Vísir - 10.09.1942, Side 1

Vísir - 10.09.1942, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 10. september 1942. 83. tbl. Rússar yíirgefa tvö þorp fyrirj vestan Stalingrad. Hættunui bæg't frá tyi'ir norð- vestan borgina. Þjóðverjar komnir yfir Terek-fljót á tveim stöðum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morg-un. HIN nýja sóknarlota Þjóðverja vestan við Stal- ingrad ber nokkurn árangur, því að herstjórn Rússa hefir tilkynnt, að hersveitir hennar hafi neyðst til að láta undan síga úr tveim þorpum, sem eru á bardagasvæðinu, undanfarnar 48 klukkustundir. Norðvestan við borgina seg jast Rússar hafa bægt liættunni frá, að líkindum með því að sækja að þýzku hersveitunum norðan frá og neyða þær til að hætta árásum í áttina til borgarinnar og snúast til varnar gegn hættunni að norðan. — Að suðvestan halda Þjóð- verjar áfram árásum sínum, en Rússar segjast hafa haldið öllum stöðvum sínum á þeim slóðum, og hafi Þjóðverjar hjakkað í sama farinu. Suður í Kákasus-fjöllunum miðar Þjóðverjum aðeins liægt 1 áttina til Grosny-olíusvæðisins. Þeir hafa náð fótfestu á tveim stöðum á syðri bakka Terek-fljótsins og Rússar gera þar tið- ar gagnárásir á þá í því skyni að hrekja þá norður yfir fljót- ið aftur. Þjóðverjar eru líka farnir að sækja upp og niður með Terek-fljótinu, til þess geta gert tilraunir til að kom- ast yfir það á breiðara svæði. Rússar neyddust til að láta undan síga fyrir vestan Stalin- grad, þegar Þjóðverjar tefldu fram mörgum skriðdrekum á mjög mjóu svæði. Af bardögunum frá Novor- ossisk segja Rússar þær fregn- ir, að leikurinn hafi nú borizt alveg að úthverfunum í norð- -vestur hluta borgarinnar og verjist landgöngulið rauða flotans þar af mikilli hreysfi. Þjóðverjar segjast vera komn- ír drjúgan spöl með strönd- Inni suðaustur af borginni — í áttina til Tuapse — og hafi þeir tekið hæð eina á þeim slóðum. Engar fregnir hafa borizt af bardögunum á miðvigstöðvun- «m, þar sem Rússar eru í sókn. Herstjórn Rússa hefir gefið út tilkynningu um tjón sitt og Þjóðverjar frá í maí til ágúst- mánaðarloka. Rússar segja, að sjötíu og þrjár herdeildir (divisions, með 20.000 mönnum) hafi misst 70% eða meira af mönnum sín- um. Þar af eru 54 þýzkar her- deildir (m.a. 12 skriðdreka- deildir), átta rúmenskar, sex ungverskar, fjórar ítalskar og ein slovakisk. Sitt eigið tjón telja Rússar miklu minna, segja, að ein- göngu 42 skotmannadeildir hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni. Fregn frá fréttaritara United Press í Moskva hermir, að mik- il gremja og vonbrigði sé ríkj- andi í Rússlandi, vegna þess hve Rússum berst raunverulega litil aðstoð frá Bretum og Bandarikjamönnum. Segir í þessari fregn, að allmikill skoð- anamunur hafi komið fram, er þeir ræddust við, Churchill og Stalin, urp rekstur styrjaldar- innar. Fjórir norskir sjóliðsfor- ingjar hafa verið sæmdir stríðskrossinum af Hákoni kon- ungi. DjóBverjar Japanir innnan Kokoda- ikarðiini Horfumar á Nýju Guineu hafa skyndllega versnað að mun fyrir bandamenn, því að Japanir eru komnir gegnum Kokodaskarðið. 1 gær bárust fregnir um það, að Japanir hefðu hafið sókn á þessum slóðum af miklum krafti. Tilkynning frá herstjórn bandamanna í morgun skýrði svo frá því, að þeim hefði tekizt að brjótast gegnum skarðið og væri komnir að þorpi einu fyr- ir sunnan það, aðeins 70 km. frá Port Moresby. Með þessum sigri Japana hef- ir aðstaða bandamanna versnað stórum — nema hér sé um það sama að ræða og við Milneflóa. Þar skýrðu bandamenn svo frá, að aðstaða þeirra væri afar erfið, meðan þeir voru að leiða Japani í gildru. Hersveitir bandamanna halda uppi öflugu viðnámi á undan- haldi sínu og flugvélar þeirra veita þeim allan mögulegan stuðning. Fregnir hafa ekki borizt af bardögunum við Sala- maua, sem skýrt var frá í fregn- um í gær. Flugvélar bandamanna hafa gert árás á flugvöll hjá Rabaul á Timor. Sextíu og finnn jap- anskar flugvélar voru eyðilagð- ar í þeirri árás. Averill Harriman hefir sagt í ræðu vestan liafs, að fram- leiðsla Rússa til styrjaldarþarfa hafi næstum ekkert minnkað, þrátt fyrir rask það, sem stafað hefir af sigrum Þjóðverja. Nýj- ar verksmiðjur hafa verið reist- ar, nýjar námur opnaðar og nýir olíuhnumar boraðir. Þjóðverjar hafa endurbætt skriðdreka sína að mun síðustu mánuði, segir í fregnum frá Kairo. Til j>ess að styrkja brynvarn- ir þeirra hafa þeir fest einskon- ar skildi utan á þá. Eru það stálplötur, sem settar eru utan á venjulegar brynvarnir þeirra með nolckuru bili á milli og þegar kúlurnar hæfa þær, springa þær áður en þær kom- ast að aðalhrynvörnunum. Þýzku skriðdrekarnir eru lika með lengri byssuhlaupum, sem auka hraða kúlnanna. Italska útvarpið skýrir frá því, að sonur Sir Douglas Haig, sem er höfðusmaður i 8. hern- um, hafi verið tekinn til fanga. Vísir birti fyrir skemmstu mynd frá Berlin, þar sem sást hvernig verið er að dulbúa ýms mann- virki. Þessi mynd sýnir hvernig reynt er að útbúa götu eina þannig, að hún verði úr lofti eins og skógui’, svo að flugmenn Breta geti ekki notað hana til að finna hervægilega staði í nágrenni henn- ar. Net er strengt eftir götunni og „jólatré“ fest liingað og þangað. Indland: í gær var mánuður liðinn síð- an Gandhi og helztu fylgifiskar hans voru handteknir og fluttir til Poona. Síðustu daga hefir Verið til- tölulega kyrrt á Indlandi og i gær urðu aðeins smávægilegar óeirðir á tveim stöðum. Varð lögreglan í Bambay og skjóta fjórum sinnum á mannfjölda, sem reyndi að trufla umferðina í borginni. 120 manns voru handteknir, flest kvenstúdentar. Reyndi fólk þetta að stofna til hóp- gangna. Opiö bréi til Lavals og Petains | I New York hefir verið birt opið bréf til Lavals óg Petains frá Herriot og Jeanneney. Edvard Herriot og Jules Jeanneney voru, svo sem kunn- ugt er, forsetar deilda franska þingsins og þeir smygluðu bréfi þessu yfir landamæri Spánar, þar sem það var afhent frétta- ritara U. P., er sendi það á- fram. Edouard Herriot og Jules Laval og Pétain við því, að reyna að fá Frakka til að styðja Þjóð- yerja frekar í stríðinu en orðið er. Sögðu þeir að það mundi or- saka ólgu í landinu og gáfu í skyn, að það væri ekki óhugs- andi, að það kynni að koma af stað byltingu. Austurríki eftir stríðið. Anthony Eden var í gær spurður um væntanlega stöðu Austurríkis eftir styrjöldina. Eden svaraði, að Bretastjórn gæti ekki að svo komnu máli lofað neinu um landamæri eftir styrjöldina, en hinsvegar viður- kenndi Bretastjórn engar landa- mærabreytingar, sem gerðar | liefði verið eftir 1938. 3 menn slasast í bifreiða- árekstri við Hafnarfjörð. 1 morgun um hálfníu-leytið, varð alvarlegur bifreiða- árekstur í nágrenni við Hafnarfjörð, með þeim afleiðingum, að önnur bifreiðin gjjöreyðilagðist og þrír menn slösuðust. Japan og Síbería. Litvinoff, sendiherra Rússa í Washington, átti í gær tal við Cordell Hull. Ekkert var tilkynnt um um- ræðuefni þeirra, en þegar Lit- vinoff gekk af fundi Hulls, spurði hann blaðamaður nokk- j ur, Iivort það væri orðið of á- 1 liðið fyrir Japani að hefja árás á Síberiu. i Litvinoff svaraði þá, að hern- i aður viðurkenndi engar árstiðir. Nt^rjahlar- útgjöld Breta Neðri málstofa brezka þings- ins samþykkti í gær 1000 millj. sterlingspunda fjárveitingu til styrjaldarþarfa. Sir Kingsley Wood, fjármála- ráðherra, skýrði frá því, að með þessu láni væri búið að veita 3000 milljónum sterlingspunda til striðsins á þessu fjárhagsári, en frá styrjaldarbyrjun hefði stjórnin varið 11.050 milljónum til þessa. Dagleg styr jaldarútgjöld Breta nema nú 12 millj. sterlings- punda, en einni milljón er auk þess veitt til annara þarfa. Tveir fimmtu hlutar styrjald- arútgjaldanna fást með skött- um, en hitt með lánum. SiuU og laggott. Nefnd sú, sem falið var að rannsaka fyrirætlanir Kaisers, skipasmíðakóngsins ameríska, um smíði stórra flugbáta, hefir nú skilað áliti sínu. Nefndin var vantrúuð á það, að fyrirætl- anirnar sé framkvæmanleg- ar, en formaður stríðsfram- leiðsluráðsins, Donald Nelson, hefir ekki tekið neina ákvörðun í málinu. • Joe Louis mun berjast við Billy Conn um heimsmeistara- tignina í þyngsta flokki i hnefa- leikum þ. 12. næstkomandi. Conn og Louis eru báðir í hérn-' um og hagnaðurinn rennúr all- ur í sérstakan sjóð fvrir herinn. • Eisenliower, hersliöfðingi U. S. í Evrópu, hefir nú fengié for- mann fyrir herforingjaráð sittý Hann er Walter Smitli, Briga- dier-General, 46 ára að' aldri. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá tíðindamanni blaðsins i Hafnarfirði, mun at- burð þenna hafa borið að á hæðinni hjá Engidal. Rák- ust þar saman amerísk herbif- reið og vörubifreið, sem B! M. Sæberg í Hafnarfirði á. Islenzka bifreiðin gjöreyði- lagðist og slösuðust þrír menn, tveir, sem voru inni í stýrishús- inu á bifreiðinni og einn, sem var aftan á palli hennar. Bifreiðarstjórinn, Vilhjálmur Jónsson, fékk snert af heila- hristingi, meiddi sig auk þess á hendi og ef til vill víðar. I framsæti hjá honum, sat Banda- ríkjamaður og meiddist hann inikið á höfði. Annar Banda- rikjamaður, sem var aftan á • palli bifreiðarinnar, fótbrotnaði. 'uv ÍÞRÓTTAMÓTINU FRESTAÐ. Iþróttamótinu í frjálsum íþróttum, sem halda átti i kvöld, er frestað — vegna bleytu á vellinum — til mánudags. Önnur loítárás á Budapést. í nótt var gerð önnur loftárás- in í stríðinu á Budapest, höfuð- borg Ungverja. ! ' lÚtvarpsstöð borgárinnar hætti skyndilega útséndingum snemma í gærkveldi, en um likt leyti var hætt sendingum, frá Prag og Vínarborg og litlu síðar var liætt útvarpi í Vichy-Frakk- landi. Þegar eftir þessu var tek- ið í Bretlandi þótti ljóst, að flug- vélar Rússa mundu vera á ferð vestur á bóginn. I morgun var svo tilkynnt, að Budapest og fleiri ungverskar borgir liefði orðið fyrir árás i nótt. Rússar munu aðállega sækj- ast eftir að liæfa stórar járn- óg stálsmiðjur og járnbrautar- stöðvar í Budapest. Gjöf til stúdentagarðsins. Herbérgi Thec-dórs Jakobssonar Nokkurir vinir Theódórs JákobSsonar skipamiðlara, sem tiýléga er látinn, hafa ákveðið að-géfa éitt herbergi — tíu þús- "tlíid' krónur :^— til minningar Ufn hann, ‘Theódór Jakobsson var injög vinsæll maður og unni háskólanum og stúdentalífinu af heilum hug. Vinum hans hefir þótt fara vel á þvi að varðveita nafn hans meðal stúdenta með því að eitt herbergi i nýja stú- dentagarðinum beri nafn lians. Verður mynd hins látna heið- ursmanns hengd upp í herbergi þvi, er ber nafn hans, og munu ungir stúdentar, er fá dvöl i þessu herbergi á ókomnum timum, minnast hins svip- hreina og lífsglaða drengskap- armanns, er hné í valínn i miðju lifsstarfi sínu. Minning Theódórs Jakobsson- ar mun á þenna hátt lifa meðal íslenzkra stúdenta á ókomnum öldum. Eg’flyt hinum veglyndu gef- endum, er vilja- ekki láta nafna sinna getið, alúðarfyllstu þakk- ir. 10. september 1942. Alexander Jóhannesson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.