Vísir - 12.11.1942, Qupperneq 2
VISIR
DAGBLAÐ
(Dtgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJF.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Heisteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrwti).
Símar: 16 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Roítu-plágan
í bænum.
ÞRIFNAÐI hér í bænum er
í mörgu ábótayant. Eitt
ömurlegasta dæmið um ár-
veknisskort í t>eim efnum, er
sorpliaugurinn á Eiðisgranda.
Þangað er flutt allt sorp bæjar-
ms. Þar er það látið rotna við
þröskuld bæjarbúa og í vestan
átt leggur ódauninn af þvi yfir
bæinn. Auk þess sem það er á-
berandi skortur á menningu að
liafa sorphauga við bæjardyrn-
ar, getur það verið stórhættu-
legt heilbrigði bæjarbúa.
í sorpliaugum þessum hafast
við rottur í þúsundatah, sem
hafa þarna liið ákjósanlegasta
hæli til að tímgast og leita svo
þaðan í ibúðarhúsin i bænmn.
Enda er rottuplágan orðin svo
mögnuð í bænum að slíkt mun
ekki hafa þekkzt í mánna minn-
um. Rotturnar ganga víða um
götur bæjarins um hádaginn og
kring um húsin rölta þær þegar
sólin er hæst á lofti og kippa
sér lítt upp við mannaferðir.
Utan til í bænum sjást oft á
götunum dauðar rottur sem
hafa orðð undir bilum. Rottu-
gangurinn er sagður mestur í
vesturba:num, enda er það næst
sorphaugunum. Það er ekki
óalgengt að sjá rottur ganga
upp húsyeggi og inn um opna
glugga íbúðarhúsa um hádag-
inn.
Við svo búið má ekki lengur
standa. Böbrinn verður nú þeg-
ar að hefja hina öflugustu her-
ferð sem hér hefir nokkurn
tíma verið gerð gegn þessum
vágestum. Þarf ekki að efast
um að stjóm setuliðsins mundi
taka öflugan þátt i þessari út-
rýmingu þvi að rotturnar eru
ekki síður plága við herbúðirnar
en i íbúðarhverfunum. Þetta
má ekki dragast. Ef ekkert
verður að gert þegar í stað geta
af hlotizt hin mestu vandræði.
Það er ekki vansalaust fyrir
bæinn, að „sorphaugamenn-
ingin“ skuli ekki enn vera lið-
in undir lok. Bærinn hefði átt
fyrir löngu að fá sér fullkomin
tæki til að brenna allt sorp i
stað þess að Mta það rotna á
víðavangi árum saman. Heil-
brigðiseftirlit bæjarins verður
að setja í nýtt og betra horf og
fá það í hendur ungum dugnað-
armanni sem hefir kynnt sér til
hhtar rekstur þessara mála í
fyrirmyndarbæjum erlendis.
Mjólkin og
húsaleigan.
• •
OLL þjóðin talar um að
stöðva verði dýrtíðina
með einhverjum ráðum. Allir
virðast sammála um að það sé
brjálæði að fljóta lengur sof-
andi að feigðarósi í dýrtíðar-
málunum. Þrátt fyrir það getur
nokkrum mönnum haldizt uppi
að lisekka stórlega í verði með
stuttu millibili eina aðalneyzlu-
vöru þjóðarinnar — mjóikina.
Siðasta hækkunin virðist ekki
byggð á neinni knýjandi nauð-
synd, enda hefir engin tilraun
verið gerð til að réttlæta hækk-
tmina eða gera grein fyrir
henni á neinn hátt. Nefnd sú,
sem virðist éinráð um mjólk-
urverðið, neitaði að verða við
þeim tilmælum landbúnaðar-
ráðherra, að gera ekki ákvörð-
un um verðhækkun fyrr en séð
yrði hvað þingið ætlaði að gera
í dýrtíðarmálunum. Eins og
nú standa sakir er þetta frekja,
sem ekki er hægt að þola og
verður að gera ráðstafanir hið
fyrsta til að taka úr höndum
nefndarinnar valdið til að á-
kveða mjólkupverðið.
Um sama leyti og j>etta gerð-
ist var skipuð nefnd til að end-
urskoða húsaleigulögin. Það má
segja að ólíkt hefir verið búið
að liagsmunum mjólkurfram-
leiðenda og lmseigenda. Hinir
síðarnefndu hafa fengið litla
sem enga hækkun fyrir leigu
eigna sinna. Þessar kvaðir hafa
verið á þá lagðar til }>ess að
halda í skefjum dýrtíðinni, sem
nú mundi orðin óbærileg hér í
bænum, ef húsaleigan hefði
liækkað á sama hátt og mjólk-
in. Mönnum hlýtur því nú að
vera ljóst, að allt er undir þvi
komið, að haldið sé dauða-
haldi i allar ráðstafanir, sem
enn halda dýrtíðinni í skefjum
að einhverju leyti. Húsaleigu-
lögin eru ein sterkasta stoðin
gegn flóði dýrtiðarinnar og
þau sýna forráðamönnum þjóð-
arinnar hvernig hefði átt að
fara með önnur stórmál til að
hindra verðbólguna. Leiðin er
ekki sú að losa um eða afnema
lög sem halda dýrtiðinni í
skefjum heldur að endurskoða
og FÆRA AFTUR til samræm-
is það verðlag sem er að stöðva
hjól framleiðslunnar í landinu.
Fréttir frá Vest-
mannaeyjum.
Frá höfninni.
í báðum skipasmíðastöðvun-
um er nú bátur við bát, sem
verið er i óða önn að lagfæra
fyrir vertiðina.
Nokkrir bátar stunda veiðar
með dragnót og „trillur“ með
linu.
Líklegt er að bátar byrji linu-
veiðar jafnóðum og j>eir verða
tilbúnir, því að oft er hægt að
róa með linu, þó að ekki sé
næði með dragnót.
Kvöldskólinn
var settur 26. september.
Fleiri iðnnemar eru nú en
nokkurntíma áður — rúmlega
30. í skólanum eru alls rúmlega
80 nemendur, og liefir orðið að
neita mörgum um skólavist,
sökum rúmleysis. Skólastjóri er
Halldór Guðjónsson.
Gagnfræðaskólinn
var settur 1. október. í skól-
anum eru um 40 nemendur.
Skólastjóri er Þorsteinn Þ.
Viglundsson.
Drengjamót.
í drengjamóti í frjálsum
íþróttum, sem haldið var 4.
okt. s. 1. náðist eftirfarandi kr-
angur:
Stangarstökki: 1. Ástþór
Markússon 2.90 m.
Langstökki: 1. Jón Ingvars-
son 5.50 m.
Þrístökki: 1. Sig. Guðmunds-
son 12.03 m.
Kúluvarpi: 1. Björgvin Torfa-
son 13.04 m.
Kringlukasti: 1. Björgvin
Torfason 31.67 m.
Spjótkasti: 1. Björgvin Torfa-
son 40.65.
Hástökki: 1. Högni ísleifsson
1.50 m.
(Víðir).
Árás á konu.
S.l. mánudagskvöld var frú Jó-
hanna Sigurðsson slegin niður af
amerískum hermanni inni á Hress-
ingarskálanum. Hlaut hún nokkurn
áverka á höfuðið og var læknir
fenginn til að búa um meiðsli henn-
ar. Árásarmaðurinn slapp.
Slippfélagið 40 ára:
Skipabygginga- og við-
gerðastöð í undirbúingi.
Slippupinn liefíp tekið 1200
skip — togara eða stærri
á land.
C lippfélagið og Stálsmiðjan hafa síðustu ár verið að
vinna að undirbúningi á því, að hér verði komið
upp skipasmíðastöð, er geti smíðað togai'a eða stærri
skip. Hafa félögin átt í samningum um þetta mál við
hæjarst jórn og skipulagsnefnd, og hafa þær ætlað fé-
lögunum nægilegt athafnarými fyrir slíkt fyrirtæki við
höfnina.
Á svæði því, sem ætlað er til þessa, hugsa.félögin sér að koma
upp skipasmíða- og viðgerðai'stöð, er fullnægi þörfum íslenzka
skipaflotans næstu áratugi. Er þar gert ráð fyrir tveim dráttar-
hrautum, tveim byggingabrautum fyrir togara og loks þurr-
kví, er taki skip, sem eru fjögur eða fimm þúsund smálestir.
Félögin hafa þegar leitað aðstoðar ríkisstjórnarinnar, því að
þau hafa fullan hug á að koma þessu upp sem fyrst, en styrj-
öldin eykur mjög á alla erfiðleika i sambandi við þessar fram-
kvæmdh’.
Vísir hefir snúið sér til Sig-
urðar Jónssonar, framkvæmd-
arstjóra Slippsins i tilefni af
því, að fyrir skemmstu eru
fjörutíu ár liðin, síðan Slipp-
félagið var stofnað. Bað blaðið 1
hann að segja frá helztu at-
burðum í ævi þessa þjóðþrifa-
fyrirtækis og fer frásögn hans
hér á eftir.
I
A fundi í Utgerðarmannafé-
laginu 28. des. 1901 var rætt
um nauðsyn þess, að komið
vrði upp slipp og bar Tryggvi
Gunnarsson, formaður félags-
ins, fram tillögu um að félag
yrði stofnað um málið. Var hún
samþykkt og lofað nolckrum
framlögum til þessa fyrirtækis.
Eftir áramótin, þ. e. 15. marz,
var haldinn undirbúningsfund-
ur og ákveðið að fá menn frá
Noregi til að annast uppsetn-
ingu á slippnum. Þ. 21. okt.
var svo haldinn stofnfundurinn
og ákveðið, að félagið skyldi
vera hlutafélag, er héti Slippfé-
lagið í Reykjavik og hefði
15.000 kr. hlutafé. í fyrstu
stjórn voru þeir kosnir Tryggvi
Gunnarsson, Jes Zimsen og
Ásgeir Sigurðsson. Tryggvi var
formaður til dauðadags 1917,
en hinir sátu í stjóm félagsins
til 1930.
Árið 1902 var hafin bygging
dráttarbrautarinnar eftir fyrir-
sögn norsks manns, en hann
reyndist illa og varð allt dýr-
ara, en við var búizt. Lenti fé-
lagið í fjárþröng og fékk 4000
kr. styrk úr „Varasjóði spari-
sjóðs Reykjavíkur“ til að full-
gera brautina. Næsta ár var
Otliar Ellingsen ráðinn til fé-
lagsins og taldi hann slippinn
þurfa endurbóta við, enda mun
hann hafa verið ófullkominn.
Sama ár fékk félagið tiu þús-
und króna styrk frá Alþingi, til
að koma upp „patent slipp“.
Næsta ár var hlutafélag fé-
lagsins aukið í þeim tilgangi að
kaupa nýjan slipp frá Englandi
og var liann keyptur sama ár.
Var hann fullgerður það ár og
um 28 ára skeið var hann
stærsta mannvirki sinnar teg-
undar hér á landi, eða til ársins
1932, er slippurinn kom sér
up^ dráttarbraut fyrir togara.
Þegar slippurinn tók til starfa
voru gerðir út hér 60—70 kútt-
erar og veittu þeir honum ærið
að gera. Jafnhliða skipaviðgerð-
um hafði félagið mikla verzlun
með timbur og ýmsan útbúnað
til skipa, en byggði ekki ný
skip.
Frá árinu 1912
heimsstyrjaldarinnar
kútterarnir alveg, en
stað komu’ togarar. Þeir voru of
stórir fyrir dráttarbraut slipps-
ins og minntist Tryggvi Gunn-
arsson á það árið 1914, að
nauðsyn væri á því, að komið
Sigurður Jónsson,
verkfræðingur.
yrði upp dráttarbraut, er gæti
tekið togara á land. Varð ekk-
ert úr framkvæmdum og hagur
slippsins fór því versnandi ár
frá ári, svo að jafnvel kom til
orða, að hann yrði seldur er-
lendu félagi.
Þegar ekkert virtist annað
framundan en gjaldþrot árið
1931, var hafizt handa af nokk-
urum áhugamönnum; mönnum
er þá höfðu keypt hluti í félag-
inu um að byggja dráttarbrautir
er gætu tekið uppstærsta togara.
og skipabrygginga- og viðgerð-
arstöð, er gæti fullnægt þörf-
um landsins. Fékk félagið á
næsta ári lán þjá Hafnarsjóði
Reykjavíkur og Skipaútgerð
ríkisins, til að byggja slipp fyrir
togara. Illutaféð var aukið og
gamla hlutaféð fært niður.
Voru lceyptir tveir dríittarvagn-
ar fyrir 400 og 800 smál. skip.
Var minni dráttarbrautin byggð
þegar þá um haustið og fyrsti
togarinn tekinn á land 15. des.
1932.
Á næsta ári var stærri drátt-
arbrautin byggð og var fen<T.ð
lán hjá erlendu félagi í þvi
skyni. Var þá hægt að taka á
land öll slenzk skip, önnur en
stærri millilandaskipin.
Hjalti Jónsson konsúll var lif-
ið og sálin í þessum fram-
kvæmdum og má fúllyrða að
honum her mest að þakka, að
hægt var að byggja þessar
brautir, þvi við mikla erfiðleika
var að etja vegna féleysis og
vontrú að fyrirtækið gæti nokk-
urn tíma borið sig.
í sambandi við byggingu
þessarar dráttarbrautar var
Stálsmiðjan stofnuð árið 1934,
til að annast plötuviðgerðir
skipa. Er svo var komið, var
hægt að gera við hér og flokka
öll skip allt að 800 smál. að
stærð.
Á þessum níu árum, síðan
þessar dráttarbrautir voru gerð-
ar hafa yfri 1200 skip af togara-
stærð og stærri verið tekin á
land og framkvsemd á þeim
stærri og minni viðgerðir.
Jafnframt hefir verið unnið að
allskonar viðgerðum á fjölda
smærri skipa, svo að það er
ljóst, að Slippfél. hefir verið liið
mesta þjóðþrifafyrirtæki. Það
er ekki of djúpt tekið í árinni að
segja, að mikill hluti togara-
flotans mundi nú liggja í höfn
ósjófær, ef slippsins hefði ekki
notið við.
til loka
hurfu
í þeirra
€arl Proppé
stórkaupmaður.
Carl Proppé stórkaupmaður
verður borinn til grafar í dag,
en hann andaðist hér í bænum
aðfaranótt 3. þ. m., eftir lang-
varandi vanheilsu, sem. liann
har með karlmennsku, þótt
mjög lamaði hún hann nokkur
síðustu árin.
Carl Proppé fæddist í Hafn-
arfirði 22. nóv. 1876 og ólst
þar upp. Er hann hafði aldur til
hóf hann nám i Latínuskólan-
um, en hvarf frá þvi 16 ára að
aldri og hóf verzlunarstörf við
Gramsverzlun á Þingeyri. Á
vegum þeirrar verzlunar vann
hann í 10 ár, sumpart hér á landi
og sumpart í Kaupmannahöfn,
aðallega þó hin síðari árin. Gerð-
ist hann þá verzlunarstjóri í iÓl-
afsvík hjá sama fyrirtæki, en
þremur árum síðar tók hann við
Verzlunarstjórn á Þingeyri, er sú
staða losnaði þar. Vann hann
þannig á vegum Gramsverzlun-
ar þar til er Milljónafélagið svo
nefnda keypti allar eignir þess,
en þá réðist hann sem verzlun-
arstjóri til þess. Er Milljónafé-
lagið hætti störfum keyptu þeir
Proppébræður verzlanir þess á
Þingeyri, Sandi og Ólafsvik og
ráku þær fram til ársins 1926.
Með störfum sínum vann Carl
Proppé sér almennar vinsældir
og traust, jafnt viðskiptamanna
í héraði sem annara, er hann
hafði skipti við. Leiddi það til
þess, að á styrjaldarárunum
voru honum falin ýms opinber
trúnaðarstörf. Sat liann þannig
I
I
í fyrstu innflutningsnefndinni,
og var skipaður í samninga-
nefnd þá, er gerði viðskipta-
samningana við Breta árið 1917.
Eftir að Carl Proppé fluttist
hingað til Reykjavíkur lét hann
málefni verzlunarstéttarinnar
sig miklu skipta. Átti hann þann-
ig lengi sæti í stjórn Verzlunar-
ráðsins og var formaður í skóla-
nefnd Verzlunarskólans. Átti
hann ríkan þátt í að efla gengi
skólans og álit, enda leit hann
svo á, að nauðsyn bæri til að
verzlunarstéttin væri sem bezt
mennt, ætti hún að geta innt
hlutverk sitt af hendi á réttan
hátt.
Árið 1904 kvæntist Carl
Proppé Jóhönnu Jósafatsdóttur
frá Þingeyri, hinni ágætustu
konu. Var heimili þeirra ávallt
hið glæsilegasta, enda hafði Carl
Proppé forystu í flestum mál-
um þar vestra, er hann dvaldi
Góð
stúlka
óskast nú þegar nm óákveð-
inn tíma í matsölnna Amt-
mannsstíg 4. Vaktaskipti. —
Hátt kaup. — Herbergi. —
Aðalbjörg Albertsdóttir.
Simi 3238.
Stúlka
óskast í vist. — Herbergi.
Uppl. í síma 5368. —
Stúlka
óskast til að ræsta búð.
EYGLÓ.
Laugavegi 46.
Ung
stúlka
i fastri atvinnu óskar eftir
herbergi. Fyrirframgreiðsla
ef óskað er. Húshjálp gæti
komið til greina. Tilboð,
merkt 2981, sendist blaðinu
íyrir 20. þ. m.
með minna prófi óska eftir
akstri á vörubifreiðum. —
Uppl. i síma 2801, kl. 8—10
i kvöld og annað kvöld.
Damask
MATARDÚKAR
óg
SERVIETTUR
Verzlun H. TOFT
Skólavörðustig 5.
Shni 1035.
Hpeinap
léreftstu§kii|>
kaupir hæsta vortik
Félagsprentsmiðjan %
þar. Var frú Jóhana manni BÍn-
um samlient um gestrisni og
glæsimennsku alla, enda voru
vinsældir beggja þeirra hjóna
með afbrigðum. Þeim varð 8
barna auðið, en fimm eru á
lífi. Þau eru: Lára, gift Garðari
útgerðarmanni á Vatneyri,
Friða, lyfsali á Akranesi, Carla,
bókari hjá Hampiðjitnni, Gunn-
ar verzlunarmaður á Vatneyri
og Jóhannes, sem er við nám
i Verzlunarskólanum. Ólu þau
lijón ennfremur upp tvö fóstur-
böm, Ástráð Proppé, húsgagna-
smið á Akranesi og Guðmundu
Gísladóttur, starfsstúlku i
Reykjavikur Apóteki.
Carl Proppé var hið mesta
ljúfmenni og lipurmenni, svo
sem vinsældir hans báru vott
um. Samvizkusamur og rétt-
sýnn var hann með afbrigðum
og mjölg nákvæmur i ölíum
rekstri. Féll honum þvi mjög
þungt, ef eitthvað það bar út af,
sem ófært gerði honum að
standa við allar skuldbindingar
sínar. Hann var höfðinglyndur
heiðursmaður, í þeirra orða
beztu merkingu. J.