Vísir - 01.03.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1943, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Bitstjórar: Kristján GnSlaagBson, Hersteinn Pólsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiðJunnL AfgreiSsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 16*0 (fimm línnr). VerS kr. 4,00 & mánuSL Lausasala 35 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Tilgangslitlar deilur. Tillögúr ríkisstjórnarinnar í dýrtíðarmálunum hafa nú nokkuð verið ræddar i blöðun- um, og er mála sannast að dreg- ið hefir úr andúð þeirri, sem í upphafi gætti í J>eim umræðum. Flestir eru þeirrar skoðunar að tillögúr ríkisstjórnarinnar beri að skoða sem málamiðlun fyrst og frémst, þar 'sem reynt er að samræniá hagsmuni hinna ein- stöku stétta og flokka, þáimig að á einskis rétt sé gengið. Blöðin tfelja að vonum, að ríkis- stjórninni hafi ekki tekizt að finna nýjar leiðir lil þess að leysa váridann, en dalt úokkur- um mánúi slíkt i hug? Ríkis- stjórnin hefir gert J>að, sent flokkúnuin tókst ekki að gera. Hún ’ hefir l'ágt fyrir Alþingi ákveðnar tillögur til úrlausnar, sem segja má að séu eðlilegar og sanngjamar, og þannig Jxik- að málinu miklu nær lausninni, en það hefir komizt til þessa, meðan að flokkar fjölluðu einir ( úm l>að innan þings. Það er ekkí nóg Jió'tt tlökkarnir viiji' vel og hafi ýmsar lillögnr fram að bera, ef þeir geta ekki sam- einast u,m J>ær lillögur, en liver berst fyrir sínum hagsmunum einhliða, alveg án tillits til J>ess, hvað J>jóðarheildinni er fyrir heztu. Samvinnan milli flokk- anna fór út um þúfur í upphafi J>ess þings er nú situr, af þeim sökum einum að J>að skorti á eðlilega málamiðlun, en öfgun- um var lyft í æðsta sess og gerð- ar alls náðandi. Þessari hindr- un, fyrir eðlilegum framgangi málsins, hefir ríkisstjórnin rutt á braut, en þó þannig að J>ing- flokkarnir verða að taka á- kveðna afstöðu til lausnar dýr- tíðármalanna, hvort, sem þeir ganga inu á tillögur ríkisstjóm- arinnar eðá ekki. Hafi J>eir fram að bera bétri tillögur, sem Jæir geta sameinast um, er ekkert nerna gott um J>að að segja, — málið hefir nálgast laúsn sina, J>ótt tillögum ríkisstjómarinn- ar verði. hafnað. Flokkamir geta ekki skolið sér undan Jæirri skyldu að afgreiða málið, þegar á Jiessu J>ingi, en J>að er höfuðnauðsynin. Allir eru sammála um að ó- hjákvæmilegt sé að gera á- kveðnar ráðstafanir til að leysa dýrtíðarmálin, sem og að þær ráðstafanir J>urfi að vera rétt- látar, ganga jafnt yfir alla, og ganga dkki feti framar en bein nauðsyn krefur. Að sjálfsögðu miðast tillögur ríkisstjómar- innar fyrst og fremst við J>að, hvað óhjákvæmiléga verður að gera, en sneitt er hjá því skeri, að J>ær séu róttækar um skör fram. Úr því, sem komið er, er vitatilgangslaust fyrir flokkana að fara að metast um það, hver Jxárra eigi mesta sök á Öng- þveiti því, sém ráða J>arf fram úr, en þjóðin dæmir J>á fyrst og fremst eftir jivi, hvort J>eir sýna nú fullán vilja á að leysa málin, eðá hvort J>eir hverfa að hinu ráðinu að þvælast fyrir, rejma að spilla málinu eða eyðileggja væntanlegan árangur af þeim ráðstöfunum, sem gera á, Ríkis- stjórain hefir innt af höndum sína skyldu, en nú eiga flokk- arnir eftir að taka afstöðu til másins og eftir því. er beðið. Þótt verkalýðsflokkamir svo- kölluðu hafi tekið málinu óvin- samlega í upphafi, má gera ráð fyrir að áróður Jxiirra finni lít- inn hljómgrunn meðal þjóðar- innar, sem krefst J>esss fyrst og fremst að J>að verði leyst á við- unandi hátt, og færist sizt und- an því að taka á sig nokkrar byrðar skamma stund, til J>ess að skapa viðunandi ástand í landinu og tryggja jafnframt framtíðarhag þjóðarinnar. Það er öllum ljóst að ef vel á að vera J>arf vísitalan að komast niður í 12. stig, þ. e. a. s. vera ekki hærri en hún var, er afurða- sölusamningarnir vom gerðir. Hvort slíkt tekst skal ósagt lát- ið, en hyert stig sem vinnst mið- ar að heilbrigðara ástandi í landinu en nú er. Beri J>jc’>ðin gæfu til að sameinast í {>eirri viðleitni að kveða niður dýrtíð- ina og ömurlegustu afleiðingar hennar, J>arf ekki að kviða ár- angrinum, en hitt er jafnvist að J>að er þjcVðin sjálf, sem úrslitum ræður, en ekki ríkisstjómin eða löggjafarþingið. Lög, sem setl eru l>eint gegn vilja almennings eru ekki líkleg til árangurs, og J>ví veltur á mestu að almenn- ingur geri sér Jiess ljósa grein hverjum skyldum hann hefir að gegna, — ekki aðeins hver stétt J>jóðfélagsins, heldur fyrst og fremst hver einstaklingur. Þegar menn atliuga hverjar fórnir eru fæ.rðar af almenn- ingi allra landa á Jiessum liörm- ungalímum, leynir sér ekki að íslenzka Jijóðin hefir enga á- stæðu til að kvarta undan J>eim óverulegu fómum, sem hún þari' að færa, en sem miða fyrst cjg fremst aðjiví að bæta sjúkt atvinnu og fjárliagsástand og hæla ])að lil framhúðar. Hag- ur ýmsra stétta liefir verið ]>rengdur allverulega nú J>egar, og má í rauninni segja að nú sé röðin komin að launastéttun- um og bændum. Allar stéttir hafa brugðist vel við hinum op- inberu ráðstöfunum til Jæssa, og verður J>ví ekki trúað fyr en á reynir að 'veruleg breyting verði í J>essu efni, ]x>tt allar stéttir verði að bera byrðarnar sameiginlega , — byrðar, sem i rauninni engar eru. Handknattleiksmótid Drengilegir leikir 4. handknattleiksmót íslands hófst í fyrrakvöld, fyrir fnllu húsi áhorfenda. Forseti I. S. I. setti móti ðog hvatti menn til að stunda þessa góðu íþrótt. Síðan hófust leikimir sem vom hraðir, spennandi og drengilega leiknir. Fyrst léku Fram og Haukar úr Hafnarfirði. Haukar unnu með 25 mörkum gegn 10. Því næst unnu Víkingar K. R. með 21 gegn 13. Þriðja leik unnu í. R. gegn Fimleikafél. Hafnarfjarðar með 25 gegn 13. Fjórði og síðasti leikurinn Jætta kvöld var milli Ármanns og Vals, og mátti vart á milli Sjá, hvor sigra myndi. Leikar fóru ]>annig, að Valur vann með 22 gegn 20. Mótið heldur áfram i kvöld og hefst kl. 10. Keppa þá J>essi félög: Kvenflokkur Ármanns og K. R., síðan meistaraflokkur karla Hauka og Háskólans og Valur og í. R. Mótið fer fram eins og áður í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar. — son. Áheit á Hallgrrímskirkju í Saurbæ. afhent Vísi af síra Sig- urbirni Einarssyni: io kr. frá N.N. Skíðamót Rey k J avíkur Mesta þátttaka, sem verið lieflr f Reykjavlkurmóti. Mótid er ómetanlegur undirbúningur fyrir Sunnlendinga undir Landsmótið. O eykjavíkurmótið hófst loks að Skálafelli á laugar- dag Veðrið var ekki sem hagstæðast og snjór var fremur blautur. Fyrst var skíð'affanga karla 20—32 ára, A- og B-flokkur. Lengd um 12 km. Gangan fór fram nálægt skíðaskála Ij>rótta félags kvenna við Skálafell. Kej>pendur voru 11. Urslit urðu J>essi: 1. Georg Lúðviksson, KR 1 klst. 13 m. 06 sek. 2. Björn Blöndal, KR 1 klst. 14 m. 52 sek. 3. Hörður Björnsson, ÍR 1 klst. 17 m. 56 sek. Sveit K.R. vann í annað sinn farandhikarinn „Rlái borðinn“, sem gefinn var af Smjörlíkis- gerðinni „Smára“. I sveitinni voru: Georg Lúðvíksson, Björn Blöndal, Hjörtur Jónsson og Björn Röed. Þá var skíðacjanga unglinga 17—19 ára. Lengd urn 8 km. Gangan fór frain á sömu slóð- uin og ganga aldursflokks 20 —32 ára. Iveppendur voru 5. Úrslit urðu J>essi: 1. Haraldur Björnsson, KR 44mín. 16 sek. 2. Jóliann Eyfells, lR 45 mín. 16 sek. 3. Hörður Hafliðason, Á 46 mín. 16 sek. í gær var mótinu lialdið á- fram frá hádegi, og hófst J>á brunið. Brunbraut var hin sama fyr- ir alla flokka. Brautin var of- an af háhnúk Skálafells (771 m.) og suðaustur af fellinu. Hæðarmismunur 390 m., lengd um 2 km. Færi: Hjarn með foksnjó á köflum. IJrslit urðu: A-flokkur (4 keppendur): 1. Gísli Ólafsson, íþrf. Hásk. 2mín. 11,4 sek. 2. Magnús Árnason, ÍH 2 mín. 31,8 sek. 3. Björn Blöndal, KR 2 mín. 42,8 sek. fí-flokkur (10 keppendur): 1. Haraldur Árnason, ÍR 1 mín. 58,8 sek. 2. Haukur Hvannberg, ÍH 2 mín. 13,6 sek. 3. Björn Þorbjörnsson; ÍR 2 mín. 45,0 sek. C-flokkur (38 keppendur): 1. Björn Röed, KR 1 mín. 43,8 sek. 2. Sigurjón Sveinsson, l.H. 1 mín. 49,9 sek. 3. Skarphéðinn Jóhannsson, Á 1 mín. 53,0 sek. Meðalhraði fljótasta manns í bruninu (Björns Röed, KR) var um 70 km .á klst. Næst var: keppt í svigi. Mis- munandi svigbrautir voru fyr- ir A-, B- og C-flokka, sunnan í Skálafelli, vestan við skíða- skála K.R. Hæð brautar A-flokks var 150 m., lengd um 550 m. Hæð brautar B-flokks 130 m., lengd um 500 m. Hæð brautar C- flokks 90 m„ lengd 450 m. tJrslit urðu þessi: A-flokkur (4 keppendur): 1. Björn Blöndal, KR 108,6 sek. 2. Magnús Árnason, ÍH 109,0 3. Georg Lúðvíksson, KR 118,8 B-flokkur (9 keppendur): 1. Jóhann Eyfells, ÍR 98,9 sek. 2. Jón Jónsson, KR 99,6 sek. 3. Einar Gúðjohnsen, ÍH 101,5 C-flokkur (32 keppendur) ;• 1. Karl Sveinsson, Á 94,8 sek. 2. Kári Guðjónsson, KR 97,8 Haraldur Björnsson, KR 97,8 Að lokum fór fram keppni i svigi kvenna. Þar voru 10 kepp- endur. Þessar urðu hlutskarp- astar: 1. Maja Örvar, KR 34,6 sek. 2. Ásta Benjamínsson, Á 43,7 3. Ragnheiður Ólafsd., KR 45,9 Reykjavíkurmeistarar urðu J>ví J>essir: Skíðaganga: Georg Lúðviksson, KR. Brun: Gísli Ólafsson, íþr.fél. Hásk. Svig kvenna: Maja Örvar, KR. Svig karla: Björn Blöndal, KR. Mót J>etta er eitt hið mesta, sem haldið hefir verið sunnan- lánds og fyrrsta opinbera kapp- mót, ]>ar sem keppt er í bruni. Má telja mótið ómetanlegan undirbúning fyrir sunnlend- inga undir Landsmótið, sem haldið verður í Hveradölum um miðjan mánuðinn. Verzlun: IMÍfií) M0M i janfiar. Fyrsta mánuð þessa árs fór útflutningur okkar allur til tveggja landa, Bandaríkjanna og Bretlands. Megnið af útflutningnum er eins og venjulega ísfiskur' og vár hann Jx> með minnsta móti þennan mánuð, eða aðeins tæp- ar tvær milljónir króna að verð- mæti, en í sama mánuði í fyrra, nam ve'rðmæti hans rúmlega sex og hálfri inilljón króna. I janiiar i fyrra voru. Irland, Brasilia og Iíúba einnig meðal jæirra landa, sem keyptu af okkur, en að J>essu sinni hafa J>au helzt úr lestinni. 1 janúarmánuði á síðasta ári skiptust útfluttu afurðirnar einnig í tuttugu flokka, en að þessu sinni var aðeins um átta vöruflokka að ræða. flmerísicar landhfinaQar myndir sýndar lér. Miðvikud. og föstud. s. 1. vom sýndar í Tjamarbíó landbúnað- arkvikmyndir, sem ameríska sendisveitin hefir útvegað hing- að. Myndimar em fjórar, en áð- ur en sýning Jxúrra hófst á- vörpuðu ]>eir Hjörvarður Árna- son, starfsmaður við amerísku sendisveitina, og Ámi G. Ey- lands, framkvæmdastjóri, gest- ina, en meðal Jæirra vom full- trúar Búnaðarþings og fleiri. Fyrsta myndin sýndi amer- iska sléttu, J>ar sem stórgripir og sauðfénaður eru á beit i kaf- grasi, en næsta myndin fjall- aði um líf og starf æskulýðs Bandarikjanna. Þá var sýnd mynd um húsdýrarækt vestan hafs og loks var sýnt, hvernig heimilishaldi og búskap hefði verið háttað í Bandaríkjunum, áður en rafmagnið kom og til samanburðar breytingin, sem orðið hefir af völdum J>ess. 25 ára starfsafmæli: Pétur Ingimundarson slökkviliðsst j óri Einn ötulasti starfsmaður bæjarins, Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri, á 25 ára starfs- afmæli í dag. Skipunarbréf hans er að visu dagsett 8. marz 1920, en gildir frá 1. sama mánaðar, en starf sitt sem slökkviliðsstjóri hóf liann sem settur 1918. Áður hafði hann verið 8 ár vara- slökkviliðsstjóri. Ifefir hann verið foiystumað- ur Slökkviliðsins frá J>ví að J>að var bæði fámennt og átti fátt á- lialda. Þegar hann tók við stjórninni 1918 átti Slökkvilið- ið engan bil, heldur voru dælur og vagnar dregnir af hestum. Framfarirnar hafa verið örar og miklar, bæði hvað snertir áhöld og þjálfun liðshis, enda liefir árangurinn orðið eftir þvi. Eldsvoðum hefir farið fækk- andi og J>au skipti sem eldur liefir komið upp, hefir venjuleg- ast fljótt tekizt að ráða við hann. Bæjarbúar liafa notið ]>essa árangurs í ]>vi, að bruna- tryggingariðgjöld í Reykjavik hafa farið si-lækkandi. Munu allir Reykvíkingar óska liinum röska slökkviliðs- stjóra til hamingju með daginn og votta honum þakkir fyrir gott starf. ,,.Eqjrurt er á fiöllum* . Skopleikur þessi var sýndur í fyrsta sinn í gærkveldr íyrir fullu húsi og vií) ágætar undirtektir. Auk Haraldar Á. Sigurðssonar og Al- freðs Andréssonar leika flestir vin- sælustu leikarar Leikfélagsins og nokkrir efnilegir byrjendur. -— Næsta sýning verður annað kvöld, og hefst miðasala kl. 4 í dag. Menntamálaráð hefir úthlutað heildarstyrk til listamanna sem hér segir: Til rit- höfunda 62.500 kr., myndlista- manna 20 þúsund,' tónlistarmanna 10 þúsund og leikara 5 þúsund. — Félagsdeildir Bandalags íslenzkra listamaiína skipta síðan upphæðum Jjessum til einstaklinga. Næturlæknir. Bjarni Jónsson, Reynimel 58, sími 2472. Næturvörður i Laugavegs apóteki. Næturakstur. Bifreiðastöð Reykjavíkur, sími 1720. „óli smaladrengTir“. Svo mikil var aðsóknin að barna- sýningunni í gær, að miðar fóru á svipstundu. Var í skyndi ákveðið að leika í dag og byrjáð að, selja miða á þá sýningu um leið. Þeir seldust einnig upp. Níræðisafmæli. . Frú Álfheiður Þorsteinsdóttir í Kirkjubæjarklaustri á níræðisaf- mæli í dag. Bjó hún lengi með manni sínum Gúðm. heitnum Snorrasyni í Fossgerði í Jökuldal. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Erindi um íslenzkar hækur og tókasöfnun (Þorst. Þor- steinsson sýslum.). 20.55 Hljóm- plötur: Mischa Elman leikur á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Árni Jónsson frá Múla). 21.25 Útvarps- hljómsveitin: Alþýðulög frá Wien. Einsöngur (ungfrú Ingibjörg Stein- grímsdóttir): a) Grieg: 1. Med en vandlilje. 2. Jeg elsker dig. b) Jónas Tómasson: Fallin er frá. c) Björgvin Guðmundsson: Vögguvísa d) Piccolomini: Ora pro nobis. (handsög). til sölu. - Uppl. BÍLAVERKSTÆÐI SKAPTA EGILSSONAR. Sími 9085. Bjazni Guðmundsson SUÐURGÖTU 16, löggiltur skjalaþýðari (ENSIÍA). Sími 5828. — Heima 1—2. FLÓRA Símar: 2039 & 5639 Mikið úrval al fallegum blómum. Túlípanar frá 1 krónu. FLÓRA Simi 1884. Klapparstíg 30. Hreinar lércitstnsknr kaupir hnata toö j Félagsprentsmiðjan % FlqGvélar kr. .2.50 Bílar — 3.00 Boltar — 1.75 Blöðrur — 0.35 Rellur — 1.00 Gúmmídýi* — 5.75 Dúkkur ' — 4.50> Armbandsúr — 1.50 Lúðrar — 4.50 Barnaspil — 2.00 Orðaspil — 1.50 Nælur • — 0.50 K. Einarsson & Björnsson Magnús Fhorlacius hæs taréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. RYKFRAKKAR og REGNKÁPUR (margir litir). «HZLe? Grettisg-ötu 57. Bezt að anglýsa í Visl. Dr.lheol. JÓ\ IIELti,lSO\: 1786- Árbækurnar akýra frá öllu þvi helzta er gerzt hefir í Reykja- vík i 150 ár. l VISIH Karlakórinn Kátir félagar. Samsöngur i Gamla Bíó 28. febrúar s.l. Þegar þessi kór kom fyrst opinberíega fram hér i höfuð- staðnum, vakti haun á sér mikla athygli og hugðu menn gott til framtíðar hans. 1 honum var góður efniviður og á söng hans var menningarbragur strax í i byrjun. Það er nú orðið langt j síðan kórinn hefir lialdið sam- söng upp á eigin spýtur, en Jx> hefir hann eigi legið á liði sinu þennan tíma, eins og menn hafa orðið varir við, þvi að liann hef- ir haft samstarf við Tónlisiar- félagið og meðal annars lagt til karlmannaraddirnar við upp- færslu stórverka eins og Messí- as“ eftir Hándel, „Sköpunarinn- ar“ eftir Haydn, „Requiein“ eft- ir Mozart o. fl. vCika, og þannig orðið tónlistarlífi liöfuðstaðar- ins að miklu liði. Kórinn hefir mörgum, góðum kröftum á að skipa og er á söng lians þessi fallegi bjarti blær, sem einkennir okkar heztu kóra og kalla mætti íslenzkan karla- kórbke. Beztu raddirnar eru 1. tenór og 2. hassi, en liinar standa ]>eim að haki, þó.tt þæi- fylli vel upp i sönginn. Fyrsti tenór er skær og liygg eg að meiri lilut- inn af söngmönnunum í J>essari rödd hafi hljúgai', ljóðrænar raddir, og svo muni og ve'ra með söngliðið í 2. tenór. Af J>ess- um ástæðum tókusl J>au lögin einna sízt, sem kröfðust mann- dóms og frumstæðs kraftar, eins og „Hör oss, Svea.“ Fyrsti basgi fór með einsöngslinuna alkunnu „Gud signe dig Noi-eg, mit liell- jge Land“ í laginu „Naar Fjord- ene blaaner“ og kom ]>á greini- lega í ljós, að J>essa rödd vantar sinn Ágúst Bjarnason, en hanri er í 2. bassa og er J>ar auðvitað „rektor spiritus“. Hallur Þorleifsson liefir verið söngstjóri kórsins frá fyrstu tið. Kórinn er því fyrst og írenpst Jians verk að svip og söng. Það hefir og orðið kórnum gciður skóli að syngja í liinum miklu tónverkum, sem getið var um hér að framan. Hallur er góður söngstjóri, nokkuð. varfærinn, svo að maður liefir J>að á til- iinningunni, að meiru sé liægt að ná út úr kórnum en hann sýnir með söng sinum, en liins- vegar gerir hann engar smekk- leysur og setur með söngstjórn sinni menningarhrag á sönginn. Þessi lýsing á söngstjóranum er vafalaust rétt, J>ví að J>að kom og í ljós á Jæssum samsöng, að J>egar liann var búinn að fá lengi nukla uppörfun hjá áheyrend- um með ágætum unclirtektum, J)á fyrst^ tókst honum að sprengja af sér höndin, svo að siðustu lögin sungust með góð- um tilþrifum. Á söngskránni kenndi margra grasa, en að því leyti var hún til fyrirmyndar, að fast að því helmingur laganna voru íslenzk og meðal J>eirra nokkur frum- sungin, eins og „Ólaf“ eftir Karl ,Ó. RunólfsSon, allsérkennilegt lag, en kórhlutverkið nokkuð sundurslitið, (lagið var með píanóimdirleik), og „Stjáni blái“ eftir Sigfús Halldórsson, sem er mikið kórverk og hlaut góðar viðtökur. Páll Isólfsson átti tvö lög, „Söngbræður“, sem sjálfsagt á eftir að verða mikið sungið af karlakórum okkar, og „Þér landnemar“, sem að visu er ekki eins við ajþýðuskap og lag Sig. Þórðarsonar við sama texta, en er samt með allra beztu ísl. kórverkum að því er músik snertir. Af erlendum lög- um vil eg sérstaklega nefna „Sólkveðju“ eftir I>ange-Múller, sem er fíntofið meistaraverk og var prýðilega sungið. Einsöngvarar kórsins voru J>eir Ágúst Bjarnason, Gísli Kjærnested og ólafur Friðriks- son. Um söng Ágústs J>arf ekki að fjölyrða. Allir J>ekkja hans hljómfögru rödd og smekklega söng. Hinir gerðu og sínum lilut- verkum góð skil. Ungfrú Guð- rún Þorsteinsdóttir lék undir á slaghörpu í nokkrum verkum og gerði J>að einkar vel. Húsfyllir var á samsöngnum c;g undirtektir áheyrenda voru sérlega góðar, svo að nokkur lögin varð að éndurtaka, og rigndi blómunum yfir söng- stjórann. Sjálfsagt á kórinn eft- ir að fylla húsið oftar, ef að lík- indum lætur. B. A. Akureyri: Leikfélagið undirbýr »Fjalla-Eyvind« Menntaskólanemendur á Ak- ureyri eru byrjaðir sýning- ar á Spanskflug-unni, að því er segir í skeyti frá fréttaritara Vísis á Akurejn-i í morgun. Hagnaðinum ætla skólanem- endur að verja til J>ess að raf- lýsa skíðaskála sinn. Það mun ekki vera eins algengt á Akur- eyri og hér, að nemendur Menntaskólans haldi uppi leik- starfsemi, en því mun meðal annars valda, að bærinn er lít- ill og ekki fæst mikið i aðra hönd, J>ótt mikið sé á sig lagt. Leikfélag Akm-eyrar hefir leikið „Þrjá skálka“ eftir Gan- drup átta sinnum að undan- förnu við góða aðsókn, en í undirbúningi er Fjalla-Eyvind- ur Jóhanns Sigurjónssonar. Leikstjóri er Jón Norðfjörð og leikur hann auk J>ess Kára, en með lilutverk Höllu fer Ingi- björg Steinsdóttir. Fjalla-Eyvindur héfir einu sinni verið sýndur nyrðra, árið 1922 J>egar frú Guðrúnu Ind- riðadóttur var boðið norður til að leika Höllu. Mýkomið: SNJÖKEÐJUR FJAÐRIR, fram og aftur í Ford og Chevrolet RAFKERTI, 10, 14, 18 og 22 m/m. FRAMLUGTIR og ÞOKULUGTIR BENZÍNPUMPUR FRAMHJÓLSLAGERAR, Chevrolet 1828—40 MIÐSTÖÐVAR Bílaverksíæði Skapta Egilssonar Hvei'fsgötu 29. — Hafnarfirði. Sími 9085. Reglur um iimlieimtii útsvara í Reykjavík ápið 1943. 1. grein. Sérhver útsvarsgjaldandi í Reykjarik, sem gjaldskyldur er við aðalniðurjöfnun árið 1943, skal greiða upp í útsvar J>essa árs 45% af útsvarsupphæð Jxúrri, er honum bar að greiða árið 1942, með galddögum 1. marz, 1. april og 1. maí 1913, 15% af útsvarinu 1942 hverju sinni. 2. grein. Allar greiðslur skv. þessuni reglum skuiu standa á heilum eða hálfum tug króna og þannig jafnað á gjalddagana, að greiðsl- urnar J>rjár verði sem næst 45% af útsvarinu 1942. 3. grein. Nú eru greiðslur skv. reglum þessum ekki inntar af liönd- um 15 dögum eftir gjalddaga og skal gjaldjægn J>á greiða drátt- arvexti af J>ví sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mán- uði, er líður, frá gjalddaga unz greitt er. Þó verður sá gjaldjvegn ekki krafinn um dráttarvexti, sem greiðir að fullu 45% af útsvarinu 1942 fjrrjr 20. apríl 1943. 4. grein. Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda árið 1942 skv. skattafram- tali hafi verið minni en árið 1941, svo að muni 30% eða meira, og skal þá lækka greiðslur lians skv. i*eglum Jæssum hlutfallslega ef liann krefst J>ess. 5. grein. Kaupgreiðendum ber skj’lda til að halda eftir af kaupi starls- manna til útsvarsgreiðslu skv. Jæssum reglum, á sama hátt og með sömu viðurlögum og gilda um almenna útsvarsinnheimtu, með þeim breytingum, sem leiða af ákvæðum 2. greinar. Kaupgreiðendum er skylt að halda eftir útsv^rsgreiðslum greiðsluskyldra starfsmanna, sem J>eir liafa greitt fyrir útsvör ciVösins.1942 .ávjiftss j\ð .tilkvnnn J>urfi Jieiin sérstaklega, á annan liátt en með birtingu ]>essara reglna. 6. grein. Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1943, að greiðslur gjaldþegns á 45% útsvari 1942 skv. reglum þessum, nema hærri fjárliæð en álagt útsvar 1943, og skal J>á endurgreiða J>að sem ofgreitt liefir verið með 1 % vöxturn fyrir hvern rnánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefir verið í vörzlu bæjarsjóðs, eftir rétta gjalddaga, að meðtöldum 15 daga fréstinum skv. 3. grein. 7. grein, Að lokinni áðalniðurjöfnun árið 1943 skal dregið frá útsvars- upphæð hvers gjaldjægns, það sem honum ber að greiða skv. reglum J>essum, ög jáfna J>ví, sem umfram verður á lögákveðna gjalddaga, að viðlögðum gildandi sektarákvæðum ,um dráttar- vexti. Það, sem vangreitt kann að vera skv. reglunum, iná inn- heimta þegar i stað, hjá kaupgreiðanda, eða á hvern annan lög- legan hátt, og ber að greiða af J>vi dráttarvexti frá gjalddögum skv. reglum ]>essum. 8. grein. Lögtak má gera fyrir vangoldnum útsvarsgreiðslurn skv. regluin J>essum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtök fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. grein. Bæjarstjórn auglýsir reglur Jæssar í dagblöðum bæjarins, auk J>ess, sem þær verða birtar i Lögbirtingablaðinu, en aðrar tilkynningar eða auglýsingar þarf ekki að birta gjaldendum eða kaupgreiðendum. ---o---- Reglur J>essar em settar af bæjarstjóm Reykjavikur skv. lögum 26. febr. 1943. Borgarstjórinn. Ritvélaverkstædid Leiknir ep aftur tekid til stapfa. HATTAR ný sending af BATTERSBY-höttum meö breiðum börðum, teknir upp í dag. Fallegrt iirval. Geysir h.f. FatadeiUdin Fasteignaskattar Fasteignaskattur til bæjarsjóðs Reykjavíkur áríS 1943 (húsaskattur, lóðai'skattur, vatnsskattur), svo og < lóðarleiga féllu í gjalddaga 2. janúar þ- á- )■ Af óviðráðanlegum orsökum, vegma þess að skatt- amir eru nú lagðir á samkv. nýju ogbreyttu fasteigna- ; mati, hefir ekki verið unnt að senda ftjaldseðla fyr en nú þessa dagana. Vegna dráttarips á útsendingu g.jald- seðla liefir bæjaiTáð samþykkt, að kref ja ekki dráttar- \ vexti af framanskráðum fasteignagjöjdum fyr en eftír f 1. apríl. Eru gjaldendur því áminntir á, að greiig gjöldin fyrír þann tíma og jafnframt beðnir að gera skrifstofunni aðvart (í síma 1200 eða 2755) hafi þeiir ekki fengið gjaldseðla í hendur. Skrifstofa borgarstjóra. BEZT RÐ AUGLÝSA I VÍSL i____ _____________________i MÓTORLAMPAR NÝKOMNIR \ I \o\---------------- ■ Peysur, pil§ og blú§§nr mikið úrval / V/ : ....... ..... Bankastræti 2 lilkmnin ni sioiæiiioir ■ Ameriska setuliðið hefir skotæfingar, við og við á skotmörk, sem dregin verða af flugvélum, og skotmörk dregin af skipum, þar til annað verður auglýst. Hættusvæði verða sem hér segir: 1. í FAXAFLÓA: Hvalfjörður, Kolíafjörður, Skerja- fjörður og Hafnarfjörður. 2. HVALFJÖRÐUR og landsvæði innan 10 nálivaj radius frá HVAMMSEY. 3. MIÐNES (KEFLAVÍK) og hafið umhverfis MIÐ- NES að 22° 20’ lengdar gráðu. 4. ÖLFUSÁ og mýrarnar suður af Kaldaðarnesi. 5. Svæði sem liggja að: Breiddargráðu, Lengdargráðn Og 64°07’ 21°52’ 64°07r 21°50’ 63°57’ 21°40’ 64°00’ 21°52’ 63°58’ 21°37’ 64°0l’ 21°59’ Varðmenn verða látnir gæta alls öryggis meðan á æfingunum stendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.