Vísir - 24.02.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 24.02.1943, Blaðsíða 1
e Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan’ (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsta Simt: 1660 5 llnur 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 24. febrúar 1943. . 44. tbl. I r leik I Tiiiiis Þýzkur skriðdreki í Tunis, sem orðið liefir fyrir fallbyssu- kúlu frá bandamönnum. Rommel mun enn reyna að ná Tehessa. Víglína hans í lausu loíti núna. OMMEL hefir nú verið stöðvaður i sókn sinni til Tala eftir harða bardaga. En það er búizt við því, að hann muni gera enn eina tilraun til þess að taka Tebessa og neyða með því Breta til undanhalds umhverfis Medjes el Bab. Eins og nú standa sakir er víglína Rommels i lausu lofti. Han hefir aðeins flutningaleið gegnum Kasserine-slcarðið og hún er mjög auðvelt skotmark fyrir flugvélar. Blaðamenn í Norður-Afriku líta því svo á, að Rommel verði annað livort að hörfa aftur til Kasserine-skarðs, eða gera tilraun til að ná Tala og Tebessa, til að komast þar að járnhrautinni. Hann mun frem- ur reyna hið síðamefnda og við fyrsta tækifæri. Churchill-skriðdrekar eru nú farnir að taka þátt í bardögum í Tunis og þykja reynast vel. 1 fyrsta bardaganum, sem þeir tóku þátt i, voru þeir niu saman gegn 14 þýzkum skriðdrekum. Leikar fóru svo, að einn brezkur skriðdreki var eyðilagður og fjórir þýzkir. Flugvélai' liafa tekið mikinn þátt í bardögum að undanförnu og i fyrradag, þegar bardagar stóðu sem hæst, fóru þær í 20 árásarleiðangra til Kasserine- skarðs og nágrennis þess. Aðfaranótt mánudags gerðu möndulveldaflugvélar tilraun til ámsar á Tripoli, en voru hrakt- ar á brott, eftir að fimm höfðu verið skotnar niður. Catroux vongóður. Catroux, hershöfðinginn franski, sem var gerður að land- stjóra í Sýrlandi eftir að Bretar tóku landið 1941, hefir nú lagt það embætti niður og er tekinu við nýju starfi í þjónustu de Gaulle og Stríðandi Frakka. Hefir hann verið gerður sam- bandsforingi, sem kallað er, við foringjaráð Girauds i Norður- Afríku. Er það uýtt starf, sem stofnað var eftír að þeir de Gaulíe og Giraud hittust og mið- ar að því að jafna miskliðina milli Frakka. Giraud veitti blaðamönnum viðtal eftir að hann kom fyrir fullt og allt til Norður-Afriku til að taka við starfinu. Kvaðst henn vera mjög vongóður um endir bardaganna í Tunis og gerði ráð fyrir, að bandamenri mundu verða búnir að hreinsa til þar eftir svo sem tvo mán- uði. Nýr flugforingi í vestur-sandauðninni. í gær var tilkynnt um eftir- mann Conynghams, marksálks, við yfirstjóm brezka flughers- ins í vestur-sandauðn Egipta- lands. Sá, sem við tekur, er 37 ára gamall vara-flugmarskálk- ur, Broadhurst að nafni. Hann ei yngsti maður bre!zka flug- liersins, sem hefir svo ábyrgðai’- mikið starf á hendi, en er talinu mjög vel til starfsins fallinn. Sem orustuflugmaður hefir hann verið 600 klukkustundir á lofti og er vel þekktur heima á Englandi fyrir listflug. Sviþjód: Þýzki sendiherrann vill ekki fara heim. Sendiherra Þjóðverja í Stokk- liólmi, sem settur var af fyrir skemmstu, hefir ekki í hyggju að snúa aftur til I>ýzkalands, segir í fregn, sem Stokkhólms- blaðið Svenska Dagbladet birtir. Hitler var óánægður með það, að hann skyldi ekki fá því fram- gengt við sænsku stjórnina, að hún leyfði Þjóðverjum þá her- flutninga um landið, sem þeim þætti nauðsynlegir, og setti hann af. Jafnframt var lionum, gefin skipun um að koma lieim til að gefa stjórninni skýrslu. Sendilierrann, sem heitir Zu- wiet fursti, neitaði að fara heim til Þýzkalarids og keypti sér villu í Södertádje, skanunt frá Stokkhólmi, þar sem liann hyggst að húa fyrst um sinn að minnsta kosti. Níðustu fréttir Þjóðverjar stofna nýtt landvarnaráð Enn ein járnbraut rofin í Ukrainu. Hraustleg vörn Þjóð- verja í A.-Ukrainu. At) undanförnu hafa mikilvægar og violækar breytingar verið látnar fram fára á æðstu herstjórn Þýzkalands og landvörnum. Því hefir heyrzt fíeygt, að Hitler hafi falið von Manstein vfirherstjómina, en verið mótmælt í Berlín sem ill- kvittnislegum rógi. Nú berast fregnir frá hlutlausum löndum, sem hafa það fyrir satt, að stofnað hal'i verð nýtt landvarnaráð fyrir Þýzkaland. Tekur það ákvarð- anir um hvað gera skuli tií að efla varnir þess og lánda þeirra sem Þjóðverjar hafa Jagt undir sig undanfarin ár, skiptingu mannaflans, sem fyrir hendi er, milli hers- ins, hergagnaiðnaðarins og landbúnaðarins. Meðal þeima, sem nefndir hafa verið í sambandi við stofnun þessa landvamaráðs, eru Guderian og von Unruh hers- höfðingjar. En fregnir frá Stokkhólmi og Zúrich herma, að innan skamms muni skýrt frá nöfnum fleiri meðliina þess í BerJín. Guderian er einn þekktasti skriðdrekahershöfðingi Þjóðverja. Hann er sagður liöfundur þeirra hardagaaðferða, sem þýzkar skriðdrekasveitir heita, en Bretar lialda þvi fram, að hann byggi þær á kenningum brezka skriðdrekahershöfðingjans Fullers, er var fyrsti skriðdrekasérfræðingur hernaðarsögunnai*. Guderian tók þátt í innrásinni í Póílánd, Frakkland og Rússland. Þegar Rússar hófu gagnsókn sína við Moskva haustið 1941, heið Gud- erian allmikinn ósigur og litlu siðar varð hann að láta af her- stjórn á vígstöðvunum, vegna heilsu sinnar eða af öðrum or- sökum. Fyrir skemmstu var svo tilkynnt, að hann liefði verið gerður eftirlitshershöfðingi með bryndeildum þýzka hersins, og að hann ætti að sjá nm þjálfun þeirra. Von Lnruh er ekki eins þekktur utan Þýzkalands, en hami mun njóta allmikils trausts yfirmanna sinna. Ilann var fyrir nokkuru skipaður til að liafa yfirumsjón með söfnun manna handa Þjóðverjuni eftir að algei' vinnuskylda var sett á. Herstjómartilkynningin frá Eisenhower á hádegi skýrir frá því, að hersveitir Itala og Þjóð- verja hafi verið reknar á flótta fyrir norðan og norðvestan Kasserine. Fréttastofufregnir segja, að þeir sé búnir að hörfa allt til Kasserine-skarðsins. Rússar gáfu í gær út fxlkynn- ingu um töku þriggja merkra horga í Ukrainú. Helzt þeirra er Sumy, horg með 40.000 íhúum, um 150 km. fyrir norðvestan Karkov. Er hún við braut, seni liggur frá Karkov og greinist J>ar til Bryansk og Kiev, en um 5(1 km. fyrir norðan Sumv er hraul in, sem liggur frá Kursk til Kiev. í Sumy er allmikil sykurvinnsla. Þá hafa Rússar tekið horgina Lebedin, sem er allmiklu vestar, og hafa Rússar ekki komizt vesl- ar en þetta í vetur. Skammt þar frá tóku þeir Aktyrka, um 40 km. fyrir suðvestan Lehedin og 90 km. fyrir norðaustan Poltava. Loks hafa þeij' færzt enn hær Orel eftir hrautinni frá Kursk. Tóku þeir i gær horg, er heitir Malo Arkangelsk, og er uin 00 km. suður af Orel. Manntjón Rússa. Vegna )>eirra upplýsinga, sem Stalin gaf í dagskipan sinni i gær til rauða hersins um tjón Þjóðverja, hefir ]>ýzka frétta- stofan „German Transocean News Agency“ gefið út skýrslu þýzku herstjórnarinnar um tjón Rússa tj| j>essa. Telur þýzka hor- Stjórnin, að fallnir, særðir ng . fangar i liði Rússa sé orðnir átján milljónir ogdvö hunrduð þúsund. Hergagnatjónið nemur 34,000 skriðdrekum og 48.000 fallhyss- um. í gær var tilkynnt í Þýzka- landi, að framvegis myndi verða minna um póstsendingar til vígstöðvanna en hingað til. Er þvi borið við, að flutninga- öðrugleikar sé svo miklir, að ekki sé hægt að flvtja annað en J>að, sem er bráðnv uðsyn leg t f\TÍr herinn. ítalskir her'shöfðingjar falla. Síðustu dágana liafa tveir ílalskir liershöfðingjar fallið A austurvigstöðvunum. Sá, sem fyrr féll, var flughershöfðing- inn Seechi. Hann fór í leiðangur til að lijálpa innikróuðum ítölsk- mn hersveitum, varpa niður til þeirra matvælum og skotfærum, en kom ékki aftur. Hinn, seni tilkynnt var um í Rómaborg i gær, hét Sarro og var hershöfðingi i svartstakka- sveitunum ítölsku. Spánverjar hafa enn sent sveit sjálfboðaliða til austurvigstöðv- anna. í fregnum frá Beriin í morgun segir, að á þriðjud. hafi sjálfJböðaliðaflokkur lagt upp frá Spáni til að sameinast „bláu sveitinni“ í Rússlandi. Skíðamaraþon Rússa. í tilefni af túttiígu og fimm ára afmæli rauða hersins fór fram skíðamaraþon-hlaup i Rússlandi og voru þátttakpndur Iv’ö þúsund að tölu. Skíðamenn- i'rnii’ Voru Játnir ganga 2400 km. á iiókkrum döguin, ren enda- markið var skamnit frá Moskva. Þátttakendur voru eingöngu úr skíðasveitum hersins. LONDON: Times og News Chronicle hafa skrifað um það, að Bret- ar ætti að láta Gandhi lausan. — Líðan haná er óbreytt eftir að honum skánaði í fyrradag. Illkið tjón í Wilhelmshavea. Lundúnablöðin birta nú myndir frá Wilhelmshaven, sem téknar voru úr njósnaflugvél, og sýna þær, að tjón hefir orðið giiðarmikið í borginni. í einni af siðustu loftárásunt á borgina varð svo mikil spreng- ing þar, að flugmenn sögðu. að )>eir hefði aldrei séð aðra slíka og gizkuðu þeir á það, að þeir hefði hæft tundurskeyta- eða duflabúr. Við höfnina voru 50 skúrar, sem þessi hergögn voru geymd í, en myndirnar sýna, að uin 40 þeumi ejru með öUu horfnir, og munu það hafa verið þeir, sem sprungu í loft upp við hina miklu sprengingu, en alls nær tjónið yfir um 60 hektara lands. Gera Bretar ráð fyrir þvi, að það niuni vera fáar rúður heilar í Wilhelmshaven eftir þessa geigvænlegu spreúgingu. Flugbátur ferst hjá Lissabon Þegar amerískur flugbátur var að koma til Lissabon i gær frá Baiidaríkjunum, varð allt í einu sprenging i honum, er hann var að lenda á Tejo-fljóti. Fjörutíu manns voru með flughátnum, en aðeins sev’tjáu hafa bjargazt. Fjögur lik hafa fundizt. en nitján manns er saknað og eru engar likur fyrir því, að )>eir geti verið á lifi. Meðal farþega á flugbátnum voru tveir hlaðamenn, sem háðir eru týndir, og nokkrir .kvik- mvndaleikarar, sem voru að fara til að skemmta ameriskum hermönnum, utan Bandaríkj- anna. Taiið er að flubáturinn „Yankee Clipper‘‘ hafi rekizi á eitthvað, er liann lenti. Útfall- ið kervði hann í kaf, og þeir. sem hjörgúðust, bárust )>rjá kilómetra á brott frá slysstaðn- úm, áður en )>eim varð bjargað. Brezki herinn %. stóraukinn. Ernest Bevin, verkamálaráð- hen'a Breta, skýrði frá því í gær á Jnngfundi, að brezki herinn mundi stóraukinn á J>essii ári. Hann sagði einnig, að á þessu ári muni fleira fólk verða tekið lil starfa í vopna- og hergagna- smiðjum landsins. Erfiðieikarn- ir, sagði Bevin, eru ékki mestir við að útvega vinnuafíið, heldur mun það verða erfiðara að koma því fyrii' og flytja )>að á vinnu- staðina. Taldi Bevin, að til )>ess gæti komið, að stjórnin neyddist til að skylda vinnuveitendur til að taka eins mikið og liægt væri af konum, er ynnu aðeins hálfan daginn, vegna )>ess að taka Jm'fti tillit til þarfa heimilanna. Loksins hvatti Bevin alla til að auðvelda framleiðslu og flutninga með þvi að ferðast sem allra minnst. Maginot-virkin sprengd x loft upp. Svissneska hlaðið Basler Nacli- richten birtir fregn um það, að Þjóðverjar vinni nú sem óðast að því að sprengja upp virki Maginotlínunnar, en m;ilmar allir úr þeim eru siðan flutt- ir heim til ÞýzkalancLs, þar sem þeir eru notaðir á nýjan leik i hergögn lianda herjum, Þjóð- verja. U ndanfarna daga höfðu heyrzt sprengingár miklár frá Elsass til Sviss og héldu menn, að um loftárásir Breta væri að ræða, en skýringin hefir þá ver- rð þessi málmsofnlih Þjóðverja. Sigur bandamanna á þessu ári. Wallace, varafor^eti Banda- ríkjanna, hélt ræðu í gær og minntist meðal annars á mögu- leikana á því, að hægt væri að sigra Þjóðverja á þessu ári. Taldi hann það ekki ósenni- legt, að þetta væri hægt, en til þess að það mæti lánast, yrði hæði Bretar og Bandarikjamenn að leggja hart að.sér, þeir yrði að beita öllum kröftum í þágu stjrjaldarinnar, eins og Rússar hafa gert. Þótt vel. hefði gengið undanfarið ár, þá mætti það ekki hafa þau áhrif á menn, að þeir færi sér að, engu óðslega nú, því að það mundi bara lengja stríðið. Maisky, sendilierra Rússa i London, hélt ræðu í gær, þegar opnuð var sýning til minningar uin tuttugu og finvm ár rauða hersins. Hann sagði, að menn mætti ekki láta sér til hugar koma, að Þjóðverjar væri að því komnir að leggja árar í bát. Það væri rangt, en hinsvegar hefði bandamenn nægan styrk til að greiða þeim rothöggið, ef rétt væri á haldið. Nýja Guineá; Loftsokn gegn Japönnm við Miibo. Bandamenn halda uppi öfl- ugri loftsókn gegn Japönum við Muho, svo að þeir munu vera að húast til brottfarar þaðan. Mubo er ein helzta vamarstöð Japana fyrir austan Salamaua og virðist leikurinn vera að fær- ast þangað. í nótt gerðu flugvélar banda- manna harða árás á Rabaul og hæfðu m. a. beitiskip eða stóran timdiúspílli þrem 500 pundíi sprengjum. Rússlandssöfnunin í erlendu útvarpi. 1 útvarpi á norsku frá London i gærkveldi var sagt frá Rúss- landssöfnuninni, sem kommún- istar hafa gengizt fyrir. Var sagt frá þvt, að um sjötiu heldri borgarar Reykjavikur, með biskupinn í broddi'fylking- ar og nokknra alþingismenn, tiefði lýst samúð sinni með Rússlandi og tekin þau ummæli upp úr áskoruninni, að íslend- ingar hefði alltaf kunnað að ineta hreysti og tiugprúða bar- áttu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.