Vísir - 08.03.1943, Síða 1

Vísir - 08.03.1943, Síða 1
 Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sim»: 1660 5 linur 33. ár. Reykjavík, mánudaginn 8. marz 1943. 54. tbl. 8. her’inn gerir áhíaup á I>jó3verja Þótt skriðdrekarnir sé nú mest notaðir til að rjúfa varn- ir fjandmannanna, er hlut- vcrk fótgönguliðsins litlu veigaminna en áður, því að það verður að hreinsa til að baki skriðtlrekunum, svo fjandmenn leynist þar ekki, er gefa stofnað flutningum o. þ. h. í Jiættu. Fótgönguliðið verður lika oft að fjarlægja jarðsprengjur, en það er hættulegt verk. — Mýndin hættulegt verk. — Myndin hernum sækja fram í skjóli skriðdreka i nágrenni Tripoli. Hrðö sóko Rússa vestur af Gsatsk. Þeir eru 60 km. frá Viasma. S Svíar auka mat- vælakaup. Innflutningur S\da var heldur meiri á síðasta ári en árið áður, en útflutningurinn var heldur minni en áður. Samtals var verðmæti inn- fluttra vara 1770 milljónir kr. og hafði aukizt um 96 milljónir króna á árinu, en verðmæli út- flutnings nam 1313 milljónum króna, 32 milljónum meira en árið 1941. Innflutningur jókst á matvæl- um, en minnkaði mikið á vél- um og samgöngutækjum. Hins- vegar jókst útflutningur á málmum um tíu af hundraði og sama var að segja um út- flutning pappírs og trjákvoðu. Útflutningur á „vélum“ jókst einnig töluvert, en það stafar aðallega af þvi að Bandaríkja- mönnum var selt skipið Kungs- holm, sem Þjóðverjar segjast nú vera búnir að sökkva. 2.000.000 vinnu- stundir tapast. SA-Asía: r ■ | ■ ifinr flinora m loltsútcn im Stangara eftirlit með verkamönnum í U.S. Tvær milljónir vinnustunda töpuðust í skipasmíðastöðvum Bandaríkjanna í janúarmáHuði, en starfsmenn þeirra eru sam- tals 550.000. Land flotaforingi, formaður • siglingaráðs Bandaríkjánna, liefir gefið þessar upplýsingar í sambandi við það, að fram er komið i þinginu frumvarp um að þeir verkamenn í hergágna- iðnaðinum, sem eru af ásettu ráði fjarverandi frá vinnu, verði sviptir undanþágu frá herþjónustu. Land kvaðst því hlynntur, að frumvarpið yrði gert að lögum. ókn Rússa fyrir vestan og norðvestan Gsatsk er mjög hröð og þeir hafa tekið 74 þorp og smábörgir á einum sólarhring, en þá hafa þeir tekið alls rúmlega 220 þorp og borgir á tveim sólarhringum á þessum hluta vígstöðv- anna. Rússar eru aðeins um 60 kílómetra frá Viasma, sem er uæsta stóra virkið fyrir vestan Gsatsk. En Rússar sækja ekki aðeins úr austri að Visama, því að þeir stefna einnig til borgarinn- ar úr norðurátt. Fara þeir með- fram járnbrautinni frá Resliev, sem þeir tóku fyrir skemmstu og liafa tekið 20 járnbrautahæi og þorp undangenginn sólar- liring. Þjóðverjar hafa sagt frá því, að Gsatsk sé ekki lengur á valdi þeirra, en þeir segjast hafa yfir- gefið horgina af frjálsum vilja, til þess að framkvæma áætlun- ina um styttingu víglínunnar. Rússar segja hinsvegar, að að Þjóðverjar hafi varizt í henni meðan þess var nokkur kostur og liafi þúsundir manna fallið af liði 'Jiein-a. Rússar voru búnir að brjótast áfram báðum megin við borgina, svo að víglínur læirra við liana voru eins og skeifa í lögun. Þá tókst skíða-- mönnum að loka opinu milli skcifuarmanna og með því móti var borgin algerlega umkringd. Rússar eru í sókn á allri vig- línunni frá Staraya Russa til Orel, en síðustu dagana liafa engar fregnir borizt af verulegri framsókn þeirra vestur af Kar- kov eða Kursk. Á Donetz-vígstöðvunum geisa orustur með litlu minni ofsa en áður, en þar eru J>að Þjóðverj- ar, sem eru í sóknaraðstöðu. Yestan við Rostov segjast Rúss- ar hafa brotizt inn í stöðvar Þjóðverja og sé }>ar liáðir harð- ir bardagar. Brctar Jiafa á prjónunum á- form um að auka til mikilla muna hrisgrjónarækt i Guiana- nýlendu sinni í Suður-Ameríku, svo að liún geti fullnægl ölliuu^ þörfum eyjanna í Vestur-Indí- um. Verður framleiðslan aukin upp i 40.000 smálestir á ári, en J>að er talið fullnægja eftir- spurninni. Bissell, yfirmaður ameríska flughersins í Indlandi, hefir skýrt frá því, að þótt monsun- arnir komi, muni ekkert lát verða á loftsókninni gegn Japön- um í Burma. Síðustu dagana Jiafa Lihera- tor og Wellin^ton-flugvélar gert árásir á stöðvar umhverfis Mandalay og auk þess hafa J>eir laskað hrú eána skammt frá Rangoon, sem er mjög mikils- verð fvrir flutninga norður eftir Burma. Þjóðverjar víggirða Balkanlönd n. Þjóðverjar vinna nú af kappi að því að viggirða Ralkanlönd- in og berast fregnir af því við og við í stærsta J)laði Finnlands. „He'lsingin Sanomat" er sagt fra ]>essum viðbúnaði. Segir þar, að meðal annars sé verið að vinna af kappi að J>ví, uð koma upp strandvirkjum í Búlgaríu. Eru | fluttar Jiangað fallbyssur frá i Þýzkalandi og komið fyrir að- a.llega hjá hafnarborgununi, sem lierskip Búlgara nota fyrir hækistöðvar. Þjóðverjar koma sér lílía upp nýjum flugvöllum og stækka þá, sem fyrir eru. Næturakstur. Bifreiðastöð Reykjavíkur, sími 1720. Stórskotalið 8. hersins stöðvaði skrið- dreka Rommels Ekkert lát á bardögum þegar síðast fréttist i nott. Minni bardagar í Norður-Túnis. egar.seinast fréttist í nótt héldu bardagar áfram * af fullum krafti austan vert við Mareth-lín- una os sáust Jiess ekki merki, að því er ségir í skeytum frá fréttariturum, að bardagar mundu hætta skjót- lega, því að Rommel bjóst til frekari átaka og áhlaupa. Hersveitum hans varð ekkert ágengt á iaugardaginn, en hann missti að minnsta kosti 21 skriðdreka í þeim bardögum, sem stóðu frá morgni til kvelds. Hafði tveim áhlaupum þá.verið hrundið af stórskotaiiðinu brezka. Arás hersveita Rommels hófst um klukkan sjö á laugardags- morgun með þvi að tvær sveitir skriðdreka ruddust ofan úr íjöllunum, sem eru ándspænis vinstra fylkingararmi áttunda hersins brezka. Önnur fylkingin fór frá Toujan, sem er litíð J>orp í fjöllununi þania, en hin frá .Hallouf, um tultugu kíló- metrum fyrir sunnan Toujan. Báðir J>essir staðir eru svo sunn- arlega, að þeir eru andspænis vinstra fylkingararmi áttunda liersins. Fylkingarnar tóku stefnu suður á hóginn og er þær voru komnar alllangt í J>á átt, heygðu þær austur og var þá auðséð að ]>ær ætluðu að ráðast á fylking- ararmiiin og reyna að hrekja liann úr þeim stöðvum, sem hann liefir valið sér. „Það var strax auðséð, að Rommel liafði ekkert smáræði i huga með þessari árás,“ símaði í gær einn blaðamannanna, sem fylgjast fast með 8. hernum, Það voru aðallega skriðdrek- ar, sem fóru fyrir hjá Rommel, eu skriðdrekar 8. hersins komu lítt við sögu. Þess i stað tók stórskotalið hans á móti þeim mjög hraustlega, svo að þeir komust aldrei nógu nærri stöðv- um bandamahna og gátu þvi unnið tiltölulega litið tjón. Að minnsta kosti 21 skriðdreki var eyðilagður, eh sennilegt er að margir aðrir hafi verið laskað- ir meira og minna. Aðeins til að trufla og tefja. ! í lönduin bandamanna er ekki / litið svo á, að Rommel hafi ætl- að sér að hefja stórkostlega sókn, heldur hafi eingöngu ver- ið um að ræða hjá honum, að trufla undirbúning 8. hersins og lei'ja áform hans um sókn gegn Mareth-linunni. En árásin kom ekki á óvart, þvi að Montgó- mery veit ofboð vel, að andstæð- ingur lians er slyngur hermað- ur, sem gerir sér ljósa grein fyr- ;r Jiýðingu þess, að gera óvænt- ar árásir og verða fyrri til. Sókn fjarar út í Norður-Tunis. Um leið og fjör hefir færzt i hernaðaraðgerðir í Suður-Tunis, hefir sókn von Arnims i Norð- ur-Tunis fjarað út <>g herma fregnir þaðan, að Bretar hafi nað frumkvæðinu úr liöndum Þjóðverja. Hersveitir möndul- veldanna hafa ekki sótt neiít íram eftir að þær töku þorpið Sedenan, en í fregnum þeirra segir, að þær hafi gert skyndi- álilaup uin tuttugu og fimm km. ]>ar fyrir norðan og hrakið Breta úr þorpi einu þar. Embættismenn fá uppreisn. Nogues hershöfðinugi hefit- sett marga embætlismenn, sem | Vichy-stjórnin liafði rekið úr | embættum sinum, inn í embætt- in aftur. Sumir ]>essara manna höfðu meira að segja verið sett- ir í fangabúðir, að skipan Vichy- st jórnarinnar. Fyrir helgina kom það fyrir í Norður-Afriku, að embættis- maður einn tilkynnti að Gyð- ingareglugerð skyldi tekin í gildi. Þegar það barst til eyrna æðri stjórnarvalda, var tilkynn- ing hans þegar felkl úr gildi, en reglugerðin liafði verið samin í Vichy fyrir skennnstu og er i | gildi í Frakklandi. Fjórar mínútur. Launþegar í landinu fengu á síðasta ári hækkað grunnkaup er nam 25—60%. Þetta var gert vegna þess að talið var að afkoma atvinnu- veganna og opinber rekstur myndi þola þessa miklu hækkun. Nú horfir allur at- vinnurekstur fram á hrun, ef dýrtíðin minnkar ekki. Hjól framleiðslunnar getur því að- eins snúizt, að vísitalan lækki. Ríkisstjómin gerir tillögu um að allir sem laun taka í landinu, leggi fram sem svar- ar 12'/2% af kaupi sínu, sem í fyrra var mikið hækkað, til þess að forðast stöðvun at- vinnuveganna. Jafnframt á að lækka verð innlendrá afurða. Fyrir verkamanninn verður mismunurinn ekki mmri en svo, að fyrir dagskammti af kjöt- og mjólkurafurðum þyrfti hann að vinna f jórum mínútum lengur en hann þurfti fyrir strið. Það er ekki aðeins atvinna þjóðaiinnar, sem um er bar- izt. Það er barizt um það, að hún hafi manndóm til að stjóma sér sjálf. Er ekki nóg komið af ráðleysinu, sinnu- leysinu og sundurlymtinu ? Vilja menn kalla yfir þjóðina nýtt öngþveiti, sem komið gæti öllum málum hennar í sjálfheldu? Er ekki kominn tími til að landsmenn líti sér nær og athugi hvar þeir standa? 100 ár frá endur- reisn Alþingis í dag. Hátíðafundup i Sameinuðu þingi Epindi f útvarpinu í kvöld. J dag eru rétt hundrað ár síðan Kristján áttundi gaf tilskipun um að Alþingi skyldi endurreist. — 1 tilefni þessa féllu venjulegir fundir niður, en hald- inn var sérstakur hátíðafundur í Sameinuðu Alþingi, þar sem forseti flutti ávarp til þings og þ jóðar. 1 kvöld flytur prófessor Einar Amórsson, dómsmálaráðherra. erindi í útvarpið um upphaf Al- þingis 1843. Síðan var samþykkt þings- ályktunartillaga, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela 5 manna nefnd, er ríkisstjórn- in skipar, til að láta fullgera sögu Alþingis, þá er fyrirhug- að var að gefa út á 1000 ára hátíð þingsins 1930, með svipaðri tilhögun og ráð var fyrir gert, ásamt viðauka, er l'jalli um tímabilið eftir 1930, enda sé miðað við, að ritið komi út á árinu 1945, þegar liðin em 100 ár frá endur- reisn Alþingis. Fjórir nefndarmanna skulu skipaðir samkvæmt tilnefn- ingu þingflokkanna, og nefnir hver þeirra einn mann, en hinn fimmti skal skipað- ur án tilnefningar. — Nefnd- in kýs sér sjálf formann. Kostnað að útgáfunni og af störfum nefndarinnar skal greiða úr ríkissjóði." Georg 6. vínnur í hergagnaveiksmiöju. Georg konungur vinnur í hergagnaverksmiðju ánhað hvert kveld í viku, en hann tek- ur ekki nein laun fyrir þau störf. Frá þessu liefir verið skýrt í London og segir í fregntim það • an, að konungur vinni tvo og hálfan tima annað hvert*kveld i viku. Hann er sagður hand- laginn, en vinnuna fékk hann eftir eigin ósk, eftir að hafa séð aðstoðarforingja sína við sams- konar störf.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.