8 km. á breidd á þeim slóðum, þar sem Þjóðverjar segjast komnir að því. Ofnasöfnun. Þýzka stjórnin býr sig nú undir vetrarhernað i Rússlandi sem óðast og er t. d. byrjað að safna léttum ofnum, sem auð- velt er að flytja, auk hlífarfata, skinna og ullarfatnaðar, er byrj- að var að safna fyrir nokkurum vikum. Framleiðöndum hefir verið gert að skyldu að láta af hendi fjórðung framleiðslu sinnar og í ráði er, samkvæmt fregnum frá Sviss, að gera húseiegndum einnig skylt að afhenda eitthvað áf sínum ofnum. Fregnir frá London herma, að þýzkur höfuðsmaður hafi skrif- að í „Militár Wolchenblatt“, að það væri skylda foringja að skjóta hvern þann hermann, sem sýndi óttamerki, því að ein- staklingurinn sé ekkert, þegar viðhalda þurfi samheldni og ein- beittni fjöldans. 1000 snekkjur gegn kafbátum. Bandarikin eru að smíða 600 snekkjur til kafbátavarna, en 1000 smáskip önnur verða tekin til þessarar þjónustu, svo að alls verða 1600 snekkjur og smáskip til að berjast við kafbátana bráð- lega. Byrjað var á fjöldafram- leiðslu þessara 600 snekkja fyr- ir nokkuru og gengur hún afar- .fljótt, því að þær eru smíðað- ar i mörgum lilutum, og settar sanian i skipasmíðastöðvunum. Auk þeirra er verið að breyta 1000 smáskipum og hraðskreið- um vélbátum, svo að þau geti tekið þátt í kafbátabaráttunni. I byrjun ársins taldi Knox flotamálaráðherra, að öxulríkin mundu hafa um 500 kafbáta í hernaði í loks ársins. Kínverjar missa borg. Kínverjar hafa misst aftur smáborg norðvestur af Kinhwa, sem þeir tóku fyrir fáeinum dög- um. Harðir bardagar standa um Kinhwa og var það japanskur liðsauki á leið til borgarinnar, sem lirakti Kínverja úr smá- borginni þar fyrir norðvestan. Stilwell liershöfðingi kom í gær til Chungkings frá Nýju Delhi og tilkynnti þá, að flug- vélar Bandaríkjamanna hefði, gert árás á Nanchang. Loítíriii! ð BiÉpest. Budapest, höfuðborg Ung- verjalands, hefþ- nú orðið fyr- ir fyrstu loftárás sinni, sem var gerð í nótt sem leið. Voru það níssnéskar flugvélar, er fóru þenna leiðangur, ekki minna en um 1500 km. hvora leið. Árásin stóð í tvær klukku- stundir og einu sinni heyrðist ægileg sprenging í borginni, sem yfirgnæfði allar aðrar. Flugvélar Rússa, sem fara í árásarferðir til Berlinar, Budapest og annarra jafn f jarlægra staða, eru með sér- stakri vængtegund, sem gerir þeim kleift að fljúga óvenju- lega hátt. Hreyflar þeirra eru líka útbúnir með loftdælu, em sér hreyflunum fyrir nógu lofti, þótt þrýstingurinn sé orðinn mjög lítill í þessari hæð. Barizt aftur í gær í Egiptalandi Bardagar voru á allstóran mælikvarða í gær í Egiptalandi, en er kveldaði hættu þeir og öxulherirnir fóru aftur til sinna fyrri stöðva. Herstjórn Bandaríkjamanna í Egiptalandi tilkynnir, að amer- ískt skriðdrekalið hafi tekið þátt í bardögum tvo fyrstu dagana og eyðilagt allmarga skriðdreka öxulherjanna. Að næturlagi undanfarið hafa Bretar sent fram verkfræðinga- sveitir til að sprengja upp skrið- dreka þá, sem legið hafa eftir, þegar öxulherirnir hafa snúið undan. Hafa 39 skriðdrekar ver- ið sprengdir í loft upp á þenna hátt. Þjóðverjar tilkynna, að flug- sveitarforinginn Marseilles, sem er í flughernum i Afríku, hafi nú grandað 125 flugvélum, þar af 16 á einum degi. Worsk liáikola- hátíð í London. S.I. miðvikudag héldu Norð- menn í London upp á árshá- tíð háskólans, með því að inn- ritaðir voru nýir stúdentar, flest stúlkur. Um kveldið var haldin veizla með 250 stúdentum, eldri og yngri, og þaðan var Churchill sent skeyti, þar sem Bretum, var þökkuð gestrisni þeirra og liann sjálfur hyltur sem foringi Breta. Meðal ræðumanna var Noel Baker þingmaður, sem lýsti því, hversu mikilvægan þátt Norð- menn ætti i styrjöldinni, m. a. vegna þess, hve verzlunarfloti þeirra er stór. Heyskortur er nú svo mikill í Noregi, að ströng skömmtun- arákvæði hafa verið sett. Hestar setuliðsins fá þó hey án skömmt- unar. í Londondeppy Fyrsta bækistöð Bandarikjamanna i Evrópu var London- derry í Norður-lrlandi. Myndin sýnir ameriska sjóliða og tund- urspilla í höfn þar. Þjóðverjar endurskipu- leggja njósnakerfi sitt Vegna þátttöku Amerikuþjóða í striðinu. Þýzka leyniþjónustan hefir tekið algerum stakkaskiptum síðustu mánuði, segir í grein í Lundúnablaðinu Daily Telegraph.Stafar þetta af styrjaldarþátttöku ýmsra Am- eríkuþjóða og allskonar erfiðleikum í Austurlöndum.Síðan opin- berum skrifstofum Þjóðverja í þessum löndum hefir verið lok- að, hefir sambandið rofnað eða bilað meira og minna milli aðal- stjórnar njósnaranna heima og einstaklinganna, sem verkin vinna. Hefir því orðið að endurskipuleggja þessa starfsemi. — Þýzka blaðið, sem gefið er út í London — Die Zeitung — skýrir ,ft\á þvd, að yfirstjórn njósnasveitanna hafi verið lögð beint undir stjórn Hitlers. Með ítalir reknir á flótta. ítalir hafa flutt 62 albanska stúdenta — þar á meðal 14 stúlkur — í fangabúðir á Italíu, fyrir að sýna mótþróa og stofna til óeirða. Hjá Premeti hafa albanskir skæruflokkar rekið af höndum sér ítalskan lierflokk, sem hafði verið sendur til að refsa Albön- um'. Götubardagi í Belfast. Lögreglan í Belfast og 6 með- Iimir írska lýðveldishersins háðu bardaga í vesturhluta borgarinnar í gærkveldi. Enginn lögregluþjónanna særðist, en tveir vegfarendur — þar ó meðal litil telpa — urðu fyrir skotum. Lögreglan skýrir svo frá þessu, að I. R. A.-menn- irnir hafi skotið á hana fyrir- varalaust með léttri vélbyssu, en liún snerist þegar lil varnar. Einn maður hefir verið liand- telcinn og er hann grunaður um að liafa verið einn af árásar- mönnunum. Var hann vopnaður skammbyssu. því móti getur hann samræmt starfsemi njósnaranna hernað- araðgerðum sinum og pólitisk- um fyrirætlunum. Upplýsirigastarfsemi Þjóð- verja er í þrennu lagi og hafa þessir aðilar hana með hönd- um: Njósnadeild hersins, undir stjórn Canaris, flotaforingja, Samband Þjóðverja erlendis og Gestapo. Tvær aðalstöðvar. Madrid var áður éin af aðal-( bækistöðvum þýzku njósna- starfsejninnar, en til þess að hún vekti ekki eins mikla at- hygli var hún fyrir nokkuru flutt til Vigo og þar eru líka bækistöðvar Geslapo fyrir Pyreneaskagann og Norður- Afríku. Faupel hershöfðingi og for- seti spænsk-amerísku stofnun- arinnar i Berlín, sem var sendi- herra Þjóðverja á Spáni meðan á borgarastyrjöldinni stóð og hjálpaði við skipulagningu fal- angistaflokksins, er nýkominn til Spánar til að auka menning- arsambandið við Þjóðverja, að þvi er látið er i veðri vaka. Starf hans á að vera að skipuleggja utanríkisdeild falangistaflokks- ins. Önnur aðalbækistöð — fyrir Austurlönd — liefir verið sett á fót í Tyrklandi. Þar Tæður von Papén. Miðstöðiii er þö ekki i bustað hans i Ankara) heldur í sumarhöll hans i Istanbul. Þar Frh. á 3. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.