Vísir - 22.12.1942, Blaðsíða 5

Vísir - 22.12.1942, Blaðsíða 5
V ÍSIH Þriðjudaginn 22. desember 1942 »Hvað fyrir mér vakti með uppdrættinum að Hallgrímskirkju.« Frásögfn Onðjóns l^anauelssonar hnsamnistara ríkisins. MWallsrimskirkjan og hið fyrirhugaða umhverfi ™ ™ hennar á Skólavörðuhæð er að nýju orðið að höf- uð dagskrármálum Reykvikinga. Það er öllum ljóst orðið, að með byggingu kirkjunnar og með skipulagn- ingu Skólavörðuhæðarinnar fer höfuðborg okkar ís- iendinga að verulegu leyti að breyta um svip. Hallgrímskirkja sjálf er frumleg arkitektonisk listasmið. Höf- undur heiinar — húsameistari — liefir sótt hugmynd sína yfir í íslenzka jörð, yfir í stuðlabergið, sem er íslenzkast, fegurst og myndríkast allra l)ergtegunda. Vísir hefir farið þess á leit við Guðjón Samúelsson, húsa- meistara rikisins, að hann skýrði lesendum blaðsins frá þvi hvað fyrir honum hefði vakað, með Hallgrimskirkjuhugmynd sinni, og fórust honura orð á þessa leið: Fjórar liöfuðástæður hafa •ráðið miklu um það, að Iiall- grimskirkjan hefir fengið þann ytri svip sem líkanið sýnir. A- stæðumar eru: 1. Kirkjan stendur á bæstu hæð bæjarins og gnæfir því turnspíran langt yfir bæinn. 2. Kirkjan stendur á fastri klöpp, og var því eigi hægt að hafa undirkiikju, (kapellu) nema með því að gera stórfelldar sprengingar, sem hefðu kostað of fjár. 3. Kirkjan lokar fyrir eina af stærstu götum bæjarins. 4. Eg hefi reynt að nota íslenzka ljergtegund (s^tuðlaberg) sem fyrirmynd í kirkjunni. Hallgrímskirkjan gnæfir svo hátt yfir bæinn, og sézt viða frá, að eg taldi réttast að tum- inn yrði mjög hár og glæsileg- ur, og í turnspírunjii sjálfri 3'rðu sett smá-op milli stuðl- anna og inn í spíruna sjálfa yrðu settir sterkir ljóskastarar, frá þeim streymdu svo Ijós- geislar út í geiminn, sem líking uppá guðs-dýrðarljós, sem lýsti yfir höfuðstaðinn, og í myrkri myndi þetta verða lýsandi stjama, sem fyrsta kveðja til sjómanna og annara vegfar- enda, sem til höfuðstaðarins koma. Sökum þess að kirkjan stendur á föstum grunni, varð að byggja kapellurnar ofan- jarðar út frá kirkjunni. Þessar kapellur gerði eg á þann bátt, að þær rynnu inn i lieildarsvip kirkjunnar og gætu fallið í sameiginlegt innra fyrirkomu- lag hennar á sem auðveldastan .hátt. Þetta tel eg að geti sparað mikla fjárupphæð við kirkju- bygginguna. Þar sein kirkjan lokar fyrir eina af aðalgötum bæjarins, liefi eg látið kapellurnar standa nokkuð framar en framblið tumsins, og þar sem allar hlið- ar kapellanna em gerðar eftir stuðlabergs-fyrirmyndum, hefi eg komið því svo fyrir, að stuðl- arnir liafa haldið áfram i lx>ga að framhlið turnsins og um leið gert þá smáhækkandi svo sá síðasti endar í sömu liæð og efri brún turnsins. Á þennan hátt fæst líking stuðlabergsgjáar, þar sem inngangurinn er i miðj- unni, og um leið er eins og kirkjan breiði faðm sinn móti öllum þeim, sem til hennar leita. Á austurgafli kirkjunnar myndist stuðlabergsgjá, sem Iiið allra helgasta í kirkjunni (kórnum) er þiýst inn i. Á þennan bátt myndast stuðla- bergsgjár á báðum göflum kirkjunnar, livor til síns brúks. Hliðarveggir kirkjunnar eru mjög liáir og þurfa mikinn styrkleika, því þakþunginn þrýslir þeim út. Til þess að þurfa ekki að hafa þessa veggi alltof þvkka og' dýra, eru þeir gerðir fremur þunnir og styrktarstoðir settar upp, með þeim. Þessar stoðir befi eg myndað í stuðlabergs- formi, og geta þær þannig orðið prýði fyrir kirkjuna um leið og styrkleilcinn ^krafðist þeirra. Hinn beimsfrægi listgagn- rýnandi John Ruskin befir sagt i einu af ritum sínum, að liúsa- gerðarlist væri sem steingerð músik. Og þar sem orgelpípurn- ar inni í kirkjunni gefa sina guðdómlegu tóna um kirkju- í'úmið, eins eiga stuðlabergs- súlurnar, sem af öllum íslenzk- um bergtegundum líkjast mest orgelpipunum, gefa sína stein- gerðu tóna út í geiminn. Eg liefi sem viðast notað töl- urnar þrjá, sjö og niu, sem telj- ast helgar tölur, t. d. eru þrjú tröppuuppstig við aðalinngang- inn, kirkjunni er skipt að innan í þrjá hluta, gluggarnir á lilið- um kirkjunnar eru niu, glugg- arnir á kórbyggingunni eru sjö, tröppur frá kirkjugólfi upp á kórgólf verða 7. Kirkju- byggingunni er þannig fyrir komið að byggja má liana Hallgríms- kirkja. smám saman eftir þvi sem efni og ástæður leyfa, og má nota hvem hlutann sem bvggður er til þeiri'a kirkjuverka sem hann var aúlaður til frá byrjun, án þess að nokkuð þurfi að breyta þeim Jiegar síðar verður byggt við þá, t. d. má byggja hvora kapelluna fyrir sig. Því þær ganga aðeins að kirkjunni sjálfri. Opið milli kapellanna (turninn) mætti svo bvggja upp i fullri liæð, og væri þá öll frómhliðin með þeim svip sém hún er fyrirhuguð, komin, síðar mætti byggja sjálfa kirkjuna í einum áfanga, og síðast kórinn. Eg vil aðeins geta þessa vegna þess, að eg befi heyrt nokkra menn halda því fram að mjög óheppilegt væri að byggja kirkjuna í smááföngum, heldur yrði að bíða þar til hægt yrði að byggja hana alla í einu. Flestar hinar stærri kirkna erlendis hafa verið hyggðar í smááföngum, og skal eg t. d. nefna, hinar miklu gotisku kirkjur miðaldanna, sem tók fleiri aldir að byggja, einnig vil eg nefna stórfelldustu nútima kirkjusmíði Norðurlanda, Grundtvigskirkju i Kaupmanna- höfn sem nú er nýlega lokið við. Bygging hennar stóð vfir 30 —40 ár. Eg befi nú lauslega lýst lík- aninu af Hallgrímskirkju, svo mönnum verði ljósara hvað fvrir mér vakti er eg gerði upp- dráttinn að kirkjunni. Grundtvigs- kirkjan í K.höfn. LíFlÐ í ReYKJAVÍK HÚSMÆÐRAFÉLÁGIÐ að bafa eftirlit með lireinlæti í OG MJÓLKURMÁLIÐ. Á fundi i Húsmæðrafélagi Revkjavíkur, seni nýlega var haldinn, var rætt um mjólkina og mjólkurbúðirnar. Ungfrú Sigríði Eiríksdóttur, sem hefir með höndum breinlætiseftirlit, var boðið á fundinn. Gerði hún þar grein fyrir störfum sínum, sem, enn væru á byrjunarstigi. Hvatti bún Húsmæðrafélagið til þess, að veita þessum málum lið. Fjörugar umræður urðu um málið og kom fram megn óá- nægja yfir mjólkurskortinum i bænum, en þess var krafizt, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að auka lireinlæti við meðferð mjólkurinnar og flýta afgreiðsl- unni, og var bent á, að kippa mætti afgreiðslunni i lag með því að láta ekki gosdrykkja-, brauða- og sælgætissölu fara fram í búðunum, j>egar aðal- mjólkurkaupin fara fram, og ennfremur, að kaupendur væri hvattir til að koma með lient- ugri ílát, svo að siður þyrfti að notast við trektir. Var þannig tekið i mjög svipaðan streng og gert hefir verið i bréfuin og greinum, sem birzt hafa hér í blaðinu. Þá komu fram skoðanir um, að flokka beri mjólkina eftir gæðum. Er sjálfsagt, að þeirri kröfu verði sinnt, ef ekki strax, þá eins fljótt og tök eru á. Ennfremur var rætt um nauð- syn þess, að koma upp mjólkur- búðum í nýju hverfunum, víðar en orðið er, og var samþykkt að fela stjórninni að samþykkja tillögur hér að lútandi og senda réttum blutaðeigendum. ROTTUGANGURINN f BÆNUM. Reykvíkingur hefir skrifað um rottuganginn í bænum o. fk: „Eg er Vísi þakklátur fyrir ágæta ritstjórnargi'ein um TOttu- ganginn i bænum. Var þar skörulega skrifað um þetta vandamál. Mig hefir furðað á því, að ekki skuli hafa heyrst neitt frá bæjaryfirvöldunum um þetta mál, er það liefir verið gert að umtalsefni í ritstjórnar- grein í elzta dagblaði bæjai'ins. Vfirleitt gera bæjaryfirvöldin allt of lítið að því, að láta til sín heyra, þegar réttinætai’ um- kvartanir koma fram í blöðun- um, frá einstaklingum og blöð- unum sjálfum. Maður skyldi til dæmis halda, að þeir, sem eiga mjólkurbúðum og öðrum búð- um, þar sem matvæli eru seld og' hreinlæti er áfátt, létu til sín Iieyra. Vísir hefir birt bréf um þessi mál, sem liafa liaft inni að halda bendingar, sem vert er að taka til greina. Þótt nokkr- ar hafi verið teknar til greina í sumum búðum, hefir það ekki verið gert annarsstaðar. — Ekki heyrðist neitt frá heilbrigðisfull- Irúa né öðrum, það eg' man, eft- ir ritstjórnargreinina góðu um rottuganginn, þar sem lýst var bversu ástatt er í þessum efnum. En nú sé eg að komin er liin árlega (eða misserislega?) aug- lýsing um kvartanir um rottu- gang i liúsum. Það er ágætt að eitthvað sé aðhafst. En mér er spurn: Hví er ekki látið til skar- ar skriða í baráttunni gegn rott- unum, með þvi að taka upp samstarf við setuliðið? Er hér ekki tækifæri til þess að hefja sókn, sem ekki má dragast ? Það þarf að herja á „óvinina“ ekki aðeins i húsununi -— heldur alls- staðar þar seni þá er að finna, hvarvetna þar sem úrgangi hefir verið kastað — og svo þarf að haga svo til, að engir sorphaug- ar verði neinsstaðar í framtíð- inni. Brenna ruslinu, sökkva því eða eyða á annan hátt. Og vel á ininnst: Þrátt fyrir sorp- liremsunarbílana getur enn að að líta tunnur fullar af sorpi og rottur vaðandi í kringum þær, er í’ökkva tekur. Sorpílátin eru of smá — og ekki með nægilega góðum lokútbúnaði. Reykvíkingur.“ • Vitlaus vísa. Þessi fyrirsögn er dálitið vill- andi, því vísa sú er hér urn ræð- með farin. Reyndar er það óðs manns æði, að ætla sér af ásettu ráði að leiðrétta eitt eða annað nú á tímum, því hávaði fólks virðist yfirleitt hættur að bugsa en Iætur bílana og bíóin, vatns- kranana og skólpleiðslurnar annast þann óþarfa fyrir sig. Þetta kann nú að þykja eitt- livað orðum aukið, en hinu neit. ar enginn, að flaumur nútím- ans er orðinn mikill. — öllum liggur ósköp á að komast eitt- livað, og kapphlaupið er vissu- lega háð. En livert erum vér að hlaupa, kæru bræður? Eru allar þessar ferðir okkar samkvæmt áætl- un, eða eru þær án fyrirheits? Er ekki timi til kominn að kasta mæðinni, staldra við and- artak og athuga sinn gang? Davíð Kristjánsson. Fæddur 1. maí 1878. Ðáinn 11. des. 1942. M I N N I N G. í lyftingu sá eg þig síðast á gnoð, er sigldir frá jarðvistar ströndum. En þungur var byrinn, er þandi voð og þaut, svo að hrikti í böndum. I stafni var lifið, og stefnt var að ódáinslöndum. Þin sál hafði leitað um hugsanahöf, og hafdjúpin guðlegra fræða, sem breitt hafa eilífðarbjarma á gröf, og bent upp til vizkunnar hæða. og leiðarljós eru að uppsprettu andlegra gæða. Og ljúf er sú minning, er með okkur býr, um manndóm og göfgi þíns anda, og hug þinn, sem ávallt var alúðarhlýr, og eins voru tök þinna handa. Og góð mun þér vegferð til vonanna eilifu landa. Kristján Sig. Kristjánsson. Hugsunin er til alls fyrst. Og fyrst er hún ávallt á skeiðsenda, sé urn markmið að ræða. Næst er þá tíminn til athug- unar. Satt er það, eigi nær hann langt, mældur í ævi hvers ein- staklings. Hefur enginn svo vit- ur verið, að hann liafi greint upphaf timans eða endi. Vér getum því óhræddir numið staðar og blásið úr nös þess vegna. Ekkert liggur á. Það hefur aldrei vitnast enn, að nokkrum manni hafi verið út- hýst, eða að hann hafi ekki náð háttum í eilífðinni, hversu lengi sem bann hefir verið á leiðinni og Iiversu seint sem hann hefir komið. Vér þurfum þvi ekki að hafa liraðann á þess vegna. En vér getum ekki neitað því, að dálítið vit og ofurlítil kunn- átta er nauðsynlegt nesti á lífs- leiðinni, en þessa njótum vér hvorttveggja með því að fara hægt og rólega, staldra við og líta í kringum oss á alla vegu. Munið að hlaupa ekki. Þjálfi er alltaf fyrstur á skeiðsenda með liuga og' sál mannsins, svo freini, að handhafi eigi hvort- tveggja vakandi i fórum sínum. Ekkert liggur á. Hófleg leti, samfara íhugun og iðjusemi andans, er einhver dýrmætasta dvggð mannanna. — En nú segjumst vér ekki j komast leiðar vorrar án pen- ' inga, og þeirra verðum vér að afla með öllum ráðum, hvað sem það kostar, annars bíður vor ósigur í kapphlaupinu, verðum úti á lífsleiðinni; nafn og númer tapað; bappdrætti ævinnar stöðvað, glötunin \’is. Amen. En það er nú einu sinni ekki skylda vor, að lilaupa svo nákvæmlega eftir tízkunni, að vér þurfum endilega allir að verða alveg snarvitlausir, þótt einhver eða einhverjir hafi ein- hverntima orðið fyrir þeim gerningum. En öll er þessi pen- ingagræðgi skynvilla eins og peningarnir eru sjálfir. Þeir hafa aldrei verið neitt og verða aldrei neitt. Sjálfir verða þeir varla notaðir til fæðis eða klæð- is. Þeir eru aðeins ávísun á ein- hver óþekkt andleg eða efnisleg lífsþægindi, og þau lífsþægindí eiga aftur rót sína að rekja til andlegs og efnislegs starfs og ihugunar, sem hyggindi og mannvit samfara rólegri íhug- un og sífelldu starfi framleiða hægt og bítandi úr skauti nátt-> urunnar. Ef vér gefum, okkur ekki tíma til að athuga þetta, geta peningar orðið mesta böl okkar mannanna. Nú er oftast og mest um þetta spurt: Hve mikið hefurðu haft upp? Er það segin saga, að slik spurning setur mann- gildið ekki á æðra bekk en pen- ingana sjálfa. Um hitt er ekki spurt: Hve mikið gagn hefirðu unnið? En svo eg víki aftur að vis- unni, sem minnst er á .hér að framan, þá er hún vitlaus í úr- valsútgáfu þeirri er formaður menntamálaráðs valdi og út kom 1940 og málaferli urðu af; að minnsta kosti er vísan þar ekki rétt með farin, en það hefir verið kallað vitlaust í íslenzku máli. Hitt lætur nærri eins og þar stendur, að þetta sé „eftilvill síðasta Vísa skáldsins‘‘ Verður að segja eins og er, að formaður menntamálaráðs hef- ir þar farið óvanalega nærri sannleikanum, eftir sínum hætti, af þvi þetta er síðasta. visa skáldsins. Þá er það visan eins og húm kom frá heila og hjarta skáldsr ins, sögð af vörum þess:. Gengi er valt, þá fé er fall — fagna skalt í hljóði — Hitt bar alítaf hundraðfalt,,. er hjartað galt úr sjóðL 18. nóv., 1942. Skuggi. Eimpeiðin. Okt.-des. heftið er nýkomið út og flvtur efni það, er hér fer á eftir: Jólin (sönglag) eftir Hallgrím Helgason. Þrjár jóla- teiknmgar eftir Barböru W. Árnason, Jól og vísindi eftír Þorstein Jónsson, Úr Suður- eyjum eftir Ingólf Davíðssom Hlutur liúsfreyju á Sturlunga- öld, eftir Björn Sigfússon. Kjarval og siðasta sýning lians, eftir ritstj. Tvær sumarinj’ndir, eftir Huldu, Soffía Guðlaugs- dóttir leikkona, eftir Eárus Sigurbjörnsson. Gullforðinn f Bandaríkjunum, Maðurinn, sem ekki beyg'ði sig (smásaga), Fjörðurinn minn (kvæði), eftir Einar Friðriksson, Dagbók frá styrjöldinni 1939—1912, Ham- farir, sögn Guðnýjar Péturs- dóttur, Þagnarstundin, eftir ritstj., Kominn heim (kvæði), eftir Þóri Rergsson, Arfleifð (kvæði) eftir Þráinn, Raddir, Ritsjá o. fl. ------- "Tl' j Frá hæstarétti: Þann 30. nóv. var kveðinri* upp dómur i hæstarétti í mál- inu valdstjómin gegn Þórði Stefánssyni. Sannað ]x>t ti i máli þessu,- að kærði hefði ekið bifreið ölvað- Ur og hlaut bann í héraði 10 daga varðhakl og var sviptur ökuleyfi í 13 mánuði. Hann skaut dómi þessu til liæstarétt- ar. En eftir uppsögn héraðs- dóms kom upp að kærði liafiðú áður með dórni verið svípfur' ökuleyfi í 3 mánuði fyrir ölvun við bifreiðaakstur. Urðu úrslft sakarinnar þau í hæstarétti aði staðfest var úkvæði béraðsdóms um 10 daga varðhald en kærði sviptur ökulevfi ævilangt. Skipaður sækjandi málsins var lirl. Kristján Guðlaugsson og skipaður verjandi brl. Garð- ar Þorsteinsson. • Þann 9. des. var kveðinn upp dómur i málinu valdstjórnin gegn Halldóri Bjömssyni. Var honum gefið að sök og hann fundinn sekur um það, að liafa notað ófaglærðan mann við múrarastörf við liúsbyggingu hér í bænum. Hlaut liann 100» króna sekt og var dæmdur ti¥ þess að greiða allan sakarkostn- að. Sækjandi málsins var lirl. Ein- ar Ásmundsson, en verjandi hrL Sigurgeir Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.