Vísir - 05.10.1942, Síða 2

Vísir - 05.10.1942, Síða 2
V I S 1 R VÍSIF? DAGBLAO Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsia Hverfisgötu 12 (gengíð inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 30 (fimm linur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasaia 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gleymdu því, sem allir vissu. lyfargt kemur upp er lijúin deila, segja kommúnistar, og eru mjög hróðugir yfir því, að rikisstjórnin skuli á sínum tíma liafa samið við brezku og amerískú herstjórnina um ráðn- ingu íslenzkra verkamanna. Var það þó öllum kunnugt, er samn- ingar Jþessir voru gerðir, og hafði þá enginn við þá að at- huga, enda tahð sjálfsagt og skylt að ríkisstjómin reyndi að tryggja liinum innlendu at- vinnuvegum nægjanlegt vinnu- afl. Með samninga þessa var á engan hátt leynt farið. Allir vissu um að þeir höfðu verið gerðir, og allir viðurkenndu þá að þeirra væri nauðsyn. Það er því vægast sagt hlægi- legt, er kommúnistar þykjast nú hafa uppgötvað einhvern hræði- legan leyndardófn, er samning- ur þessi hefir verið birtur. í hon- um er ekkert, — alls ekkert, — sem skerðir hag íslenzkra verka- manna, en margt sem tryggir hann, enda hefði verið óverj- andi, ef sainningurinn hefði ekki verið gerður. Kommúnistar vilja láta lita svo út, að með samningi þess- um hafi, herstjórninni verið fengið vald til að ákveða ein- hliða kjör verkamanna, en hvar stendur það ? Hvergi. Þe'íta sýn- ir hinsvegar að komúnislar ótt- ast afleiðingarnar af eigin undir- lægjuhætti og reyna þvi að skella skuldinni á aðra. Þeir við- .urkenna með öðrum orðum, að herstjórnin hafi ekki viljað við þá semja né við þá ræða um kaup og kjör verkamanua, en samningur sá, sem birtur hefir verið, réttlætir það á engan hátt. Sökin liggur eftir sem áður hjá kommúnistum og þeim einum. Þessir sömu menn hneykslast mjög á þvi, að ríkisstjórnin skuli hafa lofað og skuldbundið sig til að halda ekki uppi óþörfum framkvæmdum, en beina hin- um innlenda vinnukrafti fyrst og fremst að þvi að viðhalda og efla atvinnuvegi landsmanna. Yita þeir þó mæta vel, að það leiðir nokkurn veginn af sjálfu sér, að nýjar framkvæmdir séu takmarkaðar, með þvi að við fáum ekki aðflutt þær nauðsynj- ar, sem til stórfelldra nýrra framkvæmda þarf. Hinsvegar er öllum kunnugt, að nauðsynlegri byggingarvinnu hefir verið uppi haldið, — enda byggt úr öllu því efni, sem til landsins flytzt, og meira 'fáum við ekki. Kommúnistar hneykslast mjög á ’þvi, að almennt skuli sú regla gilda að verkamenn innan 18 ára skuli ekki ráðnir ti‘1 starfa hjá herstjóminni. Að vísu er þeim jafnljóst, sem öðrum, að ekki hefir þessu verið strang- lega framfylgt, en alveg án til- lits til þess er þetta sjáífsagt á- kvæði. Kommúnistar báfa sjálf- ii slegist í höp þeirpa manna, sem barízt hafa gegn þrælkun barna, og stært sig mjög af þvi Hafa þeir þráfaldlega rætt um verksmiðjuvinnu barna, sem á sinum tþha tíðkaðist I Bretlandi, og talið þáð framför míkla, er slík vinna var niðurfögð. En á Jóhann Djfjólfsson: Auður og fátækt. Frelsi eða ófrelsi. Hvort viltu heldur að það þjóðfélag, sem þú tilheyr- ir, sé auðugt eða fátækt, og hvort vilt þú heldur verða ríkur eða fátækur? Þessu svarar hver og einn sem lionum sýnist. samborgara sinna, lil að þrosk- ast og þróast andlega og efna- ] lega? Er ekki lieldur hitt, að þeir séu máttarstólpar þjóðfé- lagsins og bæði bæjarfélaginu og þjóðarbúskapnum yfir höfuð til gagns og góðs? Við skulum þá líta á útgerð- armennina, stóra og smáa, þvi það eru þeir, sem kommúnista- klíkan lítur óliýrustu auga, sér- staklega hina stóru útgerðar- menn. En það eru líka þeir, sem draga mesta björg í búið og bera þyngstu litgjalda-baggana, og veita því þjóðarbúskapnum stórfeldastan. stuðning. (Niðurl.) Það er áreiðanlega fastur á- setningur og vilji allra ungra manna sem eru andlega og lík- amlega heilbrigðir, og gæddir metnaði og manndómi, að verða efnalega sjálfbjarga og þaö belzt í sem fullkomnustum mæli. Ungur maður með fram- farahug og viljaþrek, hugsar sér að verða sem allra ríkastur, því með því eina móti geti hann komið fram miklum fram- kvæmdum og mörgu góðu til leiðar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og látið sér og sínum líða vel. En því miður vill oft verða misbrestur á því að þessir æsku- draumar rætist, og valda því margar og mismunandi ástæð- ur. En oftast, eða máske lang- oftast er aðalástæðan sú, að maðurinn liefir ekki nógu mikla festu og viljaþrek til að lifa eftir þeim reglum sem þar þarf til, og það er sérstaklega fyrst og fremst að vera sparsamur og iðinn. Munið hvað álfkonan sagði: „Af því áttu fátt, að þú hirðir ekki smátt“. Þær beztu dygðir, sem ungur maður getur vanið sig á, er að vera sparsam- ur og iðinn, og sannsögull. Ef hann fylgir fast þessum reglum, þá verður liann oftast síðar nýt- ur og vel metinn maður í sínu þjóðfélagi. Að undanförnu, þegar kosn- ingahriðin var sem liörðust,bæði vegna Alþingis- og bæjarstjórn- arkosningswma, hlustaði eg oft á útvarpsræður, og las einnig talsvert af greinum þeim í hin- um ýmsu blöðum sem stjórn- málamennirnir rituðu sinni stefnu til ágætis, og þó ekki síður lil að lýsa yfir því, hvað andstæðingarnir væru á villtum vegum. Það var eitt í málflutningi andstæðinganna, sérstaklega kommúnistanna og alþýðuleið- toganna og jafnvel hjá Fram- sókn líka, sem lýsti þeim hugs- unarhætti, og að mínu áliti svo miklum skilnings- og skyn- það sama ekki við hér á landi, eða ætla kommúnistar að beita sér fyrir því, að óþroskuð og óhörðnuð börn verði látin stunda erfiðisvinnu? Þótt vinn- an skaði engan, ef öllu er í hóf stillt, má þó öliu ofbjóða, og ís- lenzku ríkisstjórninni bar skylda til að tryggja það, að ung- lingar yrðu ekki ráðnir til starfa, sem ofbyðu kröftum þeirra. Þótt leitað væri með logand' ljósi finnst ekkert það í samn- ingum ríkisstjórnarinnar, sem unnt er að deila á með nokkr- um rétti. Þótt kommúnistar þykist hafa hlotið hvalreka mik- inn, er samningarnir voru birtir, er síður en að svo sé. Þeir hafa gleymt því, sem allir vissu, — samningnum, sem aldrei var farið leynt með, — en þeir græða ekki á þeirri gleymsku. Það munu þeir sanna á kjördegi. Sjálfstæðismenn! Kosningaskrifstofan er í Varðarhúsinu. Sími 2339. Miðstjórnarskrifstofan er í Vonarstræti 4. Símar 3315 og 1133. Herðið sóknina! semdarskorti, að mér hraus hugur við, og ætla eg því að , fara nokkrum orðum um þetta efni. | í málsflulningi sínum var þeim mjög liðrætt um hina ríku j menn, er þeir vanalegast nefna milljónamæringa, og var oft ekki liægt að skilja það öðru- visi en að þeir álitu þessa menn lijóðfélaginu til niðurdreps og bölvunar. Og þegar þeir nefndu inilljónamæringana, var fram- setning og orðahreimur þannig, á’ð mér fannst næstum eins og hér væri»um skammaryrði að ræða. I þessuiii. málsflutningi kem- úr f ram .svo'mikil.1 vanþroskí og : skilningsskoríur og jafiivel öf- Und, að furðu sætir. Ef þetta væru réit rök, yrði það að sann- ast að þessir iyenn stæðu á ein- hvern hátt i vegi fyrir því að hinir aðrir samborgarar þeirra gætu þrifist og þroskazt, efnazt og aukið menningu sína. En slíkt mun sjaldan koma fyrir; cnda varla hægt, nema ef um einkasölu eða einkaleyfi væri að ræða. En öll fcinkaleyfi, einkasölur og liöft, eru undan- tekningarlítið til ills eins, og standa eins og steinn í götu fyrir heilbrigðum þroska og heil- hrigðu viðskiptalífi. Er það þá ljótt og mann- skemmandi að verða ríkur? Er það þá Ijótt að verða það sem næstum allir, undantekningar- laust, vilja verða? Eg man eftir því frá æskuár- unum, að þeir hændur í hérað- inu, sem voru sérstaklega dug- legir og vel efnum búnir og báru þyngstu sveilarútsvars-haggana, j og þar að auki hlupu oft undir j bagga þegar liart var i ári, bæði j með hey og annað bjargræði, ( voru þá kallaðir bjargvættir og máttarstólpar héraðsins. Og eg man aldrei eftir að eg liti svo á, eða heyrði talað um það, að þessir menn stæðu í vegi fyrir öðrum um andlegan og efnaleg- an þroska. Það var þvert á móti. Almenningsálitið var það, að þeir væru öðrum til gagns og fyrirmyndar, og það heyrði eg oft margan segja, að það væri betra fyrir ungan mann að vera nokkur ár vinnumaður á sliku heimili en að ganga á búnaðar- skóla. Eg man sérstaklega eftir einu slíku heimili. Það var á Gils- hakka hjá síra Magnúsi Andrés- syni. Þangað vistuðust stundum ungir og efnalausir drengir og voru þar vinnumenn, og oft í mörg ár, — því þar höfðu menn ekki oft vistaskipti. Þeir höfðu lítið kaup, eins og þá var títt. En það var lítið eftir með þeim, hvernig farið var með það. Og þeir efnuðust furðanlega. Og svo þegar Jieir fóru þaðan, vanalega til að leggja sjálfir út í hjúskap og búskap, urðu Jiess- ir menn undantekningarlítið sterkefnaðir bændur. Eg heyrði aldrei talað um það, að síra Magnús eða lærisveinar hans stæðu öðrum í vegi til velmeg- unar. En hvernig er þá hér í Reykja- vik með hina efnuðu eða ríku menn, sem kommúnistar og þeirra sálufélagar kalla mill- jónamæringa? Eru Jjeir bænum og öðrum landslýð til óþurftar og niðurdreps? Eru Jieir á nokk- urn hátt steinar í götu annarra Frá LeiHfélaginu; Tvö þekkt leikrit og ein óperetta tekin til meðferðar fyrir nýjár. Fyrstu leikrit Leikfélag-sins í ár verða „Hedda Gabler“, eftir Ibsen, „Dansinn í Hruna“, eftir Indriða Einarsson og um jóla- leytið munu Tónlistarfélagið og Leikfélagið annast sameigin- lega uppfærslu á óperettunni „Leðurblakan“, eftir Johann Strauss. Aðalfundur Leikfélagsins var haldinn 30. mai s.l., en Jiar sem reikningar voru eklci tilbúnir þá, vai- frainhalds-aðalfundur haldinn'4. J>. m. Formaður gaf skýi-slu um •síarfsemina á s.l. leikári og gjaldkeri , lagði fram endur- skoðaða reikninga. Fjárhagsaf- korrian var hin ákjósanlegasta og hefur fjárliagurinn aldrei verið eins góður og nú. Er fé- lagið nú skuldlaust með öllu, en eignir Jió nokkrar til. Stjórnin var öll endurkosin, þeir Valur Gíslason formaður, Brynjólfur Jóhannesson ritari, Hallgrímur Bachmann gjald- keri og í varastjórn: Alfreð Andrésson varaformaður, Arn- dís Björnsdóttir og Emilía Borg varagjaldkeri og ritari. Til að vera í ráðum með stjórninni um leikrita-val voru lcosnir Gestur Pálsson og Ævar R. Kvaran. Endurskoðendur: Sig- urður Jónsson löggiltur endur- skoðandi og Sigurður Guðnason. Formaður skýrði nokkuð frá fyrirhugaðri leikstarfsemi á komandi leikári. Fyrsta leikrit í vetur verður „Hedda Gabler“ eftir H. Ibsen. Frú Gerd Grieg leiðbeinir og leikur jafnframt aðalhlutverkið sem gestur Leikfélagsins. Aðr- ir leikendur verða: Arndís Björnsdóttir, AldaMöller, Gunn- þórunn Halldórsdóttir, Brynj- ólfur Jóhannesson, Gestur Páls- son og Valur Gíslason, sem auð- vitað öll leika á íslenzku. Helgi Hjörvar hefur þýtt leikritið. Annað leikrit verður „Dans- inn í Hruna“ eftir Indriða Ein- arsson. Sýningar á þvi leikriti munu hefjast í sambandi við listaviku J>á, er Bandalag ísl. listamanna gengst fyrir að hald- in verði hér í næsta mánuði. Þá hafa Leikfélagið og Tón- listarfélagið ákveðið að sam- eina krafta sína um uppfærslu á hinni heimsfrægu operettu „Leðurblakan“ eftir Jóhann Strauss í vetur, að öllum lík- indum munu sýningar á henni hefjast á jólum. Verður nánar skýrt frá því síðar. Um fleiri leikrit hefur ekki verið tekin ákvörðun, en vonast er til að hægt verði að sýna 1 —2 leikrit í viðbót. 2 stúlkur og eldri maður óskast strax til afgr.starfa. Þurfa helzt að vera eitthvað vön verzlunarstörfum. — Uppl. verða gefnar í dag og á morgun á skrifstofu okkar, Austurstræti 17, en aðeins milli kl. 6—7. — Heildverzlun Guðm. H. Þórðarsonar. Það, sem nú mest hamlar starfseminni eru erfið æfingar- skilyrði, bæði hvað húsrúm og æfingartíma snertir, og er það von Leikfélagsins, að það fái Þjóðleikhúsið hið allra fyrsta til umráða. Aðsókn að leikhúsinu hefir farið mjög vaxandi undanfarin ár, og er Jiað von félagsins, að áframhald verði á því. Nýkomið úrval af allskonar kenslunótum og bókum, dansnótur. jiHlsl NIPAUTCERO „Esja“ hraðferð til Akureyrar um miðja Jiessa viku. Tekið á móti flutningi til Akureyrar og Siglufjarðar á morgun og til ísafjarðar og Patreks- f jarðar til hádegis á miðviku- dag. — Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun. Þormóöur áætlunarferð til Snæfellsnes- hafna og Flateyjar á morg- un. Telcið á móti flutningi til Sands, Ólafsvíkur og Grund- arfjarðar í dag og til Stykk- ishólms og Flateyjar fram til hádegis á morgun. Ryskingai á Pólarkaffi. Á laugardagskvöldið urðu ryskingar milli íslendinga og amerískra hermanna á Pólar- kaffi á Laugavegi 126 ,og urðu við þær skemmdir á stólum og borðum á veitingahúsinu, enn- fremur var stór rúða brotin. Þegar lögreglan kom á vett- vang voru ryskingamar um garð gengnar, en talsvert af borðum og stólum lá eftir brot- ið í veitingastofunni, ennfremur hafði hrotnað rúða 230x180 cm. að stærð. Útsala í dag og næstu daga gefum við AFSLÁTT af öllum vör- um verzlunarinnar. Vesturgötu 39. ðtsala í dag og næstu daga gefum við AFSLÁTT af öllum vör- um verzlunarinnar. Laugaveg 8. Stúlka óskast nú þegar til að sauma buxur á verkstæði eða heima. H. ANDERSEN & SÖN. Aðalstræti 16. SendiSTein röskan og duglegan vantar okkur nú Jiegar. GEYSIR h.f. fatadeildin. Bezt að auglýsa í Vfsi. 15-20 lifis. kr. Ifio óskast gegn 1 veðrétti i húsi sem er í smiðum. — Tilboð, merkt: „Ábyggílegur“ send- ist Vísi fyrir hádegi á mið- vikudag. Þagmælsku lofað. 1-2 herbergi og eldhús vantar mig nú Jiegar. Há leiga i boði. Tilboð, merkt: „10“ sendist Visi. — Sólríkt herbergi til leigu strax gegn góðri hús- hjálp. Tilboð, merkt: „47“ sendist Vísi fyrir miðviku- dagskvöld. Maðnr með próf frá verzlunarskóla, óskar eftir atvinnu. Tilboð leggist inn í afgr. Visis fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Atvinna".

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.