Vísir - 02.10.1942, Side 1

Vísir - 02.10.1942, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar IÓ60 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 2. október 1942. 202. tbl. Ibúar Stalingrad berjast í úrslitatilraun Rússa til að balda borginni. ; Sókn fyrir sunnan og norðan borgina. Fregnir frá Poskva herma, að íbúar Stalingrad, allir sem vopnum mega valda, hafi nú tekið sér vopn í hönd, og berjist með R.auða hern- um til þess að hindra Þjóðverja í að taka borgina. Rúss- ar gera sér ljóst, að nú eru úrslitaátökin hafin. Rauða stjarnan, málgagn Rauðaj hersins, Pravda og önnur blöð segja þetta berum orðum, eggja Rauða herinn lög- eggjan, og segja, að nú megi ekki hörfa um eitt fet hvað þá fleiri. Það er ekki látið sitja við orðin tóm. Hersveitir Rússa og íbú-; amir í Stalingrad gera áreiðanlega allt, sem þeir geta, til að verjast, segja fréttaritarar, og gagnsókn er nú hafin af Rússa hálfu bæði norðan og sunnan borgarinnar, henni til bjargar. Hefir Rússum orðið nokkuð ágengt. 1 frekari fregnum frá Rúss- landi segir á þessa leið: Rússar gera áhlaup norðan og sunnan borgarinnar. Hefir þeim orðið nokkuð ágengt fyrir sumian borgina.Herskip Rússa á Volgu veita landhersveitunum aðstoð með því að skjóta á stöðvar Þjóðverja. Rússar hafa lekið 3 þorp fyrir sunnan og suðvestan borgina. Ennfremur hafa Rússar tekið þar hernaðar- lega mikilvæga hæð. Pravda skýrir frá því, að í- búar Stalingrad í þúsundatali taki þátt í bardögum í borginni, auk þess sem fjölda margir aðr- ir aðstoða verjendurnar á ann- an hátt. Gert er við skriðdreka meðan skotin dynja allt í kring og sprengjuregnið fellur á borg- ina, og skriðdrekarnir jafnharð- an og viðgerð er lokið sendir fram í eldlínuna. Við Volgu vinna sjómenn og liafnarverkaj- .menn ótrauðir, þrátt fyrir allt, sem á gengur, að þvi að koma varaliði vestur yfir ána. — I verksmiðjum Stalingrad, sem enn standa, er unnið að skrið- drekasmíði og viðgerð. Þeir, sem áður unnu að smiði traktora, smiða nú hervélar. Norðvestur af Stalingrad halda hersveitir Timochenko á- fram sókninni, og iniðar áfram, þótt á hægagangi sé. Þjóðverjar liafa komið fyrir miklum fjölda fallbyssna, sem auðvelt er að flytja til, og auk þess hafa þeir gnægð skriðdreka og flugvéla. Mótspyrnan gegn Timochenko er afar hörð, þvi að Þjóðverjar vita vel hver hætta er á ferðum, ef hann sækir fram að ráði. Þá verða þeir að hörfa frá Stalin- grad. Aðalritari Kommúnistaflokks- ins hefir lilkynnt, að Stalin hafi skipað svo fyrir persónulega, að Stalingrad verði að verja hvað sem i sölumar verði að leggja. Gaf hann fyrirskipun þessa í tal- síma til aðalbækistöðvar Rauða hersins, sem er í neðanjarðar- byrgi í Stalingrad. Stalin hefir stöðugt talsimasamband við að- albækistöð þessa. Rússar játa, að i Kákasiu, suðaustur af Novorossisk, Iiafí Þjóðverjum tekizt að sækja nokkuð fram á einum stað, en allsstaðar annarsstaðar í Káka- ítalir segjast haía tekið 200 brezka fanga. í fregnum Breta frá Egipta- landi er ekki sagt frá neinum stórviðburðum, en ítalir til- kynna, að Bretar hafi gert all- mikið áhlaup á suðurvígstöðv- unum. Sótti þar fram fótgöngu- lið, sem naut stuðnings skrið- dreka. ítalir segja, að árásinni hafi verið lirundið, og hafi Bret- ar beðið talsvert manntjón. Um 200 fangar voru teknir. síu liefir áhlaupum þeirra verið lirundið. Mörgum áhlaupum á Mosdokvígstöðvunum hefir ver- ið hrundið. Á þriðjudag voru tvær til- raunir til loftárása gerðar á Leningrad. Sprengjuflugvélarn- ar nutu verndar orustuflugvéla, en í hvorugt skiptið tókst hinum þýzku flugvélum að komast inn yfir borgina. I einni fregn frá Rússlandi segir, að þar skilji menn um- mæli Hitlers um Stalingrad svo, að það sé lokatakmark Þjóð- verja fyrir veturinn á Donvíg- stöðvunum, að taka borgina og búast um í rústum hennar fyrir veturifln. Á Voronezhvígstöðvunum eru Þjóðverjar nú aftur komnir i varnarstöðu. í síðari fregnum segir, að | Þjóðverjar hafi alls gert 6 fót- gönguliðs- og skriðdrekaáhlaup i norðvesturliverfum Stalingrad í gær, og var fyrstu fimm á- hlaupunum lirundið, en í sjötta áhlaupinu unnu Þjóðverjar nokkuð á. Þjóðverjar halda áfram að flytja herlið og hergögn til Stalingradvígstöðvanna. Rússar tilkynna, að þeir hafi skotið niður 50 þýzkar flugvél- ar yfir Leningradvigstöðvunum seinustu tvo sólarhringa. Ástralíumenn sækja fram á Nýju Guinea. Önnur varnarlína Japana tekin. í tilkynningu frá aðalbæki- stöð MacArthurs í morgun seg- ir, að Ástralíumenn hafi tekið aðra varnarlínu Japana í Owen Stanleyfjöllunum. Eftir að þeir náðu Ioribaiwafjallgarðinum fyrir 4—5 dögum hafi þeir haldið áfram sókninni og hafa tekið Nauroo og fjallaslöðvar 15—20 kílómetrum norðar: í orustunni uni Salomonseyj- ar hefir alls verið sökkt 7 amer- ískum skipum, en fimm. liafa laskast. Sftutt ogr laggott. Ednn af embættismönnum pólsku stjórnarinnar í London sagði í gær, að þýzka stjórnin hefði nýlega gert tvær tilraunir til þess að setja sig í samband við pólsku stjórninaí London, að þvi er virðist til þess að hef ja samkomulagsumleitanir um friðarskilmála. Talsmaður norsku stjórnar- innar í London skýrði frá því í gær, að Þjóðverjar hefðu fyrir nokkuru handtekið 1400 menn í strandhéruðum Noregs. Er talið, að til þessara ráða hafi verið gripið, vegna þess að Þjóðverjar óttast, að innrás verði gerð i Noreg. • Einn af þingmönnunum í fulltrúadeild þjóðþingsíns í Washington sagði í gær, að Wendell L. Willkie mætti gjarn- an kyssa hverja framreiðslu- stúlku í Kína, sem á vegi hans yrði, en hann ætti að tala gæti- lega um nýjar vígstöðvar. • Tyrlcneskir blaðamenn eru nú á ferðalagi um Bandaríkin. Þeir segja, að Tyrkir séu vinveittir bandamönnum, cn muni verja land sitt gegn hvaða þjóð sem væri, er gerði tilraun til innrás- ar i land þeirra. Egiptalauid. Loftb^rdagar liafa færzt i aukana yfir vígstöðvunum i Egiptalandi. Bretar segjast hafa þjarmað svo að sp,’engjuflug- vélum Þjóðverja, að flugmenn- irnir liafi kastað sprengjunum af ,handahófi til þess að kom- ast undan. Féllu sumar sprengj- urnar á vigstöðvar Þjóðverja sjálfra. Sex þýzkar flugvélar voru slcotnar niður, en tvær brezkar eru ókomnar úr sprengju- og könnunarleið- öngrum. 8 japanskir hershöfð- ingjar fallnir í Kína. Talsmaður stjórnarinnar i Chunking sagði í gær, að 8 jáp- anskir herforingjar hefðu fallið í Kína í sumar. Ennfremur einn flotaforingi. — Talsmaðurinn nefndi alla herforingjana með nafni og lierdeildir þeirra. Tveir öldungadeildarþingmenn ræða sambúð íslands og U.S.A. Tveir öldungadeildarþingmenn, Robert M. La Follette og llenrik Shipstead hafa rætt sambúð íslands og Bandaríkjanna í tilefni af því, að opnaðar hafa verið sex ræðismannaskrifstofur í Bandaríkjunum. 1 ^1já;jfljjl! LaFollette sagði, að samvinna íslendinga og Bandaríkjamanna væri að verða nánari. Það er oss til góðs á þessum hættutímum, sagði liann, að minnast þess, að trú Islendinga á lýðræðið hef- ir aldrei dvinað i þúsund ár. Taldi hann það l>era vott um aúkinn skilning og vináttu beggja þjóðanna, að stofnaðar hafa verið sex íslenzkar ræðis- mannaskrifstofur í Bandaríkj- | unum. Nýr sendiherra frá U. S. JL og Thor Thors sendiherra komu hingað í gær. Shipstead komst svo að orði, að stofnun ræðismannaskrif- stofanna sýndi aukna vináttu og samvinnu milli Bandaríkja- manna og íslands, elsla lýðræð- islands heims. Hann kvaðst ekki vera í vafa um, að amerísku her- mennirnir, sem nú eru á Is- landi, muni læra að meta rétt hina ágætu þjóð, sem ísland byggir. í gær komu hingað loftleiðis frá Bandaríkjunum tveir sendi- herrar, Leland B. Morris, hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna hér, og Thor Thors, sendiherra íslands í Washington. Viðstadd- ir komu þeirra hingað var Ólaf- ur Thors, forsætis- og utanrík- 0 I | ur komu fram á íundinum og i var þeim vísað til bæjarráðs til athugunar. | Meðal þeirra tillagna, sem j fram komu, var að skammta j byggingarefni og fyrst um sinn i yrði það eingöngu fiotað til í- ■ búðarhúsabygginga. Að stórar ! íbúðir yrðu að einhverju leyti 1 tekuar leigunámi, að útliluta til húsnæufislauss fólks þvi hús- : næði, sem nú er lítið eða ekkert j notað og að ógilda uppsagnir á j/liúsnæði. Að veitingastofur, sem sldptu einkum við setuliðsmenn yrðu teknar til íbúðar og sömu- leiðis húsnæði, sem væri aflögu frá verzlun og iðnaði. Að koma upp almenningseldhúsi og hæli fyrir vanfærar konur og ein- j stæðingsmæður, húsnæðislaus- j ar, og að koma upp fæðissölu j i stórum stíl á Húsmæðraskól- j anum og annarsstaðar þar, sem ' matreiðslukennsla fer fram. Borgarstjóri tók fram, að endurskoða þyrfti húsnæðislög- in, bæði vegna þess að munur- inn á húsaleigunni væri pf mik- ill í nýjum og gömlum húsum, og svo vegna þess, að farið er á snið viö lögin i ýmsum efn- um. Taldi borgai-stjóri rétt að sjá hverju fram yndi næstu daga og hvort ekki rættist úr erfiðleikunum, en bæjarráði yrði falið að athuga tillögur þær, sem fram hefðu komið. TIIOR THORS isráðherra, C. H. I Bonesteel hershöfðingi, Ðonald B. Beary flotaforingi og C. J. Warner, sendiráðsfulltrúi amerísku sendisveitarinnar hér. Flugvélin lenti hér kl. 2.15. Gekk ferðalagið hingað í hví- vetna að óskum. Mr. Morris var skipaður sendiherra hér fyrir nokkuru, en koma hans dróst. Thor Thors mun verða hér hálfs mánaðar tíma. Er hann hingað kominn til þess að ræða við ríkisstjórnina. Thor fór vestur um haf 1940 til þess að taka við starfi sínu í Washington og hefir ekki kom- ið heim fyrr en nú. Loftárás á Þýzka- land í ndtt. Tilkynnt var i London ár- degis í dag, að brezkar sprengjuflugvélar liefðu far- ið til árása á Þýzkaland í nótt. ítarlegri fregnir af árásun- um munu verða birtar síð- degis í dag, en kunnugt er, að liér var uni allmikla árás að ræða. Um sinn hefir verið hlé á loftárásum á Þýzkaland. í gær gerðu brezkar sprengjuflugvélar árásir á efnaverksmiðju í' Hollandi og olíuvinnsluslöð við Ghent í Belgíu. — Sprengjur liaéfðu í mark á báðum stöðum. Gagnfræðakólinn í Reykjavík verður settur einhvern næstu daga. Hann er fullskipaður og bárust miklu fleiri umsóknir um 1. bekk, en unnt var að taka á móti. í fyrsta bekk mun vera hægt að taka á móti 140—145 nenir endum i mesta lagi. Verður að velja úr 170 nemendum, sem til greina hafa komið, en umsóknii: lágu þó fyrir frá miklu fleirum. 1 öðrum bekk munu verða uin 80 nemendur, og er hann einnig yfirfullur. í þriðja bekk verða 50—60 nemendur. Taldi skólastjóri, að skólinn myndi geta byrjað starfsemi sína einhvern fyrstu dagana í októbermánuði. Undanfarið hef- ir farið fram málning og aðrar aðgerðir á husinu og undireins og þvi er lokið, mun skólinn taka til starfa. Undanfarna velur hafa um 280 nemendur sótt skólann og verður nemendafjöldinn áþekk- ur í vetur. Gagnfræðaskóli Reykvikinga var settur 23. sept. s.l. Nemenda- fjöldi er um 130—40, og er hann fullskipaður. Hefir skólinn ekki nema yfir 6 kennslustofum að ráða og getur þar af leiðandi ekki tekið nema mjög takmark- aðan nemendafjölda. Fimmta bekk verður eklci hægt að starfrækja í vetur, ann- arsvegar vegna húsnæðisleysis og hinsvegar vegna mikillar að- sóknar að neðri bekkjunum. ismátin mdd ó rí ir Ýmsar tillögur komu fram. Húsnæðismálin voru til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. M. a. var rætt um bráða- birgðalögin, sem ríkisstjórnin gaf út fyrir skemmstu og töldu sumir ræðumanna þau hafa náð of skammt. Ýmsar nýjar tillög- Samningar í togaradeil- unni. Bakaraverkfallinu aflétt: í gær náðist samkomulag bæði í bakarasveinaverkfallinu og eins í togarasjómannadeil- unni. Er báðum þessum deil- um þar með lokið og hófst vinna hjá bakarasveinum í morgun. Kl. hálf þrjú í gær voru samn- ingar undirritaðir niilli Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda og stjórna sjómannafélaganna í Reykjavik og Hafnarfirði. Höfðu alls verið lialdnir 14 fundir með báðum aðilum og loks í gaér tókust sainningar með þvi að togarasjómenn fá 55% gr un n k a upshækk u n. Áður var mánaðarkaupið kr. 232.00. á ísfiskveiðnm en kr. 224 á saltfiskveiðum, en nú hef- ir það liækkað upp i kr. 359.60 og er jafnt fyrir.isfisks- og salt- fiskveiðar. Lifur var áður greidd með kr. 90.00 hvert fat, en hér eftir með kr. .139.50. Fæðispeniugar verða kr. 3.75 á dag i stað kr. 2.50 áður. Og eru þeir greiddir sliipverjum fyrir þá daga, sem þeir njóta ekki fæðis i skipinu. Bæði fæð- ispeningar og mánaðarkaup er greitt með fullri dýrtíðarupp- bót. Ýmsar aðrar kjarabætur fengu sjómenn þ. ó. m. aukið sumai’leyfi, styttingu vinnutim- ans við hreinsun í landi o. fl. Samningurinn gildir frá 1. sept. 1942 til 1. júli 1943. Segi hvorugur samningsaðila lionum upp framlengist hami um 6 mánuði. Samkomulag milli bakara- sveina og bakarameistara var á þá leið, að sveinar fá 20 mín. kaffihlé eins og meistarar buðu. en liinsvegar fá sveinar 3ja króna grunnkaupshækkun á viku.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.