Vísir - 05.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 05.10.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 5. október 1942. 204. tbl. ItaBiflaiiioiiii verða að upp- fylla §k^ldur sínar — Stalin. —_ | Stalin lætur af embætti landvarnaráðherra — Shaposhnikof tekur við. Rnssar §eg:jait isekja ú I §taling:rad og“ ^rennd. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun, STALIN hefir veitt amerískum blaðamanni í Moskva viðtal og- svarað spurningum, er blaða* maðurínn lagði fyrir hann um nýjar Vigstöðv- ar. Sagði Stalin, að hann teldi Rússa nógu öfluga til að halda hvaða árásarþjóð í skef jum sem væri — hjálpar- laust Hann kvað hjálp bandamanna ekki nóga til þessa, en allt væri komið undir því, að nýjar vígstöðvar væri stofnaðar. Kvað hann að lokum aðeins eitt vera nauð- synlegrt og það væri, að bandamenn uppfylltu skyldur sínar við Rússa. Su breyting hefir verið gerð á herstjóm Rússa, að Stalin hefir lagt niður embætti landvamaráðherra en við því tekur Boris Mikhailovitch Shaposhnikof, mar- skálkur, og liefir hann þá á hendi yfirstjóm landhers og flughers Rússa á öllum vígstöðvum. Shaposhinkof hef- ir verið formaður herforingjaráðsins síðan í nóvember á síðasta ári, en áður hafði hann verið nánasti ráðgjafi Stalins og er talinn höfundur allra hernaðaraðgerða Rússa í stríðinu við Þjóðverja. Bardagarnir hjá Stalingrad œða sem fyrr og þorir hvorugur aðili að draga úr áhlaupum sínum, því að það mundi leiða til þess, að hinn mundi geta sótt fram og jafnvel knúið fram úrs-lit i skjótri svipan. Þannig lýsir brezkur blaðamaður bardögum um borgina. — Skýx-a Rússar frá því, að þeir hafi sótt nokkuð fram bæði í norðvestur- og suðvesturhverfunum. Rússar segjast hafa sótt fram í norðvesturhverfunum, eftir að barizt hafði yerið í sei daga um liæð eina þar. I suðvestur-hverf- unum kveðast Rússar líka hafa náð nokkurum árangri, og er það i fyrsta skipti i langan tíma, sem Rússar segja frá hernaðar- aðgerðum, þar. Herstjóm Rússa segir, að Þjóð,verjar sé nú hættir að beita eingöngu sérstaklega æfðum á- hlaupasveitum og etji fram hvaða liði sem hendi sé næst. Kveðast Rússar hafa tekið til fánga menn úr brúarsmiðadeild verkfræðingasveitar einnar, er liafði verið send vestan frá Don til borgarinnar. Þýzkur hermaður hefir lýst Stalingrad i útvarpi frá borg- inni og sagði, að um allt hefði Rússar myndað virki og varnar- garða. Bak við þá hafa þeir safn- aið aragrúa af allskonar byssum, vélbyssum af ýmsum stærðum og litlum fallbyssum, en milli húsanna eða rústanna af þeim sé jarðgöng, sem hergögn og vistir eru flutt eftir. Sókn Timoshenkos. Rússar halda enn áfram árás- um sínurn milli Don og Volga, þar sem Timoshenko sækir suð- ur á bóginn í þvi skyni að létta á umsáturshernum i Stalingrad. Segir í fregnum, að sóknin hafi ennþá ekki náð þessum tilgangi að verulegu leyti, en hún hafi liins vegar greinilega haft áhrif í þá átt, að stæla verjendur borgarinnar. Viðaukatilkynning herstjórn- arinnar rússnesku skýrir frá þvi, að Rússar hafi tekið nokkra mikilvæga staði í sókn sinni milli fljótanna. Kákasns. Þar eru harðastir bardagar hjá Mosdok. Kveðast Þjóðverj- ar hafa tekið tvo bæi á syðri bakka Terekfljótsins, þar sem mest er barizt. Rússar skýra lítt frá einstökum atriðum bardag- anna þarna, en þeir segja, að Þjóðverjar noti mikið eldspraut- ur á þessum slóðum. Með því móti ætla þeir að kveikja í skóg- unum og svæla Rússa úr stöðv- um sínum þar. Suðaustur af Novorossisk eru einnig skæðir bardagar, en þar eru það Rússar, sem skýra frá einstökum atriðum. Segjá þeir, að landgöngulið flotans liafi náð 14 mikilvægum hæðum undanfarna tvo sólarliringa. I t Hjá Ilmen-vatni. Þjóðverjar skýrðu frá því í siðustu viku, að þeir liefði unn- ið mikinp sigur suður af Ilmen- vatni og hefði liersveitir þeirra umkringt margar herdeildir Rússa. Siðan hafa þeir ekki til- kynnt nánar um þetta. Rússar nefna þetta ekki á nafn, en segja, að þeir berjist nú í nánd við borg lijá vatninu. Segjast þeir hafa tekið nokkuð herfang á þessum slóðum. * i Gromov talar. Gromov, hershöfðingi, sem flaug sumarið 1937 frá Rúss- landi yfir pólinn og suður til Iíaliforniu í Bandaríkjunum, flutti í gær ræðu til franskra verkamanna. Sagði hann, að það liefði kom- ið i Ijós, að hundruð þýzkra flugvéla, sem skotnar liefði ver- ið niður i Rússlandi, hefði ver- ið með hreyflum, sem voru smíðáðir i frönskum verksmiðj- um. Ilínsvegar hefði það líka átt sér stað, að slikar flugvélar hefði hilað þegar mest á reyndi —- og það ættu frönsku verka- mennirnir að sjá um að gerðist sem oftast. Skridbelti á bryndreka Þessir einkennilegu hringir á myndinni eru skriðbelti á skriðdreka. Eru þau úr stáli og gúmmíi og eru vafin þannig upp, áður en j>au erusett á skriklrekann. Hernnmdu þjóðirnar mnnu iyrr horíalla en Þjóðverjar Göring stappar stálinu í þýzku þjóðina Göring marskálkur hélt ræðu í Berlin í gær. Var hann all-ber- orður í ræðu sinni og mátti á honum skilja, að margvíslegir örðugleikar væri framundan. Hefir ræðan vakið gífurlega at- hygli. Hann talaði meðal annars um niatvælaástandið og kvað það ekki hafa við rök að styðjast, að hungur væri á meginlandinu. Hinsvegar sagði Iiann, að ef matvælaskortur yrði, mundu Þjóðverjar svelta síðastir. Skýrði liann frá því, að um j sex milljónir stríðsfanga væri við allskonar störf i landinu og þegar Jiýzkir liermenn fengi heimferðarleyfi mundu þeir fá að gjöf við landamærin kíló mjöls, bauna og sykurs, auk punds af smjöri o. fl. Kjöt- skammtur almennings verður á næstunni aukinn upi 50 gr. á viku, sagði Göring. Fólk mundi líka fá aukaskammt fyrir jólin. Göring minntist og á loftárás- ir Breta. Sagði hann, að þjóðin yrði að hafa í huga, hversu mik- ið hlutverk flugherinn innti af höndúm á austurvígstöðvunum og víðar, en sá tími kæmi, þegar næturorustuflugvélar fylltu loftið yfir hverri borg. Hann kvað Breta aldrei liafa sent 1000 flugvélar til árásar á einni nóttu og mundu aldrei gera það,. Kvað Göring bráðlega mundi verða lokið við að brjóta Rússa á bak aftur og þá mundu Bretar fá það, sem þeir hefði gott af. Að lokum sagði Göring, að hver sá liermaður eða foringi yrði hiklaust skotinn, sem sýndi hugleysi, eða reyndi að skjóta sér undan skvJdtim sínum. Blöð bandamanna rita mikið um ræðuna og þykir hún vottur jiess, að nú sé kominn kurr i lið Hitlers og þýzku þjóðina yfir- leitt, jiegar verði að hóta ann- arsvegar dauðarefsingu og lofa hinsvegar að hernumdu þjóðirn- ar skuli horfalla fyrr en þýzka Jijóðin. lananir innan við 10 km íra Kokodðskariu. Áströlsku hersveitirnar á Nýju Guineu eru nú tæplega 10 km. frá Kokoda-skarðinu. Japönum vii'ðist liafa fallið Vildn ekki Hitler. Amerísku hernaðaryfir- völdin hafa hafnað WiIIiam Patrick Hitler, sem vildi ger- ast sjálfboðaliði í ameríska hernum, vegna skyldleika hans og Adolfs Hitlers. William Patrick er brezk- ur þegn. Hann er 31 árs að aldri og er sonur hálfbróður Adolfs Hitlers. Aistralíul»ÍKis: ¥ill halda sainktandi I • ¥id Itrcta. A. m.k. fyrsf um sinn. Ástralska þingið hefir fellt frumvarp, sem var um það, að Ásíralía verði alveg óháð Bret- . jandi. ! Sum laga þeirra, sem, sárri- I þykkt eru í hrezka þinginu, ná nefnilega einnig til samveldis- J landanna, en frv. það, sem fellt j var, fjallaði um það, að engin j slík lög skyldu gilda í Ástralíu. j Hefir hrezka stjórnin tjáð sig hafa ekkert við því að segja, þó að þessi breyting yrði gerð á ; sambandi ríkjanna. Þing Ástra- liu vildi samt ekki samþykkja ! frv., af j>vi að j>að taldi, að það I mundi vekja j>á skoðun, að held- ur væri grunnt á því góða milli Ástralíumanna og Breta. ÞÍóðYerjjar kall- íidii* liciifii. 30.000 Þjóðverjar hafa verið kallaðir heim frá Króatíu og Jugoslaviu. Júgóslavneska stjórnin í London segir, að þelta sé merki ]>ess, að Þjóðverjar sé uppgefn- ir við að reyna að fá Jugóslava til að sætta sig við nýskipunina og Jjví sé ekki til neins að eyða dýrmætum thannafla til frekari tilrauna. Frakkar hand- taka starfs- menn Breía, Fréttaritari U. P. við landa- mæri Spánar og Frakklands sínaar, að frönsk yfirvöld hafi liandtekið 17 menn í Marseilles og Le Havre og gefið J>eim að sök að vera í þjónustu Breta. Eiga menn J>essir að Iiafa reynt að stofna lil skemmdar- verka. Frönsk yfirvöld hafa afhent, Geslapo sjö þekkta andnazista. 15 ára unglingur tekinn úr umferð fyrir ölvun. Tvær undanfarnar nætur voru 25 menn teknir úr umferð hér í bænum fyrir ölvun á almanna- færi. , En það ömurlegasta í sam- bandi við J>að, var að einn þeirra sem lekinn var úr umferð, var 15 ára gamall unglingur. Gandnr talinn af. I Báturinn Gandur frá Nes- kaupstað í Norðfirði, sem fór í ! róður fimmtudagsmorgun 1. okt. og ekki hefir komið fram siðan, er nú talinn af. i Hafði símstöðin á Norðfirði ! samband við SÍysavarnafélagið ! i gær og kvað bátá frá Norð- firSl Og ívtcr fiugvélar liafa léit- , að allan laugardagiim, en leitin l engan árangur borið. i EnnJ>á í gær leituðu flugvél- arnar áfram, en hátarnir ekki. Töldu Norðfirðingar nánari leit vonlausa. 1 Á bátnum voru: | Váldimar Runólfsson, for- maður, kvæntur, frá Norðfirði. i Bjarni Vilhelmssoh', kvæntur, , frá Norðfirði. Oskar Svensaas, Norðfirði. Sigurður Jónsson, Norðfirði, og Herjólfur Þorsteinsson, kvæntur, héðan úr bænum. | Útvarpsumræö- urnar f kvöld. I Eins og að vanda fyrir þing- kosningar fara fram stjórnmála- umræður í útvarpinu. Að þessu sinni er tilhögunin sú, að um- ræðurhar fara fram 5., 12., 15. og 16. þessa mánaðar, og er ræðutíma skift milli flokkanna eftir Vénjulegum reglum. í um- ræðunum í kvöld og þ. 15. og 16. þ. m. taka Þjóðveldismenn ekki þátt, þar sem þeir hafa engan landlista í kjöri, en útvarpsum- ræðurnar þ. 12. þ. m. snúast um bæjarmál Reykjavíkur aðallega, en þjóðveldismenn hafa lista í kjöri hér í bænum og taka þátt i í umræðunum þá. Útvarpsuinræðurnar í kvöld | hefjast kl. 20.20 o.g hefir hver flokkur 45 mínútna ræðutima. Niðurröðun er þessi; Al}>ýðu- flokkur, Sósíalistaflokkur — sameiningarflokkur alþýðu, S'jálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur./ lÓIafur Thors försætisráð- herra talar fyrir Sjálfstæð- 'isflökkinn. Fyrir hönd Alþýðuflokksins laíai' Haraldúr Guðmuödsson alþm., en þeir Rrynjólfur Bjárnáson alþm. og ; Gunnar Benediktsson rithöfundúr fyrir Iiönd Sósiálistaflokksiris — sam- einingarflokks aljiýðu. Fyrir Framsókriárflökkinn tahrr Hermann Jónasson og ef til vill Eysteinn Jónssori. Mun hann vera að fara í kosninga- leiðangur austur á land. Leggi liann ekki af stað fyrr eri í fyrra- málið tekur hann þátH'umræð- linum.- ■' ’ ' . Ölvaður maður slasast. allur ketill í eld, þegar Ástralíu- menn hófu skyndilega sókn sína. Flýja þeir án þess að reyna að tefja sókn áströlsku hersveit- anna að neinu ráði og skilja eft- ir mikið af allskonar útbúnaði. Ennþá er ekki hægt uin það að segja, livort Japanir reyna að verjast sunnan Kokodaskarðs- ins, en þar er gott um varnir að mörgu leyti. Drakeford, flugmálaráðherra hefir verið á 9 daga eftir- litsferð um Nýju Guineu og sagði hann, að bandamenn hefði nú náð algerum yfirráðum i lofti yfir eynni. I fyrrinótt féll ölvaður mað- ’ ur út af Loftsbryggju og í sjó- 1 inn, slasaðist hann talsvert og 1 var fluttur á Landspítalann og gert að meiðslum, hans.. Var lögreglunni tilkynnt kl. 2% i fyrrinótt að ölvaður mað- ur væri staddur niðu^ i Tjryggva- götu. Þegar lögreglan kom þangað var lienni tjáð að mað- ur hefði fallið af Loftsbryggju í sjöinn. . Niðri á bryggjunni hitti lög- reglan öjvaðan. mann, renn- blautan og blóðugan. Var hann með bólgin augu og skurð aftan á liöfðinu. Flutti lögreglan hann i Landspitalann. l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.