Vísir - 16.12.1942, Síða 1

Vísir - 16.12.1942, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 16. desember 1942. Ritstjórar Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 265. tbl. Rommel var skipað að verjast, H segir brezkur út- varpsfyrirlesari. Én liaim fékk ekki þann Ilds- anka, sem lioiniiii vai- lofað. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. ■ernaðarsérfræðingur einn, sem hélt fyrirlestur í brezka útvarpið í gær, lét svo um mælt, að Hitler mundi hafa gefið Rommel ákveðnar skipanir um að verjast, meðan þess væri kostur, hjá Mersa Brega. Jafnframt lofaði Hitler Rommel því, að liann skyldi fá þann liðsauka sem hann þarfnaðist og ííerði kröfu til — skriðdreka, flugvélar og fótgöngulið. En Rommel fékk ekki þá liðveizlu, sem honum var lof- uð og hann taldi nauðsynlegt til að geta staðizt ofurefli 8. hersins og því fór sem fór. — Ekki gat fyrirlesarinn fæss, hvaðan honum kæmi þessi vitnesk ja, en það er heldiar ekki ósennilegt, að Rommel hafi verið hafður útundan, því að fyrst varð að koma á fót her í Tunis, þar sem ekkert lið var fyrir áður. í herstjórnartilkynningunni frá Kairo segir, að hersveitir Þjóðverja séu komnar 150 km. vestur á bóginn á undanhaldinu, eða vestur fyrir En Nofilia. Flug-herinn heldur uppi árásum á hersveitir Þjóðverja nótt og dag. Nýja-Guinea: Ispanir íara ð laod á Þegar það er athugað, hversu langt hersveitir Rommels eru komnar á flóttanum, kemur til greina, að varnarstöðvar þeirra voru alls ekki við E1 Aglieila, enda þótt þessar vígstöðvar hafi verið kendar við þann bæ. Varnarstöðvai- Rommeks voru 20—30 km. fyrir austan eða norðaustan EI Agheila, hjá þorpinu Mersa Brega. Þegar tal- að er um að komið sé svo eða svo langt vestur fyrir EI Agheila, verður að bæta við rúmlega 20 km. til að fá út hina raunveru- tegu vegalengd, sem komið er vestur fyrir varnarstöðvarnar. Fulltrúar fleetra bandamannaþjóða. Richard Casey, ráðherra í striðsstjórn Breta með aðsetri í Kairo, er staddur i London um þessar mundir. Hann hefir skýrt svo frá, að í 8. hernum sé að heita má fulltrúar frá hverri einustu bandamanna- þjóð. Auk Breta sjálra, sam- veldisþjóðanna og Bandaríkja- manna, eru í hernum menn frá næstum öllum nýlendum Breta, Indlandi og víðar. Þá eru þar sveitir Grikkja, Hollendinga, Júgóslava, Tékka og Frakka. Casey lét þess getið, að fyrir |)remur vikum liefði allmjög verið farið að ganga á matvæla- birgðir manna á Malta, en eins og venjulega hefði flotinn brugðið við fljótt og vel og fært eyjarskeggjum björg í bú. Að endingu ræddi Casey um skipatjón möndulveldanna á Miðjarðarhafi. Upplýsti hann það, að á sex mánaða tíma, frá 1. júní til 1. desember, hefði floti ög fjugher bandamanna sökkt samtals 62 skipum, eða einu skipi þriðja hvern dag. Auk þess urðu mörg skip fyrir meiri eða minni skemmdum. '» Neapel. I fyrrinólt var gerð loftárás á Neapel á ttalíu. Var árásinni meðal annars beint gegn liöfn- inni og kviknaði þar í allskonar mannvirkjum. Þá var og unnið tjón já aða Wj á ni b)-a u tars töð borgarinnar og Baginoli-stál- verksmiðjunum, sem eru þar skammt frá. Tunis. Frá „vesturvígstöðvunum“ i Norður-Afriku eru þær fregnir helztar, að brezkar njósnasveit- ii , sem voru sendar út frá Mejez el Bab, hafa ekki orðið varar við neinar möndulhersveitir á þeim slóðum, þar sem þær voru fyrir tveim dögum. Italir í Tunis í herþjónustu. ítalska Iierstjórnin i Tunis hefir gefið út tilkynningu, þar sem allir ttalir þar í landi eru skyldaðir til herþjónustu. Segir Rómaborgariitvarpið, að þessu hafi verið tekið með miklum fögnuði og hafi 4000 menn gefið sig fram á fáeinum dög- um. ítalir segja, að ítalskt fólk taki hersveitum þeirra alls- staðar með miklum fögnuði. í einni borg sendu 2000 ítalir nefnd á fund herdeildar þeirr- ar, sem kom þangað, og bauð hún að þeir skyldu gerast sjálf- boðaliðar. ilarskmtnr Breta Dbreyttor fyrst eltir Breta strax að Árás á nýjan japanskan flugvöll. Japanir hafa k«mið liði á Iand um 90 km. fyrir vestan Buna. Þar ætla þeir að koma sér upp bækistöð í stað Buna, sem þeir telja sér alveg tapaða. Hafa þeir komið um 1000 manns á land þarna, en það er aðeins lít- ill hluti þess, sem þeir ætluðu sér að koma á land. • Undanfarna 5 daga liafa dag- lega verið gerðar loftárásir á flugvöll Japana á Nýju Georgiu- ey. Hún er milli Guadalcanal og Bougainville. Munda-flúg- urvöllinn, sem hér er um að ræða, er nýr, og byrjuðu Japanir að ry-ðja hann eftir að Banda- ríkjamenn tóku flugvöllinn á Guadalcanal. lanst i lífviilfi Eitt ógurlegasta fárviðri, sem geisað hefir á Indlandi, gekk yfir fyrir skemmstu. Varð það 11.000 manns að bana í strandhéruðunum við Bengalsflóa, en þeir, sem urðu húsvilltir, skipta hundr- uðum þúsunda. Veðrið varð auk þess 75.000 nautgripum að bana. Það varð mörgum að fjqr- tjóni, að fólk varð að liggja á berri jörðinni að næturlagi og urðu eiturnöðrur og krókódílar þess vegna mörg- um að bana."1 Er óttast að drepsótt kunni að koma upp á svæði því, sem veðrið fór yfir. Þúsundir hermanna vinna að því nætur sem daga að boma á reglu og bæta hreinlætisástandið, sem mest er ábótavant. Bretar dæma íra. í gær voru fjórir menn dæmdir í Belfast á Norður- írlandi fyrir að bera vopn í heimildarleysi. Lögreglan handtók þá, er hún gerði húsrannsókn á hóndabæ einum skammt frá borginni. Fann hún þar sprengiefni, sem nota átti til hermdarverka, og \auk þess byssur og skotfæri. Einn mannanna hlaut 15 ára fangelsi, annar 12 ára, þriðji sjö og sá yngsti 5 ára faagelsi. Þrír þýzkir herir 1 / umkringdir í Rússlandi. Flugvélum Þjóövepja fœkk- ar um 6000 ffá í fypra. Rússar telja sig hafa gert 35 þýzkar herdeildir óvirkar að mestu leyti með því að umkringja þær á þeim hlutum vígstöðvanna, þar sem mest er barizt nú — hjá Stalingrad, Reshev og Veliki Luki. ' Matvælaskammtar verða ekki auknir styrjöldinni lokinni. Woolton lávarður, matvæla- ráðherra Breta, skýrði frá þessu á þingfundi í gær. Sagði hann, að landshúar mætti ekki vænta þess, að hægt væri að-auka mat- arskammtinn meðan styrjöldin stæði og ekki heldur strax eftir að henni lyki. Var rætt um sameiginlega matvælaframleiðslu og dreif- ingu matvælabirgða Breta og Bandaríkjamanna. Flotamálaráðuneytið í Wash- ington tilkvnnir, að tvíhreyfla sprengjuflugvél hafi varpað sprengjum á skip, sem rennt hafði verið á land á Kiska-ey. Ekki er þó svo að skilja, að þessir 3 herir — rúmlega 500.- 000 mánns samtals — sé orðnir óvígir, því að fregnir frá hlaða- mönnum í Moskva skýra frá |)ví, að þeir berjist af spma móði og harðfengi og áður. Hinsvegar eru þessar herdeild- ir liálfóvígar að því leyti, að Jrað er ekki hægl að flytja þær til og tefla fram þar sem möst er þörfin fyrir þær, nema innan þessara þröngu liringa. Rússar ætla sér að uppræta J>essar þýzku hersveitir smátt og smátt, l>ví að þeir gera sér gc’>ðar vonir um, að Þjóðverjar sé þess ekki megnugir að bjarga þeim. í fyrra var likt komið, en þá gálu Þjóðverjar hindrað öll áform Ilússa í Jæssa átt, því að þeir höfðu þá 10.000 flugvélum á að skipa og með þeim fjölda gátu þeir náð yfirráðum í lofti hvar sem þeir vildu, en þeini fylgdi aftur liitt, að þeir höfðu betri aðstöðu á jörðu niðri. Nú telja Rússar, að Þjóðverj- ar hafi aðeins um 4000 flugvél- um á að skipa, vegna l>ess tjons sem þeir hafa orðið fyrir í bar- dögum í Rússlandi, og vegna þess, hve mikið þeir hafi þurft að senda lil annara vígstöðva, aðallega í Norður-Afríku. Bardagarnir eru harðastir fyrir suðvestan Stalingrad, þar sem Þjóðverjar Ieitast við að brjótast meðfram járnbiaulinni frá Kotelnikovo í gegnum hringinn, sem Timo- shenko hefir slegið um her von Hoths. Segir slundum í fregn- um Rússa, að Þjóðverjar geti stundum hrotizt kippkorn á- fram, en þeir sé hraktir aftur litlu siðar. Fyrir veslan Reshev kveðast Rússar hafa tekið tvö þorp og eyðilagt 26 skriðdreka fyrir Þjóðverjum. Vcrkaskipting: nýjjn ráðherranna. Rétt fyrir hádegi barst Vísi svohljóðandi tilkynning frá skrifstofu ríkisstjóra: „Ríkisstjóri skipaði í ríkisráði í morgun kl. 11 nýtt ráðuneyti með þessum mönnum: Forsætisráðherra Björn Þórðarson, dr. juris. Fjármála- og viðskiptamálaráðherra Björn ölafs- son stórkaupmaður. Dóms- og menntamálaráðherra Einar Arnórsson, dr. juris. Utanríkis- og atvinnumálaráðherra Vilhjálmur Þór, bankastjóri. Jafnframt tiíkynnti ríkisstjóri forseta sameinaðs þings bréflega um skipun ráðuneytisins.“ SíðHitn fréttir Fréttastofa Frakka í London tilkynnir að Lebrun fyrrum for- seti hafi sloppið úr landi og nafi leitað hælis hjá hlutlausri þjóð. , t sjávapliáska: 90.000 km. flug i leit að skipbrots- mönnum. Á Atlantshafi er nýlokið Iengstu leit að skipbrotsmönn- um, sem sögur fara af. Skip eitt, er var í skipalest, var liæft tundurskeyti, svo að eldur kviknaði í því, jafnframt því sem það fór að sökkva. Skipverjar og farþegar voru samtals 74 og komust allir í fjóra björgunarbátá. Flugvélar úr strandvarnaliði brezka flughersins voru þegar gerðar út til að leita bátanna. Fyrtsu nóttina urðu allir bát- arnir viðskila, j>ótt þeir reyndu að halda hópinn, en eftir riku var búið að finna og bjarga mönnunum í öllum bátunum nema þeim, þar sem skipstjór- inn var með. Hans bátur fannst að visu á 7. degi, en flugvélarnar týndu honum aftur næstu nótt og fannst hann ekki á ný fyrr en 4 sólarhr. síðar. Eftir J>að flugu fljúgandi virki i sífellu yfir honum og var varpað vistum niður til bátverja. Á 13. degi kom tundurspillir og bjargaði þeim. Flugvélar höfðu flogið 90.000 km. — meira en 2svar umhverfis jörðina við miðjarð- arbaug — í leit að bátunum og er þá ótalin sú óraleið, sem tundurspillar, korvettur og önnur smáskip fóru i leit að þeim. Bandamenn samræma stálframleiðsluna, Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn eru búnir að stofna nefnd er hefir yfirstjóm allrar stálframleiðslu þeirra. Með þessu er stígið mjög mikilvægt spor i þá átt að fylla í eyðurnar, þar sem skortur er, og taka þaðan, sem of mikið er. Aður hafa bandamenn sam- ræmt skipaflutninga sína, mat- vælaframleiðslu og dreifingu og þótti það allt horfa til þess, að átökin yrði samræmdari og styrkari. Þessi nefndarstofnun var til- kynnt á sama tima i London og Washington. Saga Tryggva Gunnarssonar skráð. » Landssamband iðnaðarmanna hefir ráðizt í að hafa forgöngu í því, að láta skrá sögu Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Eins og kunnugt er, var Tryggvi heitinn trésmiðameist- ari að atvinnu, en saga Kans er óskráð enn að mestu, þrátt fyrir það, að hann var einn hinn mesti athafnamaður Islendinga á síðari tímum. Ekki er ennþá náðinn neinn maður til að skrifa sögu Tryggva, en það mun vafálaust verða gert innan skamms. Hins- vegar hefir stjórn Landssam- bandsins hafizt handa um fjár- söfnun til útgáfunnar. Hafa þegar safnazt um 7 þús. kr. til hennar. Fá þeir er leggjá fram 50 kr., eða meira, tölusett eintak af bókinni. Söfnunin er í full- um gangi. Jólablað Vísis er komið út. Það verður borið til kaupenda á mánudag. Hestur deyr af völd- um rafmagnsstraums í gær fékk hestur í sig raf- magnsstraum hér í bænum og féll dauður niður. Skeði atvik þetta á Baugsvegi, en þar var maður með hest fyrir vagni og teymdi hann eftir veginum. Þar hafði símalina fallið niður og lent á háspennu- þræði, en þegar maðurirm fór með hestinn yfir simaþráðmn féll hesturinn niður á götuna og var þegar dauður. Maðurinn fékk í sig straum, en ekki svo að hann sakaði. Dæmdur til vistar í drykkjumannahæli, Nýlega hefir verið kveðinn upp dómur yfir manni nokkur- um fyrir þjófnað er í 9. sinn hefir gerzt brotlegur við lands- lög. Að þessu sinni var haiin dæmdur í 12 mánaða fangelsi og auk þess dæmdur til að sæta dvöl á drykkjamannahæli í allt að 18 mánuði af refsingu af- staðinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.