Vísir - 19.12.1942, Síða 6

Vísir - 19.12.1942, Síða 6
Laugardaginn 19. des. 1942. VISIR nú óðum að hverfa af sviði þjóðlífs okkar og þó að þeir hafi alltaf verið mestu aufúsugest- ir hvar sem þeir áttu leið um, munu tækni og auknar fram- farir sjá svo um, að þeir hafi lokið lilutverki sínu að mestu leyti. Því fremur var það hið þarfasta verk að forða frá gleymslcu frásögunum um dugnað þeirra og harðfengi. Þegar fram líða stundir munu þessar sagnir verða taldar ein- stæð lieimild um mikilvægan þátt í sögu þjóðarinnar. Bók um Einar Benediktsson. Eg minnist þess, er eg sum- arið 1930 var fjarverandi landi mínú og þjóð, að ungur sviss- neskur stúdent, sem nú er reyndar orðinn prófessor í ger- mönskum fræðum við einn há- skólann í Sviss, rétti mér þýzkt limaritshefti með grein um fs- land og fslendinga eftir Andreas Heusler prófessor. Mig minnir að þetta hefti hafi verið „Deutsihe Rundschau“, þó man eg það ekki fyrir víst. Hitt man eg, að þetta var ein hin ágætasta grein og vinsam- legasta í garð íslendinga, sem eg hefi nokkuru sinni lesið. í þessari grein, sem fyrst og fremst er lielguð bókmenntum og menningu íslendinga að fornu og nýju, er Einars skálds Benediktssonar getið. Og hans er getið á þá leið, að íslending- ar hefðu ekki aðéins átt forn- bókmenntir sem hefðu skarað fram úr öðrum menningarverð- mætum sins tíma, heldur ættu þeir og nútlma ljóðskáld sem ef til vill ætti engan sinn líka í heimsbókmenntunum. Um Einar Benediktsson hefir lítið verið ritað á íslenzka tungu. Það er heldur ekki heiglum hent, enda munu fáir hafa treyst sér til að gera hon- um viðunandi skil. Nú liggur fyrsta hókin fyrir, sem rituð hefir verið um þenna sérstæða skiáldjöfur. Er það ekkja skáldsins, frú Valgerður Benediktsson, sem á mestan hluta hókarinnar, en það eru endurminningar og frásagnir ýmsar, er Guðni Jónsson mag. hefir fært í letur eftir frúnni. En auk þess rita þeir, Benedikt Sveinsson bókavörður, Árni Pálsson pró- fessor og Árni Jónsson frá Múla þætti um Einar, en listamenn- irnir Ásgrímur Jónsson, *Jó- hannes Kjarval, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Gunn- laugur Blöndal, Eggert Guð- mundsson og Jón Engilberts liafa prýtt ritið með myndum. Mér liefir ekki gefizt tæki- færi til að lesa þessa hók, því hún kom út í gær, en frágang- ur hennar allur er útgefanda, ísafoldhrprentsmiðju h.f., til mikils sóma. Munú flestir að- dáendur Einars skálds bíða þessarar bókar með mikilli eftirvæntingu. Þ. J. fyrrnefndu sögu að fullu er liann lézt, en stutt efnisiágrip sögulokanna er til eftir Þórð Grimsson, eins og liöfundur hafði sagt honum að hann hugsaði sér framhald og lok sögunnar. Steingrímur J. Þorsteinsson hefir með mikilli gaumgæfni farið yfir og rannsakað handrit sagnanna, og breytt ýmsu í út- gáfu þessari í samræmi við það, sem upphaflega hafði verið frá | hendi höfundarins sjálfs. Er j hið íslenzka hókmenntafélag keypti söguhandrit að Manni og lconu, til útgáfu, kaus það þriggja manna nefnd til að búa það til prentunar og var Jón forseti Sigurðsson einn í þeirri nefnd. Gerði hann ýmsar breyt- ingar og leiðréttingar á hand- ritinu, einkum að orðfæri, en að þessu sinni hefir frumhand- ritið sjálft verið lagt til grund- vallar við útgafuna. „Greinar- merkjasetning er samræmd og réttritun höfð að nú- tíðarhætti og einstaka orðmynd, sem virðist frá riturum runn- in, breytt í það liorf er höfund- ur virðist nota, að því er ráða má af bréfum hans og öðrum handritum og annari prentun Pilts og stúlku“, segir í formál- anum. Um allar þær breytingar, sem gerðar kunna að hafa verið frá fyrri útgáfum verður ekki dæmt, nema að fram förnum samanburði, en að sjálfsögðu er æskilegt að fylgt sé frumliand- riti, nema þar sem um auðsæjar ritvillur eða minnisslcekkjur er að ræða. Elcki orkar það tvimælis að hér er um hina ágætustu útgáfu að ræða, og auk þeirra skáld- sagna, sem að framan greinir, er þarna að finna önnur ritverk höfundar í óbundnu máli, sem lítt munu hafa verið almenn- ingi kunn til þessa. Ljóð Jóns Thoroddsens ætti að gefa út á sama hátt, þannig að heildarút- gáfa fáist af öllum verkum hans, sem aðgengileg sé almenn- ingi. Heyrst hefir að Helgafellsút- gáfan hafi í hyggju að láta frá sér fara vandaða heildarútgáfu á verkum fleiri höfunda, sem nú eru liðnir, og verður þá bætt fyrir vanrækslusyndir nútíðar- innar við moldir feðranna. Útgáfan á skáldsögum Jóns Thoroddsens virðist svo vel úr garði gerð, að hún sé útgefend- um til sóma, og spáir það góðu um starfsemi félagsins í fram- tíðinni. K. G. • Indriði miðill. Endurminn- ingar- Brynjólfs Þorláks- sonar söngkennara. Þór- bergur Þórðarson færði í letur. Víkingsútgáfan. Indriði miðill var svo kunn- ur maður á sinni tíð, að enn eimir eftir af frægð hans og flestir liafa heyrt um hann tal- að. Engir munu draga í efa að hann liafi verið gæddur óvenju- legum miðilshæfileikum. Heima i héraði hans vissu þetta allir, en fyrir tilhlutan Björns rit- stjóra Jónssonar fluttist liann af Skarðsströnd til Reykjavik- ur og tók að nema liér prentiðn, samhliða störfum sínum i þágu sálarrannsóknanna. Frá miðilsstarfi hans er svo skýrt í hólc þessari, og óneitan- lega eru sum fyrirbrigðin ærið óvenjuleg og ótrúleg, þótt ekki sé i efa dregið að hér sé rétt frá skýrt í öllum aðalatriðum. Þórbergur Þórðarson ritar prýðilegt mál á margan liátt, en ekki hefir mikið verið gef- andi fyrir gagnrýni hans al- mennt. Kemur skortur á gagn- rýni þó eklci að sök í þessari bók svo að séð verði, enda stuðst við ritaðar samtímaheimildir og þær samprófaðar frásögu Brynjólfs. Bókin er hin skemmtilegasta og mun verða kærkominn gest- ur jafnt hjá trúuðum og van- trúuðum. Frágangur er góður og pappírinn þykkur. K. G. Vitre Bendix Nielsen: Katrín. ísafoldarprentsmiðja h.f. Þetta er unglingasaga, létt og yfirlætislaus, er lýsir Katrínu og fjölskyldu hennar, sem víða hefir lagt land undir fót. Katrín er þannig fædd í Noregi, en hin börnin í Rómaborg, Suður- Frakklandi og Danmörku. — Dýrafræðingurinn faðir liennar var meiri visindamaður en fjármálamaður, og því gengu efni hans til þurrðar, þannig að nú gat liann vart leyft sér að fara á vísindamót hvað þá að taka fjölskyldu sína með sér eins og fyrr. Þótt Katrín liefði víða farið þráði liún þó alltaf Noreg og selin þar, og henni varð að ósk sinni þrátt fyrir allar raunirnar og baslið. Bókin er hentug jóla- gjöf til ungra telpna. Frágang- urinn er góður að öðru leyti en þvi að pappírinn er frekar leið- inlegur, en hvað er um það að ræða á stríðstimum. M. Kristján Gnölaugsson Hœstaréttarlögmaðar. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. var íögnr ogr freist- andi kona, Bókiu um Lady Hamilton er einnig fögur, ogfreist- andi að kaupa hana. Ný bók: „Feigð og fjör“ Hér er komin á bókamarkaðinn ein þeirra bóka, er mesta athygli hefir vakið á erlendum bókamarkaði í þýðingu Guðbrands Jónssonar, prófessors. Höfundurinn er meistari ítölsku skurðlæknanna, próf. Maj- occhi. Er þetta æfisaga höfundarins — allt frá barnæsku og til þess tima er liann var viðurkenndur hinn óviðjafnanlegi snill- ingur, jafnt i föðurlandi sínu sem erlendis. I bók þessari lýsir hann baráttunni við sjúkdómana jafnt á skurðstofunni, sem í hreysum fátæklinganna. Hann skýrir frá hinum risavöxnu framförum á sviði læknisfræðinnar, síðustu árin — frá sjúkdómshættum þeim, er bíða óumflýjanlega hvers og eins, sé ekki gætilega og skynsamlega lifað. Og eldd sizr brýnir hann fyrir mörgum lækni, að vera mannvinur fyrst og fremst — jafnframt þvi að vera sívakandi baráttumaður gegn sjúkdómum og dauða. Bók þe**i er óvenjulegt snilldarverk frá upphafi til enda. Kleopatra " eftir GÖRLITZ i þýðingu Knúts Arngrímssonar kennara og Jláninn líöiii* eftir STEINBECK i þýðingu Sigurðar Einarssonar, dósents.^ AÐEINS ÖRFÁ EINTÖK EFTIR. Þessar hækur eru tilvaldar jólagjafir. Bókarerzl. FInn§ Finariionar Söguþættir landpóstanna eru að verða npp§eldir. Tryggið yður eintak strax í dag. Frestið því ekki fram yfir helgi. Hetjur öræfanna. Skáldsögur Jóns Thoroddsens. Steingrimur J. Þorsteinsson gaf út. Helgafellsútgáfan. — Skáldsögur .Tóns Thorodd- sens, — gamlir vinir allra þeirra, sem í sveitum hafa alist upp — birtast hér í heildarút- gáfu, — í tveimur bindum. Hef- ir Steingrímur J. Þorsteinsson mag. art. séð um útgáfuna, sem virtist vera prýðilega af hendi leyst, en væntanleg er ennfrem- ur frá hans liendi mikil ritgerð um bókmenntastarfsemi Jóns Thoroddsens, — brautryðjand- ands í nútíma íslenzkri skáld- sagnagerð. Kunnustu j skáldsögur Jóns Thoroddsens er „Maður og kona“ og „Piltur og stúlka“, en ekki hafði hann lokið við þá Tawzan umWi tií Nr. 59 Tarzan tyllti öðrum fætinum á ljóns- skrokkinn og var i þann veginn að reka upp apa-öskrið, til merkis um unninn sigur. Þá barst honum til eyrna neyðaróp Mary. Brá hann þegar við og rann á hljóðið. Mary hljóp sem fætur toguðu. En hún vissi, að það var algerlega vonlaust, að hún gæti komizt undan Ijóninu á hlaup- um. Ljónynjan hentist áfram. Brátt var öll von úti. May flaug i hug, að nema staðar og gefast upp. Nei, sagði hún svo og beit á jaxlinn. Aldrei skyldi hún gefast upp sem heigull — heldur hlaupa meðan kraftarnir entust. En i þessum svifum rakst hún á trjárót, sem feykt hafði ofan af. Hún hnaut um rótina. í fallinu kom hún niður á höfuðið og bjóst til að rísa upp, en hana kenndi mikið til og var magnþrota, en nú var ljónynjan komin að lienni, og Mary fann heitan andardrátt hennar á kinn sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.