Vísir - 21.12.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1942, Blaðsíða 3
V l N ( H 3 Stefán Mapússon prentari. Nýlega barst hingað fregn til utanríkisráðuneytisins um að látinn væri í Kaupmanna- höfn Stefán Magnússon prent- ari. — Stefán var fæddur i Reykjavik 19. desbr. 1874, son- ur Magnúsar Stefánssonar, sem lengi bjó i Steinakoti á Bráð- ræðisholti og síðar i húsinu nr. 7 við Lindargötu. Stefán lærði prentiðn i prent- smiðju Sigfúsar Eymundsson- ar, og var prentsmiðjan á neðri hæð hússins nr. 2 við Lækjar- götu, þar sem nú er bæði skrautgripa- og hljóðfæra- verzlun. Síðar vann hann i Fé- lagsprentsmiðjunni, sem þá var í húsinu nr. I við Laugaveg. Árið 1897 var Hið íslenzka prentarafélag stofnað, og var Stefán einn af tólf stofnendum þess, og studdi af alhug viðgang félagsins meðan liann vann að prentiðn hér í bæ. En skömmu fyrir aldamótin (1898) sigldi halm til Khafnar, og vann í prentsmiðju J. H. Schullz og siðar í Ríkisdagsprentsmiðj- unni. Hann var vel verki far- inn og vel þqþkaður af yfir- mönnum sínum og samverka- mönnum, enda mjög fáskipt- inn af athöfnum annara og deilumálum. Stefán var greindur vel og háttprúður í hvívetna og liafði yndi af lestri góðra bóka og var hneigður fyrir tungumál, og var meðal annars allvel fær í frakkneskri tungu. Þessi Imeigð hans hefir sennilega verið undirrót þess, að hann tók sér all-langt sumarleyfi eitt ár- ið og ferðaðist ásamt nokkur- um göngu-iðnsveinum til Þýzkalands og Frakklands, og sagði liann mér síðar, að það ferðalag hefði verið hið ánægju- legasta, þótt ekki liefðu þeir gist í lúxus-gistihúsum, en að- allega i hlöðum við bændabýli eða undir hevstökkum á mörk- um úti, og sveinaherbergjum í borgum og bæjum. Bezt kunni Stefán við sig i fremur fámennum hóp góðra kunningja, og var þá glaður og reifur í máli, svo að öilum varð ánægja af slikum samfundum, er kost áttu á þeim. Stefán var giftur danskri konu, en ekki varð þeim baraa auðið. Hann kom hingað til lands tvisvar, hið fyrra sinn 1905, og nokkurum árum seinna ásamt konu sinni til stuttrar dvalar að sumarlagi, en sigldi svo aftur til Ivliafnar og bjó þar siðan til dauðadags. Hann var góður drengur og sæmdarmað- ur í hvivetna. Ágúst Jósefsson. U.M.S. Kjalarnesþings. 20. þing U. M. S. Kjalames- " þings var háð að Brúar- landí sunnudaginn 13. des. 1942 og var það jafnframt 20 ára afmæli sambandsins. í sambandinu eru nú 4 ung- mennafélög með 515 félags- mönnum og er hið yngsta ]>eirra. Ungmennafélag Reykja- víkur, stofnað á árinu, og telur nú um 320 félagsmenn. Þingið sótlu 15 fulltrúar og auk þess stjórn sambandsins, en bana skipuðu Ólafur Þorsteins- son, formaður, Gísli Andrésson, ritari, og Grímur S. Nordahl, féhirðir. Þingið tók allmörg mál lil meðferðar. Þar á meðal um íslenzkukennslu í skólum landsins. Samþ. voru eftirfarandi til- lögur í málinu: „20. þing U. M. 'S. K. beinir þvi til fræðslumálastjórnar, hvort ekki muni unnt að auka málfræðikennslu í barnaskól- um, og taka um leið upp að fullu sömu stafsetningu, sem kennd er í öðrum skólum.“ Ennfr. „Þingið lýsir vanþóknun sinni á því að dagblöð landsins skuli ekki öll nota lögboðna staf- setningu, sem kennd er í fram- haldsskólum ríkisins.“ Þá tók þingið til meðferðar núverandi ástand og horfur og samþ. eftir- farandi tillögur til alþingis og ríkisstjórnar: „Að byrja nú þegar að leggja mjög ríflegar fjárhæðir til hlið- ar í sjóði, til viðreisnar og at- vinnubótastarfs að ófriði lokn- um.“ „Að fara nú þegar að undir- búa stofnun nýbýlahverfa og aðrar framkvæmdir, sem gætu tekið við þvi fólki, sem verður að liverfa frá öðrum störfum, þegar uúverandi ástand i at- vinnumálum lýkur.“ „Að vinna markvist að því, að skapa öll þægindi í sveitum landsins, sem mögulegt er, svo þar verði ekki siður ákjósanlegt að búa en i kaupstöðum.“ „Þurfi að grípa til atvinnu- bótavinnu, þá sé henni eingöngu varið til myndunar nýrra og aukinna afkomumöguleika, t. d. við nýrækt og aukningu iðju og iðnaðar, þar sem nýir mögu- leikar væru fyrir hendi.“ Þá samþykkti þingið áskorun til alþingis, „að veita Ung- mennafél. Reykjavikur og fleiri æskulýðsfél. ríflegan fjárstyrk til þess að byggja æskulýðshöll í Reykjavík, sem fullnægi öll- um þeim menningarkröfum, sem gerðar eru til slikrar bygg- ingar, og verðug sé höfuð- staðnum og æsku landsins.“ Auk þessara ályktana, sam- þykkti þingið ýmsar tillögur varðandi sambandið sjálft, svo sem að taka þátt i allsherjar- móti U. M. F. 1. 1943 o. m. fl. Opið verður um jólin eins os ðér seeir: Mánudaginn 21. desember kl. 7,:k)—12,30: Fyrir bæjarbúa, — 12,30—14,00: — hcrmenn, / — 14,30—22,00: — bæjarbúa. Þriðjudaginn 22. desember kl. 7,30—12,30: Fyrir bæjarbúa, — 12,30—14,00: — hermenn, 14,30—19,30: — bæjarbúa, — 19,30—22,00: — herinn. Miðvikodaginn 23. desember kl. 7,30—12,30: Fyrir bæjarbúa, — 12,30—14,00: — herinn, — 14,30—22,00: — bæjarbúa. ' f Fimmtudaginn 24. desember kl. 7,30—12,00: Fyrir bæjarbúa, — 12,30—15,00: — alla karlmenn. Föstudaginn 25.\desember Lokað allan daginn. Laugardaginn 26. desember Lokað allan daginn. Fimmtudaginn 31. desember kl. 7,30—15,00: Fyrir bæjarbúa, — 15,00—17,00: — alla karlmenn. Föstudaginn 1. janúar Lokað allan daginn. ATH. — Aðra virka daga opið sem venjulega. Látið Miðasala hættir 45 mín. fyrir lokun. hörnin koma fyrri hluta dags. SundhöII Reykjavíkur. Stjórn sambandsins skipa nú: Formaður: Páll S. Pálsson; ritari: Gisli Andrésson og fé- hirðir: Ólafur Þórðarson. Hafið það hugfast, þegar þér kaupið í jóla- «• •'t’as matinn, þá þurfið þér að birgja yður upp fyrir 3‘L helgidag. í hátíðamatinn: Aligæsir Kjúklingar Hangikjöt Alikálfakjöt Nautakjöt í hakkabuff, Vínar- snitzel, buff, gullace og steik. Svínakótelettur Bacon Dilkakjöt Svið Lifur. Bragðhætir: Ananasmarmelaði Appelsínumarmelaði Sandwich Spread Mayonnaise Salad Cream Pickles Tómatsósa Worchestersósa Sinnep. Niðnrsoðið grænmeti: Gulrætur Grænar baunir Súrkál Asparagus Grænar baunir og gulrætur blandað. Tómatpasta Agúrkusalat. Capers. Súpur o. s. frv.: Kjúklingasúpa Tómatsúpa „Oxehale“-súpa Grænmetissúpa Record-búðingar Blandaðir ávextir. pfélaqiá ijavinr verður opið um hátíðamar eins og hér segir: Mánudag 21. des. kiukkan 8 e. h. Þriðjudag 22. des. til kl. 12 e. h. Miðvikudag 23. des. til kt 1 e. miðnætli. Fimmtudag (aðfangadag) til kl. 2 e. h. Lokað 1., 2. og 3. jóladag. Gamlársdag opið til kl. 4 e. h. Nýársdag lokað allan daginn. Jwlagrj sem iaflr gaman er að gefa, gaman að þiggja, og gagnlegar að eiga. FYRIR KVENFÓLK: FYRIR KARLMENN: Undirföt og nærföt Hanzkar, Y Silki, satín, ísgarn enskir og íslenzkir. SOKKAR: Sérlega fallegir, Sokkar, ameriskir margar gerðir og verð. Kjólar. Kápur. Treflar. feikna úrval, bæði enshir Regnfrakkar, Rykfrakkar og handofnir og prjónaðir ísl. Samkvæmistöskur Rykf rakkar Veski frá 90 til 274 kr. Hanzkar, Prjónavesti fallegir og vandaðir, bæði fóðraðir og ófóðraðir, ensk og ísl. einnig loðnir á bakið. Náttföt HÁLSKLUTAR og TREFLAR Nærföt mjög smekklegt úrval. góð og ódýr. STORMBLUSSUR og JAKKAR Telpukápur, DrengjaiVakkar Nokkrir loðfeldir, með tækif'ærisverðí og vildark jörum. Prjónavörur allsk., svo sem: Jakkar, Treyjur, Peysur, Vesti, Náttk jólar, Barnafot, Bangsabuxur, Sokkar, Hosur, Sundbolir, Skýlur o. m. fl. Eitthvað fallegt og gott fyrir alla f jölskylduna. Komið tímanlega og helzt fyrrihluta dags. Það h jálpar okkur og þér fáið betri afgreiðslu. Vesta Laugavegi 40. Sími 4197. Sígarctta- kTelkjarar mmes Sími 1884. Klapparstíg 30. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. VÖRUMIÐAR-- VÖRUUMB ÚOIR TEIKNARI.STEfAN JONSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.