Vísir - 05.04.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 05.04.1943, Blaðsíða 3
V ISIR VISIF7 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H.F. Ritstjórar: Kristján GuSlaagsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu'12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símsr: 1 66 0 (fimm iínur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar.- t Félagsprentsmiðjan h.f. Réttasrfar og blaðamennska. TVÖ HLÖÐ hér í bænuni hafa að undanförnu rætt nokkuð afstöðu dómstólanna til blaðanna, og séð ástæðu tif að finna að því, að þeir, er rann- sókn mála hefðu með'höndum væru tregir til að gefa Ijlöðun- um upplýsingar um málsatvik íjt en rannsókn væri lokið eða dómur genginn. Hefir jafnvel verið tæpt á því, að dómstól- arnir væru með þessu að hylma yfir stórkostleg afbrot og gerðu sér mannamun í þessu efni. Ber þetta vafalaust að skilja svo, sem blöðin vilji með þessu koma almannarómnum á fram- færi, en þess ber þá vel að gæta, að þau geri' ekki slíkar órökstuddar og ástæðulausar ásakanir að sínum. Búastjnætti við að þeir, er við blöð vinna, hefðu þau kynni af almanna- rómnum — einkum eftir að hernámið fór fram, að þeir legðu ekki allt of mikið upp úr honum. Af öllum þeim sögn- um, sem sveimað hafa hér i höfuðstaðnum varðandi alls- kyns misfellur á sambúðinni við setuliðið, hefir meginhlut- inn verið íirein ósannindi, — jafnvel algerlega tilefnislaus. Sagnir, sem ganga manna á meðal varðandi margskyns ó- liöpp einstaklinga, eru oftast tilbúningur einn eða mýfluga gerð að úlfalda i bezta falli. Er því mjög hæpið, að leggja nokkurn trúnað á slíkt slúður. Því fer fjarri, að ritstjóri þessa blaðs hafi nokkura til- hneigingu lil að gefa öðrum blaðamönnuin ákúrur fyrir þær sakir, að þeir meðhöndli efni það, er þeir ræða á ann- an veg én skyldi, enda eiga blaðamenn þá viðurkenningu skilið, að þeir rækja starf sitt af samvizkusemi og hafa enga löngun til að afflytja í frétta- burði inenn eða málefni. Þegar hins vegar rætt er um réttarfar i landinu af megnum ókunnug- leika og ó þann veg, að tor- tryggni gætir i garð dómstól- anna, verður ekki við þagað af þeim, er betur vita. Þótt afbrotamál séu ávallt eftirsótt sem blaðamatur, eru takmörk fyrir því, hversu langt má ganga í slíkum fréttaburði, og er þá ekki öruggur mæli- kvarði að miða við það eitt, livem áhuga almenningur hafi fyrir málinu, heldur verður einnig að taka fullt tillit til hagsmuna sakbornings. Verð- ur þá að gæta þess, að þótt mað- ur sé úrskurðaður í gæzluvarð- hald undir rannsókn máls, þarf ekki sú raunin að verða á, að hann verði sekur fundinn um það er lýkur. Óvarkárni í • fréttaburði, hvort sem er af hálfu dómstóla eða blaða, get- ur haft hinar ægilegustu afleið- ingar fyrir hinn óheppna eða ógæfusama mann, sem undir grun liggur eða sekur er fund- inn, og er þó sízt á böl hans bætandi. Hitt er svo allt annað atriði, að er mál hans hefir ver- ið upplýst að fullu og sök hans sönnuð, er eðlilegt og sjálfsagt að skýra mildilega frá brdtinu, 5 menn teknir fyrir skömmtun- arseðlasvik. FÍMM MENN hafa verið handteknir fyrir að dreifa og nota falsaða skömmtunarseðla. Þeir eru þessir: Jón Kjartansson forstjóri, Adolph Bergsson lögfræðingur, Friðjón Bjarnason prentari og tveir prentmyndagerðarmenn. Tildrög málsins eru þau, að fyrir nokkru kom i ljós grun- samlegir seðlar frá malvöruverzlun í uppgjöri til Skömmtunar- skrifstofunnar. Með ]>ví að sýnt þótti, að seðlarnir væru falsaðir var málið kærl til sakadómara. Frá verzluninni voru seðlarn- m ir raktir til sælgætisverksmiðj- unnar „Víkings“. Forstjóri verksmiðjunnar, Jón Kjártans- son, viðurkenndi að liann hefði fengið seðlana Iijá Adolph Bergssyni lögfræðingi, og þeg- ar Adolph var kallaður fvrir öðrum til viðvörunar, enda getur það haft beina þjóðliags- lega þýðingu, að því leyti sem slik frásögn er birt atmenningi til fróðleiks og líkleg til að af- stýra frekari brotum sama eðl- is. Mál geta auk þess verið þess eðlis, að ekki sé rétl að skýra frá þeim opinberlega, og má þar sem dæmi nefna siðferðis- brot, er bitna á saklausum að- ila. Böl hans er nóg, þótt það verði ekki básúnað út um all- ar jarðir. Af öllum framangreindum orsökum ber dómstólum skylda til að gæta ýtrustu varkárni í öllum skýrslugjöfum sínum og þá ekki sizt lil blaðanna. Á meðan mál er ekki að fullu rannsakað, geta ávallt ný atriði komið til greina, sem gerbreyta hinni endanlegu niðurstöðu, og er þá í upphafi óverjandi, að sá, er rannsókn liefir með hönduin, — og hér á landi er jafnframt dómari i málinu, — láti nokkuð það frá sér fara eða hafa eftir sér, sem ekki er á rökum reist eða fullskýrt og fullsannað. Nú upp á síðkastið liafa kom- ið upp nokkur mál, sem um- fangsmikil eru og erfið við- fangs, en sem einstaka blaða- menn liafa gert að umræðuefni, að því er virðist fyrst og fremst i einskonar óljósu pólitisku augnamiði. Slíkt er meira en liæpið, enda timi bæði lil að tala og þegja. Fleipur um slík mál* geta bakað dómstólum verulega erfiðleika bæði við dómstörfin og afstöðu dómstól- anna tit alm-ennings síðar, og er slíkt æði varliugavert. Full- yrði má, að dómendur hér á landi hafa unnið störf sín með einstakri samvizkusemi og sakadómarinn í Reykjavík er tvímælalaust einbver ágætasti embættismaður, sem völ er á, en hefir auk þess á að skipa þaulreyndum og dugandi full- trúum. Engin þarf að ætla hon- um né öðrum dómendum að hylma yfir með afbrotamönn- um, eða að þeir hafi nokkra tilhneigingu lil slíks. Til þess læra menn lög, að þeir kunni með þau að fara, og varúð dóm- endanna byggist á þeirri þekk- ingu, sem engir blaðamenn fá breytt eða um þokað. I þessu felst jafnframt hin öruggasta trygging þegnunum lil handa, en hvorki má spilla henni né trausti almennings til dómstól- anna. Þess kunnu að finnast dæmi, að framkvæmdavaldið, þ.c.a.s. hinn pólitíski aðili — ríkisstjórnin, — svæfi mál svefninum langa, en það gera dómstólarnir aldrei. Meðan mál eru í þeirra höndum, er öllu óhætt, — blöðunum einnig að bíða átekta. kvaðst liann hafa fengið seðl- ana lijá Friðjóni Bjarnasyni pfentara. Síðan hafa tveir starfsmenn lijá Ólafi Hvanndal prentmynda smið verið teknir, grunaðir um hlutdeild. Prentunin virðist hafá verið framkvæmd nokkuð liroð- virknislega eftir mvndamóti af seðli, enda þekktust hinir föls- uðu seðlar fljótt úr. Hinsvegar er ekki upplýst, hvenær mynda- mótið liefir v.erið .gert, eða af hverjum. 1 ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, þar sem seðlarnir eiu prentaðir, eru þeir prentað- aðir eftir letri, en ekki mvnda- móti. Víða um heim liggja mjög þungar refsingar við slíkum af- brotum. A meginlandi Evrópu er dauðare’fsing lögð við. í Eng- lándi liggur við þessu löng fangavist og missir borga»a- réttinda. Drykkjumannabæliö I Kumbaravogi tekið til starfa. Jon fans’siiörðiir er rööiim forsÉöðuiiiaöiir |)cnm. XT ressingarhælið fyrir drykkjumenn, sem Stórstúkan hefir •• komið upp í Kumbaravogi er nú tekið til starfa, og hefir forstöðumaður yerið ráðinn Jón Sigtryggsson fangavörður. iOaíerð á fi fiáls. 4 Ármenningar dvoldu þar í viku. Fjórir ungir Ármenningar eru fjTir nokkru komnir af Fimm- vörðuhálsi, en þar dvöldu þeir í vikutíma í skála Fjallamanna. Þessir ungu menn voru: Árni Kjartansson, Alfreð Jónsson, EgiII Kristjánsson og Hörður Hafliðason. Vísir álti tal við Árna Kjart- ansson og spurðist fyrir um kíerðina. Þeir fjórmenningarnir fóru 19. marz austur að Skóg- um. Þarna fengu þeir fylgd og fjóra Iiesta daginn eftir. Kom- ust þeir langleiðis upp í skála með hestana, en urðu þó að draga farangurinn síðasta spöl- inn. Gekk ]>eim illa að komast inn i skálann, vegna klakahellu, sem komin var fyrir dyrnar. Höfðu ]>eir fengið lánaða skóflu á Skógum, en liún brotnaði áður er inn var komið, og tók það tvær klukkustumjir að opna hurðina. Inni í skálanuxn var líka mik- ill klaki og voru þeir pilt- arnir allan sunnudaginn að brjóta hann upp. Veður var flesta dagana gott, sólskin og hiti, en oft mistur yf- ir og vont skygni. Einn daginn gengu þeir upp á koll á Eyja- fjallajökli. 26. marz liéldu þeir í byggð aflur. Var þá kemið hvassviðri svo mikið, að varla var stætt uppi við skálann og hríð að sama skapi. Fóru þeir eitíhvað af réttri leið, enda þótt þeir töpuðu ekki áttunum; lentu í gljúfragili og urðu að halda all-langa leið til baka aftur. — Komust þeir um nóttina niður að Skógum. Færi var nokkuð þart á jökl- inum. Stórstúka íslands hefur ár- um saman barizt fyrir stofnun drykkjumannahælis, en það er fyrst nú hin allra síðustu ár, að nokkur skriður liefir kom- izt á málið. Þar er fyrst til að taka, að Jón Pálsson, fyrv. gjaldkeri, og kona Iians gáfu 20 þús. kr. til stofnunar drykkjumannaliælis, þá hófst og stórslúkan handa um almenna fjársöfnun, og safnaðist alls um 28 þús. kr. Loks bafa ríkissjóður og Reykjavíkurbær heitið 30 þús. kr. framlagi hvor til þessa hælis. Eins og áður liefir verið skýrt frá, hefir Stórstúkan tek- ið jörðina Kumbaravog í Stokkseyrarhreppi á leigu, fvlgja lienni allmiklar býgging- ar, og má hafa þar m. a..l6 vistmenn. Öll Iiús eru nýstand- sett og hin myndarlegustu. Hús- gögn og innánstokksmunir eru og allir nýir og vandað til þeirra eftir föngum. Ekki er hugsað, að Kumbara- vogur verði framtíðarstaður bressingarheimilisins, en það mun Iiins vegar verða þar, unz aniiar heppilegur staður fæs-t og hægt er að flytja þangað. Heimilið tók til starfa um miðjan marz s.l. og er það háð lögum um sjúkraliús: Greiðir ríkið % lilutá dvalarkostnaðar, en bæjarfélagið % bluta. Hér- aðslæknirinn á Eyrarbakka verður daglegur læknir lieim- ilisins, en Alfreð Gíslason taugalæknir í Reykjavík er ráðinn' eftirlitslæknir. Er svo til ætlazt, að vistmenn heimilisins vinni ákveðinn tíma dag hvern, ef þeir, að dómi læknis, reynast færir um það". Að sumrinu verður væntanlega unnið að ýmsum framleiðslu- störfum, svo sem heyskap, garðrækt o. fl„ en að vetrinum ýmis konar smáiðnaði, svo sem smíðum, bókbandi, netagerð o. fl„ eftir því sem ástæður leyfa og reynslan bendir til. Gert er ráð fyrir, að vistmenn fái nokkurt kaup fyrijr þá arð- bæra vinnu, er þeir inna af bönduín. Frá hæstarétti: Hál Jóns ómerkt Vísað lieiin til nýrrar meðferðar. H ÆSTIRETTUR kvað í morgun upp dóm í máli rétfvísinnar gegn Jóni ívarssyni fyrv. kaupfélags- stjóra i Kaupfélagi Anstur-Skaftfellinga í Höfn í Hornafirði. Hinn áfrýjaði dómur rannsóknardómara var ómerktur og málinu vísað heim i hérað. Málskostnaður greiðist úr rikissjóði. Fyrir rétti bar kærði fyrir sig skýringar annara aðilja á á- kvæðum og framkvæmd verð- Iagsreglugerða og auglýsinga, þar á meðal starfsmanns á skrifstofu vtírðlagsnefndar, er tjáði lionum að skilningur hans á auglýsingum um bámai’ksverð væri réttur. En ekki liefír dómnefnd eða starfsmenn hennar verið krafð- ir sagna um þetta í rannsókn málsins. Um fleiri mikilsverð atriði þykir i-annsókn málsins áfátt, og er því málinu vísað til nýrrar irannsóknar. Sækjandi var Ragnar Ólafs- son, sem flutti mál þetta sem prófmál, en verjandi var Sveín- björn Jónsson, hrl. Bát rekur á land í Sandgerði. Vélbátinn „Eini“ rak á Iand í fyrrinótt innan við Sandgerði. Hafði hann slitnað upp af leg- unni. Báturinn lenti í klettum og mun hafa brotnað eitthvað, ó- víst hversu mikið. Góð von var talin um að bátnum yrði náð út, þegar „Vísir“ átti tal við Sandgerði í morgun. Vélbátur- inn „Einir“ er 18 smál., eign Georgs Ilelgasonar og félaga lians á Eskifirði. Formaður cr Alfreð Finnbogason. Fréttir írá í. S. í. Skíðafélagið Þróttur Hjalt- eyri hefir nýlega gengið í sam- • bandið. Félagar 34. Formaður Sigurður Baldvinsson. Eru þá sambandsfélögin 136 með rúml. 18000 félaga. Fi-á farkennurum í. S. í.: Skýrsla ihefir borist frá Kjart- ani B. Guðjónssyni um glímu- námskeið lijá íþróttafélagi Hólaskóla. Þátttakendur voru 30. Námskeiðinu lauk með kappglímu um glímuskjöld gef- inn af skólanum og var keppt um hann í annað sinn núna. Illutskarpastur varð að þessu sinni Guðjón ólafsson frá Syðri- Mörk. Kjartan er nú að ljúka nám- skeiði á ísafirði og Axel Andrés- son er nú í Þingeyjai’sýslu. íþróttaheimili í. S. I. liafa borizt þessar gjafir: Frá Ben.G. Waage forseta í. S. I. kr. 500.00 — Tómasi Tómassyni forstjóra kr. 500.00 — og Erlingi Páls- syni Sundhallarstjóra kr. 50.00. Ákveðið hefir verið að lands- mót I. S. I. í útihandknattleik kvenna fari fram á næsta sumri í Reykjavik. Eftirfarandi menn hafa gerzt ævifélagar I. S. í.: Tómas Pétursson verzlunar- fulltr. Rvík, Mogens Mogensen lyfjafr. Rvík, Þorsteinn Krist- jánsson bilstj. Rvík, Erlingur Pálsson Sundhallarforstjóri, Stúlka óskast um mánaðartima. ÞVOTTAHÚSIÐ GRÝTA h.f. Laufásvegi 9. Ferðaritvél, óskast Skólavöi’ðustíg 12. Sími 1727. &0R.Vm GARÐASTR.2 SÍMI 1899 ‘ 1—2ja herbergja til leigu gegn beilsdagsvist. Tilboð, merkt: „Áreiðanleg“ sendist Vísi fyrir fimmtudag. TELPU- Jcr§ey-bnxar Og KRAKKASOKKAR komið aftur: II. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Bókaskápar til sölu 2 góðir og stórir bókaskápar til sýnis og sölu. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN Grettisgötu 13, Sími 4099. Stúlka óskast við iðnað. — Uppl. í síma 4354. VII kanpa nýja vél í Chevrolet-vöru- bifreið. — Uppl. í síma 9123. Stúlknr Nokkrar stúlkur óskast í fislcvinnu. Hraðfrystistöðin í Rvík. Sími 5532. Rvik, Ingi S. Árdal stórkaupm. Rvílc, Sigurður Jónsson lög- regluþjónn Rvík og eru þá ævi- félagar 252. Læríd að matbúa! VISÍR * TILLÖGUR RÍKISSTJÓRN ARINN AR Frh. af 1. síðu. og sé liann formaður nefnd- arinnar, annaii tilnefnir Bún- aðarfélag íslands og Alþýðu- sambands Islands liinn ]>riðja. Nefndin skal ljúka störfum fyr- ir 15. ágúst 1943. Til aðstoðar nefndinni skal skipa sex manna nefnd til að finna hlutfall milli verðlags landbúnaðarvara og kaup- gjalds stéttarfélaga, er miðist við það, að atvinnutekjur þeira, er vinna að landbúnaði, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annara stétta. Nefnd- in sé skipuð hagstofustjóra, og sé hann formaður hennar, for- stöðumanni Búreikningaskrif- stofu ríkisins, tveim mönnum eftir tilnefningu Búnaðarfélags Islands, einum eftir tilnefn- ingu Alþýðusanibands íslands og einum tilnefndum af Banda- lagi starfsmanna rikis og bæj- arfélaga. c. (14.gr.). Þar til verð land- búnaðarvara verður ákveðið samkvæmt sérstakri visitölu, skal verðlag þessara vara og verðlagsuppbót á laun sam- kvæmt framfærsluvísitölu, á- kveðast þannig: 1) Smásöluverð dilkakjöts og annarra tegunda kjöts, mjólkur og mjólkurafurða, garðávaxta og grænmetis, skal fundið með því að leggja til grundvallar verð, sem var á þessum afurðum jan./marz 1939, að viðbættri 40% grunn- verðsuppból ásamt visitölu 220. Verð, sem þannig er fund- ið á hverri vörutegund, skal ganga strax i gildi. 2) Frá byrjun næsta mánað- ár eftir gildislöku þessara laga, slcal ekki greidd hærri verðlags- uppbót en samsvarar fram- færsluvísitölu 220 á laun eða kaup fyrir hvaða starf ,sem vera skal eða annað, sem verðlags- uppbót liefir verið greidd af og eigi af hærri grunnlaunum, en um opinbera starfsmenn segir. Brotá þessu ákvæði varða greið- anda sektum. 3) Frá 15. maí 1943 og þar Lil vísitölugrundvöllur hefir ver- ið lagður, skal sú regla gilda, að mjólk og mjólkurvörur lækki um 1% fyrir livert stig fram- færsluvísitölu undir 220 stig niður í 200 stig, en 1% fyrir liver tvö stig þar undir. Sama regla gildir um verðlækkun á kjöti, kartöflum og grænmeti eftir 15. ágúst 1943, liafi þá ekki verið álcveðinn grundvöll- ur fyrir vísitölu landbúnaðar- vara. 15. gr. Um leið og sú verð- lækkun kemur til framkvæmda, sem getur í 13. gr„ skal með framlagi úr ríkissjóði greiða m j ólk urfranilciðdnd um veirð- muninn frá núverandi verði, þangað til 15. maí 1943. Eftir þann tímá fellur framlagið nið- ur. Enn fremur skal með fram- lagi úr ríkissjóði greiða % hluta verðmunai'ins af þeim lcjöt- birgðum, se’m eru í landinu við gildistöku þessara laga. Hafi einhverjir framleiðenda fengið greitt fullt verð fyrir kjöt, sem enn er óselt, skal þeirra hlutur verðmunarins dreginn frá út- boi’gun til þeirra á verðuppbót úr ríkissjóði fyrir ull og gærur af framleiðslu ársins 1942. Sænskar fregnir lierma, að skærusveitir í Jugoslaviu liafi gereylt tveim sveilum ítölskum úr setuliðinu í Serbíu. 9 í loftorustu yfir austanverðu Bengál-héraði í Indlandi skutu 11 Hurricane-flugvélar niður 5 af 30 japönskum orustuflugvél- um, sem komu þar til árásar. Um 600 nemendur á glímunám- skeiðum í. S. í. ’í vetur. Áhugi að glæðast fyrip þjóðaríþrótt lslendinga T^.jartan B. Guðjónsson glímukappi hefir í vetur ferðast á vegum 1. S. í. víðsvegar um land tii að kenna íslenzka glímu. Hefir hann alls kennt yfir oOO manns á þessum tíma og má því búazt við að glíman — þjóðaríþrótt vor — taki að ryðja sér meira til rúms í íþróttai.ífi voru, en verið hefir tii þessa. Kjartan hefir kennt í vetur í Vestmannaeyjum, á Akranesi, j Akureyri, Lauguni, i Mývatns- syeit, á Hóluni i Hjaltadal og á Isafirði. Flestir voru. þátttalc- endur á Akureyri, eða 150 alls. Víðast livar liafa námskeiðin staðið yfir í 3 vikur á hverjum stað, og oftasl nær lyktað nieð glimusýningum eða jafnvel glímukeppni. Má taka það t: d. I sem dæini um áliugaleysi fólks fyrir glímunni, að á Isafirði liafði glíma ekki verið sýnd op- inberlega s. 1. 10 ár þar til nú. En á námskeiðinu þar voru yfir 130 nemendur. ' 1 Áliuga telur Kjartan hvar- vetna bafa verið ágætan, en einna lofsverðastan þó i Mývatnssveit, því þar befði liann liaft 40 nemendur, og myndi það vera alveg einsdaémi nú á dögum, að svo marg- ir iingir menn væru til í einni • sveit er legðu stund á íþróttir. Þar bélt hann, að loknu nám- skeiði, glímusýningu með 20 mönnum. er allir væru svo góðir, að sýning þeirra hefði verið boðleg livar scm var á landinu. Framfarir hjá nemendum taldi | Ivjartan að liefðu yfjrleitt verið liinar ákjósanlegustu, og reyndar ótrúlega miklar. Þalck- ar Kjartan það fyrst og fremst kennsluaðferðinni, sem er m. a. í því fólgin að æfa hvert bragð út af fyrir sig og vörn gegn því. Með því móti fengist meiri fjöl- bæfni i glímuna og brögðin yrðu lireinni. Eitt er eftirteklarvert i samb. við glímunámskeið þessi, og ]>að er sú staðreynd, að slys liafá svo að segja alls elcki kom- ið fyrir meðal liinna 600 nem- enda. Aðeins tvö smávægileg meiðsli liafa átt sér stað, og’ annað eklci, eiida á slysahætta ekki að vera meiri í glimu en í leikfimi, ef glíman er rétt kennd og æfð. Miklu fleiri félög' og slcólar liafa beðið um að fá Kjartan til að kenna glímu, en það er vafa- samt livort bægt verður að koma því við að sinni, þar eð próf fara bnáðum að byrja i skólum og vorannir viðast hvar að hef jast. I ráði er þó að Kjart- an fari einhvern næstu daga til Akraness og baldi þar áfram með glímunámskeið það, sem bann var byrjaður á í liaust. Líísvenj ubreytingar í Bandarík j unum. TT EIMILISFEÍ4URNIB eiga í ■U ár, ofan á alla aðra erfið- leika, sem af stríðinu leiða, að lioi*fast i augu við gífurlegustu skatta, sem um getur í sögu Bandarikjanna. Striðið kostar Bandaríkin yfir 225 niilljónir dollará á dag eða yfir 80 billjónir á ári. (Billjón er notað liér í amerísku merk- ingunni: Milljarður). Af þess- ari feikna upphæð er gert ráð fyrir að tekjuskattarnir verði í ár tæplega 12 billjónir, eða liðugan sjöunda part. Af öðr- um sköttum liefir ríkið álika éða bærri upphæð í tekjur. J ár verða 49 milljónir skatt- ]>egna að greiða slcatt lil rik- isins. Árið 1939 voru þessir skattþegnar ekki nema 3 millj. og 800 þúsund. Þeir ,sem áður greiddu réglulega rikisskatt, (þ. e. skatt til alríkisins, auk skatts til einstakra sambands- ríkja), greiða nú stórlcostlega miklu liærri skatt — allt að 5—6 sinnum bærri skatt en fyrir stríð. En auk ]>eirra er gert ráð fyrir að meir en 30 milljónir manna greiði slíkan skatt í ár, sem aldrei fyrr liafa greitt slílc- an skatt og elcki er líklegt að þurfi nokkurntima að greiða hann að stríðinu loknu. En auk þessa greiðir hver einasti borgari, sem liefir meira en 12 dollara vikulaun, sérstak- an „sigurskatt“ til rikisins. Sá skattur er 5% af tekjum. Þó er einmitt nú verið að tala um að liækka skattana að mun og innleiða skyldusparnað. Stjórnin hefir nú til athugunar áætlun um skyldusparnað til að vinna á móti lággengi peninga og verðbólgu, og niyndi heildar- uppliæðin nema 6 billjónum dollara. En 5% sigurslcatturinn á að færá ríkissjóði alls þrjár billjónir og áttatiu og sjö mill- jón dollara í tckjur, þó að visu verði ein billjón og ein milljón síðar endurgreiddar skattborg- urum. Þessi 5% skattur er sá slcatt- urinn, sem almenningur verður einna mest var við, þvi að liann er dreginn frá öllum vinnulaun- um, áður en þau^eru borguð út. Að vísu nemur endurgreiðslan fyrir einhleypa ýs af skattinum, meðan upphæð endurgreiðsl- unnar fer ekki fram úr 500 doll- urum, og % fyrir lijón, hæst 1000 dollarar, auk 2% fyrir livern einstakling á framfæri, þó eigi meira en 100 dollaj-a fyrir livern. Þessi endurgreiðsla fer fram að striðinu lolcnu í vaxtalausum ríkisskuldabréf- um, sem nota má, livenær sem er, til greiðslu á ríkissköttum, sem ;á kunna að vera lagðir. H jón með tvö börn greiða því í ár af 1200 dollara tekjum, auk hærra ríkisskatts, 60 dollara sigurskatt, en fá síðar endur- greidda 26 dollara og 40 cent. En allir rikisskattar verða fimm sinnum liærri í ár en í fyrra. Ríkið sækir þannig liáar fjár- bæðir í vasa livers borgara. En liversu miklar fjárfórnir, sem borgararnir færa, ]>á eru þær fórnir smávægilega, andspænis þeim fórnum, sem liundruð Jwísunda ungra manna verða að færa, þegar þeir tefla lífinu í liættu á landi, í lofti og á sjó, fjarri lieimilum og ástvinum. Innbrot. 1 nótt var brotizt inn í hús Áíeng- isverzlunarinnar í Nýborg. Komst þjófurinn — eða þjófarnir — inn í efnager'ðina og stal þar kassa af bökunardropum. Annars ekki sakn- aÖ. 1 víngeymsluna komusf þeir ekki. Málið er í rannsókn. Á 2. þúsund gesta sóttu sýningu myndistamanna i gær. 5 málverk hafa þegar selzt, og voru þau eftir Finn Jónsson, Karen Agnete Þórarinsson, Jón Þorleifs- son, Grétu Björnsson og FreymóÖ Jóhannesson. Tíslr fyrlr 25 árnm. Vikan 29. marz—4. apríl. 30. marz. Lagarfoss liggur við Hjalt- eyri og er verið að flvtja í liann kjöt og gærur á sleðuin eftir ísnum á firSinum, frá Akur- eyri. Eru 200 sleðar í þeirn llutningum. Gullfoss liggur enn í Ne\v Yörk, og' er talið víst, að spreng- ingin, sem ]>ar varð á dögun- um, hafi ekki gert honum neitt, því að engin fregn hefir énn komið iim það hingað. Flutningsgjaldið milli landa er orðið alveg gífurlegt, l. d. var flutningsgjald fyrir einn barnavagn núna ineð síðustu slcipum 85 krónur. Á mörgum vörum er flutningsgjaldið allt að þvi fjórfallt verð vörunnar. 2. apríl. Njörður kom úr Englands- ferð í gær. Hafði selt aflann fyr- ir rúmlega 6900 sterlingspund eða um 100 þús. krónur. Kol fékk skipið aðeins „klippt og skorið“ til næstu veiðiferðar og er skuldbundið til.að koma með aflann til Englands. Það er mörgum meinið verst myrkrið á sálar-ljósum, en þeim sem slcilja Þorstein bezt þyrnar verða að rósum. 3. apríl. Bærinn á Dæli í Fljótmn brann til kaldra kola á páska- dagsnótt. Fólk allt i bænum var í fasta svefni, er eldurinn kom upp, komst með naumindum út og gat engu bjargað. Fjós var á- fast við bæinn og köfnuðu þar inni tvær kýr. Tjón bóndans er metið áþriðja þúsund króna. Hafa saniskot verið hafin til að bæta lionum það ' og söfnuðust fyrsta dag- inn um 500 krönur. Rausnarlega gjöf 2000 krón- ur, gaf liLitafélagið Bragi Land- spítalasjóðnum í gær. Yfirleitt má segja að efnamenn bæjarins keppist nú um það, að gefa liöfð- iugíegar gjafir til nytsamlegra fyrirtækja, og er það vel farið, að Landspítalasjóðurinn fer eklci varhluta af því. Seglskip danskt kom liingað í gær úr Spánarfetrð og . liafði ferðinni verið heitið til Dan- merkur. Hafði skipið lent i hrakningum og var orðið vatns- laust og matarlítið. Það liefir engan farm meðferðis annan en seglfestu. Hákarlaskipin nyrðra1 eru nú að týgja sig til ferða, þau sem út komast fyrir ís. En liorfur eru litlar á því, að þau lcomist ,út fyrst um sinn. Hefir það lcomið til mála, að reyna að aka skipunum út fjörðinn ú ísnum, en litlar líkur til að það takist. Til Gísla Pálssonar óðalsbónda að Hoftúni í Stokks- eyrarhreppi. I tilefni af 75 ára afmælinu. Hálfáttræður heyrðu kvæðaspjallið. Bezt, sem fríðan byggir reit, bændaprýði í þinni sveit. Haldið velli varðist Elli lengi. Dagsverk unnið dáð framað, drengir lcunna’ að meta það. Listagyðju líf og iðju helgað mitt í önn og erli dags, er það sönnun góðs framtaks. P. Jak. I.O.O.F. 3= 124458= 8V20 Stjórnmálanámsk. sjálfstæðismanna. Fyrirlestur í kvöld : „Sjálfstæ'Ö- isstefnan.'* Flutningsmaður er Jó- hann Hafstein. Mælskvtæfingar á eftir. Nemendasamband kvennaskólans heldur fund i kvökl kl. 8j4, í Oddfellowhúsinu. Kvennadeild Slysavarnafél. íslands í Reykjavík heldur afmælissam- komu í kvöld kl. g í Oddfellow- húsimf. Ýms ágæt skemmtiatriÖi verða, og er þess vænst, að félags- kónur fjölmenni. AðgöngumiÖar eu seldir í AÖalstræti 8 og óskast sóttir fyrir kl. 5 í dag. t Heiðlóan er komin. í morgun sáust þrjár lóur á túni vestur í hæ. Fyrir nokk- ururn dögum sáust lóur einnig uppi á KolviÖarhóli. Næturlæknir í SlysavarÖstofunni i Austurhæj- arskólanum opin kl. 8 e. h. í kvöld til kl. 8 f. h. i fyrramálið. Gengið inn frá portinu í suðurálmuna. Simi 5030. — Næturvörður'í Reykjavik- ur apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Erindi: Gúmmi I (dr. Jón E. Vestdal)„_20.55 Hljómplöt- ur: Leikið á píanó. 21.00 Um dag- inn og veginn (Árni Jónsson frá Múla). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Rúmensk þjóðlög. — Einsöngur (Einar Sturluson; tenór): a) de Curtis: Sigling b) Nelson: Skozkt þjóðlag. c) Denza: Ó, aðeins kveðja. d) Karl O. Runólfsson: 1 f jarlægð. e) Sigurður Agústsson: Landið helga. Fulltrúaráð Pjóðræknisfélagsins hefir ákveðið að hefja fjársöfn- un í eitt herbergi á nýja stúdenta- garðinum til afnota fyrir Vestur- íslendinga. Gjafir hafa þegar borizt að tipphæð 3000 krónur, frá fjór- um aðilum. Gjöfum veita móttöku: Árni G. Eylands forstjóri, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og Valtýr Ste- fánsson ritstjóri. Ií Bridgekeppmin. í kvöld verður keppt i síðustta umferð, og keppa þessar sveitir (lalið eftir foringjum): Axel Böð- j varsson—Stefán Þ. Guðm., Óskar Norðtnann—Lúðvík Bjarnason, j Lárus Fjeldsted—Gunnar Viðar og Arni M. Jónsson—Hörður Þórðar- son. Márus Júlíussoa, trésmiðamistari, Bergstaðastr. 22, verður 40 ára í dag. Matlinifar 6.75. Matgafflar 6.75. Matskeiöar 6.75. Desert- j skeiðar 6.75. Desertgafflar 6.75. Teskeiðar 4.50. Köku- gafflar 6.75. Ávaxtahnífar ! 7.75. Smjörhnífar 5.00. Sultu- skeiðar 6.75. Sykurskeiðar 6.75. Kjötgafflar 12.75. Sósu- skeiðar 12.75. Ávaxtaskeiðar 13.50. Tertuspaðar 15.00. K. E!ioar§son B|örn§§on Dömu kápur dragtir rykfrakkar kjólar konia fram vikulega. Fermingarföt og kápur á fermingartelpur. \m ior rli.I. Vanur toristi ea, uéiuirki getur fengið atvinnu hjá oss nú jþegar. Vélsmiðjan Jötunn h.f. Hringbraut. — Sími 5761. Jarðarför minnar lijarlkæru dóttur, systur og mágkonu, Sigurbjargar Bjarnadóttur fer fram frá frikirkjunni þriðjudaginn 6. þ. mán. og liefst húskveðjan að heimili hennar, Hverfisgötu 83, kl. 1%. Jarðað verður í Fossvogskirlcjugarði. Sigríður Jónsdóttir. Raguheiður Stefánsdóttir. Sigurður Stefánsson, Egill Ólafsson. Guðfinna Sveinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Sigrúnar Krisíínar Baldvinsdóttui? Fyrir mína bönd, barna, tengdabarna og barnabarna. Einar Þorsteinsson. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.