Vísir


Vísir - 23.09.1942, Qupperneq 2

Vísir - 23.09.1942, Qupperneq 2
VISIR VÍSIR DAGBLÍð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16j0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasaia 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gamansemi. TÍMAMENN eru smáskrítnir og hafa það til að vera skemmtilegir i sínum stil. I gær kjamsa þeir á því, að svo mikill ágreiningur sé upp kom- inn innan Sjálfstæðisflokksins, að Vísir þurfi ekki annað, en kippa í spotta, og óðara sé allt fylgið hrunið af borgarstjóran- um. Vísir þakkar lofið, og efar ekki að Tíminn dæmi hér eftir eigin reynslu, — hafi sem sagt kynnst því hver áhrif blaðið hafi hér í liöfuðstaðnum. Má einnig með sanni segja að það sjáist á hinu hálfdauða fylgi Framsóknar hér i Reykjavik og raunar öðrum kaupstöðum landsins. Svo virðist, sem rithöfundar Tímans byggi þessa skoðun sína fyrst og fremst á því, að Vísir hefir fundið að því, sem aflaga hefir farið, bæði að þvi er snert- ir stjórn landsmála, bæjarmála og flokksinála, án þess að fara í felur með skoðun sína og stefnu. E>ótt liðið liafi að kosn- ingum er engin ástæða til, að' hætta að berjast fyrir eðlileg- um umbótum, á livaða sviði sem er, og þótt shkri gagnrýni sé uppi haldið fer fjarri því, að nokkuð hafi dregið nær sam- vinnuslitum innan Sjálfstæðis- flokksins, en áður var. Heil- brigð gagnrýni tryggir það, að hið fyllsta réttlæti ríki jafnt i þjóðmálum, sem flokksmálum, og að stefnt verði áfram i fram- faraátt hvað sem að öðru leyti á dynur. Tímanum á ekki að korna það ókunnuglega fyrir að nokkur málefnagreiningur kunni að vera innan flokka, án þess þó að þeir rofni. Skeð hefir það að tveir af forystumönnum Fram- sóknarflokksins hafa deilt harð- vítuglega sín í milli á opinber- um vettVarigi, og það meira að segja i Tíniánum sjálfum. Næg- ir því máli til sönnunar að skír- skota til skrifa Jónasar Jónsson- ar og Hermanns Jónassonar um sjálfstæðismálið, en eins og rit- höfundar Timans skilja er það mál vel lagað til samvinnuslita, og hanga þeir þó enn á sömu horriminni, foringjarnir. í dag vinna þeir í einingu andans að undirbúningi kosninga, — hvor fer fram í sínu kjördæmi, eins og ekkert hafi í skorizt, en láta deilumálin biða sins tíma, eða þangað til flokksþingið kemur saman á vetri komanda. Það er vitað, að innan Fram- sóknarflokksins er hin mesta sundrung og óánægja. Sumir flokksmennimir eru farnir að finna pólitíska nálykt af for- manni flokksins og vilja ráða niðurlögum hans áður en lyktin tekur að loða við aðrar höfuð- kempur þeirra. Þvi er það að Hermann Jónasson berst nú fyrir vinstri samvinnu, þrátt fyrir það, að formaður flokks- ins hefir lýst yfir því, að hann muni standa við hlið Ólafs Thors, núverandi forsætisráð- herra, ef á skyldi bjáta. Hér eru boðuð hrein samvinnuslit í sama blaði, — á annan veg verð- ur þetta ekki skilið. Hitt er svo allt annað mál, að þegar rætt er um samvinnuslit, getur það verið eðlileg þróun landsmálanna. Enginn einstakl- ingur lieldur lengra af vegi þeirrar stefnu, sem hann berst fyrir, en haráttu hans er sam- ræmanleg!. Því getur það ávallt hent, að einstaklingarnir og jafnvel blöðin hætti að styrkja þann flokk, sem áður var veitt brautargengi, af þeim ástæðum einum, að hann hafi reynst stefnu sinni ótrúr. Það lögmál gildir jafnt í hinu pólitiska ásta- lífi sem öðru, og í því efni hefir Tíminn reynsluna, sem burðast með margklofinn flokk á baki sér, og á klofning enn í vænd- um. Þegar Yísir hyggst að kippa í spottann, mun blaðið vissulega sjálft segja til, en sannast mun það, að fleiri hanga á bláþræði en borgarstjórinn. Ættu Fram- sóknarmenn ekki að lirækja hraustlega í því efni, eftir þá dæmalausu útreið, sem flokk- urinn liefir fengið i tvennum kosningum hér í höfuðstaðn- um, en allt er þá þrennt er. Stúrvirkar fram- kvæmðir Siglu- fjarðarhæjar í snmar og haust. S. 1. vor samþykktu Siglfir'Ö- ingar að stækka mjólkurbú bæjarins að Hóli og var tekið til þess 100 þús. kr. lán. Hafizt var þegar handa um byggingu f jóss, hlöðu og súrheysgryfju, og eru þær byggingar nú um það bil fullgerðar. Auk þess voru keypt- ir 20 nautgripir í búið. Vinslan í grjótnámi bæjarins er orðin stórvirkari en áður, því að Siglufjarðarbær liefir keypt nýja og fullkomnari grjót- mulningsvél en til var áður, og varði til þess nærri 30 þús. krón- um. í sambandi við þetta liefir sporvögnum verið komið fyrir í grjótnáminu, í staðinn fyrir hjólbörur, sem voru notaðar. Loftpressa hefir verið fengin að láni, er mun eftirleiðis starfa í grjótnámi bæjarins. I ráði er, um leið og afköstin aukast, að lagfæra ýmsar götur í bænum, og jafnvel byrja að steypa aðalgötuna. Hinsvegar þykir bænum ekki rétt, á meðan nóg er um vinnu í bænum, að draga vinnuaflið til óarðbærra starfa, nema þar sem ekki verður hjá þvi komist. Jarðeplageymslu fyrir 400 tunnur hefir bærinn komið upp og verður einstaklingum gefinn kostur á að geyma þar kartöflur sinar fyrir ákveðið gjald. Loks hefir, í samráði við Ól- af Þ. Þorsteinsson sjúkrahúss- lækni,. verið gerð teikning af fyrirhugaðri stækkun á sjúkra- húsinu. Er með henni gert ráð fyrir sérstökum deildum fyrir fæðingarstofnun, gamalmenna- hæli og geðveikrahæli. Ýms önnur mál eru á döfinni á Siglufirði og þar á meðal hafn- arframkvæmdir, rafveitan o. f 1. Saltkjötstunnan 820 kr. Kjötverðlagsnefnd ákvað á fundi sínum í gær, a'Ö' verð á saltkjöti í tunnum yrði í haust 820 kr. tunn- an (130 kg.). Stöðvast vinna í brauðgerðarhúsum? Atkvæðagreiðslu er nú lokið i Bakarasveinafélagi íslands um hvort heimila skuli að lýsa yfir vinnu- stöðvun í brauðgerðarhúsunum x. okt. n.k., ef samningar takast ekki. Var heimildin samþykkt með 9 at- kvæðum gegn 1. Samkomulagsum- leitunum í deilunni er haldið áfram. Togaradeilan. Samkomulag hefir ekki náðzt í togaradeilunni. Tveir fundir voru haldnir í gær, sem sáttanefnd boð- aði til. Allsherjar atkvæðagreiðslu sjómanna um heimild til vinnu- stöðvunar lýkur í kvöld kl. 10. Enn skortur á vinnuafli við húsbyggingar o. fl. íslenzkip atvinnurekendur liafa þó feimgið aftup margt verkamanna. Víðsvegar um bæinn eru nú að rísa upp marglyft steinsteypu- hús, sem keppt er við að koma undir þak fyrir haustið og vetur- inn. Ennfremur er víða verið að byggja við hús, eða ofan á hús, og vinnur mikill fjöldi manna við þessar framkvæmdir. Sumir byggingameistarar hafa 8—10 hús í smíðum og eitt sem erfið- leikunum veldur er, að ekki eru nógu margar hrærivélar fyrir hendi. Ennfremur er enn nokkur skortur verkafólks til hús- bygginga, þótt menn komi nú sem óðast til bæjarins frá ýms- um sumarstörfum utan bæjar, og vinnuafl hafi losnað hjá öðr- um atvinnurekendum. á þessu sviði stefni áfram í sömu átt, og þessi vinna hverfi smám saman á ekki mjög löngum tíma. Þetta ætti að verða til þess að leysa vandræði margra íslenzkra atvinnurekenda, sem þannig standa nú hetur að vígi en áður að fylla í skörðin hjá sér. Er það vel farið, að íslenzku atvinnuvegirnir fái nú nægt vinnuafl, en þetta mál liefir fleiri hliðar, sem ræða þarf, og ekki sízt þarf að girða fyrir þá hættu, að atvinnuleysistimar dynji yfir, en það er að eins liægt með því að ræða vandann áður en hann ber að höndum. Mætti það vera til fyrir- myndar, að í löndum banda- manna er þegar farið að ræða hvað unnt sé að gera til þess að girða fyrir atvinnuleysi og aðra erfiðleika, sem vanalega sigla í kjölfar styx-jalda. Hvað Iesifl þér I haost ? Bækur sem ísafoldarprentsmiðja h.f. gefur út á næstunni. Vísir hefir náð tali af Gunnari Einarssyni prentsmiðjustjóra og framkvæmdarstjóra ísafoldarprentsmiðju h.f. og beðið hann að skýra Iesendum blaðsins frá útgáfustarfsemi prentsmiðj- unnar í haust og hvað hún setji á markaðinn af nýjum bókum á næstunni. Eins og lesendum blaðsins mun flestum kunnugt, hefir ísa- foldarprentsmiðja h.f. um þessar mundir stórhýsi í smíð- um við Þingholtsstræti og þangað munu flestar vélarprentsmiðj- unnar verða fluttar á næstunni, og nýjum bætt við. Býst Gunn- ar jafnvel við að sumar vélarnar geti byrjað að taka til starfa i nýju byggingunni í lok þessa mánaðar. Það má ef til vill segja, að ekki séu miklar ástæður til þess að óttast atvinnuleysi eins og sakir standa a. m. k. þar sem miklar framkvæmdir eru á döfinni, hitaveitan á uppsigl- ingu o. fl. auk þess sem margir atvinnurekendur til sjávar og sveita hafa til skamms tima og margir enn haft of litið vinnu- afl til umráða. En á vinnusvið- inu er að verða breyting, sem menn kannske almennt taka ekki eftir, en rétt er að vekja athygli á, þvi að alltaf linígur í sömu átt, þ. e. að íslenzkum verkamönnum, sem ekki vinna hjá íslendingum fækkar stöð- ugt, eða úr tæpu hálfu fjórða þúsundi á öllu landinu á nokkr- um mánuðum niður i um 1900. nú. Þótt ekkert verði fullyrt í þessum efnum um framtíðina er vissara að gera ráð fyrir, að Þrátt fyrir fluhiinga og ýms- ar tafir sem af þeim stafa, svo og vegna tafa sem orsökuðust af prentaraverkfallinu i vetur, hyggst Gunnar að gefa út á þessu ári um 40 bækur, eða jafnmargar bækur og undan- farin ár, auk fjölda bóka, smærri og stærri, sem prent- smiðjan prentar. En það sem athyglisvert er við bókaútgáfuna í ár er það, að Isafoldarprentsmiðja hefir þeg- ar sent 20—30 bækur á markað-. inn, það sem af er árinu, og sumt af því eru stór rit eins og t. d. ævisaga Mariu Stúarts eftir Zweig, sem var fyrsta bókin, sem forlagið gaf út í ár og sjálfsævisaga Krapotkins fursta sem er sú síðasta sem það sendi ’ á markaðinn. Taldi Gunnar að slík bókaútgáfa hjá einu forlagi á fyrra helmingi árs, hafði verið með öllu óhugsandi á undan- förnum árum, þvi venjulega hefir verið mikil deyfð í bóka- sölu þar til á haustin. Stafar þetta annarsvegar af því að fjármagn almennings er miklu meira en áður var, en hinsvegar af þvi að áður var lestrarþörf fólks að meir eða minna leyti fullnægt með Norðurlandabók- um og tímaritum, sem nú er með öllu ófáanlegar. Meðal þeirra bóka sem ísa- foldarprentsmiðja h.f. mun gefa út á næstunni, og margar hverj- ar eru þegar komnar í deigluna, er skáldsagan Tess eftir enska rithöfundinn Thomas Hai’dy, sem Snæbjörn Jónsson þýðir. Hún verður i 2 bindum, er hún þegar fullprentuð og er verið að hefta hana og binda. Má gera náð fyrir að liún komi á mark- aðinn upp úr mánaðamótunum næstu. Barðstrendingasaga, rituð af ýmsum ritfærum mönnum það- an úr sýslu eða öðrum sem þar eru nákunnugir, verður um 20 arkir að stærð og prýdd fjölda mynda, sem sérstaklega voru teknar fyrir þessa bókarútgáfu. Rit þetta er nú fullsett og hefir Benedikt Sveinsson bókavörður lesið yfir handrit og prófarkir. FuIIselt er einnig mikið rit eftir V. Þ. Gíslason, skólastjóra, er heitir „Snorri Sturluson og Gylfaginning“. Byrjar það á Gylfaginning, síðan koma skýr- ingar og ritgerðir. Ritið er prýtt allmörgum myndum. Læknatal, ritað af Lárusi Blöndal bókaverði, mun verða 20—24 arka bók. Er hún fylgi- rit Sögufélagsins, en Isafoldar- prentsmiðja annast orðið út- gáfu rita þess. I sambandi við þessa bók má geta þess, að í henni verða myndir af flestöll- um læknum, sem lokið hafa prófi s. 1. 50—100 ár. „Skóladagar“ heitir frum- samin saga eftir Stefán Jónsson kennara. Er það framhald ung- lingasögunnar „Vinir vorsins” sem forlagið gaf út í fyrra og náði þá miklum vinsældum. Aðra unglingabók, sem ætluð er xelpum og heitir „Skólasyst- ur“, mun prentsmiðjan gefa út á næstunni. Er liún þýdd. Önnur útgáfa af 2. hefti „Rauðskinnu“, þjóðsagnasafni síra Jóns Thorarensens, sem verið liefir uppselt að undan- förnu, muri einnig koma út inn- an skamms. Nýkomnar eru út Mannkvns- saga (Nýja öldin) eftir Ólaf Hansson Menntaskólakennara, sem ætluð er til kennslu í æðri skólum, Sagnir og þjóðsögur, 3ja liefti, eftir Guðna Jónsson magister og önnur útgáfa af „Sögulegasta ferðalagið“ eftir Pétur Sigurðsson erindreka. Fullprentað er úrval af kvæð- um Kristjáns Jónssonar fjalla- skálds, er gefið mun verða út í sama broti og úrvalsljóð ann- ara höfuðskálda vorra, og ísa- foldarprentsmiðja hefur ann- ast undanfarin ár. Hulda skáld- kona hefur valið kvæðin i þetta bindi og skrifað formála. Þá kemur út stóraukin og endurbætt útgáfa af bókinni „Hjálp i viðlögum“. Jón Odd- geir Jónsson verður ritstjóri að henni, en ýmsir læknar og aðrir færir menn rita þar sjálfstæða þætti. Fjölda mynda verða til skýringa. Fyrirhuguð er útgáfa á ævi- sögu Friðþjófs Nansen. Verður það rit á stærð við Maríu Síúart og Krapotkin fursta, prýtt fjölda mynda. Frú Kristín Ólafsdóttir læknir þýðir bókina. Settar. eru dýrasögur eftir Bergstein Kristjánsson og Þulur ef tir Guðrúnu Jóhannsdóttur, en Tryggvi Magnússon mun teikna myndir í báðar bækurnar. Loks má geta tveggja stórra myndarita, og mun a. m. k. önnur þeirra koma út fyrir jól- in, en það er ný útgáfa að „Is- landi í myndum“, með um 200 heiIsíðumyndum, flestum sem ekki hafa komið í fyrri útgáf- unum. Hafa þeir Halldór Am- órsson Ijósmyndari og Páll Jónsson auglýsingastjóri valið myndirnar. Eru myndamótin fullgerð og verður bókin prent- uð áður en langt um líður. Hitt myndaritið er biblían í myndum. Eru það teilcningar hins fræga franska listamanns Doret, 200 heilsíðumyndir í stóru broti, en Bjarni Jónsson vigslubiskup mun velja textana. Ýmsar fleiri bækur eru á döf- inni, en vegna þess hve mikil ó- vissa livílir um útgáfustarfsem- ina, verkefni og afköst prent- smiðjunnar, sér Gunnar ekki á- stæðu til að telja upp fleiri út- gáfubækur að sinni. Bæjar fréttír I.O.O.F. 3=124924172 =fRh. Noregssöfnunin# Samvinnufélag ísfirðinga hefir gefið 6000 krónur í Npregssöfn- unina. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hijómplötur: Valsar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpstríóið: Smálög eftir Frank Bridge. 20,45 Erindi: Um Mansjúkúó, land og þjóð (Magnús Magnússon ritstj.). 21,10 Takið undir ! (Þjóðkórinn — Páll ísólfsson stjómar). Næturlæknir. Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki. Nýkomið: ódýrt, skozkt kjólaefni.. Sérstaklega hentugt í skólakjóla. Unnur Grettisgötu 64 (horni Barónsstígs og Grettisgötu). Iþrótta- skólinn Vetrarstarfsemi íþróttaskól- ans hefst 1. okt. Stúlkur, sem ætla að iðka leiltfimi á mánud. og fimmtud. kl. 7—8 síðd., láta innrita sig næstu daga í skrifstofu skólans eða hjá kennaranum ungfrú Sig- ríði Valgeirsdóttur. Viðtals- tími kl. 4—5 síðd. Sími 3738. JÓN ÞORSTEINSSON. §tiílka óskast til eldhússtarfa nú þegar eða 1. október. Vakta- skipti. — Hátt kaup. — Sér- herbergi. Matsalan, Amtmannsstíg 4. Lfrarpylsa Soðin svið. KJÖT & FISKUR. Sendisveinn óskast strax. KJÖT & FISKUR. AtTinna Ábyggilegur og reglusam- ur maður getur fengið góða inrxivinnu. Uppl. Frakkastíg 26 A. — Atvinna Stúlkur, vanar saumaskap, geta fengið saum i ákvæðis- vinnu. Uppl. á Frakkastíg 26 A. — Lán óskast. 8—9000 kóna lán óskast gegn góðri tryggingu. Lysthafend- ur leggi nöfn sin inn á af- geiðslu Vísis fyrir 12 á morg- un, merkt: „Öryggi“. 2 siúlknr geta fengið atvinnu. — Hátt kaup. — Frítt fæði og hús- næði. — Uppl. í síma 1521.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.