Vísir - 13.11.1942, Side 2

Vísir - 13.11.1942, Side 2
VISIJR VÍSIF? DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Heisteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla HverfisgStu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. „Utangátta“. AÐ er engu líkara en að Tímamenn hafi ekki enn náð sér að fullu eftir lcosning- arnar, og varð árangur Jieirra I>ó hvorki betri né verri, en þeir gátu búizt við ef þeir á ■ annað horð höfðu gert sér nokkra grein fyrir hvemig land- ið lá. Virðast þeir skella allri skuld á því livernig komið sé á Sjálfstæðisflokkinn, en þó öllu öðru frekar ríkisstjórnina, sem setið hefir að völdum um nokk- urra mánaða skeið. Það, sem nú er helzt fundið ríkisstjórninni til foráttu, er að allskyns óþarfa vamingur hafi verið fluttur inn í landið og skipi;úmi eytt að þarflausu und- ir þann flutning. Vita þessir menn þó mæta vel, að hér er farið með .rangt mál og ósatt, og að það getur engum gert gagn en nokkurt ógagn, að svo miklu leyti, sem þjóðir þær, sem við eigum undir högg að sækja lijá, kunna að taka slíkt fleipur alvarlega. Sannleikurinn er sá, að nauð- synjavörur einar munu hafa verið flultar hingað til lands frá Vesturheimi, en eitthvað kann að liafa slæðst af óþarfavarningi frá Englandi, enda er vitað, að þaðan fáum við fátt af nauð- synjavarningi eins og nú standa sakir, og er það ofur eðlilegt. Hitt kann að vera að nokkru leyti rétt, að á fyrstu ámm slyrjaldarinnar hafi eitthvað verið flutt inn af glysvamingi, sem enn mun að nokkru vera óseldur, og verður t. d. settur á jólamarkaðinn þegar }>ar að kemur. Þetta eru birgðir frá fyrri árum, og má enginn láta blekkjast af því þótt slíkur vam- ingur s,é ekki að fullu upp seldur. Allur þessi vamingur rnun vera aðfluttur frá Bret- landi í byrjim stríðsins, og inn- flytjendur lians liafa þá eina af- sökun, að um margra ára skeið, Iiafði ekkiverið leyfðurinnflutn- ingur á sliku glysi, þótt nokkuð væri slakað þar á er innistæður margfölduðust í Bretlandi. Það iná vel segja sem svo að barna- gull og annað slíkt eigi ekki að flytja inn, og vel er líklegt að Framsóknarmenn, sem á sínum tima ömuðust við innflutningi ávaxta, kunni ennig að fordæma flestan aðfluttan vaming ann- an. En þeir mega sjálfum sér um kenna. Allt þetta er inn- flutt meðan að Framsóknar- flokkurinn fór með viðskipta- málin, en ekkert eða sama og ekkert síðan. Með þessu sífellda nöldri um hinn óæskilega aðflutning og ó- þarfa, eru Framsóknarmenn beinlínis að vinna gegn íslenzk- um hagsinunum. Þeir mega vel minnast þess, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, og land, sem á engan hátt er sjálfu sér nóg, verður flestar nauð- þurftir að flytja að. Við þetta bætist svo, að sá innflutningur, sem til landsins hefir komið, hefir eklci einvörðungu lent í höndum Islendinga, heldur einnig að verulegu leyti hjá hin- um erlendu setuliðum, sem hér hafa dvalið. Ekki skal rætt um einstakar vörutegundir, en þó er ekki úr vegi að nefna hér eina, sem mjög hefir verið um deild. Mikið af bifreiðum hefir verið flutt til landsins, og það jafnvel svo mikið, að ýmsum þeim, sem ekki þekkja hér til, kann að hafa flogið i hug, að þetta væri óþarfi að nokkru. Við íslendingar vitum betur. Okkur er kunnugt um að hér er tilfinnanlegur skortur á bif- reiðum, bæði til vöruflutninga og fólksflutninga. Við vitum að ógerningur hefir oft og tíðum reynst að afla sér bifreiðar, hvort sem um vöru eða fólks- flutninga var að ræða, og enn er ástandið óviðunandi í þess- um efnum. Dettur svo nokkrum heilvita manni i hug að inn- flutningur bifreiða sé óþarfur? Þessir menn verða vel að gæta þess að hér er um atvinnutæki að ræða, sem allir þurfa að not- ast við, en atvinnutæki,, sem greitt hefir sjálft það, sem það hefir kostað í erlendum gjald- eyri. Um slíka hluti sem þessa þarf ekki að deila. Innflutnings- skýrslur eru vafalaust fyrir hendi, þar, sem hver maður get- ur sannfærst um hvað rétt er í þessu efni, en þótt Tíminn sé í nokkru efnishraki, á hann síð- ast að grípa til þess, sem ósæmi- legast getur talist gagnvart ís- lenzku þjóðinni. Vatn þvarr skyndi- lega í Ölfusá í fyrradag. í fyrradag þvarr vatn skyndi- lega í Ölfusi, svo að mjög lítið varð í ánni. Nálægt Selfossi eru klettar í miðri ánni og vanalega álar báðum megin við þá, en nú var hægt að ganga þurrum fót- um yfir í klettana frá austur bakkanum. ÁIl var vestan meg- in klettanna sem áður. Þá bár- ust fregnir um, að Hvítá hefði einnig verið mjög vatnslítil. Það hefir komið fyrir áður, að vatn þvarr skyndilega í þess- um ám, seinast árið 1923. Þetta mun koma fyrir endrum og eins og hafa myndazt um þetta fyrirbrigði þjóðsögur. Ekkert verður með vissu sagt um hvernig á þessu stendur og eitt af því furðulega við þetta fyrirbrigði er, að vanalega minnkar ekki í Hvítá fyrr en kemur niður undir Hestfjall. íkviknun af völdum óvarins elds 1 morgun var. slökkviliðið kvatt inn á Hverfisgötu 90, en þar hafði kviknað í gluggatjöld- um út frá kertaljósi. Kviknað hafði í á efsta lofti i húsinu kl. rúmlega 9 i morg- un. Hafði kona, sem bjó þar í ibúðinni, farið út að sækja mjólk, en vegna þess að raf- magn var bilað í húsinu, hafði hún kveikt á kerti og ekki at- hugað að slökva á þvi, áður en hún fór eftir mjólkinni. 1 íbúðinni var ekki annað fólk eftir, jægar konan fór út, en tvö ung börn, og höfðu þau komizt að ljósinu og velt þvi um. Á þann hátt mun hafa kviknað í gluggatjöldunum. Maður nokkur, sem leið átti um götuna, mun hafa séð hin logandi gluggatjöld, fór inn í húsið og var um það bil búinn að kæfa eldinn, þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Eldurinn náði ekki að breið- ast út. Átvik þetta er nógu ljóst til að sýna flóki frám á hve brýna nauðsyn ber til að fara varlega með óvárinn eld. Aukin sjósókn. — Fleiri og betri fiskbúðir V ___ Reykjavíkurbæp á fpysfihús, sem leigt er öðpum, en myndi fullnægja þöpfum bæjapbiia. M örgum viðvaningum, sem falin er forsjá opinberra málefna, — hvort sem er bæjarfélaga, sveitarfélaga eða ríkis — hættir við að miða allar gerðir sínar við það, hváð einstakling- urinn myndi gera í sömu tilfellum og hvað samboðið væri hon- um, og haga sér svo fyrir hönd hins opinbera samkvæmt því. Alveg án tillits til þess, að tilfinnigin fyrir réttu og röngu er misjafnlega þroskuð hjá mannskepnúnum, er hitt jdfnvíst, að skipti hins opinbera við þegnana á ekki að vera háð dutlungum einstaklinganna og miðast við þá, heldur verður hið opinbera ávallt að gæta þess af kostgæfni, að taka ekki meiri rétt en því ber, og veita heldur ekki meiri fríðindi, en það er um komið. Þessi afstaða hins opinbera til þegnanna er Sjálfstæðisflokknum Ijós, en hinir róttækari flokkar virða slík lögmál að vettugi, enda er þeirra æðsta boðorð að hið opinbera eigi allan rétt, en einstaklingarnir sumpart engan og sumpart mjög takmarkaðan, eftir því hvemig málefnin liggja fyrir. í rauninni má segja að af- staða einstaklingsins gagnvart því opinbera hafi mótað flokka- baráltuna síðasta aldarfjórð- ung. Sumir vilja vernda rétt einstaklingsins, en aðrir hafna honum. Hefir þetta leitt til margskonar árekstra víða um lönd, og þar myndast merlcileg- ur „dómstólapi’aksis“ sem mið- ar að því að vernda rétt ein- staklingsins gegn ágengni hins opinbera, en hér hafa örfáir slíkir dómar verið upp kveðnir, og fyrst nú á siðustu árum. Nið- urstaða allra þessara dóma mið- ar að því, að tryggja fyllsta rétt- læti gagnvart þegnunum, þótt hið opinbera eigi í hlut og forða því jafnfrámt frá að lúta siða- lögmálum braskarans og banda- bófsniðurstöðu einstaklingsins. Þetta eru hin almennu sannindi varðandi framkvæmdavaldið, hver sem með það fer, og það verða menn að hafa hugfast, er rædd eru viðskipti einstaklings- ins og hins opinbera, sem og ál- mennar athafnir þess, og skal ekki lengra út í það efni farið. Gerðir samningar. Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu grein um viðskipti bæjarstjórnar og kaupenda Sænska frystihússins, þar sem lagst var á móti þvi, að bærinn notaði forkaupsrétt sinn, með þvi að hann væri ekki skilyrðis- laus, en miðaðist við mat, sem. myndi verða miklu hærra en söluverð á liúsinu, eins og það er uppgefið af hálfu kaupenda og bæjarstjórnin hefir gengið út frá að yrði hlutskipti bæjar- ins. Frá því er grein þessi var skrifuð, hefir henni verið and- mælt í tveimur blöðum, Morg- unblaðinu og Alþýðublaðinu. í Morgunblaðinu eru sett frarn þau rök: „að bæjarstjórn hafi ekki samþykkt annað en það, að óska eftir að fá notið forkaupsréttar og fá frystihús- ið keypt fyrir tiltekið söluverð.“ Þetta litur ósköp saklaust út á pappírnum, en samkvæmt fund- argerð dags. 4. nóv. s.l. samþ. bæjarráð með 4 atkv. gegn einu að skora á hafnarnefnd að neyta forkaupsréttarins og hafnar- nefnd samþykkti með 5 sam- hljóða atkvæðum að það skyldi gert, en þó fallið frá mati. Þeg- ar þessar samþykklir eru gerð- ar, er báðum þessum aðilum ljóst, að hinir sænsku eigendur hafa þegar selt frystihúsið á- kveðnu hlutafélagi, og að kaup- verðið er greitt, enda verður að rifta þeirn kaupum, með öllu því er slíku fylgir, ef bærinn á að neyta forkaupsréttar, sem honum þó ekki ber nema sam- kvæmt mati. Að sjálfsögðu hafa seljendur gengið út frá því, að kaupendur fengi samþykki bæj- arstjómarinnar til kaupanna, en þrátt fyrir það hefir bæjarstjórn enga ástæðu til að ætla að hún geti gengið inn i kaupin, eftir að þau eru gerð og tndanlega frá þeim gengið. Vilji liún neyta forkaupsréttar síns getur hún það aðeins samkvæmt mati, og kaupi bún samkvæmt mati er talið sennilegt að kaupverðið muni reynast miklum mun hærra en hið tilgreinda söluverð til Frosta h.f., og gæti þá þetta tiltæki bæjarstjórnarinnar engu góðu til vegar komið, þótt bæjarfélagið hreppti nú hnoss- ið með þessu móti. Rynni liið hækkaða söluverð til sænsku seljendanna skaðaðist landið um nokkurn gjaldeyri, þótt liann kynni að koma inn aftur í skaðabótum til Frosta h.f. að einhverju leyti, sem þó er ólík- legt, með því, að forsenda hefir það væntanlega verið fyrir sölu frá Iiendi seljenda, að H.f. Frosti sæi um samþykki bæjar- stjórnar fyrir kaupunum. Það er alger msiskilningur, að mat samkvæmt frjálsum samningum lúti sömu lögmál- um og mat vegna eignarnáms, með því að eignarnám, er fram- kvæmt ein'ungis ef almanna- heill krefur, og um það eru sett sérstök lög, auk ákvæða stjóm- arskrárinnar varðandi eignar- réttinn. í eignamámslögunum er að vísu lcveðið svo að orði, að matið skuli miðast við það verð, sem eignirnar „myndu ganga“ kaupum og sölum, en það er teygjanlegt ákvæði, sem á auk þess alls ekki við hér. Eg tel það þvi vafalaust, að þetta tiltæki bæjarstjórnar geti illt af sér leitt, en ekkert gott, og vil eg þá athuga rök þau, sem fram hafa verið sett varð- andi nauðsyn bæjarins á að kaupa frystihúsið. Hagsmunir almennings. Svo virðist, sem liin svokall- aða Fiskinefnd bæjarins hafi átt að því frumkvæðið, að bæjarfé- lagið leitaði eftir kaupum á Sænska frystihúsinu, en ekki er vitað hvenær tillögur liennar komu frám. Er það eitt þó víst, að hún ber engar tillögur fram í þessu efni fýr en eftir að Frosti h.f. hafði ákveðið kaupin, en sennilegt er að þá hafi ekki ver- ið að fullu gengið frá yfirfærzlu fjárins, þótt ekkert verði um það fullyrt. Skal það tekið fram,‘ að hinn 17. febr. s. 1. barst stofn- endum Frosta h.f. sölutilboðið, en hinn 25. marz s. 1. kveðst nefndin hafa sent fyrirspum til seljenda um hvort eignin væri föl. Fiskinefndin kveður að fyrir sér vaki með kaupunum: 1) Að auka útgerðina í bænum og tryggja kaup á fiski. 2) Að framleiðaog selja ís og beitu til skipa. 3) Að húsið geymi fisk og matvæli fyrir fisksala og verzlanir í bænum. Jafnframt sé ,-strax og hentugleikar leyfa komið upp smákælihólfum, þar sem geyma rná matvæli fyrir al- menning. 4) Að tryggja það eft- ir föngum, að ávalt séu nægar birgðir af góðum fiski til neyzlu í bænum. I viðtali við MorgunblaðSð befÍL- svo einn nefndarmanna, Sigurður skipstjóri Sigurðsson, látið j>ess getið, að hann vilji taka þann fisk, sem afgangs verður lijá fisksölum, til fryst- ingar, í stað þess að þeir liafi orðið að salta hann eða verka á annan hátt, að hann hafi orðið verðminni og verðfallið á þess- um afgangsfiski lent á bæjar- sölunni og fiskimönnum. önn- ur rök hafa ekki komið fram. Allir munu sammála um að það, sem fyrir Fiskinefndinni vakir sé í alla staði gott og bless- að, en hefir hún athugað tillög- ur sínar um kaup á Sænska frystihúsinu svo sem vera ber, — og er það nauðsyn? Alls ekk- et liggur fyrir um athuganir hennar á þessum málurn, ann- að en þessar yfirlætislausu til- lögur. Ekki verður séð að afköst Sænska frystihússins muni verulega aukast við það, að hús- ið hverfur úr einkaeign til hins opinbera, en ef dæma má þar eftir almennri reynslu af opin- berum rekstri, myndu ýmsir á- lykta hið gagnstæða. Öllu öðru, sem fyrir Fiskinefndinni vakir, er hægt að ná, með því móti, að bærinn hverfi frá því ráði að leigja Fiskimálanefnd íshús sitt ísbjörninn, sem bærinn keypti fyrir nokkrum árum. Það hefir reynzt svo vel, að jafnvel Jón Axel Pétursson hafnsögulnaður þarf ekki að ef- ast um að unnt yrði að frysta fisk fyrir bæjarbúa svo i prýði- legu lagi væri, — meira að segja þótt fiskurinn væri í „amerísk- um umbúðum“, eins og hafn- sögumaðurinn vill vera láta. Fiskinefndin, hafnai’stjórn, bæjarráð og bæjarstjórn má heldur ekki gleyma því, að nýtt, afkastamikið íshús er nýlega tekið til starfa hér í bænum, en það hefir ekki fullnægjandi verkefni enn sem komið er, þótt vonandi rætist fram úr þvi. Það, sem gera þarf. Það er síður en svo, að hörg- ull sé á frystihúsum, ís eða frystiplássi, og bæjarfélagið getur tryggt hagsmuni bæjar- búa á hvern þann hátt, sem. því lystir, þ. e. a. s. sumpart með því að reka frystihúsið ísbjörn- inn sjálft og sumpart með samn- ingum við t. d. Sænska frysti- búsið. En það eru önnur atriði, sem miklu meiri þýðingu hafa í augnablikinu, og sem þarf að ráða fram úr. Ber þá fyrst að nefna fiskskort þann, sem í bænum er, og sem stafar af þvi fyrst og fremst, að bátar fást ekki til róðra eða áhöfnfæstekki á þá, og í öðru lagi er það fisk- salan í bænum, sem þarf að komást í lag hið allra bráðasta. Því fer fjarri að frystihúsin hafi ekki meira en nóg rúm fyr- ir allan þann fisk, sem á land kemur. Ágallinn er sá, að of lit- ið fæst af honum. Það, sem. gera þarf er að beina útgerð- inni í það horf, að hún fiski, í , stað þess að selja báta sína á leigu til flutninga. Með því einu móti er unnt að tryggja bæj- arbúum nýjan fisk. Af frystum Leskjað kalk jHWHfaNIF Ford vörubíll 3ja tonna, til sýnis og sölu í Mjóstræti 6, kl. 2—6 föstu- dag og laugardag. Vörubíll til sölu. — Til sýnis á Skólavörðustíg 22. fiski hefir verið meira en nóg og er vist ennþá. En það eitt nægir ekki að tryggja það að bátar rói, heldur þarf og að greiða fyrir sölunni, og þá ekki sízt með því, að koma upp sómasamlegum fiskbúðum sem víðast í bænum. Nú munu þessar búðir á engan hátt upp- fylla kröfur timans, — hvorki um húsakynni, afgreiðslu, varð- veizlu né umbúnað vörunnar, en nauðsyn ber til að gengið verði rikt eftir umbótum í þessu efni. Niðurlag. Það er dálitið óviðfelldið að eiga i deilurn við greinda menn, sem „gleyma4 greindinni og reyna að bjarga sér á bjánaleg- um flótta. í hinni fyrri grein minni fullyrti eg, að „fisksölu- búðirnar yrðu ekki reistar i ná- grenni hafnarinnar við kolin“,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.