Vísir - 02.12.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð) 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 2. desember 1942. Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 253. tbl. Rússar nálgast kovo og hafa um- kringt Rzhev. Þjafmað æ meira að Þjóð- verjum milli Stalingrad og Don. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Ollum fregnum frá Rússlandi ber saman um, að Rússar haldi áfram sókn sinni með miklum árangri og án þess nokkurt lát verði á. Suður af Stalingrad nálgast Rússar Kotelnikovo, en vestur og norðvestur af Stalingrad þéttist æ meir hringurinn um hinar umluktu hersveitir. Hinn hernaðarlega mikilvægi bær, Rzhev, tæpa 300 kílómetra vestur af Moskva er umkringdur og vestur við Velikie Luki vofir það yfir Þjóðverjum, að Rússar nái járnbraut, sem þeir hafa notað til megin-herflutninga. Framsókn Rússa er einna hröðust suður af Stalingrad. Eftir seinustu fregnum að dæma eiga þeir skammt eftir ófarið til Kotelnikovo. í Rússlands- fregnum hefir vérið talið að Þjóðverjar hefðu 250.000—400. 000 manna her á vígstöðvunum næst Stalingrad, og að þessi mikli herafli væri króaður inni. í fregnum í gær var lalið, að ekki væri lengur uema um 100,- 000 manna þýzkan her að ræða á þessum, slóðum. Tala fanga er nú komin upp í yfir 70.000, en 60.000 menn liafa fallið, en þetta verða samtals 130.000 menn, en þegar líkt stendur á og hér er vitanlega um fjölda hermanna að ræða, sem saknað er eða ekkert verður sagt um með vissu. Allar shkar tölur, frá hvaða hernaðaraðila sem er, byggjast að sjálfsögðu mjkið á ágizkunum. Öllum fréttaritur- um ber saman iun, að iskyggi- lega horfi fyrir hersveitum Þjóðverja, sem, innikróaðar eru. Þær hafa margar litið sem ekk- ert matarkyns, nema það, sem varpað er til þeirra úr þýzkum lierflutningaflugvélum, en Rússum verður æ betur ágengl að granda slíkúm, flugvélum. Þeim tókst að eyðileggja yfir 50 i gær, og voru 20 skotnar niiður, en hinar eyðilagðar á fíugvöllum. Undanlraldsleiðir Þjóðverja til vesturs eru nú sagðar ör- ugglegar lokaðar en áður. Fréttaritarar síma, að sóknin á Stalingradvígstöðvunum sé stórkostlegri en á vígstöðvunum við Rzhev og Velikie Luki, en þessi sókn vekur þó litlu mirtni athygli nú. Rer margt til og m. a þetta: Þarna eru varnir Þjóð- verja sennilega öflugastar á öllum austurvigstöðvunum. Rzhev er aðalstöð í víg- stöðukerfi, sem Hitler kom upp í því skyni að gera það- an árásir á Mos*kvu, enda hefir hann nú fyrirskipað, að enginn þýzkur hermað- ur megi hörfa um fet á þessum slóðum. Rússar hafa áður komizt nærri þvi að ná Rzhev og hafa haft fótfestu í úthverf- unum æ síðan. Menn spyrja hvort þeim muni verða bet- ur ágengt nú, en ef þeir tæki Rzhev yrði það Hitler stórkostlegur álits- ' hnekkir, og nýtt áfall ofan á hin mörgu, sem liann og herskarar hans liafa orðið fyrir í seinni tíð. Þjóðverjar eru nú innikróað- ir í Rzliev. Rússar liafa rofið járnbrautina milli Rzhev og Vyasma og aðrar brautir sem til borgarinnar liggja eru á þeirra valdi, en Þjóðverjar verða að fá allar nauðs>'njar að loftleiðis. í gær bárust fregnir um, að barist væri á götunum, í Rzhev af mikilli grimmd. — Vestar, við VeJikie Luki eru Rússar að reyna að umlykja her Þjóðverja og hefir orðið talsvert ágengt. Seinustu fregnir herma, að rússneskir skriðdrekar í hundr- aða lali streymi gegnum fjTstu varnarlínu Þjóðverja á víg- stöðvunum norðvestur af Moskva á fjórum stöðum. Önn- ur varnarlína Þjóðverja á þess- um slóðum er á breiðu svæði, og er þar ekki um samfeldar viggirðingar að ræða. ítalir heimta frið. Þjóðverjar senda fleiri Gestapomenn og herlið til Ítalíu. I fyrrakvöld komst Cordell Hull u tanríkismálaráðherra Bandaríkjanna svo að orði, að Bandaríkjastjórn hefði fengið fregnir frá ítaliu, sem bentu til, að vaxandi ókjn-ð væri í land- inu, þjóðin væri orðið þreytt á ófriðnum og vildi frið. Skyldi það engan furða þótt mikil tíð- indi færu að berast frá ítaliu, um samblástur í hernum o. s. frv. Daglega berast nú fregnir, sem leiða ótvirætt i ljós að á- standið á ítaliu er að verða hið ískyggilegasta. Viða hafa menn hópast saman og heimtað, að styrjöldinni yrði hætt og friður saminn. Hið ógurlega tjón af völdum Ioftárása Breta hefir valdið miklu um. Italir eru sár- gramir Þjóðverjum. I Grikk- j landi hefir komið til vopnavið- j skipta milli ítalskra og þýzkra Kotelni- Stutt Ogr laggott. Flugvélar bandamanna frá Indlandi halda uppi árásum á stöðva Japana í Burma og sein- ustu fregnir lierma, að árásir hafi verið gerðar á stöðvar Jap- ana á Andamaneyjum í Ind- landshafi. • Loftvarnaskyttur á brezka togarartum Finesee liafa skotið niður Focke-Wulf órustuflug- vél. • Þýzki hershöfðinginn von Thoma, sem Bretar tóku hönd- um í orustunni um Egiptaland, er nú í fangabúðum í Bretlandi. • 60 flugvélar, sem flugmenn úr hópi hinna striðandi F’rakka stjórna, eru koinnar til Rúss- lands. • Ástralíumenn eru komnir til sjávar milli Gona og Buna á Nýju Guineu. Lokaárásin á Buna er um það bil að byrja. Úrslitaorustur byrjaðar um Túnisborg og Bizerta. Loftárásir á Bizerta, Gabe og Sfax. Bandamenn breikka stöðugt fleyg þann, sem þeir hafa rekið inn i víglinu Þjóðverja milli Tunisborgar og Bizerta. Járn- hrautarsambandið milli þessara borga er rofið. Framsókn banda- manna er þó hæg i fleygnum, þvi að Þjóðverjar hafa lagt sprengjur í jörð mjög víða, sprengt brýr í loft upp og gert márgt annað, til þess að tefja fyrir bandamönnum. Miklum loftárásum er lialdið uppi á flugvellina við Bizerta og Tunisborg, skip Þjóðverja og hafnarmannvirki í Bizerta, og loks er þess getið, að í gær liafi verið gerðar dagárásir á þessar borgir og hafnarborgirnar Gabe (sem Italir eiga að verja) og Sfax á austurströndinni. Her- sveitir bandamanna eru nú sagð- ar komnar til austurstrandar- innar og er því rofið sambandið inilli ítala og Þjóðverja i Norð- ur-Tunis við setulið þeirra i Tri- politania. í gær var talið að meginher bandamanna væri aðeins 18 km. frá Tuhisborg og um 30 frá Bizerta. hennanna. í Piræus liafa ítalsk- ir hermenn neitað að fara út i herflutningasldp. Forsprakk- arnir voru teknir og skotnir. Jafnaðarmannáfélögin á ítalíu — sem starfa með leynd, af þvi að samtök ]>eirra eru bönnuð og starfsemi — liafa dreift út ávarpi til þjóðarinnar um að brjóta hlekkina, sem faseistar hafa lagt hana i. Fregnir fráiTyrklandi og víð- ar að lierma, að daglega komi járnbrautarlestir frá Þýzka- landi til ítaliu fullar herliði og Gestapomönnum. Þegar bandamenn ætla að leggja í innrásina á meginlandið, ætla þeir sér að nota öll þau hernaðartæki, sem hingað til hafa revnzt vel, hvort sem það eru möndulveldin eða bandamenn, sem notuðu ]>au fyrst. Það var hernám Krítar, sem sýndifram á notagildi svifflugunnar til innrásar og hér sést amerisk svif- fluga, sem tekur níu hermenn með alvæpni. — Bandamenn smiða líka 15-manna-sviffIugur. Stjórn Japana á Hollenzku A.-Indíum. Japönum hefir orðið lítið sem ekkert ágengt við að vinna íbúa Hollenzku Austur-India til fylgis við sig. Þetta sagði dr. F. H. Visman, i einn af fulltrúum stjórnar- nefndar nýlendnanna við einn fréttaritara U. P. i Ástratíu í síðustu viku. Dr. Visman slapp frá Java og komst til Ástralíu fyrir skemmstu og veitti blaða- mönnum litlu siðar viðtal. Það, sem orsakaði það, live Japönum gengur illa að vinna hylli nýlendubúa, hvítra eða dökkra, kvað Visman vera hroka ]>eirra og harðýðgi. Eng- inn má mæta eða ganga fram- hjá japönskum hermanni án þess að hneigja höfuð sitt og taka ofan, að öðrum kosti er likamleg hegning vís. Fjölmargir embættismenn, er voru valdir úr hópi innborinna manna, en þeir voru settir af og þótti það stinga í stúf við yf- irlýsingar Japana um að þeir vildu veg innborinna manna sem mestan. Seinustu fregnir frá Ástralíu herma, að f jórir japanskir tund- urspillar hafi sézt undan strönd Nýju Guineu og reyni Japanir enn að setja lið á land á BunatGona svæðinu. Bandaménh lialda uppi loftárás- um á skip þessi. Japanir hafa og gert tilraun til árása á einn flugvöll bandamanna, en þrjár flug\ælar voru skotnar niður. Innbrot: Kveniokknm stolið. 1 fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Gullbrá á Hverfis- götu 42 og stolið þaðan nokk- Slysavarnirnar: MarkmiQtð er slysa vanasveit i filln hreppi landslns. Vísir átti stutl viðtal við Jón Bergsveinsson erindreka Slvsavarnafélags tslands og spurði hann tíðinda, um slysa- varnamál, en hann kvað fátt frétta um þessar nnindir, neina helzt ]iað, að nú væri í ráði að fara norður í land, og hefjast handa um stofnun slysavarna- sveita norðanlands,, og senni- lega byrjað á Hvammstanga. — Hvað eru nú margar slysa- varnasveitir á landinu? — Þær eru hm 120, sagði Jón Bergsveinsson, og flestar á suð- ur og suðvesturlandi. í Vestur-Skaftaféllssýslu eru slysávarnasveitir í öllum hreppum til dæmis. — Eg er nýkominn austan úr Mýrdal, var þar á aðalskeinmtun slysa- varnasveitarinnar Pétursey og var skemmtunin haldin i Litla Hvammi. Var þar inargt um manninn og þori eg að fullvrða, að áhugi fyrir slysavörnum er mikill þar eystra. I Rangárvalla- sýslu eru einnig slysavarna- sveitir í öllum hreppum og flestum i Árnessýslu og yfirleitl á suðvesturlandi liefir sótt vel að markinu, en Norðurland og jafnvel Austurland lika hafa orðið útundan. Markmiðið er, að slvsavarnasveitir verði starf- andi i öllum hreppum landsins. Eg vil þó taka fram, þar sem Norðurland bar á góma, að nokkrar slysavarnasveitir eru þar starfandi, svo sem\i Húsa- vik, Akureyri, Siglufirði, Dal- vík, Ólafsfirði og víðar, og á- hugi mikill livarvetna þar sem slysavarnasýeitir eru komnar á fót. uð af vefnaðarvöru og þ. á. m. kvensokkum. Innbrotið var framið með þeim hætti að brolizl var inn um glugga á bakhlið hússins og ! farið inn i herbergi á bak við búðina. Herbergi þetta er að einhverju leyti notað sem vöru- geymsla og hafði þjófurinn það- an á brott með sér ^itthvað af vefnaðarvöru og silkisokkum. Þegar slysavarnasveitir eru komnar upp í öllum hreppum verður margt léttara viðfangs en nú og væri æskilegt, að ]>vi marlti verði náð sem fyrst að slysavarnasveitir verði i hverj- um hreppi. J. E. B. skýrði tiðindamanni Vísis frá því, að strandskýlið við Skafárós væri nú komið undir þak og væri að eins eftir að klæða það innan. Fullveldisins minnst utan heimalandsins i Fullveldis íslands var minnzl í útvarpi frá Bretlandi, Þýzka- Iandi og Bandaríkjunum í fyrra- dag og gær. Pétur Benediktsson sendi- herra íslands i Ixmdon ávarpaði íslendinga í útvarpi á íslenzku frá London i fyrradag og mælti þar fyrir minni fullveldisins. í gærkveldi var endurvarpað frá New York og Washington útvarpi í tilefni af fullveldisdegi íslendinga. Þar töluðu frú Elea- nor Roosevelt, Vilhjálmur Stef- ánsson landkönnuður, Thor Tliors sendiherra . og Ebert Thomas, öldungadeildarþing- maður, en Grettir Ásmundsson konsúll var þulur. Frú Roosevelt skýrði m. a. frá þýí, að Hobart hásliólinn I hafi boðist til ]>es$ að sjá litla | drengnum, sem slasaðist á Seyð- 1 isfirði, fyrir fram.tíðarmenntun. í Berlín efndi íslendingafélag- ið til samkomu og flutti Jón Leifs tónskáld aðalræðuna, en dr. Sveinn Bergsveinsson stýrði samkomunni. Var ræðu Jóns Leifs útvarpað hingað. Neinnstu fréttir Mússólíni hefir flutt útvarps- ræðu — í fyrsta sinn á 18 mán- uðum. í ræðu þessari sagði Mússólíni, að 1800 menn hefðu farizt í loftárásunum á Norður- Ítalíu og 3300 særzt. -—,„Þjóð- verjar hafa lofað fleiri loft- varnabj’sum og fólkið verður flutt úr stórborgunum.“ ; ; _____ •• Ö Franskur kafbátur kom til Oran í Norður-Afríku i gær frá Toulon. Þetta er kafbátur sá, sem áður var frá sagt, að hefði komið inn i höfnina i Valencia, og látið úr höfn eftir skamma viðdvöl. • Liklegt er talið, að Lavat flytji aðsetur stjórnar sinnar til Parísar. • Sérstakir dómstólar hafa verið settir á fót i Frakklandi lil þess að dæma í málum manna, sem vinna gegn rikinu. - Þá hefir verið gefin út til- skipun um skylduvinnu karla og kvenna. Er hægt að skylda íolk á vissum akíri til hvers- konar vinnu. • Ameriskir kafbátar hafa sökkt að minnsta kosti 5 jap- önskum skipum á Kyrrahafi. Eitt skipanna var tundurspillir og annað 9000 smálesta oliu- flutningaskip. Hin voru vöru- flutningaskip. Auk þess lösk- uðust 4 skip. Minninffarathöfn um sjómennina'er fórust með togaranuni Jóni Ólafssyni fór fram í dag og hófst kl. 2 e. hád. HúsmæSraskóla Keykjavikur hefur borizt vegleg gjöf ,frá frú Hólmfríði Gísladóttur forstööu- konu, þar sem hún ánafnar skólan- um húseignina nr. 28 vi'ð Þingholts- stræti ásamt tliheyrandi lóð, og þar að auki færði hún skólanum mjög dýrmætan borðbúnað og aðra muni að gjöf. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.