Vísir - 02.12.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1942, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Heisteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 16 6 0 (fimm línnr). Verð kr. 4,00 á mánnði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hátíðadagar. H Har þjóðir eiga sína hálíða- daga. M er staldrað við og horft um öxl, — skoðað hvað unnizt hefir og hvað tapazt. í gær var slíkur dagur hátíðlegur haldinn hjá oss. Þjóðin minnt- ist sjálfstæðisins, er hún hlaut 1918, eftir langa og stranga bar- áttu. Sjálfstæði hljómar vel sem orð, en það eitt út af fyrir sig nægir ekki. Mð, sem á bak við er, hefir meiri þýðingu. Hefir þjóðin haldð í rétta átt, — mið- að nokkuð á leið, i baráttunni fvrir sjálfstæði sinu? Líf hverr- ar þjóðar er ein óslitin sjálf- stæðisbarátta. Svo á það að vera og svo hlýtur það að vera. AHir lúta einu og sama lögmáli, — jafnt einstaklingar sem þjóðir. Bregðisl menn skyldu sinni, sig- ur allt á ógæfuhlið, en snúizt [xiir vel við hverri raun stefnir í rétta ált. \ Islenzka þjóðin hlaut sjálf- stæði sitt að enduðum ófriði, sem var ægilegri en nokkur önn- ur styrjöld, sem háð hefir ver- ið, —- þar til nú. Má segja að enn hafi hún sjálfstæðis notið skamma stund, en þó næga til þess að um verði dæmt hvort þjóðin sé umkomin að njóta þessara gæða, sem öllu öðru eru dýrmætari. Ef til vill í dag er úrslitastundin. Höfum við síaðið og vakað á verðinum, eða höfum við vanrækt skyldur okk- ar? Þessu verðúr hver einstak- lingur að svara fyrir sig, og minnast þess jafnframt, að af- koma þjóðféíagsins er algerlega háð afkomu og hegðun begn- anna, og veltur því á öllu að ein- staklingarnir ræki skyldur sín- ar svo sem vera her. Nú er enn háð örlagahrið í heiminum, og enginn er svo aumur, að ekki snerti það hann, hver úrslitin verða. Öll jörðin er ötuð blóði, en fyrir hvað er því blóði fórnað? Koma nýir tímar og batnandi, eða sækir allt í ó- heillahorf? íslenzka þjóðin tek- ur ekki þátt í þessum hildarleik, J en goldið hefir hún samt slíkt ) afliroð, að þess munu fá dæmi I vera, hve milcið af salclausu i blóði er úthelt úr hennar röðum. Þrátl fyrir þetta er engin ástæða til að örvænta. Þjóðinni bíða betri tímar, sem öðrum þjóðum. Hún þarf aðeins að standast eldraunina. Takisl það er öllu ó- hætt. Þungar skyldur hvíla á herðum hvers íslendings, sem annarra landa þegnum, en örlög þjóðarinnar mötasl af því hversu þær eru ræktar. Á há- tíðadögum eiga menn að gera sér fulla grein fyrir þessu, og bæta úr því, sem aflaga fer, ef þess er nokkur kostur. Menn mega hvorki svíkja sjálfa sig né þjóðina. — Þess mega þeir minnast ekki aðeins [jenn- an eina dag ársins, heldur 'alla aðra daga þess. M verða allir dagar hátíðisdagar þjóðarinn- ar og Iiver er sá, er ekki óskar þess ? Bœjaf , fréitír Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band fröken Magnúsína Bjarnleifs- dóttir og Bergsveinn Jónsson, bæði til heimilis á Baldursgötu iý. / Gefin voru saman í hjónaband í gær af síra' Bjarna Jónssyni vígslu- biskupi frú Ágústa Pálsdóttir og Lúðvíg C. Magnússon, skrifstofu- stjóri. Heimili þeirra verður á Holtsgötu 12. Málverkasýningu hefur Freymóður Jóhannesson listmálari lialdið að undanförnu í sýningarglugga sýningarskálans í Áusturstræti. Þar voru sýndar alls 26 myndir, og af þeim seldust 22. Sýningunni er nú lokið. Næturlæknir. Karl Sig. Jónasson, Kjartansgötu 4, sími 3925. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki. Útvarpið í dag. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 20.30 Erindi: Jarðeldar (Pálmi Hannes- son rektor). 20.55 Tónleikar Tón- listarskólans: Tríósónata úr „Tóna- fóm“ eftir Bach-Casella (Tríó Tón- listarskólans). 21.15 Hljómplötur: Kírkjutónlist. V 4:4 'nu.VwH '4:10 rrr nþiaa Vörumóttaka til Norð- urfjarðar, Djúpuvíkur, Hólmavíkur og Borðeyrar í dag (miðvikudag). Tekið á móti vörum til ísafjarðar í dag og fram til hádegis á morgun. Stúlkur vanar kápu- og kjólasaumi, óskast nú þegar. Hátt kaup í boði. Herbergi. — Listhafendur leggi nöfn sín á afgr. Vísis fyrir ann- að kvöld, merkt: „Saumaskapur". SIGLIMGAB milli Bretlands or Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CuIHford’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, Fleetwood. Hátiðahðlð stðdeota fórq f hvlvetna vel Iram i gær 2 herbergi til Stúdentagarðsins gefin. Hátíðahöld stúdenta fóru í hvívetna vel fram. Söfnuðust þeir saman við háskólann kl. rúmlega eitt i gær og gengu þaðan fylktu liði niður að Alþingishúsi. Af svölum Alþingishússins flutti Magnús Jónsson stud. jur. snjalla ræðu. Er það i fyrsta sinn frá því stúdentar byrjuðu að efna til hátíðahalda í tilefni dagsins, að nemandi við háskólann hafi verið valinn til þess að flytja aðalræðu dagsins. Síðar um daginn liófust skemmtanir þær, er stúdentar efndu til. Kl. 3 hófst skemmtun í Tjarnarbíó og kl. 4 hófst önn- ur skemmtun í hátíðasal háskól- ans. Fóru þær ágætlega fram, enda var vandað mjög til dag- skrárefnis á þeim báðum, Þá vjoru þrjár sýningar á mjög vandaðri litkvikmynd í Tjarnarbíó, sem sýnd var sér- staklega í tilefni af hátíðahöld- unum. KI. 7.30 liófst hóf stúdenta að Hótel Borg, og stóð það fram- undir morgun. Ásberg Sigurðs- son, formaður Stúdentaráðsins, stjómaði hófinu, en ræður fluttu undir horðum þeir Gunnar Thoroddsen alþrn., Gunnar Gunnarsson rithöf., Gísli Sveins- son alþm. og dr. Guðm. Finn- bogason landsbókavörður. Þar ávarpaði og Sveinn Björnsson ríkisstjóri stúdentana og las skeyli, er honum hafði borizt frá RooseveltBandaríkja- forseta, þar sem forsetinn færir ríkisstjóra og íslenzku þjóðinni árnaðaróskir í tilefni af degin- um. Þá var í ríkisútvarpinu sérstök dagslcrá, lielguð fullveldisaf- mælinu. Einkum var það erindi Sigurðar Nordals prófessors, sem vakti almenna atliygli. Fjársöfnun til Slúdentagarðs- ins fór fram með þeim hætti, að merki voru seld á götunum, og ágóðinn af skemmtunum stúdenta rann einnig þangað. — Ekki er vitað hver árangur hefir orðið, en væntanlega hefir hann orðið allmikill, þrátt fyrir kulda og þrátt fyrr það, að fólk hélt og minna á götum úti en oft áður á þessum degi. M má geta þess, að gefnar voru 25 þúsundir króna til Stúd- entagarðsins nýja; var það Sam- band ísl. samvinnufélaga, sem gaf eitt herbergi, eða 10 þús. kr., en Héðinn Valdimarsson forstj. gaf annað herbergi. Loks gaf ó- nafngreindur maður 5 þús. kr. til Garðs. j Bræðurnir Kristján og Helgi Zoéga gáfu tvö málverk eftir frægan belgiskan inálara, Franz Smynder að nafni, til Stúdenta- garðsin^. VERZIUNIN EDINBORG opnuðum við ]ó lahazariin Eg kom með ógrynni af leikföngum og allskcnar tækifærisgjöfum. Krakkar mínir þiö vitiö hvert skal lialda / Jólasveinn Edinborgar Nýkomið úrval af fallegum LJÓSAKRÓNUM for^tofnlömpiim og BAÐHERBERGISLÖMPUM, — Einnig fallegt úrval af PERGAMENTSKERMUM og KERAMIK-BOIIÐLÖMPUM. — fillt hentugar jólagjafir Kafvirkinn Skólavörðustíg 22. - Sími 5387. I Trésmiði vantar nú þegar við Hitaveituna. Uppl. á lagernum við Sundhöllina. Tilkynning Vegna sívaxandi kostnaðar og erfiðleika á innheimtu reikninga, höfum við ákveðið að hætta allri lánsverzl- * un, en selja aðeins gegn staðgreiðslu. Fastir viðskiptamenn geta þó haldið reikningsvið- skiptum áfram, gegn því aðeins, að greiða vörurnar að fullu í verzlununum fyrir 10. hvers mánaðar eftir úttekt. l ■' , Verzlun O. Ellingsen h.f, Verzlnnin Geysip li.F. Verzlunin Verðandi h.f. Frá 1. desember verða iðgjöld til Sjúkrasamlags Reykja- víkur kr. 10.00 á mánuði. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. / MERKASTA BÓK ÁRSINS? MJAR LEIÐIR eftir hinn þjóðkunna lækni JÓNAS KRISTJÁNSSON. Er liægt að útrýma vanheilsu og sjúkdómum? Er hægt að lcoma í veg fyrir tannskemmdir, meltingarsjúkdóma, berkla, krabbamein og aðra hrörnunarkvilla ? Flestir segja nei, en Jónas Kristjánsson segir JÁ. Hann hefir um fjórðung aldar kynnt sér rækilega þá stefnu í heilbrigðismálunum, sem nú er að ryðja sér til rúms um öll menningarlönd, og bendir hér á leiðirn- ar. Það er vandfundin betri jólabók, í senn skemmtilegri og gagnlegri, auðskilin hverju bami. Hún á erindi til allra, þvi að HEILSUVERND ER BETRI EN NOKKUR LÆKNING. Náttúrulækningafélag íslands Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum urskurði verða lögtök látin fram fara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rík- issjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Tekju- og eignarskatti, stríðsgróðaskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, lífeyrissjóðsgjaldi og námsbókagjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi 1942, gjöldum til kirkju, sókn- ar og háskóla, sem féllu í gjalddaga 31. desbr. 1941 og 31. marz 1942, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1942, vitagjaldi og skemmtanaskatti fyrir árið 1942, svo og á- föllnum skipulagsgjöldum af nýbyggingum og útflutningsgjöldum. Lögmaðurinn í Reykjavík,’ 27. nóv. 1942. BJÖRN ÞÓRÐARSON. Tllkynnins: i Frá og með 1. desember, og þangað til öðruvísi verður ákveðið, verður leigugjald fyr- ir vörubíla í innanbæjarakstri sem hér segir: Dagvinna kr. 14.11 með vélsturtum kr. 18.75. Eftirvinna kr. 17.36 með vélsturtum kr. 22.00. Nætur og helgidagsvinna kr. 20.61 með vélsturtum kr. 25.25. VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR. ______v, .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.