Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1942, Blaðsíða 3
VISIR Landvarnir Rn§§a í An§tnr-A§ín AÐ er alls ekki óhugsandi, að árás Japana á Aleuteyj- arnar sé raunverulega undirbún- ingur að árás á Rússa í Síberíu — bækistöðvar Japana á Kiska og Attu eigi að verja þá fyrir árás aftan frá af hálfu Banda- ríkjanna. Ef Japanir leggja til atlögu við Rússa, og þá langar til þess, þá munu þeir gera það af allt öðrum livötum en þeim, sem réðu því, að Þjóðverjar hófu innrás í Rússland. Þjóðverjar vildu uppræta heri Rússa og komast yfir auðlegð landflæma þeirra í Evrópu. Japönum, er hinsvegar ljóst, að möguleg eða raunveruleg auðæfi Austur- Asíulanda Rússa eru ekki þess virði, að lifi eins einasta jap- ansks hermanns sé fórnað fyrir þau. Það sem Japanir hafa liins- vegar í hyggju er að útmá eina Evrópuríkið, sem á liluta af meginlandi Asiu og liefir þar landfræðilega aðstöðu til að vera í veginum fyrir ætlunar- verki Iands sólarupprásarinnar. Hvorir eru „umkringdir“? Japanir hafa árum, saman lit- ið svo á, að samgöngum þeirra við meginland Asíu og sérstak- lega við Manchukuo stafaði hætta af Rússum. Þessvegna hefir stjórn hersins i Mansju- kuo gert ítrekaðar tilraunir til að skapa átyllu til að ráðast á „hættuna“. Þegar umbrotatíminn eftir 1917 er ekki meðtalinn, þá hefir Rússum aldrei stafað hætta af styrjöld á tveim vígstöðvum. I stríðinu við Japani í upphafi þessarar aldar var allt með kyrrð og spekt við vesturlanda- mærin. í heimsstyjöldinni sið- ustu var samkomulag Japana og Rússa meira að segja orðið svo gott, að Japanir létu þá fá hergögn til að nota gegn Mið- veldunum í Evrópu. Nú er svo komið, að Japan og Rússland hafa 5000 km. löng landamæri sameiginlega. Áður voru sameiginleg landamæri þeirra aðeins 130 krn. á lengd, nefnilega þvert yfir eyjuna Sakhalin, auk 17.6 km. með- fram Tyumen-ánni á landamær- um Koreu. Stefnuhreytingin varð á árun- um 1931—32, þegar Japan lagði Mansjúríu undir sig og byrjaði að færa sig vestur á bóginn til Innri-Mongolíu, þar sem stofnuð var leppstjórn, er var sjálfstæð að nafninu til. Þetta landflæmi var þá kallað „and- kommúnistiskt“ svæði. Þarf ekki annað en að líta á landabréf til þess að sjá, hversu injög aðstaða Tapana hefir batn- að við þetta gagnvart Promorsk- héraðinu, þar sem Vladivostok er, og yfirleitt öllu landssvæð- inu fyrir austan Baikalvatnið. Tal Japana um að þeir sé „um- kringdir“ af Rússum austur þar er því hreinasta fjarstæða. „Hervægilegar‘‘ járnbrautarlínur. Engum skyldi til hugar koma, að Rússar hafi setið auðum höndum þenna tíma. Árið 1934 hættu þeir að gera sér vonir um að geta gert Mansjukuo að hags- munasvæði sinu. Þeir seldu Austur-kínversku járnbrautina, sem þeir áttu og var notuð til að stytta leiðina til Vladivostok. Jafnframt fóru þeir að styrkja stjórnmálatengsl sín í Ytri Mon- golíu með því að gera hernaðar- bandalag við lýðveldið þar. Landamæri þessa rikis áttu að vera landamæri Rússlands, ef á það yrði ráðizt. Molotov aðvar- aði Japani um það árið 1939. Vegna þess hve Rússar hafa óskaplega löng landamæri að verja austur þar, ákváðu þeir að liafa þar sérstaka lierstjórn, sem skiptist í þrjár deildir. Ein þeirra liefir aðalbækistöð sína í Vladivostok, önnur milli Blago- vesjensk og Khabarovsk við Amur-fljót og sú þriðja hjá Baikal-vatni. Auk þess er svo sérstakt mongólskt-rússneskt j herforingjaráð, sem starfar j í Ytri-Mongólíu. j Þarna austurfrá eru áuðvitað ekki til neinar iðnaðarborgir, j sem jafnast á við borgirnar í I Vestur-Siberíu, suðaustur af ! Ural-fjöllum, en þó hefir iðn- aðurinn þar tekið miklum fram,- förum. Gullnám er þar all- mikið, þótt það teljist ekki sér- stíaklega hagnýtt í stríði, en framfarirnar hafa verið mestar í að auka kola- og járnfram- leiðsluna. Nokkrar olíulindir hafa fund- izt á þessum, slóðum, en þær eru þó ekki eins auðugar og olíulindirnar á rússneska (nyrðri) hluta Sakhalin. Síð- ustu skýrslur sýna, að ársfram- leiðslan þar muni nema 600:000 smál. og af þvi fá Japanir um það bil helming. I Til varriar og sóknar. Hvaða verndarráðstafanir hafa Rússar tekið og hvert munu Japanir stefna árás sinni, ef af lienni verður? Áður en Þjóðverjar réðust a Rússa var það algeng skoðun, að flatneskjur Rússlands mundu verða árásarherjunum i hag. Sama máli gegnir viða um landið i Norður-Síberíu. I norð- urátt er Amurfljót eina hindr- unin fá náttúrunnar hendi og á- rásir i áttina til Khabarovsk og Blagovesjensk virðist ekki ýkja erfið. Á síðustu árum hafa Japanir lagt járnbraut til Tunkiang, suðaustur af jKhabarovsk, og Heiho, andspænjs Blagovesjensk við Auur. Þessi landamærahér- uð Mansjúkuo eru svo strjál- býl, að eingöngu hernaðarnauð- syn getur hafa verið orsök járn- brautarlggningarinnar. Sama orsök er fyrir þvi, að járnbraut hefir verið lögð til Hulin á aust- urlandamærum, Mansjukuo, um miðja vegu milli Vladivostok og Khabarovsk. Aðrar járnbrautir liafa verið lagðar til vestur- landamæranna. Það er áætlað, að Japanir hafi lagt um 5000 km. járnbrauta i Mansjukuo og um 20.000 km. bílvega undanfarin 10 ár. Þessir vegir og brautir stefna til Bai- kal-svæðisins í norðri og vestri, og Síberíubrautarinnar í austri. Rússar liafa liinsvegar lagt nýja járnbraut frá Taishet vest- an Baikal-vatns, norður fyrir það um Komsomolsk til Sovet- skaya á Kyrrahafsströndinni. j Er henni ætlað að vera til vara, ef Japanir skyldu geta rofið gömlu brautina, sem liggur mjög nærri Mansjukuo. Ef til styrjaldar drægi mundu Rússar að öllum líkindum neyð- ast til að láta sér nægja að vera í vörn, ekki aðeins vegna þess, liversu örðug aðstaða þeirra er annarsstaðar, lieldur og vegna þess, að innan landamæra Mansjukuo mundu þeir bráð- lega rekast á fjallgarða á þeim eina stað, sem aðdráttarleiðir leyfa sokn. Hlutverk Vladivostok. Skærur, sem háðar voru á landamærum Síberíu og Man- sjukuo árið 1937, voru að visu óútkljáðar, en þ'ær urðu þó til þess, að Japanir sáu, að rúss- neski herinn væri ekki eins dug- laus og þeir höfðu haldið. Tveim árum síðar komust Japanir enn betur að raun um þetta, þvi að þá urðu þeir að lúta í lægra lialdi i fyrstu reglulegu skrið- drekaorustu sögunnar. Vladivostok hefir raunveru- lega verið breytt í virki. Það mun að likindum verða hægð- arleikur að einangra borgina, en hún mun geta staðizt allar árás- ir i langan tíma. Japanir óttast hana ekki sem flotabækistöð, heldur sem flugstöð, þvi að frá henni er hægt að gera loftárás- ir á allar samgönguæðar Japana í Mansjuko og lieimalandið. Eitt helzta mark rússneskra árásarflugvéla mundi verða hafnarborgin Rashin, sem Jap- anir byggðu eftir töku landsins, vegna þess hve hún er skammt frá Japan, til þess að forðast krókinn mikla suður fyrir Kor- eu. Frá Rashin hafa verið lagð- ar járnbrautir til allra helztu iðnaðarliéraða landsins. Milli Rashin og Vladivostok eru um 180 km., en Ieiðin frá Vladivo- stok til hafnarborganna Ni- gata og Tsuraga á vesturströnd Japans er rúmlega 700 km. Vegalengdin til Tokyo og Yoko- hama er innan við 900 km. og allt er þetta barnaleikur fyrir sprengjuflugvélar vorra daga. Það er hinsvegar ólíklegt, að margar flugvélar Rússa verði hafðar umhverfis Vladivostok, þvi að þeim getur alltaf stafað hætta af skyndiárás Japana, á borð við Pearl Harbor. Flugvell- ir eru víða norðar, svo sem hjá Khabarovsk og á Kamchatka- skaganum. Flotinn og landherinn. Rússar hafa haldið öllu stranglega leyndu um flotastyrk sinn í Vladivostok, en hann er talinn eigi minni en 10 tundur- spillar, 40 tundurskeytabátar og 50 kafbátar. Með góðri sam- vinnu við flugherinn — þ. e. að flugvélarnar njósnuðu um skipaferðir, líkt og Þjóðverjar gera — geta þessi skip áreiðan- lega gert mikinn usla á flutn- ingaleiðum Japana. Auk þess hafa Rússar komið sér upp kaf- bátabækistöðvum á Koma- dorski-eyjum. Ef Japanir neyðast til að hafa mjög mikið lið á öðrum og syðri vígstöðvum, þá er ekki óhugs- par sem mim hafa roir milli V. R. annarsveg- ar og flestra félaga verzlunaratvinnurekenda og einstaklinga hinsvegar um launabætur til verzlunarfólks, eru félagar V. R. beðnir að tilkynna skrifstofunni ef þeir ekki fá launahækkanir samkvæmt samningnum. Afrit af samningnum er hægt að fó á skrifstofunni. STJÓRNIN. Bæjar fréttír Messur á morgun. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. ii, síra Friðrik Hallgrímsson. Hallgrímsprestakall. Messað í Austurbæjarskólanum kl. 2, síra Sigurbjörn Einarsson. Elliheimilið Grund. Messa kl. 2. Dómprófastur setur séra Sigurbjörn Á. Gíslason inn í embættið, Fríkirkjan í Reykjaivík. Messað á morgun kl. 2. síra Árni SigurÖs- son. Frjálslyndi söfnuðurinn. MessaÖ á morgun kl. 5. Síra Jón Auðuns. t kaþólsku, kirkjunni i Reykjavík hámessa kl. 10, og í Hafnarfir'ði kl. 9. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mess- að á morgun kl. 2. Síra Jón Auðuns. Messað að Bessastöðum á morg- un kl. 2. Síra Garðar Þorsteinsson. Ncsþrestakall. Messað í Mýrar- húsaskóla kl. 2)4 á morgun. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Jóna Sigurðardóttir, Hverfis- götu 75 og Brynjólfur Magnússon sama stað. Ljósmæðrafélag Reykjavíkur. Nýlega hafa ljósmæður hér í bæn- um stofnað með sér félag, er nefn- ist Ljósmæðrafélag Reykjavíkur. Tilgangur félags þessa er að efla samvinnu starfandi ljósmæðra í höfuðstaðnum, og auka áhuga þeirra fyrir öllu því, er að starfinu lýtur. í stjórn félagsins voru þessar Ijós- mæður kosnar: Rakel P. Þorleifs- son (formaður), Helga M. Níels- dóttir og Guðrún Halldórsdóttir. Næturlæknir. í nótt: Úlfar Þórðarson, Sól- vallagötu 18, simi 4411. Næturvörð- ur í Ingólfs apóteki. Aðra nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Helgidagslæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, simi 5204. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsurn löndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómplötur : Valsar. • 20.45 Upplestur: „Maður frá Brimar- hólmi“, sögukafli (Friðrik Ás- mundsson Brekkan rith.). 21.10 Út- varpstríóið : Einleikur og tríó. 21.35 Hljómplötur: Gamlir dansar. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög til kl. 24. Vélskólinn í Reykjjavik tekur til starfa 1. okt. — Umsóknir sendisf skólastjóra fyrir 20. sept. — tím inntöku- skilyrði, sjá lög nr. 71, 23. júiií 1936, unri kennslu í vélfræði, og reglugerð Vélskólans frá 20. sept. 1936. Skólastjóri. NJÓSNAKERFIÞJÓÐVERJA. Frh. af 1. síðu. cr talið, að starfið veki minni eftirtekt. Kennsla nýliðanna. Heima í Þýzkalandi fer svo fram kennsla þeirra, sem á að senda út 'af örkinni og er hún auðvitað nokkuð mismunandi eftir þvi hvar maðurinn á að starfa. Fyrst er nýliðinn í læri hjá gömlum „meisturum“, sem starfað hafa í þeim, löndum, er Þjóðverjar hafa lagt undir sig. Þeir sem eiga t. d. að starfa í Bandaríkjunum njóta tilsagnar Thomsens, fyrrum sendiherra í Bandaríkjunum. Þeir, sem send- ir verða til Austurlanda, læra lijá dr. Hans Grobba, fyrrum sendiherra í Bagdad. Á næsta stigi kennslunnar eru þeh- í upplýsingadeildinni og loks í verkfræðingadeildum, þar sem, þeir læra meðferð sprengi- efna, ljósmyndatökur, tilbún- ing ósýnilegs bleks, nota áttavita og kort, teikna kort, meðferð talstöðva o. þ. h. Þegar náminu er lokið er ný- liðinn sendur til Spánar eða Tyrklands, þar sem hann fær frekari skipanir. andi, að Rússar geti teflt fram meira liði. Japanir hafa hins- vegar stærri og öflugri iðnaðar- héruð að baki sér og lið Rússa i einni mikilvægustu bækistöð- inni — Vladivostok — mundi fljótlega verða svipt sambandi sinu við þau iðnhéruð, sem það á lif sitt undir. Nýkomð ágætt úrval. Bjarni Halldórsson andaðist þann 31. ágúst, staddur i Fleetwood i Englandí. Margrét Þórðardóttir. Halldór Auðunaðon og börn. Maðurinn minn og faðir okkar, MLarkús Einarsson stórkaupxnaðuxr andaðist í gærmorgim. Málfríður Ólafsdóttir. Einar Markússon. Ólafur Markússon. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og anmia, Kristín María Ásgeirsdóttir, verður jarðsungin frá dómki.-kjunni ménudaginn 7. þ. m. og hefst athöfnin á heimili hennar, Smyrilsvegi 22, kl. 1.15 e. h. — Athöfinni verður útvarpað. Jarðað verður i Fossvogskirkjugarði. Fyrir hönd vandamanna. Guðbjartur Jónsson, beykir Alúðar þakkir til allra þeirra er vottuðu mér samúð við fráfall og jarðarför föður míns, 1 Brynjólfs Jónssonar. Guðrún Brynjólfsdóttír. Þökkum innilega hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar og ömmu, Jafetínu Jónasdóttur. Öskar Þowiteinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.