Vísir - 01.03.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, mánudaginn 1. marz 1943. 48. tbl. 1& / (> , ■ BI k r *■' .. '<*:• X*g£V V. ; f x Hersveitir þurfa oft að fara á land þar sem hafnir eru litlar eða engar, svo sem myndin sýnir, en hún er tekin einliversstað- ar á strönd Nýju Guineu. Þarna er svo aðgrunnt, að j>egar nauð- synlegt varð að koma benzinbirgðum til hersveitanna á landi, var ekki hægt að renna flutningaprömmunum upp í fjöru og varð að varpa tunnunum útbyrðis nokkurn spöl frá landi, en þaðan veltu hermennirnir þeim upp á land. Bandamenn taka Feriana. möndalherirnir hörfa til upprnna- leg^n §töðvanna. M 'öndulveldíriiersveitirnar eru enn á undanhaldi í Mið-Túnis og hafa þær yfirgefið Feriana, en bandamenn eru þegar búnir að taka þá borg. Sjást þess enn engin merki, að undanhaldið sé hætt og gera blaðamenn í Norður-Afríku ráð fyrir því, að möndulherimir muni ekki láta staðar numið fyrr en þeir eru komnir til hinna fyrri stöðva sinna. Feriana er um þrjátíu kíló- metra fyrir suðvestan Kasserine og eru þær báðar við sömu jám- brautina, sem liggur frá Suse til Gafsa. Bandamonnaherinn sækir einnig til Sbeitla, en þá borg hefir hann ekki tekið enn- þá. Fyrir sunnan Feriana er Gafsa, sem bandamenn urðu einnig að hörfa úr, þegar mönd- ulveldin hófu |>essa sókn sina fyrir um það bil halfum mán- uði. Til Gafsa liggur einnig önnur braut fná ströndinni um Maknassi og geta möndulher- imir haldið uppi flutningum um hana til Gafsa, þó að hin leiðin til borgarinnar hafi verið rofin. Ætti þeir þvi að geta var- izt þar, enda þótt þeir hafi þurf t að hörfa úr næstu borgunum. En um það verður auðvitað ekkert sagt að svo komnu máli, hvort þeir ætla sér að láta staðar numið þar. Fluglið bandamanna gerir i sifelhi árásir á hinar hörfandi sveitir og ann þeim engrar hvildar, en langdrægar fallbyss- ur eru einnig oft i skotfæri. Tal- ið er að möndulhersveitimar hafi misst að minnsta kosti fjórðung þeirra rúmlega fimm- tiu skriðdreka, sem þeir tefldu fram i öndverðu. N orðurvígstöðvamar. Þar hafa sóknaraðgerðir möndulhersveitannaekki leitt til e'ins mikillar framsóknar og að- gerðir þeirra á miðvigstöðvun- um. Þetta stafar af þvi, segja til- kynniugar þaðan, að þar sé að- eins um leiðangra að ræða til þess að trafla flutninga banda- manna og leggja jarðsprengjur að baki viglinu þeirra. Engar fastar viglinur eru þarna, eins og ef um skotgrafa- henað væri að ræða, og þvi geta hersveitir komizt langt vestur á bóginn eftir dölum og fjalla- skörðum, án þess að um raun- verulegan sigur sé að ræða, enda Iáta sveitir möndulvelílanna, sem þarna fara, að jafnaði und- an síga, þegar þær telja sig hafa náð markinu. Ein slík sveit fór tæplega 16 km. árásarleiðang- ur vestur á bóginn i fyrradag, áður e!n hún sneri aftur tiil bækistöðva sinna. Möndulsveitirna hafa misst 14 skriðdreka á þessum hluta vigstöðvanna, en að minnsta kosti 350 ítalir hafa verið teknir til fanga. 8. herinn á í skærum við útverði mönd- ulhersvdtanna við Mareth-lín- una, eu það mun ekki hafa við rök að styðjast, sem útvarpið í Alsír sagði í gær, að hann væri búinn að rvðja sér braut gegn um hana. Flugvélar 8. hersins liafa með- al annars gert árás á Sýrakúsu 30 inenn hafi beðið bana en 71 særzt. Japanir hörfa hjá Mubo. • 660 féllu í febrúar. Enn hefir komið til bardaga á Mubo-svseðinu á Nýju Gui- neu. Lögðu bandamenn til at- lögu og hröktu Japani á flótta. Hersveitir bandamanna eru fast við Mubo, sem er ein síðasta varnarstöð Japana fyrir suð- austan Salamaua. Hafa þær sótt fram 50 km. frá Wau. ,1 herstjórnartilkynningu frá MacArthur í morgun er frá þvi greint, að i síðasta mánuði liafi sex hundruð og sextíu Japanir verið lelldir, en 73 verið teknir til fanga. Sumir þessara manna voru felldir í skógunum um- hverfis Buna, en þeim liafði tekizt að flýja inn i þá, eftir að hernum þar var tvistrað. I loftárás á flugvöll Japana í Kupang á Timor voru 13 jap- anskar flugvélar eyðilagðar á vellinum. Engin amerísk flug- vél fórst í þessum leiðangri. Mótspyrna Þjóðverja vex óðum vestan Donetzhéraðs Erfið sókn til Japans. Ummæli Nimitz flota- foringja. Nimitz flotaforingi, yfirmað- ur Kyrrahafsflota Bandaríkj- j anna, hélt ræðu í gær um að- j stöðuna á Kyrrahafi. Hann sagði, að nú væri svo komið, að búið væri að stöðvn .Tapani og þeim snúið við á sig- ! urbraut sinni suður á bóginn. J Sigurinn á Guadaleanal sýndi | það Ijóslega. Þá væri næst fyrir að reka þá af þeim svæðum, þar sem þeim hefði gefizl tími til að búa um. sig um alllangt skeið, og það mundi ekki verði neinn leikur. Það yrði, að eyðileggja skip þeirra, sagði Nimitz, og geíra hækistöðvar jæirra ónot- hæfar eða gagnslausar, til |>ess að hægt væri að komast að „taugakerfinu", Japan sjálfu og gera þar j>ann usla, að þaðan va‘.ri ekki hægt að herja aftur. Litlu eftir að Nimitz hafði haldið ræðu sina hárust fregnir um j>að, að amerískar steypi- flugvélar hefði ráðizt á herflutn- ingaskip og fylgdarsnekkju skammt frá Nýju Georgíu og kveikt í háðúm. Áhlaup og gagnáhlaup skiptast á í sífellu. • Rússar þokast áfram suðvestur af Voroshilovgrad. Herstjórnartilkynningar Rússa liinar síðustu skýra frá því, að þeir eigi í sífellt liarðnanói bardögum fyrir vestan Donetz-héraðið, fyrir suðvestan borgirnar Kramatorskaja og Krasnoarmeisk. Þ jóðver jar hraða sér við að senda nýtt lið til vígstöðv- anna og |)að er sent fram til áhlaups um leið og það kemur úr hílunum, sem flytja það þangað. Þeir senda líka fram mikið af skriðdrekum, og hafa sumir þein*a, sem Rússar hafa komizt yfir síðustu dagna verið næst- um þvi alveg nýir og aðrir voru nýkomnir frá verk- smiðjunum. Þjóðverjar hafa *kýrt frá því, að þeir hafi tekið borgirnar Kramtorskaja og Losovaja. Rússar hafa ekki getið j>essa, en lik- iegast er að þær sé ýmtst á valdi Þjóðverja og Rússa, eins og margar smærri borgir ú þessum slóðum, að j>ví er segir i fregn- um frá Rússlandi. Jafnskjótt og Þjóðverjar hafa gert áhlaup og náð einhverjum stað, gera Rússar gagnálilaup og hrekja j>á þaðan aftur. Þá senda Þjóðverjar enn fram lið og þannig geng- ur þetta koll af kolli, myrkranna á milli og oft um nætur líka. Nýtt amerískt flugstöðvarskip. Nýju flugstöðvarskipi — Monterey — var hleypt af stokk- unum í New Jersey í Bandaríkj- unum í gær. Þetta er fimmta fiugstöðvar- skipið, sem rennt er á sjó á um það bil sex mánaða tíma. Um leið og þetta var tilkynnt í Washington í gær, var og skýrt frá j>ví, að fjórum tundurspill- um hefði verið rennt ú sjó sam- tímis í skipasmíðastöð í New Jersey. Er það i þriðja skiptið á 10 mánuðum, sem sú skipa- smiðastöð hleypir af stokkunum svo mörgum tmidurspállum í einu. Á einum stað voru gerð fimm áhlaup á einum sólarhring og jægar dagur var að kveldi kominn, höfðu Rússar enn stað- inn. Þeir höfðu misst mikið lið, en eyðilagt fyrir Þjóðverj- um 15 skriðdreka og fellt um fimm hundruð menn. Með því að verjast j>arna gera Þjóðverjar tvennt í eiriu: Þeir hindra það, að Rússar geti kom- izt að Dnjepr-fljóti J>essa leið og jafnframt koma jæir i veg fjTÍr, að Rúsasr geti hindrað undanhald liersveitanna austur í Donetz-bugðunni. Er því ekki að furða, j>ótt J>eir leggi sig alla fram um að hindra frekari framsókn Rússa, en tíminn einn gétur sýnt, hvorir verði jx>lbetri og beri sigur úr býtuni, þarna. Sótt frá , Voroshilovgrad. Eina svæðið, sem Rússar segja frá framsókn undangenginn sólarhring, er fyrir suðvestan Voroshilovgrad. Þar er það, sem J>eir reyna að komast á snið við Taganrog, vegna harðvitugrar varnar Þjóðvérja j>ar og ætla sér j>ess í stað að komast til sjáv- ar fyrir vestan j>ú borg, eða við Mariupol. I>á myndi vörnin við Taganrog fara út um þúfur. Eftir þrigga daga harða "bar- daga á jxissum slóðum hafa Rússar nú getað tilkynnt framr sókn aftur. Tóku þeir tuttugu og fimm fallbyssur í bardógum þaraa, auk ýmislegs annars her- fangs. Litlar hemaðaraðgerðir annarsstaðar. Rússar segja ekki frá neinum verulegum hernaðaraðgerðum annarstaðar á vigstöðvunum, aimað en að þeir sæki á í sömu áttir og ú sömu stöðum og áður, en Þjóðverjar segja hinsvegar frá j>vi, að Rússar sé víða að gera minni háttar áhlauþ, sem fari öll út um þúfur og sé þeim dýr, bæði í mönnum og vopnum. Meðal annars segja Þjóðverjar frá því, að Rússar geri oft á- hlaup fyrir sunnan Ilmen-vatn, en þeim sé jafnóðum. hrundið. Stirð tíð. Flugvélatjón beggja var held- ur minna undanfarna viku eri oft áður. Rússar misstu 87 flug- vélar, en skutu niður fyrir Þjóð- yerjum og eyðilögðu á annan íiátt 160 flugvélar. Þetta er talið að nokkru leyti stafa af þvi, að veður hafa verið með versta móti á austurvígstöðvunum að undanförnu, einkum á suður- hluta jieirra, j>ar sem hlákur og jiíðviðri hafa breytt flugvöllum í kviksyndi eða tjarnir. 1000 smál. sprengja varpað á St. Nazaire Brezkar flugvélar gerðu gríð- arharða árás á kafbátabæki- stöðina í St, Nazaire á vestur- strönd Frakklands. Meira en einu þúsundi smálesta — millj- ón kílógramma — af sprengj- um var varpað á borgina og höfnina. Fimm flugvétar komu ekki aftur úr þessum leiðangri. Undanfama fjóra sólarhringa hafa brezkar og ameriskar flug- vélar gert viðtækar árásir á ýmsa staði i I>ýzkalandi, Hol- landi, Belgíu og Frakklandi. Níðii§tu fréttir Herskylda í Eystra- saltslöndunum. Almenn lierskylda hefir verið lögleidd af Þjóðverjum i Eystra- saltsrikjunum litlu, Eistlandi, Iættlandi og Litháalaridi. Menn geta aðeins valið um það, Iivort }>eir vilja beldur vera i herdeild- um, sem i verða eingöngu menn firi þessum löndum, eða herdeildum J>ýzka hersins, sem í verða að öðru leyti Þjóðverj- ar. Norskur prestur hefir slopp- ið til Bretlands. Gefur hann ljótar lýsingar á framferði Þjóð- verja og Quislinga. Ribbentrop hefir verið á ferðalagi til Rómaborgar. Hrakningar báta á Vestf jörðum. Undir lielgina lentu margir vestfirzkir vélbátar í hrakning- um, þar á meðal v.b. Hekla, sem var í póstferð frá Isafirði til Að- alvikur. Báturinn komst til Að- alvikur, en varð að snúa aftur vegna véðurofsa og komst við illan ieik til Isafjarðar aftur við svo búið. Fiskibátar margir misstu lóðir og komust í hann krappan, en náðu jx> heim við illan leik. Bændaflokkur Finna vill frið. Sendlherraráðstefna i Helsinkl. Bændaflokkur Finnlands hefir samþykkt ályktun um að mynduð skuli ný stjórn í landinu, er hafi það hlutverk að semja frið við bandamenn fyrir Finnlands hönd. Bændaflokkurinn er annar stærsti stjórnmálaflokkurlands- ins, en sósíalistaflokkurinn sú stærsti. Ei-u ekki nema nokkrir dagar síðan hann samþykkti á- lyktun um það, að Finnar ætti að leitast við að fá frið. Þýzka útvarpið hefir einnig skýrt frá því, samkvæmt frétta- stofuskeyti frá Helsinki, að helztu sendihei'rum Finna hafi verið stefnt þangað í þessari viku. Grippenburg, sem er sendiherra í Péfagarði, er þegar kominn heim og hið sama er að segja um prófessor Kivimaki, sem er sendiherra Finna i Ber- íín. Finnski sendiherrann í Stokkhólmi, de Wasastjerna, mun að ölhim likindum koma til Helsinki i dag. Þessar fregnir allar eru settar i sambandi við þá striðsþreytu, sem rikjandi er í Finnlandi, og fregnimar um það, að Finnar leiti sérfriðar. 1 Bretlandi er þetta þó talið standa í sambandi við það, að Finnar eigi að fara á stúfana fyrir Þjóðverja og leita fyrir sér um frið fyrir þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.