Vísir - 15.09.1942, Qupperneq 2
V ISIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁI'AN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm Iínur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
FélagsprentsmiSjan h.f.
Þorgeirsboli.
IJIN rauðu blöð þykjast hafa
fengið nokkurn reka á fjör-
urnar í gær, er ritað var um
það hér i blaðinu, að vanda
þyrfti val manna í framboð af
hálfu Sjálfstæðisflokksins, og
efna til þeirrar einingar innan
hans, að hann gengi sem ein-
huga sveit til kosninga. Það er
ekki að undra, þótt þessum.
flokkum komi það ókunnug-
lega fyrir áð flokksmál skuli
rædd á opinberum vetvangi og
af fullu hispursleysi. En það er
í samræmi við lýðræðisstefnu
og kenningar Sjálfstæðis-
flokksins, að fullri gagnrýni og
leiðbeiningarstarfi sé uppi
haldið af blöðum flokksins,
jafnt í flokksmálunum, sem í
þjóðmálunum. Spáir það góðu
um allan árangur, að slikt
frjálslyndi skuli i heiðri haft.
Nýlega vildi kommúnisti
einn sanna það sjálfstæðis-
manni, að lýðræði væri ríkj-
andi í Rússlandi. Er honum var
á það bent, að þar væru engir
flokkar viðurkenndir að lögum
aðrir en Kommúnistafloklvur-
inn og engin blaðaútgáfa heim-
il önnur en kommúnistisk,
sagði þessi náungi með miklum
fjálgleik: „Það er rétt, en
flokksbræður mínir í Rússlandi
hafa tekið upp aðra aðferð til
að segja stjórnarvöldunum frá
því, sem aflaga fer. Þeir hafa
tekið upp svokallaða sjálfs-
gagnrýni í blöðunum og hún er
það, sem try'ggir afkomu ráð-
s t j órnarrík j anna.“
Komminn var mjög hrifinn
af „sjálfsgagnrýninni“ rúss-
nesku, en hví er málgagn hans
hér að amast við slíku. Ef gagn-
rýnin tryggir áfkomu stórveld-
anna rússnesku, ætti hún, ná-
kvæmlega á sama hátt og engu
síður, að tryggja afkomu og
Sramgang smáflokks uppi á
Islandi, og það mun hún vissu-
lega gera, enda er henni ætlað
það.
Sjálfstæðisflokkurinn berst í
sveitum gegn Framsóknar-
flokknum, en þar koma aðrir
flokkar ekki til álita. I kaup-
stöðum berjast sjálfstæðismenn
gegn „kommum“ og „krötum“
— þar hefir Framsókn aldrei
öðlast tilveru né tilverurétt.
Barátta Sjálfstæðisflokksis er
því með öðrum hætti en ann-
arra flokka i landinu, og hlut-
verk hans er að bifast ekki, þótt
nokkurt brimlöður næði á hon-
um frá vinstri og hægri, en all-
ar veilur geta þar orðið afdrifa-
ríkar, ef ekki er beitt fullri
„sjálfsgagnrýni“, bæði að því
er varðar málefni og menn. >
Þetta tryggir kjósendunum, að
vel verði á málum flokksins
haldið og það er mergurinn
málsins. Undir þessu merki mun
Sjálfstæðisflokkurinn sigra á
kjördegi i haust og þeim öðrum
kjördögum, sem þar kunna að
fara á eftir.
Kommúnistar hafa þegar
skráð sinn eigin dauðadóm, er
segja má að felist í þessum orð -
um: „Kálfur sigldi — kom út
naut.“ Víst er það, að margir
hafa þeir siglt, — jafnvel allt
til „sovét“, — en komið hafa
þeir sízt vitrari en áður út hing-
að. Baráttumál þeirra i þessum
kosningum bera einnig Ijósan
vott um eðli þeirra, þar sem
eitt æpir gegn öðru. Þannig er
saga jæirra öll, og er þess
skemmst að minnast, er blað
þeirra, Þjóðviljinn, réðst hat-
ramlega á ritstjóra þessa blaðs
fyrir að telja „smáskæruhern-
aðinn“ brjóta gegn lögum og
velsæmi, en á næstu síðu í sama
blaði viðurkenndu þessir menn,
að rétt væri þetta og smáskæru-
hernaði mætti aldrei framar
beita, svo að verkamenn fyrir-
gerðu ekki rétti sínum í nútíð
og framtíð. Það hljóð var nú
í strokknum þá, og þætti tví-
söngur, ef þessir menn væru
yfirleitt teknir alvarlega.
Þessa dagana hefir Dagsbrún
arstjórn kommúnista unnið
þau afrek, sem vel kunna að
verða minnisstæð í íslenzkri
verkalýðsbaráttu. Nú vilja þess-
ir sömu menn „útrýma at-
vinnuleysi“ með þvi að taka
völdin. Nánar er stefnuskráin
í atvinnumálunum ekki út-
færð. Á dýrtiðinni vilja þeir
vinna bug með því að hækka
kaup og lækka framleiðslu-
kostnað, en svo er látið sitja
við þau orð. Skyldu ekki orðin
og athafnirnar ganga í verka-
menn fyrir kosningarnar?
Svo sem frægt er orðið, af
blaðaskrifum og opinberum
umræðum, er talið að eitthvert
ógeðslegasta undur íslenzkrar
þjóðtrúar, sé Þorgeirsboli —
dautt naut og afturgengið —
sem dregur á eftir sér hálffláða
húðina. Það fer ekki hjá því,
að þessi forynja minni í öllum
aðalatriðum á kommúnistana.
— Kommúnistaflokkurinn er
dauður, en afturgenginn i mynd
„hins sameinaða socialista-
flokks o. s. frv.“, sem dregur
nú á eftir sér hálffláða húð,
sem er stefnuskráin i kosning-
um þeim, er nú fara í hönd.
3 hektarar lands
Sýningarskáli myndlistar-
manna verður byggður í
Kirkjustræti.
Von um að tiann komist upp í liaust.
Það mun nu ákveðið, að myndlistarfélag- Bandalags íslenzkra
listamanna fái til umráða lóð í Éirkjustræti, rétt vestan við Al-
þingishúsið og reisi þar svo fljótt sem auðið er sýningarskála,
þar sem listamenn geta haldið sýningar á verkum sínum. —
Eins og skýrt var frá í Vísi
s. I. vor, stóð til að myndlistar-
menn fengju til umráða lóð
undir sýningarskála viþ horn
Hljómskálagarðsins og Bjark-
argötu.
Nú hefir þessi von brugðist
með því, að ákveðið hefir verið
síðan að breikka Bjarkargötuna
og sameina hana betur við
Tjarnargötuna. Af þesari á-
stæðu skerst svo mikið af hinni
fyrirhuguðu lóð undir skála-
bygginguna, að bygging á þeim
stað kom alls ekki framar til
greina.
Hinsvegar hafa listamenn-
irnir fengið loforð fyrir lóð á
sizt óhentugri stað, en það er i
Kirkjustræti, skammt fyrir vest-
an Alþingishúsið, eða þar sem
sýningarskálinn var reistur
1930.
Gunnlaugur Halldórsson arki-
tekt vinnur um þessar mundir
að því, að gera uppdrætti að
skálabyggingunni. Er ákveðið
að hún verði einlyft, með ofan-
Ijósi og sennilegt að stærðin
verði 24x12 metrar, en þó er
það ekki endanlega ákveðið.
Myndlistarmenn hafa gert
sér vonir um að koma bygging-
unni upp í haust. Voru þeir bún-
ir að fá loforð fyrir timbri, en
skipinu sem timbrið átti að
flytja var sökkt og olli það lista-
mönnunum miklum vonbrigð- |
um. Hafa þeir fengið loforð fyr-
ir að sitja fyrir næstu sendingu,
þegar liún kemur, en efni verður
sennilega dýrara og byggingin
verður öll eftir þvi dýrari sem
lengur dregst að koma henni
upp.
Búið var að gera uppdrátt að
hinni fyrirhuguðu skálabygg-
ingu myndlistarmanna við
Bjarkargötu, en þar sem breyt-
ing varð ó Ióðarstæðum fyrir
húsið, varð að gera nýjan upp-
drátt, því skálinn við Kirkju-
stræti verður með allt öðru ]
sniði, en hinum var ætlað að
vera.
Með þessari byggingu munu
myndlistarmenn höfuðstaðar-
ins loks fá einskonar samastað,
þ. e. liús þar sem þeir geta að
staðaldri haldið listsýningar,
ýmist hver út af fyrir sig eða
fleiri saman.
Eins og almenningi er kunn-
ugt hefir'tiltölulega lítið verið i
um listsýningar á undanförnum '
árum vegna húsnæðisvand-
ræða, og þær fáu sýningar sem
haldnar hafa verið, hafa flestar
verið í mjög óviðunandi húsa-
kynnum. Hefir jætta verið mjög
bagalegt bæði fyrir listamenn
og listunnendur, því þeir bafa j
komist úr tengslum hvorir við -
aðra, og almenningur lika síður
fengið að njóta listar en áður,
og er það óumdeilanlega tjón
fyrir andlega menningu íslenzku
þjóðarinnar.
Hástökk:
Skiili Guðmundsson KR 1.82
Jón Hjartar KR 1.61
Ingólfur Steinsson ÍR 1.56
Sveinn Magnússon FH 1.51
Þrístökk:
Oliver Steinn FH 13.24
Skúli Guðmundsson KR 13.17
j Jón Hjartar KR 12.75
Sverrir Emilsson KR 12.59
100 m. hlaup:
Jóhann Bernhard KR 11.7
Sverrir Emilsson KR 11.9
Brynjólfur Ingólfsson KR 12.0
Jóhannes Einarsson FH 12.3
400 m. hlaup:
Brynjólfur Ingólfss. KR 53.6
Sigurgeir Ársælsson Á 53.7
Jóhann Bernhard KR 54.3
Svavar Pálsson KR 58.8
3000 m. hlaup:
Sigurgeir Ársælsson Á 10:08.2
Sigurgísli Sigurðss. ÍR 10:08.8
Jóhannes Jónsson ÍR 10:09.0
Árni Kjartansson Á 10:09.2
öldungar.
100 m. hlaup:
Frímann Helgason Á 12.2
Har. Matthíasson KR 12.7
Jóh. Jóhannesson Á 13.0
800 m. hlaup:
Jóh. Jóhannesson Á 2:29.5
Frímann Helgason Á 2:35.0
Har. Matthíasson KR 2:36.4
Kúluvárp:
Gísli Sigurðsson FH 10,27
Frímann Helgason Á 9,24
St jórnaboðhlaup:
Ármann............... 48.4
FH .................. 48.6
Öldungaboðhlaup:
Ármann .............. 55.6
undir gleri.
Miklar gróðurhúsa-
byggingar í ár.
Gróðurhús hér á landi munu
nú ná yfir 3 hektara lands alls,
eða jafnvel meira, hefir Stein-
grímur Steinþórsson búnaðar-
málastjóri tjáð Vísi.
Það eru ekki til neinar ná-
kvæmar skýrslur um gróður-
liúsabyggingar, og þetta er þvi
aðeins samkvæmt lauslegri á-
ætlun.
I ár hefir verið byggt mjög
mikið af gróðurhúsum víðsveg-
ar á landinu, svo að aldrei hefir
verið ræktað annað eins af gróð-
urhúsa-aldinum og -blómum
sem nú. Langmest er ræktað af
tómötum, en einnig nokkuð af
gúrkum, melónum, aldinum
svo sem vínþrúgum, banönum
o. s. frv. Sömuleiðis er allmikið
ræktað af skrautjurtum alls-
konar.
Samkvæmt upplýsingum sem
Vísir hefir aflað sér hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna, en það
annast að miklu leyti sölu
grænmetis fyrir framleiðendur
hér sunnanlands. Seldi það í
fjrra 10—12 þús. kassa af tó-
mötum, en í ár verður salan
miklu meiri. Ómögulegt er neitt
um J>að að segja, hve salan
kemur til með að nema miklu
í ár, bæði vegna þess að fram-
leiðslan og salan er í fullum
gangi ennþá, og svo vegna þess,
að salan gengur gegnum marg-
ar hendur og því erfitt að fá
nokkurt heildaryfirlit yfir
framleiðsluna.
Frú Jóhanna Bjarnadóttir,
Þórsgötu 14, verður 50 ára í dag.
Skúli Guömundsson (K.R.) bætti tvö
drengjamet á fþrúttamðtmu i gær.
Athyglisverður árangur þrátt fyrir kalsaveður.
Þrátt fyrir kalsa og leiðindaveður í gærkveldi fór íþrótta-
mótið á íþróttavellinum ágætlega fram, og náðist þar í ýmsum
íþróttum ágætur árangur. Meðal annars setti Skúli Guðmunds-
son K. R. tvö ný drengjamet á mótinu, en það var 1.82 m. í há-
stökki og 13.17 m. í þrístökki.
Hinu mjög svo eftirvænta 400
st. hlaupi lyktaði með sigri
Brynjólfs Ingólfssonar (KR),
sem tekur mjög örum framför-
um og er að verða skæður sprett-
og millilengda-hlaupari.
Athygli vakti frammistaða
hinna ungu þolhlaupara úr ÍR,
Sigurgísla og Jóhannesar, sem
urðu 2. og 3. í 3000 m. hlaupinu
og stungu báðir Árna Kjartans-
sýni aftur fyrir sig.
Bragi Friðriksson úr Knatt-
spyrnufélagi Siglufjarðar, sem
vann bæði kúluvarpið og
lcringlukastið,, er eftirtektarvert
íþróttamannsefni, því hann er
aðeins 15 ára að aldri; náði hann
þó í kringlukastinu betri árangri
en venjulegt er hér á vellinum.
I hástökkinu náði Skúli Guð- |
mundsson þeirn eftirtektarverða |
árangri, að stökkva 1.82 m., og
er ekki ósennilegt, að hann verði
skeinuhættur metinu að sumri.
Þrístökkið vann Oliver, 100
m. Jóhann Bernhard, 3000 m.
Sigurgeir og er ómögulegt ann-
að að segja, en að árangur hafi
i öllum íþróttunum verið góður,
miðað við allar aðstæður.
Nokkur vonbrigði urðu það
mönnum, að Huseby vantaði á
mótið í gærkveldi.
Kúluvarp:
Bragi Friðriksson KS 12.98
Jóel Sigurðsson ÍR 12.93
Jens Magnússon KR 12.70
Anton Björnsson KR 11.60
Kringlukast:
Bragi Friðriksson KS 39.00
Ól. Guðmundsson ÍR 35.01
Jens Magnússon KR 34.91
Anton Björnsson KR 34.70
Skúli Guðmundsson
í hástökki.
Héraðsmót í Stykkis-
hólmi.
Sjálfstæðismenn efndu til hér-
aðsmóts í Stykkishólmi s.I.
sunnudag. Yar það mjög fjöl-
mennt og fór í alla staði hið
bezta fram. Kom þar fram
mikill samvinnuhugur og áhugi
fyrir málefnum flokksins og
stefnu.
Ræður fluttu þar Gunnar
Thotroddsen prófessor og Jó-
hann Hafstein, sem gerður var
hinn bezti rómur að. Þeir Pétur
Jónsson óperusöngvari, Jón
Eyjólfsson, Lárus Ingólfsson og
Árni Helgason skemmtu með
söng. Sungu þeir einsöngva Pét-
ur og Jón, en Lárus og Árni
sungu gamanvisur.
Ýmislegt fleira var til
skemmtunar. — Að lokum var
dans stíginn fram eftir nóttu.
Haustfermingarbörn dömkirkjus.
geri svo vel a<5 koma til viðtals
í dómkirkjunni í þessari viku, til
síra Friðriks Hallgrímssonar á
fimmtudaginn, og til síra Bjarna
Jónssonar á föstudag, báða dagana
kl. 5' síðdegis.
Leigugjald fyrir vörubíla.
í blöðunum í dag er tilkynning
frá Vörubílastöðinni Þrótti um
það, að frá og með 15. sept. og
þar til öðruvísi verður ákveðið,
verði leigugjald fyrir vörubíla í inn-
anbæjarakstri sem hér segir: Dag-
vinna frá kl. 8—17 e. h. kr. 11.79,
eftirvinna frá kl. 17—20 kr. 14.22,
næturvinna frá kl. 20—8 kr. 16.66,
og helgidagavinna kr. 16.66.
Hjúskapur.
Síðastl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband Þórunn Stefanía
Hjálmarsdóttir og Jónas Jónasson,
skósmíðameistari. Heimili þeirra er
á Hverfisgötu 125.
Duglegur
verkamaður
óskast til haustverka ó sveita-
heimili í grennd við Reykja-
vik. Hátt kaup. Uppl. á afgr.
Álafoss í dag.
Til leigu
Sá, sem getur lónað full af-
not af síma, getur fengið
leigt 1—2 herbergi og eldliús.
Lysthafendur leggi nöfn sin
inn á afgr.Vísis fyrir fimmtu-
dagskvöld, merkt: „5. októ-
ber“.
Stúlka
getur fengið góða atvinnu nú
þegar. Hátt kaup og húsnæði
ef óskað er. Uppl. Kaffisöl-
unni, Hafnarstræti 16, eða
Laugaveg 43, I. hæð.
Matt
lakk
HTý föt fyrir
grömnl
Látið oss lireinsa og pressa
föt yðar og þau fá sinn upp-
runalega blæ.
Fljót afgreiðsla.
EFNALAUGIN TÝR.
Týsgötu 1. Sími .2491.
Gardínuefni
í miklu úrvali, nýkomið.
VEFNAÐARVÖRUBÚÐIN
_____Vesturgötu 27.
Vllarkjólaefni
og ULLARKREPE í miklu
úrvali.
v VEFNAÐARVÖRUBÚÐIN
_____Vesturgötu 27.
Hvít kjólabelti
3 breiddir, nýkomin.
VEFNAÐARV ÖRUBÚÐIN
Vesturgötu 27.
1 kríiir
fær sá, sem útvegar hjónum
með eitt barn íbúð eða eina
góða stofu nú þegar eða 1.
okt. Get lánað símaafnot. —
Tilboð, merkt: „E. B. 500“,
leggist inn á afgr. blaðsins
fyrir föstudagskvöld.
Setuliðsvinnan.
Stjórn Alþýðusambandsins held-
ur fund í kvöld um samkomulags-
umleitanirnar við setuliðið, taxta
þess 0g ákvörðun Dagsbúnar að
leyfa verkamönnum að vinna hjá
setuliðinu, þótt ekki væri' samið við
verklýðssamtökin.
Barnsmeðlög hækka
að verulegum mun á tímabilinu
ágúst þ. á. til 31. júlí 1943. Stafar
hækkun þessi af dýrtíðinni. Sam-
kvæmt tilkynningu í Lögbirtinga-
blaðinu, verða meðlögin í Reykja-
vík: Til 4 ára 1008 kr., til sjö ára
852 krónur, til 15 ára 1008 kr., og
til 16 ára 504 kr.
Tjarnarbíó
sýnir þessa dagana mynd, sem
nefnist „Æfintýri blaðamanns". —
Aðalhlutverkin eru leikin af Joel
McCrea, Laraine Day, George
Sanders, Herbert Marshall og Al-
bert Bassermann.