Vísir - 27.11.1942, Side 2
VlSIR
DAGBLAÐ
{jtgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Heisteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrwti).
Síraar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þörf hugvekja
QREIN Björns Ólafssonar
sem hirlist hér í blaðinu í
gær hefir vakið mikla eftir-
tekt og allmiklar umræður
manna á meðal. — Allir við-
urkenna, að liér hafi verið Ijóst
og öfgalaust drepið á það helzta,
sem þjakar þjóðina í bili, sem
og leiðir til úrlausnar, er fara
verður. Greinarhöfundur legg-
ur á það ríkasta áherzlu, að
unnið verði gegn dýrtíðinni
með því, að lækka kaupgjald og
verðlag svo sem frekast er
unnt, þannig að sjávarútvegi
verði lialdið uppi og hann geti
borið sig. Öll afkoma þjóðar-
inrlar byggist frekar á þessum
atvinnuvegi en nokkrum öðr-
um, og án hans verði ekki aflað
þeirra nauðsynja, sem kaupa
þurfi frá útlöndum. Nú sé á-
standið svo í bili, að togaraflot-
inn liggi aðgerðalaus, af utan-
aðkomandi ástæðurp, en smá-
bátaútgerð beri sig ekki, og
muíii því leggjast niður með
öllu, :enda hafi frysliliúsin í
landinu lagt niður starfsemi,
með því að þau séu rekin með
stórkosllegum halla. Til þessara
frystiliúsa liefir þjóðin varið
stórfé á íslenzkan mælikvarða á
undanförnum árurn, í því
augnamiði að efla framleiðslu
sjávarútvegsins og gera hann
að arðbærum atvinnuvegi. Öllu
þessu fé og öllu því starfi liefir
verið á glæ kastað vegna fyrir-
hyggjuleysis þessara mestu
veLtutíma,' sem þjóðin hefir
lifað.
Kauplag í landinu verður að
ákveðast með hliðsjón af verð-
lagi sjávarafurðanna og mögu-
leikum útvegsins til að verð-
bæta afurðir landbúnaðarins.
Ef það væri gert myndi at-
vinnulíf Iandsins ná aftur jafn-
vægi, því að þá er það byggt á
raunhæfum grundvelli. Þegar
fundið er samræmi milli verð-
lags sjávarafurða og kaup-
gjalds annarsvegar og milli
kaupgjalds og verðlags inn-
lendra afurða hinsvegar,
þá er tiltölulega brotalit-
ið að ná markinu, ef sameigin-
legur vilji er fyrir hendi. Þetta
eru í aðalatriðum skoðanir
Björns Ólafssonar á því hvað
gera þurfi.
í lok greinarinnar ræðir
Björn að nokkru tillögur vinstri
flokkanna varðandi landverzl-
un og telur þær stefna til óheilla,
frá hvaða sjónarmiði, sem séð
er. Það eigi ekki að sniðganga
þá menn, sem mesta möguleika
hafi til að afla hagkvæmra inn-
kaupa á erlendum varningi, og
naumast væri unnt að hugsa
*sér stærri glópsku en þá, að setja
upp nýtt kerfi fyrir innflutning
til landsins og fá það i hendur
einni stofnun. Til frekari árétt-
ingar þessum ummælum grein-
arliöfundar skal á það bent að
landsverzlun hefir slíka ann-
marka að öðru leyti, að menn
ættu að skoða hug sinn tvisvar
áður en lagt er í slíkt fyrirtæki.
Innflutningur til landsins mun
liafa á síðasta ári numið um
200 milljónum króna. Ef lands-
verzlun ætti að birgja landið
upp af nauðsynjum til þriggja
mánaða, sem væri það allra
minnsta, sem nauðsyn krefði,
þyrfti hún að fesla i vörum um
50 milljónir króna, og greiða
allt þetta fé fyrirfram, með þvi
að vörur fást nú ekki innfluttar
með öðru móti. Vildi lands-
verzlunin flytja inn meira af
vörum, en fyrirliggjandi eru nú
að jafnaði, þyrfti hún að sjálf-
sögðu miklu meira fé til rekst-
ursins, og ekki nóg með það,
heldur þyrfti hún einnig að
leggja í ærinn kostnað til þess
eins að koma upp vöruskemm-
um, sem nú eru af það skomum
skammti, að leita hefir orðið
margskonar ráða til að koma
varningi í liús, og jafnvel orðið
að geyma hann í portum undir
beru lofti. Húsnæði fyrir slíkt
verzlunarbákn má segja að sé
aukaatriði, með því að alltaf
megi ráða fram úr því, en engar
öfgar munu það þó vera, að rík-
ið sé nú í hreinustu vandræðum
með að koma ýmsum opinber-1
um fyrirtækjum undir þak, og
að mörg þeirra eiga nú við ó-
viðunandi húsakynni að búa.
Reynzlan á landverzlun
þeirri, sem sett var á fót á stríðs-
árunum 1914—1918 var með
þeim hætti að enginn viti bor-
inn maður myndi æskja eftir
þvi, að sagan endurtæki sig i
þvi efni, enda mun hér gæta
frekar kapps en forsjár hjá
flokkum þeim, sem fyrir lands-
verzlun berjast. Allt annað mál
væri það ef innflutningskerfi
því, sem nú gildir væri breytt í
hið hagkvæmasta horf, ef ein-
hverjar þær veilur liafa komið
ffam á því, sem nauðsyn ber úr
að bæta. Gegn því mun engin
flokkur og engin stétt standa,
ef heilbrigðrar skynsemi er
gætt.
Þess er að vænta að þing-
flokkarnir beri gæfu til að
vinna svo að lausn þessara
vandamála, að við verði unað',
en stundarsigur einstakra
flokka á þessum vetvangi getur
vissulega verið með þeim hætti,
að hann sé verri en engin. Verð-
ur hér að gæta allrar liófsemi
og gera þær einar ráðstafanir,
sem tvímælalaust miða að al-
þjóðarheill.
Sundknattleiksmót
Reykjavíkur hóíst
í gær.
Ægir sigraði K.R. með 3-2
í gærkveldi hófst Sundknatt-
leiksmót Reykjavíkur með
keppni milli K. R. og Ægis, og
lyktaði henni með sigri Ægis,
3:2.
í sundknattleiksmótinu taka
þátt fjórar sveitir, tvær frá Ár-
manni, ein frá K. R. og ein frá
Ægi. í kvöld kl. 10 keppa sveit-
ir Ármanns A og B.
Þess skal getið, að kappleikir
þessir, að úrslitaleiknum einum
undanteknum, eru lokaðar fyrir
almenningi. Ætti fólki þó að
gefast kostur á að fylgjast með
liðunum og lofa því að sjá hvað
þau gera vel og í hverju þeim
er ábótavant. A. m. k. ætti, ef
ekki þætti tilhlýðilégt að selja
aðgang að leikjunum, að bjóða
íþróttamönnum, og iþróttavin-
um að vera viðstaddir keppn-
ina.
Ákveðið er að sundknattleiks-
mótinu ljúki 9. des. n. k., og
þá sennilega í sambandi við
skólasundið.
Skólasundin eru tvö. Fer hið
fyrra fram 9. des. og keppa þá
20 manna sveitir í 20x60 metra
bringu-sundi. Síðara skólasund-
ið fer fram síðar og verður þá
keppt í 10x60 m,. skriðsundi.
Tóníó Kröger,
eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn
Thomas Mann, ein fegursta perlan
í þýzkum bókmenntum, er nýkomT
in á íslenzku í þýðingu Gísla Ás-
mundssonar, hjá Máli og menningu.
— Nýtt hefti af Tímariti Máls og
menningar er einnig komið út.
Eru fslendíngar að stækka?
Mælingar hafa leitt í ljós að
eru þroskameiri nú, hér á
en fyrir 10 árum.
börn
landi
Frú Karen Margrethe
Kaldalóns sextug
í gær.
M ælingar sem gerðar hafa verið á bömum hér á landi, bæði
í Reykjavík og Akureyri, hafa leitt ýmislegt eftirtektar-
vert í Ijós, svo sem það, að þroski bama er meiri nú en hann
var fyrir nokkurum árum. Eftir þessum mælingum að dæma
mun láta nærri að 11 ára gamalt bam nú sé álíka þroskað lík-
ajnlega og 12 ára bam var fyrir tíu árum.
Sá maðurinn, sem mesta
i'œkt hefir lagt við líkamsmæl-
ingar barna, er Snorri Sigfússon
skólastjóri á Akureyri. Hefir
Iiann á undanförnum tíu ár-
um vegið og mælt börnin þrisv-
ar á hverju skólaári og hefir
liann birt niðurstöður þeirra
mælinga sérprentaðar.
I þessum mælingum kemst
$norri að jieirri niðurstöðu,
að skólabörn á Akureyri séu
yfirleitt líkamJega þroskaðri
heldur en skólabörn í Reykja-
vík, og ennfremur að norð-
lenzku börnin . muni komast
mjög nálægt þvi að geta mælt
sig við norsku börnin, einkum
að þyngd, en hinsvegar eru
norsk börn i flokki liæstu skóla-
barna á Norðurlöndum.
Annað sem er eftrtektarvert í
þessu sambandi er það, að töl-
urnar fara hækkandi, þ. e. að
börnin eru bráðþróskaðri en
áður, svo að segja má að t. d.
11 ára börn liafi nú náð svip-
uðum líkamsþroska óg 12 ára
barn hafði fyrir 10 árum. Þetta
sama hefir einnig komið í ljós
i Noregi, því að þar sýndu mæl-
ingar, að t. d. 9 ára börn voru
viðlíka að þroska árið 1930 og
10 ára gömul börn voru 1920.
Nú hlýtur þeirri spurningu
að skjóta upp, að ekki geti þessu
haldið áfram, endalaust. Og eins
um það, hverjar séu orsakir
þessa og hverjar afleiðingarnar.
í greinargerð Snorra Sigfús-
sonar er þess getið til, að hin
stórum bætta aðbúð bai'nanna
muni eiga drjúgan þátt í aukn-
um líkamsþroska. Hann segir,
að hvað Akureyrarbörnin
snerti, hafi þau síðan 1932 feng-
ið daglega bæði mjólkur- og
lýsisskammt í skólanum, og séu
þau búin að neyta þar um 50
þús. litra af mjólk og nokkuð
á fjórða þús. lítra af lýsi. Þá
hafa 3 undanfarin ár nærri 400
börn fengið ljósböð í skólanum.
Skólamælingarnar hafa leitt
annað eftírtektarvjert atriði í
ljós, og það er að þroskaauk-
inn kemur yfirleitt meir á þá
mánuði ársins sem börnin
dvelja í skólanum. Einkum
gætir þessa meðal hinna eldri
ibarna, og mun láta nærri að
um 65% ársvaxtarins. komi á
þann helming ársins er skóli
starfar.
Vísir að listaskóla Islands
í íramtíðinni.
Merkilegur þáttur í skólalífi voru.
Handíða- og myndlistaskól-
inn hefir nú starfað á
f jórða ár og leyst af hendi gott
starf, en þó mun markverðasti
þáttur hans ekki hafa verið
stofnaður fyrr en haustði 1941.
Það var myndlistardeildin.
Hún hefir nú á að skipa fjórum
ágætum kennurum, Kurt Zier,
sem er jafnframt yfirkennari
skólans, Jóni Engilberts, Þor-
valdi Skúlasyni og Ninu
Tryggvadóttur.
Þessi deild Handiða- og
myndlistaskólans bætir úr
brýnni þörf. Hér hefir aldrei
verið til raunverulegur undir-
búningsskóli fyrir þá, er hafa
hug á að brjótast hina erfiðu
braut að verða listamenn. Áður
fyrr hafa þeir, sem hafa lagt út
á listabrautina, orðið að stunda
allt nám frá rótum erlendis og
það hefir skiljanlega haft i för
með sér mikil útgjöld, sem oft
hefir verið kastað á glæ, þegar
i ljós hefir komið, að allt annáð
átti við liinn lilvonandi lista-
mann en listirnar.
Þessi skóli kemur í veg fyrir
að slík vonbrigði geti átt sér
stað. Kennararnir sjá það fljót-
lega, hvaða hæfileikar búa jmeð
nemendunum og með því móti
geta þeir vinsað þá úr, sem éru
á „rangri híllii“.
Kennslan fer fram ó sama
hátt og hjá erlendum undirbún-
ingsskólum, sem íslenzkir nem-
endur Ieita til, en er þó að því
leyti frábrugðin, að hér hvílir
enn mejri vandi á herðum kenn-
aranna. Nemendurnr hafa eng-
in söfn eða gamla listafjársjóði
til að ausa aukinni þekkingu úr
og því verða kennararnir að
bæta það upp, sem hér skortir
á að því Ieyti.
Ilandiða- og myndlistaskól-
inn hefir hér lagt út á merkilega
braut. Margir erfiðleikar eru á
veginum, en menningarstarfi
því, sem þannig er hafið, ættu
allir að óska góðs gengis. Bak
við það er stórhugur, sem á það
san.narlega skilið að bera sigur
úr býtum.
Árás araerísks
hermanns á konu
( Höfðahverfl.
í gær réðist hermaður á konu
eina inni í Höfðahverfi og veitti
henni töluverðan áverka.
í gærkveldi um kl. 10 var lög-
regluvarðstofunni tilkynnt að
fyrir á að gizka stundarfjórð-
ungi hefði amerískur hermaður
ráðizt á konu eina í Höfðahverfi
og varpað henni á götuna, svo
að hún hefði við það fengið
töluverðan áverka.
fslenzk og amerísk lögregla
fóru á vettvang og jiegar inn í
Höfðatún kom, fann hún konu
þá, sem fyrir árásinni hafði
orðið.
Skýrði konan svo fró, að er hún
var á leið heim til sín — en
hún á heima þar í grennd, sá
bún allt í einu hermann spretta
upp við veginn rétt/ hjá sér og
í sömu svifum réðist hann aftan
að henni og tók fyrir munn
hennar.
Reyndi hermaðurinn að draga
konuna út á tún, en henni lánað-
ist þá að slá hermanninn með
regnhlíf, sem hún hafði í liend-
inni. Við höggið sleppti her-
Frú Kaldalóns er af merkum
dönskum ættum. Faðir hennar t
| var Kristian Thomsen kgl. J
! skógarvörður á Sjálandi, en
móðir hennar, Maria Meugel,
var af dönskum skipstjóra-
ættum.
Frú Kaldalóns hefir snemma
svarið sig i þessar styrku ættir,
hvað framtak og dugnað snerti;
þvi 16 ára fór hún að vinna
fyrir sér sjálf, og vann sig fram
í hjúkrunarkonustöðu, og var
búin að fá veitingu fyrir yfir-
hjúkrunarkonustöðu við fæð-
ingarstofnunina í Kaupmanna-
höfn þegar ungur íslenzkur
læknir, Sigvaldi Stefánsson,
hitti hana að máli. Segir ekki
af því meir nema það, að
skömmu síðar giftu þau sig í
Kaupmannahöfn, fluttu til Is-
lands, fyrst til Hólmavíkur. Ári
síðar fékk læknirinn veitingu
fyrir Nauteyrar-læknishéraði,
Þar voru þau i 11 farsæl ár æfi
sinnar. Þangað hugsa þau jafn-
an, um þajð timabil er þeim
ljúft að tala.
Þá kom áfallið mikla, fjög:a
ára veikindi Sigválda. sem um
sinn varð að hætta læknisstörf-
um.
Síðan gerðist hann um fjögra.
ára skeið læknir í Flatey en
siðan í Grindavik. Þau eiga 3
efnileg mppkomin börn.
Hvar sem þau hjón hafa sleg-
ið tjöldum sínum, hefir heimili
þeirra altaf verið staður friðar,
ánægju og gestrisni, og er það
vitanlega hlutverk frúarinnar
ekki siður en manns hennar,
því hún má hiklaust teljast ein
af merkustu konum fslands. Eg :
segi Islands, þvi þó að frú
Kaldalóns sé dönsk að ætt og
uppruna, þá hefir hún unnið (
landi voru og þjóð öll sin
Llómaár, og Jifað sig inn i ís-
lenzkan hugsunarhátt og ís-
lenzkar kringumstæður á hinn
/cgtegasta máli. — Dugnuður
hennar, gestrisni og hið fram-
úrskarandi alþýðlega og glaða
viðmót, hefir gert heimilið að
sannkölluðum griðastað, sem
ásamt tónuin og viðmótstöfr-
um Kaldalóns, hefir dregið vin-
ina að þeim með segulmögnuð-
um krafti.
Enn er ótalið það sem
kannske er mest umvert í fai'i
Irúarinnar, það er hin óþreyt-
andi líknarhönd hennar við
sjúka og bágstadda, bæði í fjar-
veru læknisins og samhjálp
vxð liann.
Sigvaldi Kaldalóns hefir sagt
mér sjálfur, að kjarkur og létt-
! lyndi konu sinnar hvað sem á
gekk, hafi oft gert sér mcgu-
legt að setjast við hljóðfærið
og gléyma raunum og veik-
indum.
Hér er ekki tími né tækifæri
Ú1 að telja upp eða lýsa, öllum
þeim ógleymanlegu ánægju-
stundum sem þetta dæmafáa
hcimili hefir veitt mér og öðr-
um kunnugum og ókunríugum,
skyldum og óskyldum.
En ég veit, að eg mæh fyrir
munn óteljandi manna, cr eg
flyt frú Kaldalóns, ástvinum
hennar og.heimili, alúðarfyllstu
þakkir og árnaðaróskir.
Ríkarður Jónsson.
maðurinn takinu og hypjaði sig
á brott.
Var konan töluvert skrámuð á
h'né og kvartaði auk þess undan
verk í bakinu.
Ekki hefir tekizt að hafa uppi
á þeim seka.
Alullar-Tricotine
kjólaefni
í fallegum litum, nýkomin.
VERZLUN H. TOFT.
Skólavörðust. 5. Sími 1035.
er kominn.
Veggfóðraverzlun
VICTORS HELGASONAR.
Hverfisgötu 37. Sími 5949.
Til sölu sex manna Chrysl-
er-bifreið í núverandi ástandi
eftir ákeyrslu. Til sýnis á
bifreiðaverkstæðinu Frakka-
stíg 10. —
Ávalt fyrirliggjandi
Samkvæmis-
Síðdegis-
Kvöld-
DÝRLEIF ÁRMANN.
Saumastofa.
Tjarnargötu 10.
Aðalfnndar
í kvöld
Ul. 8.30
Nokkurir dökkbláir
regnfrakkar
á unglingspilta og fullorðna.
KÁPUR
á 8—14 ára ' telpur. Einnig
mikið úrval af fallegri
VEFNAÐARVÖRU.
Það borgar sig að Iíta inn.
(lllllll*
9
(Horninu á Grettisgötu og
Barónsstíg).
fRÁWfí'ðYl/lKI
er miðstöS verðbréfavift-
skiptanna. — ' Sími 1710.
Kristján Gnölaugsson
Hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutími 10—12 og 1—8.
Hverfisgata 12. — Sími 3400.
Borðhnifar
kr. 2.30 — 2.40 og 3.75.
Sími 1884. Klapparstíg 30.