Vísir - 30.09.1942, Síða 1

Vísir - 30.09.1942, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 30. september 1942. 200. tbl. Hersveitir Timochenko é komnar vestur að Don. Þjódverjar hafa ekkert unnid á seinasta sólarhring. EINKASKEyTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Idag er 62. dagurinn síðan er sókn Þjóðverja til Stalingrad hófst, en það var í byrjun þessa mánaðar sem átökin um borgina sjálfa hófust. TJrsIitin eru enn í óvissu, þótt Þjóðverjar hafi til þessa unnið á, en upp á síðkastið hafa þeir sótt mjög hægt fram, og iðulega misst aftur það, sem þeir hafa hreppt — nokkrar götur eða húsarústir. I gær til dæmis var 30 metra götuspotti í Stalingrad 6 sinnum ýmist á valdi Rússa eða Þjóðverja — og seinast á valdi Rússa. Þjóð- verjar hafa ekkert unnið á seinasta sólarhring í Stalin^ grad, segja Rússa, og norðvestur af borginni, eru Rúss- ar komnir að Don á nýjan leik. Það er norðvestur af borginni, sem hersveitir Timochenko sækja fram með sígandi þunga, til þess að létta undir með her- sveitunum, sem verja Stalingrad, og ef unnt væri, knýja Þjóð- verja til þess að senda lið frá Stalingrad til vígstöðvanna norð- vestan borgarinnar. Þetta hefir ef til vill ekki tekist, en vafa- laust hefir sókn Timochenko haft sín áhrif, því að Þjóðverjar hafa neyðst til þess að senda þangað aukið lið, sem ella hefði verið hægt að senda til Stalingrad. Fregnir í gærkveldi hermdu, að hersveitir Timonchenko sæktu hægt fram á öllu svæðinu miUi Don og Volgu. Er því sóknin á miklu breiðara svæði en í byrjun. — Það er eðlilegt að sóknn sé hæg, því að Þjóðverjar hafa búist við árásum Rússa þama, á vinstra fylkingararm sinn, og komið þar upp fjölda mörgum steinsteypuvirkjum, skrið- drekagildrum o. s. frv. MikJir bardagar voru í gær í norðvesturhverfum borgarinn- ar. Það var þar, sem Þjóðverjar gerðu hið mikla áhlaup sitt í fyrradag, — ruddust inn í verkamannahverfi með fjölda skriðdreka. í gær héldu Þjóð- verjar áfram. áhlaupum sínum þar, en öllum áhlaupum þeirra var hundið. Rússa eyðilögðu fyrir þeim 29 skriðdreka og um 3500 Þjóðverjar féÚu. Á vígstöðvunum norðvestur af borginni er stöðugt barizt. Þar hefir ekki komið deigur dropi úr lofti í tvQ. mánuði og allir brunnar eru þurrir. Vind- urinn feykh- upp liinni þurru Jeirmold sléttunnar og moldryk- ið fyllir vit hermannanna. Þrátt fyrir harða mótspyrnu Þjóð- verja sækja Rússar fram, hægt að vísu, en alltaf ái'ram. I gær eyðilögðu þeir 49 skriðdreka fyrir Þjóðverjúm á þessum slóð- um. Á Iiákasusvigstöðvunum halda Þjóðverjar áfram að gera áhlaup og hefir eitthvað orðið ágengt í Terakdalnum, en ekki að ráði. Markmið þeirra þar er Grozny-olíulindirnar. í sókn Þjóðverja á þessum hjara und- angengna daga hafa Rússar eyðilagt fyrir þeim yfir 100 skriðdreka. Fyrir sunnan Novorossisk hefir Rússum orðið vel ágengt að stemma stigu við framsókn Þjóðverja og náð aftur hern- aðarlega mikilvægum hæðum. Á Rezhewigstöðvunum hafa Rússar unnið mikið á. Þeir hafa tekið þar stórt landsvæði norðan Volgu. 87. þýzka herfylkið hefir beðið gifurlegt manntjón þar að undanfömu. í dag — nákvæmlega fyrir einu ári — tilkynntu Þjóðverj- ar hátiðlega í útvarpi, að Rauði herinn væri algerlega sigraður, og þyrfti ekki að óttast hann frekara. Voh Bock vikið frá? 1 Þýzkalandi og raunar um alla álfuna eru ótal fregnir á kreiki. Orðrómur gengur fjöll- unum liærra um það, að von Bock liafi verið settur af. Hann hefir stjórnað við Stalingrad. Hann hefir fallið í ónóð áður, er honum tókst ekki að hertaka Moskva. Nú er sagt að Liszt marskálkur hafi tekið við. Ekk- ert verður fullyrt um hvað rétt kunni að vera í þessu, eins og sakir standa, en útvarpið i Vichy birti fregn um þetta í gær, en þar er ekki birt neitt í óþökk Þjóðverja. — Orðrómur er á kreiki um að Himmler sé dauð- ur og ýmsar fregnir hafa kom- ist á kreik sem vafi leikur á um, en benda þó til vaxandi ólgu. í frekari fregnum frá Rúss- landi segir svo: Fallbyssubátar Volguflotans rússneska tvistruðu i gær þrem- ur þýzkum fóígönguliðsher- deildum (battalions). Það er fyrir sunnan Bachal- insk, sem Rússar eru komnir vestur að Don. Rússneskir flug- menn frá stöðvum á Kletskaya- svæðinu hafa veitt liersveitum Timochenko mikilvægan stuðn- ing. Rússneskir liermálasérfræð- ingar telja, að ef Timoclienko geti haldið áfram að sækja fram, geti hann bægt hættunni frá Stalingrad. Útvarpið i Moskva játar, að Þ’jóðverjar hafi enn sent mik- inn liðsauka til Stalingrad. Útvarpið í Berlín tilkynnir, að Þjóðverjar liafi tekið hergagna- verksmiðjuna miklu „Rauði október“. Þessu er opinberlega neitað i Moskva. — Rússar segja, að Þjóðverjar liafi misst 700 menn, er þeir gerðu áhlaup á liæð nokkra. Hlutavelta K.R. heldur áfram í Í.R.-húsinu viÖ Túngötu í kvöld. Hefir félaginu borizt svo mikill fjöldi muna, að ekki var h;egt að koma þeim öll- um fyrir á hlutaveltunni á sunnu- daginn. Meðal muna, sem verða á hlutífveltunni í kvöld má nefna kol (heilt tonn í einum drætti), matar- forða, kjötskrokka, ávexti, peninga o.m.m.fl. Hlutaveltan hefst kl. 7. Innrásarstundin nálgast. Churhill, sem, flutti ræðu í gær, kvað það ekki ákjósanlegt, að menn væru með sifelldar til- gátur og tillögur varðandi nýjar vigstöðvar, en um nýjar víg- stöðvar hefir aldrei verið meira rætt en nú, eða síðan er Willkie talaði við blaðamenn á dögun- um í Moskva, og lagði áherzlu á innrás á meginlandið hið fyrsta. Eu um leið og Churchill komst svo að orði, sem að fram- an greinir, flutti háttsettur brezkur liðsforingi ávarp á frönsku til íbúanna í hinum hernumda hluta Frakklands og sagði þeim, að þeir skyldu vera viðbúnir miklum loft- og flota- árásum Breta. Bandaríkjaþegnar í hemumda hluta Frakklands handteknir. Þjóðverjar halda áfram að handtaka Bandaríkjaþegna í hernumda hluta Frakklands. Hafa alls verið handteknir um 1800 — þeirra meðal nokkur hundruð konur. Sumt af þessu fólki er haft i haldi í dýragarð- inum í París. Argrentlna að fara í striðíð? Fulltrúadeild þjóðþingsins í Argentínu hefir samþykkt, að Argentina slíti stjórnmálasam- bandi við möndulveldin. — í Argentínu eru Þjóðverjar mjög fjölmennir og hefir áhrifa þeirra gætt mjög mikið. Þangað hafa Þjóðverjar frá öðrum Suð- ur-Amerikulöndum flúið í hundrað og þúsundatali. Ástralíumenn taka Ioriba - f jallahry gginn. Seinustu fregnir af sókn lier- sveita Ástralíumanna á Nýju Guineu herma, að þær liafi náð á sitt vald Ioribia fjallahryggn- um norður af Port Moresby. Halda Ástralíumenn áfram sókn sinni. Japanir hafa að undanförnu verið að búast til varnar í Owen Stanleyfjöllunum, eða síðan er Ástralíumenn fengu 25 punda fallbyssurnar á dögunum, og gátu komið þeim fyrir þarna i fjöllunum. Japanir hafa beðið mikið manntjón í bardögum í Owen Stanley-fjöllunum að undan- förnu og er jafnvel talið, að manntjón þeirra sé tífalt meira en Ástralíumanna. Fregnir hafa borist Um, að Japanir þar í fjöllunum skorti mjög skotfæri o. fk, þvi að mik- ið af birgðum hefir eyðilagst í loftárásum, og sífeldum loft- árásum er lialdið uppi á birgða- •lestir þeirra milli Kokoda og Buna. Seinustu fregnir herma, að Japanir hörfi undan norður til Nori. Þeir urðu að skilja eftir inikið af birgðum. ,Arctic‘ I alvarlegri hættn i gærkveldi og nótt. Báts frá Bíldudal saknað. 1 gærkveldi var á tímabili ekki annað sýnna, en „Arctic“, skip Fiskimálanefndar, myndi stranda við Snæfellsnes utan- vert, og sendi skipið tvívegis frá sér neyðarmerki og bað um aostoð, þar sem það ræki stjómlaust til lands. í fyrri neyðarbeiðninni var frá því skýrt, að skipið væri með bilaða stýriskeðju og ræki upp að landi, undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Sendi þá Slysavarnafélagið oamstundis hjálparheiðni til skipa, sem kynnu að vera stödd á þessum slóðum og ennfremur voru menn í landi beðnir um aðstoð, ef ske kynni að skipið strandaði. Nokkuru síðar sendi Arctic frá sér annað neyðarskeyti, þar sem skýrt var frá því, að skipið væri i þann veginn að stranda við Öndverðarnes. En sem, betur fór mun þó ekki hafa komið til þessa, þvi að kl. 21.40 i gærkveldi sendi Artic enn skeyti og var skipið þá kom- ið fyrir nesið og úr mestu hættu. Sögðust skipverjar þá mundu reyna að gera við bilunina sjálfir. Og loks klukkan eitt í nótt sendi skipið enn skeyti, og sögð- ! ust skipverjar þá vera búnir að | gera við stýriskeðjuna og væru komnir úr allir hættu. Þá er saknað báts frá Bíldu- dal. Er það opinn vélbátur, sem fór frá Bildudal kl. 6 e. h. i gær og er enn ókominn að landi, þegar blaðið fór i pressuna. Það er ekki talið ólíklegt, að bátinn hafi rekið til hafs og hefir Slysavarnafélagið sent beiðni til skipa, sem stödd kynnu að vera út af Arnarfirði, að hyggja að bátnum. Sömuleiðis fóru bátar frá Bíldudal í morg- un til að leita. Verkfall í brauðgerðarhúsum. Verkfall liófst í morgufn í brauðgerðarhúsum. Hafa staðið yfir samkomulagsumleitanir að undanförnu milli Bakarsveina- félags Islands og meistara. Stjórn Bakarasveinafélags Is- lands hefir gefið út tilkynningu, þar sem svo er að orði komist, að kröfur bakarasveina séu i samræmi við þær kröfur, sem önnur fagfélög liafa fengið framgengt. Það var ekki ágreiningur um kaup, heldur um kaffihlé, sem olli því, að samkomulagsum- 1 leilanir fóru út um þúfur. Krafa sveina var 30 mínútna kaffihlé miðað við 8 st. vinnu, en miðl- unartillaga þeirra var 20 mín. á 8 klst. vinnu og 15 min. eftir 2 tíma unna i yfirvinnu. Var miðlunartillögunni hafnað. Laust fyrir hádegi var ekki kunnugt, að neitt skref hefði verið tekið til þess að koma þvi til leiðar, að samkomulagsum- leitanir liæfust að nýju. Brýn nauðsyn er, að deilan verði leidd til lykta þegar. Og í rauninni má það furðulegt heita, að sam- komulagsumleitanir skuli stranda á ágreiningi um kaffi- hlé. Slysavarnaf élagið reisir ný skýli fyrir skipbrotsmenn. Slysavamafélag íslands mun í haust koma upp tveim skýlum austur í Skaptafellssýslu fyrir skipbrotsmenn. Verður annað þeirra í Hjörleifshöfða en hitt við Skantárós. Loftvamaæfingin. Bæjarbúar brugðust vel við og sveitirnar mættu vel nema bílar. 1 Visir hefir átt tal um, bygg- ingu skýlanna við Jón Berg- sveinsson erindreka Slysavarna- félagsins. Tjáði hann blaðinu að bygging skýlisins við Hjörleifs- höfða væri komið svo langt, að fastlega mætti gera ráð fyrir, að því yrði lokið í haust. Var hafin smíði á þvi i vor fyrir slátt og var þvi þá komið 1 undir þak. En vegna anna í sumar var ekki unnið að. því frekar, óg verður ekki gert fyrr en að lokinni sláturtíð. Fyrir skömmu fór Jón Bergsveinsson austur með efni bæði í innan- og utan-klæðingu í skýlið, svo að ekki þarf að efa að það muni verða fullgert, jafnvel i næsta mánuði. Kvennadeild Slysavarnafélags- 200 þýzkum kafbát- um sökkt. En Þjóð- verjar eiga enn 300. Rússneska blaðið „Rauði flotinn“, málgagn rússneska flotans, hefir það eftir kunnum rússneskum flotamálasérfræð- ingi, að Þjóðverjar muni hafa misst að minnsta kosti 200 kaf- báta í styrjöldinni, en þeir eigi enn um 300. — Þjóðverjar hafa orðið fyrir ógurlegu tjóni i kaf- bátasmíðastöðvum sínum, eii þeir standa betur að vígi en í seinustu styrjöld að þvi leyt, að þeir hafa skipasmíðastöðvar i mörgum öðrum löndum nú. Erfiðara en að smiða kafbáta er að hafa allt af nægilega margar æfðar kafbáta-áhafnir og segja Bretar, að meðal áhafna kaf- báta, sem bjargað var í seinni tíð, séu stundum ekki nema 20 þrautþjálfaðir menn, — hinir liafa litla æfingu fengið. ins i Hafnarfirði hefir lofað að leggja fram 10 þúsund krónúr til þessa skýlis. Skýlið við Skaptárós er enn ekki byrjað að smíða, en á þvi verður byrjað strax og mestu haustannirnar eru um garð gengnar. Smiðurinn, sem tók verkið að sér, hefir lofað að sjá um kaup á timbri, eins og með þarf. Ilinsvegar þarf að fá klæðningu, bæði innan og utan á skýlið héðan úr Reykjavík. Verða notaðar til þess sements- asbestplötur, sem að vísu eru komnar til landsins, en hafa þó ekki enn fengizt afgreiddar. Þvi mun þó verða kippt í lag á næstunni. Að ekki var liafizt handa á byggingu skýlisins fyrr, stafaði af önnum smiðsins, hinsvegar hefði það orðið alltof kostnaðar- samt að fá smiði héðan úr Reykjavik til að smiða skýlið. Vonandi tekst þó að koma þvi upp i liaust, en það fer allmjög eftir tíðarfari og færð austur i haust, livort hægt verður að flytja efni liéðan eða ekki, og þá jafnframt hvort smíði skýlis- ins verði lokið. Kvennadeildin i Keflavík hef- ir lofað að bera uppi kostnaðinn af byggingu skýlisins við Skapt- árós. I hvoru skýli verður eitt her- bergi og forstofa fyrir hlifðar- föt o. fl. I herberginu verða 12 rúm, livert rúm er ætlað tveim- ur mönnum, og verða tvö teppi i rúmi. Þá eru skápar í herbergjunum og verða þar geymdar matar- birgðir og aðrar nauðsynjar, sem skipbrotsmönnum mættu að gagni koma. Olíuvélar verða notaðar til að hita upp og elda við, enda næg Loftvamaæfing, ásamt myrkvun hófst hér í bænum rétt eftir kl. 8 í gærkveldi og stóð yfir tæpa hálfa aðra klukkustund. Samkvæmt ummælum lög- reglustjórans, Agnars Kofoed Hansen, er fréttaritari Vísis átti tal við i morgun, munu bæjar- búar yfirleitt hafa brugðist vel við og sýnt skilning á myrkv- uninni og tilgangi liennar. Loftvarnasveitirnar mættu yfirleitt óaðfinnanlega, áð bif- reiðunum undánteknum. Að öðru leyti væri ekki hægt að segja neitt að svo kömnu máli um loflvarnaæfinguna, því að 'skýrslur væru ekki komnar inn ennþá. Hinsvegar mætti fullyrða það, sagði lögreglu- stjóri að lolcum, að loftvarna- aéfingin hefði að ýmsu léyti ver- ið lærdómsrik, og það mætti mikið af lienni læra. Visir átti ennfremur tal við fulltrúa bæjarfógetans í Hafn- arfirði, kvað hann æfinguna hafa gengið vel, og sömuleiðis hefði stjórn setuliðsins verið á- nægð með árangurinn af henni. olia geymd á báðum stöðunum. Ákveðið hefir verið á stjórn- arfundi í Slysavarnafélaginu að Jón Bergsveinsson erindreki færi vestur tfll Isafjarðar og ferðaðist eitthvað um Vestfirði, til að ræða við stjórnir slysa- varnafélaganna vestra, og að stofna til fundarhalda meðal þeirra. Kathleen Long helclur síÖustu hljómleika sína á morgun kl. 11.15 síðd. í Gamla Bíó. VerðiÖ er lækkað. AÖgöngumiÖar eru seldir hjá Bókaverzlun Eymund- son, SigríÖi Helgadóttur og HljóÖ- færahúsinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.