Vísir - 20.04.1943, Blaðsíða 5
VlSIR
Þriðjudag-ur, 20. apríl 1943.
Fjárlagaræðan.
Ræða Björns Olaíssonar fjármála-
ráðherra við 1. umræðu fjárlaga í dag
■J\yrsta umræða f járlaganna fyrir árið 1944 fór fram
■*- í sameinuðu þingi í datí og var henni utvarpað
eins og gert hefir verið undanl'arin ár. Björn Ólafsson,
f jármála- og viðskiptamálaráðherra, flutti f járlagaræðu
þá, sem hér fer á eftir.
Teltjur:
Fjárl. Reikn. Umfr.
fjárl.
2. gr.. Skattar og tollar:
1. Fasteignaskattur ...
2. Tekju- og eignarsk. .
Stríðsgróðaskattur . .
Hl. sýslu- og bæjarfél
3. Lestagjald af skipum
4. Aukatekjur .........
5. Erfðafjiárskattur ....
6. Vitagjald ......
7. Leyfisbréfagjald ....
8. Stimpilgjald .......
9. Bifreiðaskatlur ....
10. Benzínskattur .......
—7—Til brúasjóðs......
11. Útflutningsgjald ....
—f-Hl. Fiskveiðasjóðs
10 %- útflu tnirtgsgjald
12. Vörumagnstollur . . .
13. Verðtollur ..........
14. Gjald af innl. tollvörum ....
15. Skemmtanaskattur ............
16. Veitingaskattur .............
I
-f-Hækkun eftirst., endurgr. og
innh. laun ...............
550 616 66
3.150 14.164 11.014
12.326
6.163
6.163 6.163
65 58 —f-7
500 739 239
60 93 33
250 392 142
30 109 79
600 1.474 874
400 1.073 673
910 300
182
728 428
2.765 850
691
— 2.074 1.224
1.438 1.438
6.000 9.407 3.407
5.500 39.163 33.663
. 600 1.164 564
150 -^-150
100 186 86
19.105 79.041 59.936
5.428
73.613-^5.428
54.508
Þótt reglulegt Alþingi liafi í
þetta skipti komið saman tveim
mánuðum siðar en venja er til,
er engu auðveldara nú en var
í byrjun ársins, að gera sér grein
fyrir væntanlegri afkomu ársins
1944. Allur atvinnurekstur
þjóðarinnar er undir því kom-
inn, að verðbólgan verði stöðv-
uð og liægt sé að framleiða út-
flutningsafurðir landsins fyrir
það verð, sem ákveðið er með
samningum við viðskiptaþjóðir
vorar. Undanfarið ár liefir allt
l'jármálalif landsins verið á
hverfanda hveli og ennþá verð-
ur ekki séð hversu fer, þótt nú
hafi verið staðar numið um
stund. Fjárhagsleg afkoma
landsmanna er enn í svo mikilli
óvissu, að erfitt er að gera sér
grein fyrir hvað þetta ár færir
oss. Og enn torveldara er að
gera sér hugmynd um afkomu
næsta árs.
Af þessum ástæðum taldi rik-
isstjórnin nauðsynlegt að fresta
samningu fjárlaga og bar þess
vegna fram frumvarp á síðasta
þingi um að fresta samkomu-
degi reglulegs Alþingis til næsta
hausts. Stjórnarskráin mælir
svo fyrir, að fjárlög skuli lögð
fram þegar er nýtt þing kemur
saman. En eins og nú standa
sakir er ógerlegt að semja fjár-
lög fyrir árið 1944, sem byggð
eru á nokkrum skynsamlegum
áætlunum. Vér vitum varla
hvað morgundagurinn færir oss
og enn síður vitum vér livað
næsta ár ber i skauti.
Frumvarp til fjárlaga 1944,
sem hér liggur fyrir, er því bor-
ið fram til að fullnægja bókstaf
stjórnarskrárinnar í þessu efni
og ber að skoða sem form,
er hlýtur að taka gagngerum
stakkaskiptum, síðar á árinu,
þegar væntanlega má betur sjá
en nú hversu fer um atvinnu-
og fjárhag þjóðarinnar á næsta
ári. Eg mun því ekki ræða sjálft
frumvarpið að þessu sinni né
einstaka liði þess. Eg geri ráð
fyrir að ekki verði um það fjall-
að hér á Alþingi fyrr en í haust
og mun þá verða gerð grein fyr-
ir því með þeim breytingum,
sem óbjákvæmilega verða þá á
þvi gerðar, og verður rikis-
stjórnin að áskilja sér allan rétt
í því efni.
Eg mun því aðallega að þessu
sinni gera grein fyrir afkomu
siðasta árs og því, hversu fjár-
Iiag ríkisins er nú háttað.
Fjárrciður ríkisins eru venju-
lega stækkuð útgáfa af fjárreið-
um einstaklinganna innan vé-
banda þess. Rikið hefir haft á
síðasta ári hærri tekjur að
krónutali en nolckru sinni fyrr í
sögu þess. Sama er að segja
um þegnana. En féð hefir verið
laust í böndunum hjá þeim eins
og oft vill verða, ef lítið er fyrir
því haft, og fémildin til ýmsra
hluta hefir verið meiri en góðu
hófi gegndi. Sama er að segja
um ríkið. Hjá því liefir farið
nokkuð á sama veg.
Tekjuafgangur ríkissjóðs síð-
asta ár nemur samkvæmt bráða-
birgða-yfirliti 29.087 þús. lu\, og
er sú fjárhæð nálega tvöföld á
við heildarútgjöld rikisins fyrir
! styrjöldina. Skal eg nú gera
grein fyrir tekjum og gjöldum
í'ikissjóðs 1942, ásamt áætlun á
hverjum lið samkvæmt fjárlög-
um fyrir það ár:
3. grein A Ríkisstofnanir:
Landssíminn ..............
Áfengisverzlun ...........
lóbakseiiikasala .........
Ríkisútvarp og viðt.verzl.
Ríkisprentsmiðjan.........
Landssmiðjan..............
Bifreiðaeinkasalan........
Póstsjóður .....
Grænmetisverzlun
Vífilsstaðabú . .. .
Kleppsbú ....... .
462 284 -^-178
1.822 6.058 4.236
1.250 2.864 1.614
92 630 538
70 187 117
20 109 89
58 1.700 .1.642
3.774
55 3.719 111 166
17 17
18 18
16 11.994 16
8.275
BRÁÐABIRGÐAYFIRLIT YFIR TEKJUR OG GJÖLD RlKIS-
SJÓÐS 1942 (ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM).
Gjöld:
Fjárl. Reikn. Umfr.
fjárl.
7 8r- 1 611 1 312 ■-302
8. Kostn. v. æðstu stj. landsins 75 175 100
9. — Alþingiskostnaður 358 1.475 1.117
10. •— I Sljórnarráðið o. fl 480 722 242
10. •— ir Hagstofan 93 150 57
10. * iii Utanríkismál 293 603 310
11. j— A Dómg. og lögreglustjórn . . 1.866 4.331 2.465
11. — B Sameiginl. k. v. emb.rekst. • 433 991 558
12. —- Heilbrigðismál 849 1.105 256
13. -— A Vegamál 2.566 6.987 4.421
13. — B Samgöngur á sjó 558 3.235 2.677
13. — C Vitamál 1.229 1.203 -%2G
13. — D Flugmál 38 84 46
14. — A Kirkjumál 163 615 ■ 152
14. — B Kennslumál 2.411 3.569 1.158
15. — Vísindi, bólcm. og listir . . 375 417 42
16. — Atvinnumál 4.981 7.028 2.047
17. — Slyrktarstarfsemi 3.099 4.004 905
18. — Eftirlaun 368 373 5
19. — Verðlags- og aukauppb. . . 1.800 8.300 6.500
19. — Óviss úlgjöld 100 1.505 1.405
22. — Heimildarlög 772 772
Sérstök Iög 3.194 3.194
Þingsályktanir 3.684 3.684
Væntanleg fjáraukalög . . . 1.742 1.742
24.049 57.576 33.527
Tekjuafgangur .... 29.087
Samtals kr 24.049 86.663
l
3. grein B:
Tekjur af fasteignum .... 9 9
4. grein:
Vaxtatekjur , . . 362 442 80
5. grein:
Óvissar tekjur . 50 168
Skiptimynt . . . TekjuhaJli 804 437 605 555 63.418
Samtals krónur 24.049 86.663
Eins og sjá rná af þessu yfir-
lili hafa gjöldin farið 33.527 þús.
kr. fram úr fjárlögum, en tekj-
urnar eru 63.418 þús. kr. hærri
en áætlað var. Þelta hvort-
tveggja er nokkurt sýnishorn af
því óvenjulega ástandi, sem, ríkt
hefir á árinu. Hin síhækkandi
vísitala framleiðslukostnaðar
hafði í för með sér sivaxandi
gjöld i ýmsum greinum fyrir
ríkissjóð, sem ógerlegt var að
sjá fyrir, þegar fjárlögin voru
útbúin. Einnig skapa^t á slíkum
tímum útgjaldaliðir, sem ekki
er gert ráð fyrir í fjárlögum, en
ekki verður hjá komizt fyrir
ríkið að taka á balc sér.
Gjöldin.
Eg skal þá í stutlu máli gera
grein fyrir lielztu umfram-
greiðslum, í þeirri röð, sem lið-
irnir standa í fjárlögum:
9. gr.
Alþingiskostnaður hefir farið
1.117 þús. kr. fram úr áætlun.
A þessum lið er kostnaður við
breytingu alþingishússins, ásamt
liúsbúnaði, er nam um 150 þús.
kr. Ennfremur er á þessum lið'
að sjálfsögðu verðlagsuppbót á
laun þingmanna og starfsmanna
þingsins. Alþingiskostnaður
varð árið 1941 samkv. rikis-
reikningi 549 þús. kriog er því
um allverulega hækkun að ræða.
En þess ber þá og að gæta, að
Alþingi hafði þrisvar setu á ár-
inu 1942, samtals 182 daga, eða
rétta 6 mánuði.
10. gr.
Umframgreiðslur samtals 609
þús. kr. Af því er 220 þús. auk-
inn kostnaður við Stjárnarráðið.
57 þús. vegna Hagstofunnar og
355 þús. vegna utanrikisþjónust-
unnar. Aflur á móti er lcostnað-
ur vegna samninga við önnur
ríki 45 þús. kr. lægri en áætlun.
11. gr.
Dómgæzla og lögregíustjórn
liefir farið 2.465 þús. kr. fram
úr áætlun. Er hér aðallega um
tvo liði að ræða. í fyrsta lagi
umframgreiðsla vegna land-
helgisgæzlu 1200 þús. kr. og
hækkun launa og skrifstofu-
kostnaðar vegna vaxandi dýr-
líðar. Til skrifstofukostnaðar
þeirra embætta, sem liér um
ræðir, hefir verið varið 290 þús.
kr. umfram áætlun. Vegna lög-
reglukostnaðar 550 þús. kr.,
vegna toll- og löggæzlu 206 þús.
kr. Auk þess nokkrir smærri
liðir.
Sameiginlegur kostnaður við
embættisrekstur samkv. 11. gr.
er 558 þús. kr. hærri en áætlun.
Eru þessir liðir lielztir: Skatt-
stofan 87 þús., skattanefndir 124
þús., fasteignamatið 116 þús.,
rikisskattanefnd 68 þús., eyðu-
Llöð og auglýsingar 157 þús.
12. gr.
Heiibrigðismál, umfram-
greiðslur, 256 þús., sem stafar
að mestu af auknum reksturs-
kostnaði við 'Vifilsstaðahæh
(137 þ.), Ivleppsspítala (63 þ.)
og Kópavogshæli (19 þús.).
13. gr.
Vegamál er sá liður, sem mest
hefir farið fram úr áætlun, eins
og við mátti búast, og neniur
það 4.421 þús. kr. Hefir af þvi
farið 3.667 þús. kr. til þjóðvega,
395 þús. kr. til brúargerða og
240 þús. kr. til sýsluvega.
Samgöngur á sjó. Sú fjárliæð
nemur 2.677 þús. kr. og er af
þvi til standferða Skipaútgerðar
2.445 þús. kr. Þessi mikli halli
stafar af því, að farmgjöid
strandferðaskipanna liafa ekki
verið hækkuð í lilutfalli við
aukningu reksturskostnaðar.
14. gr.
Kirkju- og kennslumál. Fjár-
hæðin samtals er 1.310 þús. kr.
Af því liefir íarið 140 þús. til
húsabóta á prestsetrum og 12
þús. til biskupsembættisins.
Vegna námsstyrkja erlendis 74
þús. Til íþrótlahallar á Eiðum
200 þús. og byggingar barna-
skóla 125 þús. Hitt liefir farið
til ýmsra skóla og til barnakenn-
ara 234 þús.
15. gr.
Vísindi, bókmenntir og listir.
Hér er aðeins um 42 þús. að
ræða, sem aðallega hefir runnið
til Safnahússins (11 þús.),
Landsbókasafnsins (7 þús.) og
Þjóðskjalasafnsins (8 þ.). Skáld
og listamenn liafa aðeins feng-
ið 8 þús. kr. umfram áætlun, og
virðist þeirra lilutur hafa orðið
iítill í þeim stóru tölum, sem hér
eru nefndar, enda mun það eiga
i að standa til bóta.
16. gr.
Atvinnumál. Hér er um að
ræða 2.047 þús. kr. og er stærsti
liðurinn vegna mæðiveikinnar
1.584 þús. kr. Þessi mikla um-
framgreiðsla stafar af því, að á-
ætlun í fjárlögum var fjarri
sanni á þessum lið og var aldrei
við að búast, að áætlunin mundi
hrökkva fyrir gjöldum. Aðrir
Iielztu liðirnir eru í rannsókn
búfjársjúkdóma 123 þús. kr.,
Verðlagsnefnd 152 þús. og
Skömm tunarskrfjfstofan 101
þús.
17. gr.
liéraðsskóla 575 þús. Vátrygg-
ingarfélög fyrir fiskiskip 450
þús. Húsmæðrafræðsla i kaup-
stöðum 300 þús. ómagastyrkir
332 þús. Samkv. þingsályktun-
um: Verðuppbót á görnum og
gærum frá 1941 2.496 þús. Verð-
uppbót á fóðurmjöli 1.164 þús.
Aðrar greiðslur undir sömu
grein, sem koma á væntanleg
fjáraukalög, eru helztar: Til
loflvarna 411 þús. Sumardvöl
barna 231 þús. Byggingarkostn-
aður á Bessastöðum 358 þús.
Viðgerð á Safnahúsinu 120 þús.
Til stúdentagarðsins 150 þús. og
rokkrar smærri greiðslur.
Hefi eg þá getið þess helzta,
sem greitt hefir verið umfram
heimildir í fjárlögum. Mest af
þessum auknu útgjöldum er
bein afleiðing liinnar vaxandi
dýrtiðar og þess ástands, sem
rikjandi er í landinu. Gjöldin
liafa farið um 58% fram úr á-
ætlun.
Tekjurnar.
Þegar athuguð er tekjuhlið
bráðabirgðayfirlitsins, kemur i
ljós, að liinar miklu viðbótar-
tekjur eru aðallega í 3 liðum,
en þeir eru:
Þús.
a. Tekju- og eignaskattur 11.014
b. Verðtollur .......... 33.663
c. Ríkisstofnanir ...... 8.275
Samtals 52.952
umfram áætlun i fjárlögum á
þessum þrem liðum.
Á öðrum tekjuliðum er um
tiltölulega litla hækkun að ræða
frá áætlun fjárlaga. Helztu
hækkanir eru:
Þús.
3.407 á vörumagnstolli
1.224 á útflutningsgjaldi
874 á stimpilgjaldi
673 á bifreiðaskatti
Eg ætla ekki að ræða nánar
tekjurnar í heild, en skal nú
minnast á nokkura tekjuliði
sérstaklega.
Skattar.
Tekju og eignarskattur varð
á árinu 1941 9.274 þús. kr. og
má því telja að þessir skattar
hafi verið mjög varlega áætlað-
ir fyrir árið 1942 þar sem fjár-
lög gera ráð fyrir 3.150 þús. kr.
Skattarnir urðu á árinu, eins og
áður er sagt, 14.164 þús. kr.
Þessi hækkun byggist á góðum
og stöðugum vinnuskilyrðum í
landinu árið 1941, en ekki sizt
á vaxandi dýrtíð sem hefir haft
mikil áhrif á tekjur manna að
krónutali.
Striðsgróðaskatturinn, sem
ekki er áætlaður á fjárlögum
fyrir 1942, hefir numið samtals
12.326 þús. kr., en af honum er
greitt helmingur til sýslu- og
bæjarfélaga.
, Tekju- og eignarskattur og
stríðsgróðaskattur hafa þvi
numið samtals 20.327 þús. kr.
eða tæpum 4 millj. kr. minna
en öll gjöld i’íkisins voru áætl-
u ð fyrir árið 1942.
Almenn styrktarstarfsemi.
Umframgreiðslur samtals 905
þús. kr. Af þvi er vegna alþýðu-
trygginga 530 þús., berklavarnir
230 þús. og sjúkrastyrkur 115 þ.
19. gr.
Óviss útgjöld, samtals 7.905
þús. kr., en þár af er verðlags-
uppbót og aukauppbót greitt á
árinu 6.500 þús. kr. Önnur
Iielztu útgjöldin eru: Kostnaður
vegna flugvallar 723 þ., kostn-
aður við nefndir 108 þ. og ýms-
ir smærri liðir.
22. gr.
Á þessa grein koma samtals
9.392 þús. kr. Af þvi eru helztu
greiðslur þessar: Samkvæmt
sérstökum lögum: ráðstafanir
vegna dýrtiðar (lög frá 1941)
1.534 þús. kr. Stofnkostnaður
Tollar.
Samanburður á tollunum ár-
in 1941 og 1942 verður þannig:
Þús. kr.
Vörumagnstollur 1941 64)95
1942 9.407
Verðtollur ..... 1941 16.699
1942 39.163
Hin mikla hækkun á verð-
tollinum slafar af tvennu. Ann-
arsvegar af auknum innflutn-
ingi ýmsra vara, sem hár tollur
er greiddur af, og liinsvegar að
nokkru leyti af stórlega aukn-
um farmgjöldum. En eins og
kunnugt er, er verðtollur greidd-
ur af farmgjöldunum jafnt og
andvirði varanna. Um það hefir
talsvert verið rætt og ritað, að
hvorki sé sanngjarnt né skyn-
samlegt að innheimta verðtoll
af styrjaldar-farmgjöldum, sem
stundum geti nálega jafnazt