Vísir - 06.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 06.10.1942, Blaðsíða 3
VISIR Jóhann E,fijólf§§on: Auður og fátækt. Frelsi eða ófrelsi (Niðurl.) I Við skulum taka til dæmis eitt stórt útgerðarfyrirtæki. Jæja, við skulum segja Kveld- úlf, því um liann verður þess- um mönnum einna tíðræddast jægar þeir minnast á hina svörtu skugga i auðmgnna-heiminum. Eg sé að samkvæmt seinustu útsvarsskrá á félag þetta að greiða til ríkis og hæjarins rúmlega iiálfa þriðju milljón króna, fyrir ulan aðrar stórar upphæðir sem þar eru ekki skráðar. I>ar að auki greiða svo eigendurnir sjálfir, og ýmsir starfsmenn þeirra á sjó og landi, störar skatta-uppliæðir. Margir af þessum starfsmönnum fé- lagsins eru orðnir ríkir eða vel efnaðir menn, eftir því sem hér er kallað, svo sem skipstjórar, stýrimenn o. fl. Félag þelta hefir á nlargan hátt verið lil fyrirmyndar, og braulryðjándi á sínu sviði. Hefi eg heyrt margar fallegar sögur um það hve stórmannlega og göfugmannlega því hefir farizt við ekkjur og aðstandendur þeirra manna, sem á þess veg- um hafa farizl eða slasazt á sjó eða landi. Eg held að það væri æskilegt að þetta félag gæti orðið helm- ingi stærra og lielmingi rílcara en það nú er, því þá kæmi helm- ingi stærra tillag til þjóðarbús- ins. Eg held einnig að það væri mjög gott og eftirsóknarvert að mörg slík félög og einstaklings- fyrirtæki risu hér upp og þró- uðust. Þá mundi verða mikið ausið upp úr hinum auðugu gullnámum sem liggja hér hringinn í ltring um landið. Við blómgvun atvinnufyrirtækj- anna blómgast atvinnulífið. Þá mundi safnast hér þjóðarauður, og þjóðarbúskapurinn yrði þá ágætur, og þá ætti öllum á þjóðarheimilinu að geta liðið vel. Það er auðheyrt, að komm- únistum og jreirra fylgifiskum þykir mjög súrt og eru gramir út af því hvað þessum mönnum er hlíft í öllum skattajálögum. Það er sjáanlegt að þeir vilja reita af þeim sem allra mes^t að hægt er, svo að þeir sjálfir hafi sem allra minnst eftir handa á milli; en þá væri um leið sköp- uð kyrrstaða í jæirra atvinnu- lífi og á þeirra framþróunar- braut. Eg lít nú á þessa menn eins og bséndurna sem eg minntist á hér að framan. Eg lít á þá eins og bjargvætti og mátlarstólpa þjóðarbúsins. Þessir menn eru hinar góðu mjólkurkýr og sterku áburðarliestar þjóðar- búsins. Það þótti á hverju heimili gott að eiga slíka góða gripi, og var talið sjálfsagt að fara vel með þá svo þeir gætu gert sem mest gagn. Það var ekki talið búmannlegt að fara illa með þá. Það þótti lítill bú- hnykkur að sliga hinn sterka hest — því enginn hestur er svo sterkur að ekki megi sliga hann. Það þótti búmannlegra að fara vel með hinn góða grip, svo að hann gæti sem allra lengst borið hina þungu bagga. Sama var að segja um liina góðu kú. Það þótti sjálfsagt að mjólka hana vel, en jafnframt að gera henni vel, og hlynna sem allra bezt að lienni, til þess að hún mjólkaði sem allra mest Það var svo, er og verður talið sjálfsagt af öllum ráð- deildar- og fyrirhyggjumönn- um, hvort heldur er á einstakl- ingsheimili eða þjóðarbúinu, að hlynna sérstaklega vel að öllu þvi er mestan arðinn gaf, og mesta björg færði í búið. Nú verður manni á að spyrja: Hvaðan er alda sú runnin, sem vekur og vakið hefir andúð og ógeð á auði og allri auðsöfnun? Hvaðan kennir þef þennan? Þórður andar nú handan. Er það öfundin sem hér er að verki? Að vísu lifir hún sjálf- sagt ennþá gamla konan og vinnur sín skylduverk eins og henni ber að gera. En hér er fleira og meira á ferðinni. Hér er um yfirlýsta stefnu að ræða, sem þvi miður hefir liaft ábrif á marga grunnhyggna menn. Stefna þessi er soviet- eða kommúnistastefnan, þ. e. Marx- kenningin, áreiðanlega sú versta og mesta óheillastefna sem hingað liefir borizt síðan land- ið byggðist. Samkvæmt jæssari stefnu á enginn einkaauður að vera til. Ríkið á að eiga allt, allar jarð- irnar, húsin, skipin, fénaðinn og öll framleiðslutækin. Sem sagt, ríkið á að eiga allt, en ein- staklingar þjóðfélagsins ekki neitt. Hér er ekki' um neina smá- breytingu að ræða. Eg lield að menn ættu að hugsa sig dálítið um, áður en þeir gina yfir og gleypa flugu þessa. Eg ætla ekki að gera hér að umræðuefni ræður þær og greinai;, sem bornar hafa verið hér á borð i vor og sumar. Það yrði of langt mál og óþarft. En sarnt ætla eg að minnast liér á eina ræðu, eða réttara sagt setn- ingu úr einni ræðu, sökum þess að mér þótli hún svo ágæt, ekki betri málstað en verið var að verja. Ræðan var prýðilega flutt og prúðmannlega, og svo ólík því sem maður var vanur að hlusta á úr þeim herbúðum, eins og t. d. hinar stóryrtu ræð- ur Einars Ölgeirssonar og Jians nóta, að eg ekki tali um hið sóðalega orðbragð Breiðabóls- staðar-prestsins. Þetta var ræða frk. Katrínar Thoroddsen. Hún sagði að það væri vísindalega sannað, að soviet-stefnan væri bezta stjórnmálastefnan, en hún skýrði ekkert frá hvernig eða hverjar þær sannanir væru, — og var það slæmt, þvi mig lang- aði til að sjá eða heyra hvernig bau sönnunargögn litu út. Ann- ars hugsaði eg að það mundi vera erfitt að fá vísindalega sönnun fyrir sliku. Eg er nú fremur lítill vísinda- maður, eins og flestum þeim, (’er til þekkja, mun vera kúnnugí um. En þó held eg að eg geli sannað það vísindalega, að þessi stefna sé, eins og eg sagði hér að framan, sú versta og vitlaus- asta sem hingað liefir borizt frá landnámstíð, og Iiklegast sú vit- lausasta stjórnmálastefna, sem skotið hefir upp höfðinu frá Adams-tíð. Það er vísindalegur sann- leikur, að ungpr maður, sem er gæddur manndómi og metnaði, og öðrum góðum andlegum liæfileikum, vill verða sjálf- bjarga maður og ráða ráðum sínum sjálfur. Hann getur ekki hugsað sér þá framtíð, að hann verði aldrei annað en viljalaust verkfæri í annara höndum. Hann hefir mikla starfslöngun, og vill verðá stór maður á sjó eða landi, menntamaður, iðn- aðarmaður, útgerðarmaður, skipstjóri eða bóndi. Það er allt- af gaman að hugsa sér að verða kóngur í sínu litla ríki, eins og maður getur sagt að bóndinn sé. Hann getur ekki hugsað sér þá tíma, að hann verði að fara á elliheimili eða í hornið til ein- hverra skyldmenna, eða máske á sveitina. Þessar stöður eru ekki æskudraumar unga manns- ins. Það var hér áður algengt, og það fram á mína daga, að menn gáfu öðrum próventu sína (sein nútímamenn vita hvað þýðir), svo að þeir þyrftu ekki sjálfir að hugsa neitt um sig framar það sem eftir var af lífs- leið þeirra. Þeir, sem slika ráð- stöfun gerðu á sjálfum sér, voru vanalega fremur lítilsigldir menn, enda munu ]>eir oft, eða oftast, liafa verið tældir með fögrum loforðum um áhvggju- lausa og sæluríka paradís og vist það sem eftir væri æfinnar. Almenningur leit yfirleitt svo á að slík ráðstöfun á sjálfum sér um alla framtíð, væri mjög vanhugsuð og lítilmannleg, enda var það margan, sem slíka ráðstöfun gerði, sem iðraði þess sáran seinna. En þá varð það ekki aftur tekið. Þessi síðast- nefnda staða, þ. e. próventu- staðan, var ekki heldur sú staða, sem hinn ungi starfslöngunar- fulli rnaður hafði hugsað sér. Hvað á maður þá að segja um það, sem hér er að gerast nú, — þar sem nokkurir menn, sem eg ekkert þekki, og ætla því ekki að segja neitt um hér að þessu sinni, — hafa tekið að sér að gerast þjónar erlends ríkis, og rdyna með ginnandi loforðum og glæsilegum fyrirheitum um paradisarsælu, að tæla litil- siglda menn til að gefa komm- únistum próventu sina, og fara í hornið til Rússa, og fela þeim að annast sig og sina um alla framtíð? Það er hörmulegt að það skuli vera til nokkur fslending- ur sem fæst til að taka að sér slílct starf, jafnvel þótt vel sé borgað fyrir. En hitt er þó enn hörmulegra live mikil litil- menni og metnaðarlausir marg- ir eru bér ox-ðnir, er kjósa held- ur að verða þrælar erlends valds en frjálsir menn í sinu föður- landi. Það sér ekki á að þeir menn séu afkomendur hinna fornu víkinga, sem fluttu hingað norður á þessa eyði-ey til að geta haldið frelsi sínu. Ef þeim kippti nokkuð í kynið, þámundu þeir fyrirlita þessa rússnesku presta og skirpa á þá eins og aðra landráðamenn. En livernig er nú afstaða framsóknarmanna í þessu máli? Mér liefir oft dottið í hug að þeir væru meira eða minna hlynntir þessari óheillastefnu, eða jafnvel að þeir væru dul- búnir kommúnistar. En eitt er vist. Þeir hafa á ýrnsan hátt, viljandi eða óviljandi, rutt götu fyrir stefnu bessari, t. d. virðast þeir hafa notað bvert tækifæri sein ]>eir liafa náð til að leggja hinar einstöku jarðeignir eða jarðarliluta hændanna undir rikið, eins mg það sé liugsjón þeirra að landið eða ríkið eigi að eiga jarðeignirnar en ekki bændurnir sem á þeim búa — sbr. stefnu kommúnista. — Það er líka sagt að ]>egar Jónas Jónsson var fræðslumálaráð- lierra hafi hann gert sig beran að því að láta kommúnista og jafnaðarmenn, — sem þá voru eitt og hið sama, — ganga fyrir um að fá kennarastöður. En það var gott ráð til að hlynna að I hugsjón þessari, enda var þá sagt að hann væri grímukljedd- ur kommúnisti. En nú mun hann sem betur fer, vera alger- lega snúinn frá þeirri stefnu. En það versta sem þeir liafa gert til styrktar sovietstefn- unni er að þeir hafa á margvís- legan hátt, ýmist skert eða af- numið eignar og umráðarétt liinna einstöku manna á eignum sínum, og fært hann undir rík- isvaldið, bæði með einokun og einkasölum og allskonar liöft- um, svo menn eru á margan liátt andlega heftir á liöndum og fót- um. Gamla einokunarverzlunin sem hér var, og stóð hér yfir í aldaraðir, var mjög óvinsæl, sem von var, því hún saug merg og blóð úr þjóðinni. Hefir því endurheimt verzlunarfrelsisins af flestum verið talinn siá stærsti sigur sem hér hefir unnizt i okkar stjórnmálabaráttu, enda kom það brátt í Ijós eftir breyt- ingu þessa, að þjóðin tók undra- miklum framföruin til þroska og velmegunar. — En Adam var ekki lengi í Paradis, — því eftir 1927, þegar Framsóknarflokk- urinn komst til virkilegra valda, fór hann þegar að innleiða hér bið óvinsæla og illræmda ein- okunarfyrirkomulag. Hverri verzlunargreininni af annari er kippt úr liöndum hinnar frjálsu verzlunar og lögð undir ríkið, með strangasta einkasölufyrir- komulagi, höft og bömlur og allskonar nefndafargan herjar um landið. Eigna- og umráða- réttur manna er ýmist stórskert- ur eða afnuminn með öllu. Eg lield, að með þvi sem hér hefir verið sagt, sé mikið ruddur veg- urinn fyrir hina rússnesku stjórnmálastefnu. Það er annars eitt af því allra ótrúlegasta, að eins óvinsælt og illræmt fyrirkomulag og einok- unar- og einkasölur voru, skuli nú skjóta hér upp liöfðinu aftur, ekki lengra tímabil en liðið er frá þvi að við losnuðum við þessa plágu, og endurminningin um þetta liörmunga tímabil þjóðarinnar því enn i fersku minni. Fyrirlitningin og við- bjóðurinn sem var á þvi réttar- fari, er enn djúpt grafin í hugi manna. Eg man eftir því, þegar sagt var frá því að Hólmfastur hefði verið bundinn við staur og kag- hýddur fyrir að selja nokkur ýsubönd — sem hann þó átti sjálfur, hvað menn stóðu eins og steini lostnir, þrungnir reiði og viðbjóði út af sliku réttar- fari. Eji livernig er það nú ? Er nú- tíma-einokunarfarganið nokkuð betra en það var á dögum Hólm- fasts? Eg ætla að skýra hér frá einu tilfelli, sem stafar frá hinni ill- ræmdu mjólkursölu-löggjöf. Frúin frá Arnarnesi skreppur inn í Reykjavík og hefir með sér eina mjólkurflösku. Lög- reglan kemst að þessu, og frúin er kærð fyrir smygl. Kærð fyrir að ætla að selja eða gefa þessa vöru, þrátt fyrir ákveðið laga- ákvæði sem lagði strangt bann við slíku atliæfi. Frúin hélt því fram að hún liefði haft flöskuna með sér í nesti handa sjálfri sér. Þetta þótti víst mjög ósennilegt, enda líka lögfræðilegt spursmál hvort slíkt væri leyfilegt. Frúin var dæmd í undirrétti sek fyrir þetta lögbrot. Málið fór til Hæstaréttar, og þar var liún sýknuð. Rétturinn taldi að það hefði ekki sannast fyrir undir- rétti að hún hefði ællað að selja eða gefa hina umræddu vöru. Með þetta slapp frúin. Hver er nú munurinn á þessu nútíma-réttarfari og þvi, sem var á Hólmfasts-dögum? Ekki annar en sá, að frúna mátti ekki dæma til hýðingar, því refsing- ar eru nú framkvæmdar á ann- an liátt. Nú er það heitasta ósk min að allir góðir og heiðarlegir íslend- ingar taki höndum saman til að Börn vantar okkur, til að bera blaðið til kaupenda í vetur, úni þessar götur: Bergþórugötu — Innri-Laugavegínsi - HöfíSa- hverfi og Þingholtsstræti. Ilátt kaup Dagblaðið Vísir Trawlspil til sölu, hentugt fyrir stóran vélbát. Vírar fylgja. Uppl. á skrifstofu ALLIMŒ! O.F. ] Símar 4654 og 3324. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík Skólinn verður settur miðvikudaginn 7. okt Nemendur 1. bekk.jar mæti kl. 2 síðdegis. Nemendur 2. og 3. bekkjar mæti kl. 4 síðd, — Ingima r Jónsson. BOLLAP0R I Verd frá 1,60 parið Rúðugler 3 og 4 mm. nýkomið aftur.-- Verðið mjög hagkvæmt. — ■ Ui " .• ■ Gottfrcd Iternliöft «& Co. Kirkjuhvoli.--Sími 5912. Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar og tengdafaðir, JErlendur Jónsson bóndi að Mógilsá, andaðist að heimili sínu mánudaginn 5. okt. kl. 10y2 f. hád. Mógilsá, 5. okt. 1942. Quðfinna Finnsdóttir, börn og tengdaböm. Jarðarför sonar okkar, unnusta og bróðiu’, Péturs Gislasonar fer fram fimmtudaginn 8. þ. m. frá dómkirkjunni. — Athöfnin hefst með bæn á lieimili hins látna, Ránargötu 29, klukkan 1 eftir hádegi. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Valgerður Sigurðardóttir. Steinunn Pétursdóttir, Gísli Þorsteinsson og systkinL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.