Vísir - 10.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 10.09.1942, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjúrar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengíð inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. iiSjúkdómseinkenni niöurlægingarinnarcc. iy| ARGT er skrítið í Harmo- níu. Tíminn birti nýlega liatrama árásargrein gegn Sjálf- stœðisflokknum, er liann nefndi „Sjúkdómseinkenni niðurlæg- ingarinnar.“ Ritstj'órhm var svo lirifinn af þessu slagorði, að hann veifaði þvi sjö sinnum i greininni, samkvæmt því lög- máli, að þvi oftar sem endur- tekning á sér stað, því minnis- stæðari verða orðin eða atburð- irnir þjóðinni. Og það eitt var ekki nóg að birta hugtakið „Sjúkdómseinkenni niðurlæg- ingarinnar“ sjö sinnum í sama hlaði og sömu grein. Framhald- ið kom í næsta blaði og nefndist sama nafni, er var enn oft end- urtekið i framhaldsgreininni. En það er J>etta með Tímann. Þjóðinni er ekki allt bjóðandi á þann veg sem blaðið vill. Hún skilur auðveldlega, að með orð- unum „sjúkdómseinkenni niður- lægingarinnar“ hefir kjöftug- um ratast satt á munn. Meðan að' Framsóknarflokkurinn réð lögum og lofum í landi hér var niðurlægingin i almætti sínu. Síðar liefir borið nokkuð á sjúk- dómseinkennum niðurlægingar- innar, og það svO, að þegar er um greinilegan bata að ræða. Ef svo heldur fram um nokkurt skeið eru ekki lítil líkindi til að þjóðinni auðnist að komast á það stig, að orðið „niðurlæging“ finnist ekki i hennar orðabók, eins og einn mérkur þingskör- ungur komst að orði við ein- stakt og annað tækifæri. I niðurlæginguxmi hefir Framsóknarflokkurinn oft sleg- ið sín eigin met, — fyrst undir forystu Jónasar Jónssonar, síð- an undir handleiðslu Hermanns Jónassonar. Handleiðsla Her- manns er rétta orðið, þótt heppnin réði þvi stundum, að nokkuð bólaði á hugsun á bak við alla handleiðsluna, þar til ráðherrann gerði sig frægan að endemum síðustu daga ráð- herradómsins. Meðan Hermann Jónasson átti forsæti í ríkis- ‘ stjórninni tók að bera á „sjúk- dómseinkennum niðuriægingar- innar“, en þá höfðu fulltráar Sjálfstæðisflokksins einnig tek- ið sæti í ríkisstjórninni. Sjuk- dómseinkennin hafa einnig á- gerzt síðan, og aldrei komið ljós- ar fram en nú á Alþingi, — eink- um er Hermann hamaðist gegn hagsmunum íslenzku þjóðar- innar í sjálfstæðismálinu, og reisti sér þar og niðurlæging- unni óbrotgjarnan bautastein. Það spáði beztum bata í íslenzku þjóðlífi. Þegar einstakar nauðir ber að höndum er almenningur oft varaður við hættunni. En slíkar nauðir þekkjast, að engin áslæða er að gefa út frá opinberri hálfu slíkar aðvaranir, og þess eðlis eru sjúkdómseinkenni niðuriæg- ingar Hermanns og Framsókn- arflokksins. Pestin lyktar ög pestin sést. Framsóknarflokkur- inn kaus heldur að veifa röngu tré en öngu, og aldrei hefir enn í manna minnum meir unnið sér til óhelgis íslenzkur stjórn- málaflokkur, en hann kýs ann- ars vegar að beita andstyggilegu I málþófi, en hinsvegar að sitja hjá og verða „stik og stik“, er á- kveðin eru örlög mesta hags- munamáls Islendinga í nútíð og framtíð. ALÞINGI Þingroí. Nýjar kosn- ingar 18. og 19. okt. Þinglausnir fóru fram síðdeg- is í gær. Las ríkisstjóri upp bréf þess efnis, að þar sem frumvarp til stjómskipunarlaga um breyt- ingu á stjórnarskrá ríkisins hafi verið samþykkt á Alþingi, jTði yrði Alþingi nú rofið, en þing- rofið er ekki framkvæmt þann- ig, að umboð þingmanna falli niður þegar, heldur frá þeim degi að telja, er almennum þing- kosningum lýkur í haust, Að svo búnu flutti ríkisstjóri stutt ávarps er Svo hljóðar: „Samkvæmt bréfi því, er eg hefi lesið, fara nú fram nýjar almennar kosningar til Alþingis. Á kjörtímabili hins nýkosna Al- þingis má búast við því, að þing- ið þurfi að ráða fram, úr meiri og alvarlegri vandamálum en nokkru sinni áður. Það er því einlæg ósk mín, að hver einstakur kjósandi liafi þetta í huga, er liann gengur að kjörborðinu, og að hann láti sér svo annt um val þingfulltrúa, að þjóðin geti borið fullkomið traust til J>ess, að hið nýja Al- þingi verði þess megnugt að ráða svo ráðum • sínurn, að borgið verði sem bezt og farsællegast, á þeim hættulimum, er nú ganga yfir, frelsi og öryggi þjóð- arinnar nú og í framtíðinni. Með því að Alþingi hefir nú lokið störfum að þessu sinni, segi eg þingi slitið.“ Að svo mæltu bað ríkisstjóri þingmenn að minnast ættjarð- arinnar og risu þeir úr sætum sínum og lirópuðu ferfalt liúrra. Kosningar til Alþingis fara fram 18. október, sem ber upp á sunnudag, og 19. október, en eins og kunn- ugt er var þannig frá kosn- ingalögunum gengið á þinginu, að kjördagar í sveitum verða tveir. Áður en forseti Sþ. gaf ríkis- stjóra orðið, gaf hann yfirlit um störf þingsips. Það stóð 37 daga og voru haldnir 70 þingfundir. Borin voru fram 35 frumvörp, 19 stjómar- og 16 þingmannafumvörp. Alls voru afgreidn 10 lög, þar af voru 4 þingm.frumvörp. Auk þess er svo stjómarskrárfrum- varpið, sem lagt verður fyrir næsta Alþingi. 53 þingsályktun- artillögur voru bornar fram. Voru 22 afgreiddar til rikis- stjórnarinnar. Þrjár fyrirspurn- ir komu fram, en voru ekki ræddar. Vörubill 2y2 tonna, til sölu og sýnis á Káratorgi kl. 7—8 í kvöld. Aknrneiingfar býggja: Sundlaug, bátabryggju og gagnfræðaskóla. Akurnesingar eru athafnamenn miklir og leggja þessi árin í hverja stór-framkvæmdina á fætur annarri. Nýlega hafa þeir lagt vatnsleiðslu ofan úr Akrafjalli, á þeim mun að verulegu leyti hvíla virkjun Andakílsárfossa, ef í hana verður ráðizt, í haust ætla þeir að byggja sundlaug og gagnfræðaskóla, en koma upp hjá sér bátabryggju að ári, ef allt gengur sam- kvæmt áætlunum. Vísir hefur átt tal um þess- ar fyrirætlanir við Ólaf B. Björnsson, kaupmann og út- gerðarmann á Akranesi, og sagðist hann vonast til að bæði sundlaugin og gagnfræðaskól- inn kæmist upp í haust. Sundlaugin verður 16,67 X 8 m, stór. I haust er ætlunin að koma þar upp nokkurum klef- um til að klæða sig úr og í, og ef til vill gufubaðsklefa, en það sem ekki verður byggt í haust, verður byggt seinna, eða sem sagt við fyrsta tækifæri sem gefst. Laugin er byggð þannig, að byggja megi yfir hana ef þörf krefur, eða ástæða þykir til. Verður hún hituð upp með kælivatninu frá ljósamót- ornum, sem nú er, og verður þar af leiðandi ekki neinn sér- stakur kostnaður af því að hita laugina upp. Afrennslis- vatnið er 45—50 stiga heitt, en live heitt það verður, er í laug- ina kemur, er ekki vitað. Gagnfræðaskólamálið er svo langt komið, að þessa dagana er verið að ákveða skólabygg- ingunni stað, og jafnframt unn- ið skipulagningu þess svæðis, sem skólinn á að standa á. Er \ líklegt, að þegar þetta er gert, muni vinna liefjast við bygg- ingu skólahússins. Er gert ráð fyrir því, að 60 —80 nemendur geti stundað þar nám í einu, og verður sér- staklega lögð stund á ýmsa verklega kennslu, eins og t. d. meðferð véla, allskonar smíði og ennfremur leiðbeint um ým- islegt það í útbúnaði og vinnu- brögðum, sem að sjómennsku lýtur. Áætlað er, að byggingin kosti 150 þús. kr. Er hér um nýmæli í skóla- málum að ræða, og er vel til fallið, að Akurnesingar, sem hafa orð á sér sem sérstakir at- hafnamenn, bæði til lands og sjávar, ryðji þessu máli braut. Hin fyrirhugaða bátabryggja er þó langstærsta fyrirtækið og það, sem er ef til vill mest að- kallandi, því að á þessu velt- ur framtíð sjávarútvegsins á Akranesi að nokkuru leyti. Hafa undanfarið verið mikil vandræði hvað plássleysi við höfnina snertir, því það er mjög takmarkaður fjöldi báta, sem kemst þar að í einu, en hinir verða þá að bíða. Við hina liýju bátabryggju á að vera hægt að afgreiða 8 báta í einu. Er búizt við, að bryggja þessi muni koma til með að kosta 800—900 þús. kr. og að vinna verði hafin við liana á vori komanda. Eru Ak- urnesingar um þessar mundir að tryggja sér efni i bryggj- una. „Ourem“ veröur dreg- ið til Englands Vísir hafði tal af Kristjáni Bergssyni í morgun og spurðist fyrir um hvernig viðgerð á skip- inu „Ourem“ gengi, en hann er einn af eigendum þess. Sagði Kristján, að skipið myndi verða dregið út til Eng- lands einhverntíma á næstunni og myndi viðgerðin fara fram þar. Skipið er mikið skemmt og mundi það taka mjög langan tíriia að láta gera við það hér í Slippnum, jafnvel allt að þvi heilt ár. Þótti því ekki tiltækilegt að setja skipið í Slippinn hér, þvi miklar annir eru þar núna eins og sakir standa og mundi viðgerðin á þvi tefja mikið fyrir lagfæringu á öðrum skipum. Var þvi það ráð tekið, að draga það út, þegar tækifæri verður til. Skipið „Ourem“ strandaði eins og kunnugt er hér fyrir utan Reykjavik í ofviðrinu mikla ár- ið 1940 og sökk þá að mestu í sjó. Náðist það út i vor og var það Markús ívarsson i Héðni, sem stóð fyrir björgunarstarf- inu. Var skipið dregið upp i Slipp og fór þar fram bráða- birgðaviðgerð á þvi. Skipið er mikið skemmt. Botninn er al- veg úr, innréttingar allar ónýtar, cn vélin, ketillinn og skrokkur- inn eru í sæmilegu ásigkomu- lagi. Kostnaður við lagfæringu á skipinu hefir verið áætlaður um 800 þúsund krónur, en þó er það alls ekki áreiðanlega tala. „Ourem“ var smíðað i Eng- landi seinast í fyrra stríðinu og var fullgerð árið 1919. Skip- ið er 650 brúttó smálestir að stærð. Setuliðs vinnan: Enn unnið skv. gamla taxtanum Áíramhald á sam- komulagumleitunum Eins og kunnugt er, hafa samningar ekki tekizt á grund- velli hins nýja samnings Dags- brúnar og Vinnuveitendafélags- ins, milli Dagsbrúnar og setu- liðsstjómarinnar, sem hefirhaft þessi mál til athugunar, en verkamenn hafa sætt sig við að vinna samkvæmt gamla taxtan- um, meðan samkomulagsum- leitanir fara fram, ef þær drag- ast ekki úr hófi fram. Nokkurr- ar óánægju mun farið að verða vart hjá verkamönnum yfir drættinum, en ekki mun sú ó- ánægja hafa leitt til þess, að verkamenn hyrfu úr setuliðs- vinnunni, þótt þeim sé i sjálfs- vald sett að skifta um vinnu- stað, ef þeirn býður svo við að horfa. .Sennilegt er, að eitthvað fari að gerast í þessum málum. — Fundur var haldinn milli full- trúa setuliðsstjórnarinnar og fulltrúa verkamanna fyrir tveim dögum, og náðist ekki sam- komulag þá, en fulltrúar setu- liðsstjórnarinnar báru þá fram ósk um, að frekari viðræður færu fram. Nýr fundur hafði þó ekki verið ákveðinn um 10 leytið í morgun. Hann mun þó verða haldinn bráðlega. Haraldur Blöndal 60 ára. 60 ára er í dag Haraldur Blöndal, fyrrv. ljósmyndari. Eg frétti það alveg nýverið, en ótt- aði mig ekki á þvi í svip, að þessi gamli góði samverkamað- ur minn væri orðinn svo gam- all að árum til, jafnungur sem hann er i anda og allri um- gengni, en satt mun það samt vera, því fæddur er hann 10. sept. 1882, að Komsá i Húna- vatnssýslu, en sonur hinna stór- merku hjóna Lárusar sýslu- manns Blöndal og frú Kristínar Ásgeirsdóttur, yngshir 'allra þeirra mörgu og merku syst- lcina. Svo sem Haraldur á ætt til, er liann mjög listfengur um marga hluti, og hefir unnið að ýmsum störfum um æfina. Nam hann á unga aldri Ijós- myndasmiði á ísafirði hjá Birni heitnum Pólssyni, vann um tíma hér hjá Magnúsi |Ólafssyni ljósmyndara, en setti síðar upp sjálfstæða Ijósmyndastofu og starfrækti hana hér í mörg ár; var hann ágætur ljósmyndari og naut almennra vinsælda. Um nokkur ár bjó hann á Eyr- arbakka og stundaði þar ljós- myndasmiði og verzlunarstörf, fluttist svo aftur til Reykjavík- ur og gerðist forstjóri þvotta- hússins „Mjallhvít“ um nokkur ár, en vinnur nú hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þetta er í stórum dróttum starfsbraut hans. Svo sem ætmenn hans margir eru, er hann ágætis söngmaður, söngelskur mjög og leikur prýðilega á hljóðfæri, og fáa ménn hefi eg séð hafa glæsilegri rithönd. Honum hefir orðið vel til vina um æfina, og munu nú margir þeirra minnast hans á þessum tímamótum með þakk- læti fyrir góða og gamla við- kynningu. Honum var vel til vina fyrir margra hluta sakir, því hann er prýðilegum gáfum gæddur, gamansamur og mein- fyndinn, ef svo ber við, og hrókur alls fagnaðar, er kemur hverjum manni í gott skap, er nálægt honum er. Við Haraldur höfum nú þekkzt í nærfellt 40 ár, og minnist eg nú með þakk- læti allra þeirra mörgu ánægju- stunda, er við höfum ótt sam- an; þær minningar eru allar bjartar og hlýjar. Giftur var Haraldur Margréti Auðunsdóttur frá ísafirði, en hún dó árið 1936. Fimm böm þeirra eru á lifi: Lárus bóka- vörður við Landsbókasafnið, Sölvi liagfræðingur, dvelur i Svíþjóð, Kristín, hjúkrunarkona í Danmörku, og Böm og Gunn- ar, er stunda nám við Mennta- skólann. Lifðu svo heill, gamli, góði vin, og þökk fyrir allar gamlar og glaðværar samverustundir. Þinn C. ÓI. Skrifstofu- stúlka vön bókfærslu óskast. Hátt kaup. Tilboð merkt: „600“ sendist Vísi fyrir 13. þ. m.. Ibúð óskast 1. október. Uppl. í sima 1159 og 4505. BUl Ford, 5 manna, model 1935 og vörubíll, Ford, 2ja tonna, model 1931, nýuppgerður. Til sýnis og sölu Nönnugóttt 16, kl. 6—9 e. h. vörubíll óskast til kaups nú þegar. Uppl. i sima 1467. Vatt í mjólkursigtí 120,140,170,180 og 250 mm. rJLi v p rp a a l ^ Viðgerðin á togaran- um „íslending" Vísir hafði sem snöggvast tal af Magnúsi Guðmundssyni skipasmið í morgun og innti hann eftir fréttum um það, hvernig viðgerðin á togaranum „íslending“ gengi. Eins og kunnugt er af fyrri skrifum í blaðið var hafizt handa um að ná þessum togara upp í fyrrasumar, en þá hafði hann legið á liafsbotni i 15 ár. En það var Magnús Guðmunds- son, sem stjórnaði björguninni. Tókst vel að ná togaranum upp og var honum síðan komið fyrir í slipp og viðgerð hafin á honum þegar i stað. Sagði Magnús, aS viðgerðinni miðaði mjög vel á- fram og mætti búast við að skipið yrði sjófært nú á næst- unni. Vélin er komin í skipið, sem er Dieselvél, og innrétting öll langt á veg komin. Þó vantar enn skrúfu og öxul, en þeir hlut- ar eru væntaníegir til landsins einhverntima á næstunni. — Verður skipið dýrt? — Já, en þó ekki svo, að það hafi ekki borgað sig að ná þvi upp. Ennþá er ekki hægt að segja með neinni vissu hvað það kostar uppkomið. — Hversu stórt er það? — Það er 150 smálestir að stærð. — Eigandi? — Hlutafélagið „Dieseltogar- inn“, sem er nýtt félag hér í bænum. Skipstjóri á skipinu verður Sveinbjörn Einarsson. Skipið verður gert út frá Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.