Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 2
VISIR Setuliðsvinnan: Dagsbrún geíur verka- mönnum óbundnar hendur Hún afturkallar áskorunina um að þeir vinni áfram. Stjórn Dagsbrúnar kom saman á fund í gærkveldi og gekk frá ályktun varðandi verkamenri og landvarna- eða setuliðsvinn- una, sem hún tíðast er nefnd. Með ályktun þessari eru verka- menn, eins og sakir standa, látnir hafa óbundnar hendur um það hvort þeir vilja vinna áfram hjá setuliðinu, þrátt fyrir það, að setuliðsstjómin hefir ekki tekið fullnaðarákvörðun í tilefni af hinum nýja vinnusamningi Dagsbrúnar og Yinnuveitenda- lélagsins. Hefir setuliðsstjómin þessi mál til athugunar. Mun bráðlega koma í ljós, sennilega í dag, hvort menn hverfa úr setuliðsvinnunni eða starfa þar áfram enn um sinn upp á sömu kjör, í von um samkomulag á grundvelli nýja vinnusamningsins. VÍSIP DAGBLAÐ Gtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Traust eða vantraust. tj INS og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, hafa Fram- sóknarmenn á Alþingi borið fram þingsályktunartillögu, sem sú grein er gerð fyrir í fyrir- sögninni, að hún sé „viðvikjandi núverandi ríkisstjórn“, og að efni til er á þá leið, að með þvi að vitanlegt sé, að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta þings að baki sér, en ekki sjá- anlegt að unnt verði að mynda meirihlutastjórn á þessu þingi, þá verði að „líta á rikisstjómina sem starfandi til bráðabirgða“. Menn hafa verið að brjóta heilann um það, síðan tillaga þessi birtist, hvort heldur yrði að lita á hana sem trausts- eða vantrauststillögu. Sannleikurinn er sá, að síðan Alþýðuflokkurinn og Sócíalistaflokkurinn lýstu yf- ir afstöðu sinni til rikisstjórn- arinnar á dögunum, hafa menn verið að húast við því, að fram mundi koma tillaga um van- traust á stjórnina frá Framsókn- arflokknum. Yfirlýsing for- manns flokksins í sameinuðu þingi um það, að flokkurinn væri i andstöðu við ríkisstjórn- ina, var alveg óþörf, af því að sú afstaða flokksins var alkunn, og liún var alveg þýðingarlaus, af því að hún skar ekkert úr um það, hvort flokkurinn vildi una því, að ríkisstjórnin færi á- fram með völd eða ekki. Hins- vegar virðist nú alveg úr þessu skorið með jieirri þingsályktun- artillögu flokksins, sem nú er fram komin. I þeirri tillögu felst alveg ótvirætt, að flokkurinn telur ekkert annað fært en að núverandi ríkisstjórn sitji á- fram við völd til næsta þings. I greinargerðinni fyrir tillög- unni er þetta undirstrikað, með tilvísun til yfirlýsinga Alþýðu- flokksins og Socíalistaflokksins um, að þeir „mundu ekki leng- ur hindra vantraust, ef fram kæmi. Og einmitt fyrir þá sök vill Framsóknarflokkurinn ekki bera fram vantraustið, að hann telur að það hlyti þá að verða samþykkt og ríkisstjómin að biðjast lausnar. Nú er það auðvitað sannast mála, að yfirlýsingar Alþýðu- flokksins og Socialistaflokksins, um breytta afstöðu til ríkis-, stjórnarinnar, eru ekkert annað en orðin tóm, úr því að þeir fylgja þeim ekki eftir með van- taustsyfirlýsingu. En söm er gerðin Framsóknarflokksins eigi að síður, þegar hann nú finnur sig til þess knúinn, að hlaupa í skörðin fyrir þá með alla sina 20 þingmenn, til þess að bæta ríkisstjórninni upp missi þeirra 12 þingmanna, sem þá flokka fylla nú. Og í raun- inni verður að líta svo á, að ef þessi þingsályktun framsóknar- manna nær fram að ganga, þá verði við það sú breyting ein á afstöðu Alþingis til rikisstjóm- arinnar, að stjórnin fái yfirlýst ef til vill samhljóða þingfylgi til þess að fara með völdin á- fram til næsta þings, í stað þess að orkað. gæti tvímælis um það ella, hvert fylgi hún hefði til þess. En þó að því sé hnýtt aftan í ályktunina, að líta verði á ríkisstjórnina „sem starfandi til bráðabirgða", þá skiftir það alls engu, því að valdaaðstaða rikis- stjórnarinnar breytist ekkert við það. Tillaga þessi var rædd á fundi Sameinaðs þings í gærkveldi. Hófst umræðan kl. 10 og stóð yfir í tæpa klukkustund, en at- kvæðagreiðslu var frestað. For- maður Framsóknarflokksins fylgdi tillögunni úr hlaði með stultri og hógværri ræðu. Kvað hann tillöguna fram borna í því skyni að gengið yrði úr skugga um það, hvert þingfylgi rikisstjórnin hefði að baki sér. Hinsvegar taldi hann að ekki mundi fært að skifta um stjórn að svo stöddu, enda mundi eng- inn kostur á betri stjórn, eins og nú væri komið málum, þó að núverandi ríkisstjórn mundi að sjálfsögðu, eins og aðrar stjórnir,£Íga sínar syndir á bak- inu. Forsætisráðherra svaraði með því að visa til fyrri yfirlýs- inga sinna, þess efnis, að nú- verandi ríkisstjórn liefði sjálf frá upphafi litið á sig sem minni- hlutastjórn, starfandi til bráða- birgða, og tillagan, þó að sam- þykkt yrði, breytti því í engu aðstöðu hennar, að dómi hennar sjálfrar. Hinsvegar væri það á \aldi Alþingis að skifla um rik- isstjórn, þegar því Jxetti það tímabært. — Engir aðrir tóku til máls, nema hvað Sveinbjörn Högnason reyndi af veikum mætti að teygja svolítið úr um- ræðunum og krydda þær með sínum venjulega munnsöfnuði. Wyveitt presta- köll. Nýlega hefir ísafjarðarpresta- kall verið veitt sira Sigurði Kristjánssyni, sem, áður var prestur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal. Eins og áður var getið hér í blaðinu fór fram prestskosning í Isaf jarðarpresta- kalli fyrir nokkuru og var kosn- ing ólögmæt, en síra Sigurði hefir nú verið veitt embættið frá 1. þ. m. Sömuleiðis hefir Svalbarðs- þinga-prestakall í Norður-Þing- eyjarprófastsdæmi verið veitt síra Hólmgrími Jósefssyni að Skeggjastöðum. Hann var eini umsækjandinn um prestakallið, en kosning var ekki lögmæt. Síra Erlendi Sigmundssyni hefir verið veitt Seyðisfjarðar- prestakall frá 1. sept. Þar voru tveir umsækjendur og var sna Erlendur kosinn lögmætri kosn- ingu. ALÞINGI Drykkjumannahæli. TiIIaga til þál. um drykju- mannahæli var til umræðu í Sameinuðu þingi i gær. Var hún flutt af þingmönnum úr öllum flokkum. Tillögunni var vísað til ríkisstjórnarinnar með 24 at- kv. gegn 19, til frekari undir- búnings fyrir næsta þing. Skipulagning vinnuaf lsins. Sameinað Alþingi samþykkti í gær tillögu þá til þingsályktun- ar, sem allsherjarnefnd lagði fram, um skipun vinnuaflsins. Skv. tillögunni verður skipuð milliþinganefnd, svo sem áður hefir verið getið, til gagngerðrar athugunar á sviði atvinnumál- anna. Frumvarp sjálfstæðismanna um raforkusjóð orðið að lögum. Frv. þetta, en með því er stig- ið stórt spor í rafveitumálum sveitanna, var afgreitt í gær sem lög frá Alþingi. Flutningsmenn Alyktun ’Dagsbrúnarstjórnar- innar hefir nú verið birt og er hún undirskrifuð af varafor- nianni félagsins. í upphafi tilkynningarinnar er skýrt frá hinum nýja vinnu- samningi, sem undirritaður var 24. f. m. Tveim dögum síðar var samningurinn sendur í enskri þýðingu til yfirherstjórnar setu- liðs Bandaríkjanna hér, í þeim tilgangi, að samningar tækjust einnig um þá verkamenn, sem vinna hjá setuliðinu. 28. ágúst hirti stjórn Dagsbrúnar áskorun til verkamanna hjá setuliðinu um að skipta ekki um vinnustaði meðan samnmgar væru óút- kljáðir. Aðalástæðan fyrir’ á- skoruninni var sú, að fulltrúi setuliðsstjómarinnar hefir oftar en einu sinni hótað að flytja inn erlenda verkamenn, og að hver sá verkamaður, sem hyrfi úr setuliðsvinnunni ætti þangað ekki afturkvæmt. Stjóm Dags- brúnar þóttist sjó þá hættu framundan fyrir isl. verkalýð, að atvinnuleysi hæfist aftur og taldi sér skylt að vara verka- menn við. Nú er svo komið að verkamenn í landvarnavinnunni hafa frá 22. ágúst unnið sam- kvæmt samningum, sem þangað til giltu milli Dagsbrúnar og Vinnuveilendafélagsins, og liafa því miðað við aðra verkamenn, farið algerlega varhluta þeirra kjarahóta, sem hinn nýi samn- ingur felur, í sér. Þetta hefir allt verið skýrt fyrir amerísku setu- liðsstjórninni. í lok tilk. segir svo: Stjóm Dagsbrúnar er þeirrar skoðunar, að enginn geti vænzt þess að verkamennimir í land- vamavinnunni vinni lerigur upp á sömu kjör og hingað til. Stjóm Dagsbrúnar álítur, að hún og meðlimir Dagsbrúnar í landvarnavinnunni hafi þegar gert fulla skyldu sína og reynt eftir megni að afstýra þeim af- leiðingum, er hlotizt gætu af af- stöðu herstjómarinnar til þess- ara mála. Fari svo, að land- varnavinna verði ekki lengur op in íslenzkum verkamönnum, þá álítur félagsstjómin, að Vmf. Dagsbrún hafi gert allt, sem í þess valdi stóð, til þess að af- stýra því. Verkamennimir í landvarna- vinnunni hafa til fulls farið eft- ir áskomn Dagsþrúnarstjómar- innar og sýnt með því félagi sínu, verkalýðsstéttinni og þar með allri þjóðinnl þegnskap, sem ber að þakka og viður- kenna. Vegna þess, er að framan þess voru Ingólfur Jónsson, Sig- urður Bjarnason, Gunnar Thor- oddsen og Jón Pálmason. Mikilvæg breyting var gerð í efri deild, þ. e. að frumvarpið , næði einnig til hinna smærri kauptúna. greinir, lýsir stjóm Vmf. Dags- brún því yfir, að hún afturkallar hér með fyrri áskorun sína til verkamanna í landvamavinn- unni um að skifta ekki um \ vinnustað. Beykjavík, 4. sept. 1942. f.h. stjórnar Vmf. Dagsbrún Helgi Guðmundsson, varaformaður. Vísi hefir þótt rétt að skýra ítarlega frá tilkynningu Dags- Tilraunirnar með bóluefnið fara fram á þann liátt, að 5 grís- ir hafa verið teknir og allir verið sýktir, en samtímis þvi hefir blóðvatni (þ. e. bólusetn- ingarefninu) verið sprautað í fjóra þeirra, en aðeins einn grís- inn er látin afskiptalaus, til að munurinn sjáist á veikindum hans og þeirra, sem bólusett- ir hafa verið. Nú sem stendur er mestur sótthiti í þeim grísnum, semekki var bóiusettur, svo að gera má sér vonir um að bóluefnið beri tilætlaðan árangur. Fái svinin bata er þar um lífstíðarvörn gegn svínapestinni að ræða. Veikin er þegar komin upp í 10 búum og munu um 260 svín vera dauð, þar af um 100, sem slátrað hefir verið heilbrigðum, til þess að forða þeim frá veik- inni og koma í veg fyrir að kjötið skemmist. Annars sagði Ásgeir, að nokk- uð bæri á ótta hjá fólki að kaupa svínakjöt um þessar mundir, en hann sagði að það væri ástæðu- laus hræðsla. I fyrsta lagi væri aðeins um gott svínakjöt að ræða á markaðnum og af ósýkt- um svínum, en í öðru lagi væri kjötið alls ekki hættulegt fyrir menn, þó þess væri neytt af sýktum svínum. Þá sagði hann ennfremur, að fyrir svínaeigendur væri það all- mikil vörn að sjóða matinn í s\ínin. Sumir teldu hann þá að vísu ekki eins hollan, en það væri alls ekki rétt. Ef maturinn væri soðinn jafnaðist fæðan yf- irleitt miklu betur, og ef gefið væri grænmeti, smári, arfi eða gras með matnum, væri það til mikilla bóta. Annars sagði Ásgeir, að vegna þess hve svínapestin væri næm, væri ákaflega mikil hætta á því að hún yrði hér landlæg. Þar af brúnarstjórnarinnar, þar sem mál þessi varða hag fjölda manna, og breytt viðhorf á sviði atvinnulifsins kann að vera yf- irvofandi. Verður það rætt itar- legar hér i blaðinu. S j ómannadeilan. Samkomulagsumleitunum í sjómannadeilunni er haldið á- fram. Að því er Vísir hefir fregn- að kom fram hugmynd í málinu í fyrrinótt, frá sáttanefnd, sem stjórn Eimskipafélagsins var heðin að taka afstöðu til. Hefir stjórn Eimskipafélagsins gefið svar sitt við þessari liugmynd og var það afhent um kl. 7 i gærkveldi. Um samkomulags- horfur verður ekkert frekara sagt en áður, á þessu stigi, ann- að en það, að meðan samkomu- lagsumleitunum er haldið áfram er þó von um árangur. Mikið liggur við að þessi deila leysist hið skjótasta, og er það ósk allra, sem bera velferð lands og þjóð- ar fyrir brjósti, að sættir komist á nú þegar. leiðandi ylti mjög á því, hversu tækist til með bóluefnið. Um hundapestina sagði Ás- geir, að hún herjaði bæði á Aust- ur-, Norður- og Suðurlandi, og í Eyjafirði hefði hún komizt í eitt refabú. Er hún nýkomin þangað og þó eru 4—5 dýr þeg- ar dauð. Taldi Ásgeir að hér væri held- ur ekki um annað að ræða en að bólusetja bæði hunda og refi framvegis, því útlit væri fyrir að veikin herjaði hér í nokkur ár eða jafnvel áratugi. M. a. væri mikil hætta á því, að sá hunda- stofn, sem risi upp að nýju hér í nágrenni Reykjavíkur smitað- ist af hundum úr sýktu héruð- unum. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af síra Sigurbimi Ein- arssyni ungfrú Gróa Sigríður Þor- geirsdóttir frá Lambastöðum í Garði og Walter R. Laurence. Gefin verða saman í hjónaband í dag ungfrú Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Vilhjálmur Kristinn Ingibergssog. Heimili þeirra verður á Hverfisgötu 104C. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af sira Sigurbimi Einarssyni, Guðrún Sigriður Jónsdóttir og Að- alsteinn Guðmundsson stud. jur. — Heimili þeirra er á/Lokastig 2. Hlutavelta. Glimufélagið Ármann heldur hina góðkunnu árlegu hlutaveltu sina þ. 13. þ. m. i Í.R.-húsinu, sem Iþrótta- félag Reykjavíkur hefir góðfúslega lánað. Söfnun muna er nú þegar hafin og heitir félagið á alla vel- unnara þess að taka vel á móti sendi- mönnum, er koma í erindagjörðum fyrir hlutaveltuna. Dansleikur S.A.R„ sem auglýstur var í gær, verður í kvöld kl. 10 og verða aðgöngu- miðar seldir í Iðnó frá kl. 6—9. Af misgáningi stóð í auglýsingunni, að dansleikur þessi yrði haldinn í gærkvöldi, en það er ekki rétt. Húsdýrasjúkdómaj: 260 svín eru dauð. Tilraunir gerðar með nýtt bóluefni. Handapestin drepnr refi í Eyjafirði. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í dag hjá Ásgeiri Ein- arssyni, dýralækni, er nú búið að fá amerískt bóluefni við svínapestinni og standa þessa daga yfir tilraunir með það. — RÚMGÓÐUR suEnarbðslaQor óskast til leigu sem næst bænum. Þarf að vera raflýst- ur. Tilboð sendist Vísi fyrir n. k. þriðjudagskvöld, merkt: „Sumarbústaður“. Stúlka óskar eftir mðskonustöðu á fámennu lieimili í bænum. — Uppl. í síma 3704, laugardag 3—7 e. h. Vanar stnlknr og lærlingar óskast strax eða síðar. SAUMASTOFA Guðrúnar Amgrímsdóttur. Bankastræti 11. sem eiga að birtast í Vísi á laugardögum, þurfa helzt að berast blaðinu fyrir kl. 6 á föstudögum eða í síðasta lagi kl. 19 f. h. á laugardögum. Stúlka óskast til morgunverka. SIGRÍÐUR THEODÓRS. Reynimel 54. Cítrónur nýkomnar, vma Laugavegi 1. Fjölnisvegi 2. Munið að VISCOL leðurfeiti margfaldar endingu vinnu- stígvéla yðar og gerir þau vatnsheld. Gólflakk þpFroiMr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.