Vísir - 06.10.1942, Blaðsíða 2
V 1 S 1 fV
VÍSIR
DAGBLAfi
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 30 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
- Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Útvarps-
umrædurnar.
^ tvarpsumræðiir þær, sem
fram fóru í gær, voru fyrir
fáar sakir merkilegar, en þó
var ræða forsætisráðherra þar
alger undantekning, og mun
liafa vakið mikia athygli um
land allt. Ræddi ráðherrann það
málið, sem á dýpstar rætur i
hjarla livers íslendings, — sjálf-
stæðismálið, — og afgreiðslu
jiess á síðasta þingi.
Óhætt mun að fullyrða, að
mörgum mun hafa komið á ó-
vart meðferð sú, er málið sætti
á Alþingi, en fyrir almenning
var erfitt um að dæma, hvort svo
hefði verið á málinu haldið, sem
vera bar, enda var litið látið
uppi um hver nauðsyn hefði
rekið til að horfið var frá upp-
haflegri ætlun varðandi sam-
þykkt frumvarps þess, sem
stjórnarskrárnefnd hafði gengið
endanlega frá, um það bil er
þingið settist á rökstóla. Sjálf-
stæðismáíið hefir réttilega verið
nefnt mál málanna, og margir
munu þeir hafa verið meðal
kjósenda, sem litu svo á, að af-
greiðsla þess máls réði úrslitum
í því efni, hvaða flokki þeir
vildu veita brautargengi að
þessu sinni. Framsóknarflolck-
urinn virtist að nokkru hafa
sérstöðu i málinu, og í umræð-
um þeim, er fram fóru á Al-
þingi, taldi Hermann Jónasson
að aðgerðirnar í sjálfstæðismál-
inu hefði halcað þjóðinni
skömm og skaða og fór þar um
mörgum orðum, sem í engu var
klipið utan af. Taldi hann að
ekki hefði verið ástæða til að
slaka á klónni, þótt málið hefði
sætt lítilfjörlegum andbyr af er-
lendri hálfu.
Þrátt fyrir þá gagnrýni, sem
meðferð málsins sætti á þingi
og utan, lét rikisstjórnin ekki
uppskátt um það, hvað valdið
hefði straumhvörfum í af-
greiðslu málsins, og olli það að
vonum nokkurri óánægju meðal
þjóðarinnar. Nú i gær rauf for-
sætisráðherra loks þögnina, og
las upp orðsendingar, sem farið
höfðu í milli ríkisstjórnar ís-
lands og stjórnar Bandaríkj-
anna varðandi inálið. Báru orð-
sendingar þessar ljósan vott
þess að rikisstjórn og Alþingi
hafa tvímælalaust gert ýtrustu
skyldu sina, — haldið fast á
málinu svo sem vera bar, en þó
með fullri skynsemi og varúð.
Af hálfu stjórnar Bandaríkj-
anna var hinsvegar lögð á það
rík áherzla, að ekkert það yrði
í málinu gert, sem spillt gæti
málstað Bandaríkjanna og sam-
búð þjóða á milli ,en jafnframt
lýst yfir þvi, að sjálfstæðismál-
ið væri þess eðlis ,að á friðar-
tímum ættu Islendingar það
einir að útkljá, án afskipta ann-
ara þjóða. Eins og sakir stæðu
gætu óvinveittar þjóðir Banda-
ríkjunum alið á þeim áróðri, að
þau hefðu notað sér neyð Dan-
merkur til þess að draga fram
sinn hlut, og kynni sá orðróm-
ur að spilla áliti Bandaríkjanna, (
þótt íslendingar og þegnar
Bandarikjanna vissu að ekkert
tilefni hefði til slíks gefizt.
Vegna þessara umræðna
livarf ríkisstjórnin, i fullu sam-
ráði við alla flokka þingsins, fiá
upphaflegri ætlan sinni um af-
greiðslu málsins, en gerði þó
það, sem unnt var til þess að
greiða fyrir framgangi þess,
hvenær, sem talið yrði að tæki-
færi gæfist.
I umræðunum í gær lýsti for-
sætisráðherra yfir því, að sér
væri það mikil ánægja, að geta
nú fullvissað þjóðina um það.
að jafnvel þegar á þessu hausti
gæti Alþingi undirbúið væntan-
leg sambandsslit við Dani, með
því, að Bandaríkin myndu ekk-
ert telja því til fyrirstöðu, að
Iýðveldi yrði stofnað hér á
landi, strax er sambandslaga-
samningurinn milli Islands og
Danmerkur sværi útrunninn í
árslok 1943. Gæti þá lýðveldis-
stofnunin farið fram, hvenær
sem heppilegt gæti talizt á ár-
inu 1944.
Fullyrða má að þessi yfirlýs-
ing forsætisráðherra hafi vakið
almennan fögnuð um land allt,
og bægt á braut öllum kvíða,
sem hafði gert vart við sig vegna
óvissunnar í sjálfstæðismálinu.
Hinsvegar er það ljóst að hlut-
ur Framsóknarflokksins í þessu
máli er alll annar og lakari, en
formælendur flokksins hafa
viljað vera láta, og að fram-
koma lians er ósæmandi flokki,
sem telur sig ábyrgan orða og
athafna. Flokkurinn leitaðist
við að gera sjálfstæðismálið að
áköfu deilumáli. Því óhappa-
verki hefir verið afstýrt og búa
þeir nú að skömminni, sem til
hennar hafa unnið.
Fyrsti íslendingurinn sem kemur
heim frá Skandinavíu á 2 árum.
Var um árs bil í Noregi eftir hernám Þjóðverja.
Fyrir skemmstu er komin heim til íslands eftir þriggja ára
fjarveru ung, íslenzk stúlka, sem undangengin þrjú ár
hefir dvalizt í Noregi og Svíþjóð og var í Oslo um eitt ár, eftir
að Þjóðverjar hemámu Noreg. Stúlka þessi er ungfrú Sólveig
Benediktsdóttir, dóttir Benedikts Jónassonar verkfræðings,
Bjargarstíg 15. Hefir Vísir átt við hana stutt viðtal og fer það
hér á eftir:
Er tíðindamaðurinn hafði
hoðið ungfrúna velkomna heim,
spui'ði hann hana um dvöl henn-
ar í Noregi og Svíþjóð, ferðalag-
ið heim o„ s. frv.
Að heiman í ágúst 1939.
Eg fór að heiman í ágúst 1939,
sagði Solveig, og lagði leið mína
til Noregs. Var eg þar í skóla
fyrir stúlkur, sem vinna á snyrti-
stofum, og að verunni þar lok-
inni vann eg á snyrtistofu í borg-
inni. Kunni eg vel við mig í
Noregi og leið þar vel allan
tímann, sem eg var þar.
Hernám Þjóðverja.
Þér hafið verið alllengi i Nor-
egi eftir að Þjóðverjar hernámu
Noreg? spurði tíðindamaðurinn.
Já, um árs bil, en eg tel ekki
rétt að tala neitt um hernámið,
en eg get sagt, að mér sjálfri
og þeim Islendingum, sem eg
kynntist í Oslo, leið vel þar allan
tímann, sem eg dvaldist þar,
samtals 3 misseri, og af þeim
tíma tvö eftir hernámið, 9. apríl
1940. Það er ekki margt um Is-
lendinga í Oslo, en milli þeirra
voru góð kynni eins og allstað-
Islenzkt tónlistarkveld í
London:
Miss Kathleen Long hefir
i hyggju aö halda þaö.
TU| iss Kathleen Long, píanósnillingur, er nú senn á förum héð-
an og áttu blaðamenn við hána stutt viðtal í gær að skiln-
aði. Hefir hún haldið hér alls 9 hljómleika, fyrir almennipg,
herinn og í útvarp og ávallt verið tekið með miklum fögnuði.
í brezka útvarpið, ætlar hún að
leika nokkm* íslenzk lög.
Miss Long skýrði blaðamönn-
um frá þvi, að dvölin liér hefði
orðið henni ógleymanleg vegna
jiess hve allir hafi verið alúðleg-
ir í garð hennar og henni verið
tekið' vel.
Þegar hún kom, var hún í
nokkurum. vafa um það, hvað
hún ætti helzt að spila fyrir fólk
hér, en hún komst fljótlega að
því, a. m. k. hvað snertir með-
limi Tónlistarfélagsins, mátti
spila hvað sem var. Auk þess,
sem liún spilaði tvisvar fyrir fé-
lagið, hélt hún tvo liljómleika
fyrir bæjarbúa og eina í útvarp-
ið, en auk þess tvo fyrir herinn
og einu sinni í útvarp fyrir hann.
Þótti henni það mjög skemmti-
legt, live áhugi er mikill hér
fyrir listum.
Þykir Miss Long leiðinlegast
að geta ekki verið hér lengur
og vonast til þess að sér gefist
tækifæri til að koma hingað
aftur síðar. Hafði hún hug á að
komast til Akureyrar, en af þvi
gat ekki orðið.
Tónlistarfélagið bauð henni i
för til Þingvalla og suður Gríms-
nes umliverfis vatnið, en auk
þess gaf félagð henni ýmsar
bækur um íslenzka list og lista-
menn til minningar um kom-
una hingað.
Meðan Miss Long dvaldi hér,
kynntist hún ýmsu fólki, sem
hún hefir beðið blöðin að senda
kveðju sína. Heyrði hún Pál
ísólfsson spila og lætur mikið
af list hans, en auk þess kynnt-
ist hún dr. Urbantschitsch og
frú Hélgu Sigurðsson, sem bauð
henni að æfa sig heima hjá sér.
Miss Long liefir aflað sér
grammofónplata með islenzk-
um kórsöng, einsöng, o.
fl. Hefir hún hug á að hafa
íslenzkt tónlistarkveld, er hún
kemur heim til Lundúna og næst
þegar hún leikur norræn lög
Sjálfstæðisfélag stofn-
að á Hellisandi,
Sunnudaginn 4. þessa mánað-
ar var sjálfstæðisfélagið ^ram"
stofnað á Hellissandi með 55
stofnendum.
I stjóm voru kosnir Guð-
mundur Finnbogason verk-
stjóri, formaður, meðstjómend-
ar, þar sem landar dveljast er-
lendis.
I Svíþjóð.
Og livað hafið þér svo um
Sviþjóðarveruna að segja? spyr
tíðindámaðurinn.
Eg fór þangað frá Oslo i febr.
1941, segir ungfrúin, og stund-
aði sörnu störf þar og í Oslo,
var í skóla þar líka fyrir stúlk-
ur, sem gera sér snyrtiiðn að
atvinnu og vann svo í snyrti-
stofu. Leið mér j>ar ágætlega.
Félagslíf
íslendinga í Stokkhólmi.
Tíðindamaðurinn spyr ung-
frúna uin félagslíf landa í
Stokkhólmi og svarar hún á
þessa leið,
Það er tiltölulega margt um
íslendinga i Stokkhólmi; eg
kynntist þar upp undir 30 ís-
lendingum. Flestir landar í
Stokkhólmi eru námsmenn. Fé-
lagslíf Islendinga í Stokkhólmi
er fjörugt og skemmtilegt. Þori
eg að fullyrða, að þeir eru tiðast
heima i huganum og bíða með
óþreyju þeirrar stundar, er þeir
fá tækifæri til þess að komast
lieim, þótt þeim líði öllum vel.
Eg átti að flytja góðar kveðjur
frá þeim öllum til ættingja og
vina og eg veit, að blað yðar
hjálpar mér að koina kveðjum
þessum áleiðis. Eg þarf elcki að
taka fram, sem alkunna er, að
Yilhjálmur Finsen sendifulltrúi
er lífið og sálin í félagsskap Is-
lendinga og jafnan reiðubúinn
til þess að greiða götu allra. —
Margir meðal íslendinga í Sví-
þjóð mundu vera komnir heim,
ef um, nokkurn farkost hefði
verið að ræða. En svo hefir ekki
verið. Margir gera sér vonir
um að komast heim næsta vor.
Heimför Sólveigar.
En hvernig komust þér heim ?
spyr tiðindamaðurinn.
Það var nú ýmsum erfiðleik-
um bundið, sem óþarft er að
rekja, sagði ungfrúin, en upp-
hafið er, að faðir minn sendi
mér skeyti og spurði hvort eg
vildi komast heim, Svaraði eg
því játandi, og eftir það var
í ur Sveinbjörn Benediktsson
verzlunarmaður, Danelíus Sig- j únnið að því, að af þessu gæti
urðsson skipstjóri, Jóhanna Vig- orgig. yar Vilhjálmur Finsen
fúsdóttir frú og Margrét Jóns-
dóttir ljósmóðir. I varastjórn
voru kosnir: Hjörtur Jónsson
hreppstjóri, Vigfús Vigfússon
trésmíðanemi og Tryggvi Eð-
varðsson sjómaður. Endurskoð-
endur: Benedikt Benediktsson
kaupmaður og Vigfús Jónsson
trésmiður.
Hjörtur.
okkur hjálplegur, eins og hans
var von og vísa. Loks komst
þetta í kring eftir 3 mánuði, og
var eg þá farin að efast um, að
þetta ætlaði að takast.
Um heimförina sjálfa er ekki
annað að segja en að hún gekk
vel. Eg ferðaðist loftleiðis til
Skotlands og kom heim sjó-
leiðis. Og það er indælt að vera
komin heim.
Hlutavelta skáta.
Dregið hefir verið í happdrætti
hlutaveltunnar og komu upp eftir-
farandi númer: 672 sumarkvenkápa,
726 rafmagnsofn, 2228 kaffistell,
2436 rykfrakkij, 2589 vindsæng,
2623 skinnjakki, 5852 1 lyfjakassi,
6387 svefnpoki, 8702 kventaska,
9556 kventaska (rúsk.), 10831
standlampi, 11146 kertastjaki, 11381
ullarkvenkápa, 11209 kventaska,
12521 kvenstuttkápa, 12751 raf-
magnsofn, 12928 kvenkápa. Mun-
anna má vitja í skrifstofu Skátafé-
lags Reykjavíkur, Vegamótastíg 4,
miðvikudag 7. okt. og mánudag l2.
okt. frá kl. 8—9 e. h.
j Útvarpið í kvöld.
KI. 19,25 Hljómplötur: Lög úr
óperettum og tónfilmum. 20,00
Fréttir. 20,30 Erindi: Þættir úr
sögu 17. aldar, VI: Brynjólfur
biskup, II (Páll E. Ólason). 21,00
Hljómplötur: Symfónía nr. 1 eftir
Brahms.
Kaupum hreinar
léreftstuskur
liæsta verði.-----
Steindórsprent.
Kirkjustræti 4.
Dtsala
I dag og næstu daga gefum
við AFSLÁTT af öllum vör-
um verzlunarinnar.
Vesturgöhi 39.
Dtsala
Gefum í dag og næstu daga
AFSLÁTT af öllum vörum
verzlunarinnar.
Verzl. flstor
Laugaveg 18.
Geymsia
óskast. — Uppl. i sima 4560,
milli 9 og 10 í kvöld.
Sauma-
vélar
og Zig-Zag-vélar óskast til
kaups.
Uppl. í síma 5192.
Herbergi
óskast til leigu. Æskilegt að
það væri í Laugarnesliverf-
inu. Uppl. í síma 4560, milli
9 og 10 e. h.
Ferdinand Bertelsen.
( «
Stúlka
óskar eftir vinnu, má vera
við iðnað. — Tilboð, merkt:
„V. E.“ sendist afgr. blaðsins
fyrir 8. þ. m.
Gólflakk
SRÉsas.iMjíi®'
71 1 -------
Laugaveg 4. — Sími 2131.
2-3stúlkor
vantar nú þegar.
iÉ
Bergstaðastíg 61.
1 mm\
Kaupið Venus-gólfgljáa í
olíuþéttum pergament-
pökkum.
Kostar ca. 30% minna en sama magn í dósum.
GUÁIR FLJÓTT.
Ileitngn
vantar að Nýja-Bæ á Sel-
tjarnarnesi. —
Uppl. í síma 2392 og 4794
eftir kl. 7. —
Bólu-Hjálmar
Ljósprentuð útgáfa kvæða-
kvers eftir Bólu-Hjálmar,
nákvæm eftirmynd af ný-
fundnu eiginliandarriti frá
siðustu árum skáldsins. Upp-
lag aðeins 600 eintök. Afgreitt
út um land aðeins gegn póst-
kröfu. Verð 12 kr. Pantanir
má senda i pósthólf 715,
Reykjavík. Sendið vinum
yðar og kunningjum kverið
Úður en upplagið þrýtur. —
fiíttiiin bllur
til sölu.
Uppl. gefur
SKIPASMÍÐASTÖÐ
REYKJAVÍKUR.
Sími 1076.
Sokka-
viðgerðin
er flutt
í Hafnarstræti 19.
Nokkrui:
stúlkur
geta fengið saum i ákvæðis-
vinnu. Uppl. á Frakkastig 26.
Sendi-
sveinn
eða unglingsstúlka óskast til
snúninga. —
Lyf jabúðin Iðunn.
Vantar
1 stúlku á lcaffistofu nú þeg-
\
ar. — Uppl. í síma 5192. —
Ritvél
ný Smith-Premier til sölu. —
A. v. á. —
Lítil
nusiii
til sölu. Uppl. í síma 5761.