Vísir - 05.05.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 05.05.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 5. maí 1943. Ritstjórar Blaöamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 99. tbl. KOTHRIB Formaður Herforingja- ráðs Eisennhowers. kormaður herforiugjaráðs Eisenhowers í Norður-Afrílcu er Walter B. Smitli, hershöfð- ingi, sem hér ,hirtisl mynd af. Hann var meðal förunauta Marshalls yfirhershöfðingja, þegar hann kom liingað á sið- asfa sumri. Svlar ftðfð iiissl 223 Nðrðmenn 278, Danir 108 og Finnar 43. Síðan styrjöldin hófst hafa Svíar misst 188 skip, sem sökkt hefir verið fyrir þeim og- fórust með þessum skipum 1145 menn. Auk ]>essa skipastóls hafa Svíar misst allmörg skip af vmsum styrjaldarorsökum. Sum, liafa i-ekizt á, þegar siglt jiefir verið i skipalestum, önnur hafa strandað og enn önnur verið gerð upptæk. Telur sænslca hlaðið Sydsvénska Dagbladet, sem birtir þessa fregn, að Svíar muni Jiafa misst alls 223 skip af völdum stríðsins til apríl- loka. Allur þessi slcipastóll er samtals 890.000 smálestir. Blaðið telur, að Norðmenn hafi misst alls 278 skip, sem liafi verið rúmlega liálf önnur milljón smálesta að stærð. Með þeim hafa farizt 1896 menn. Tjón Dana telur blaðið nema 108 skipum, tæplega 350.000 smálestir, og tjón Finna 43 skip, sam,tals rúmlega 176.000 smál. 700 manns teknir fastir í Sofia. Fregn frá Istanbul hermir, að um 700 manns hafi verið handteknir i Sofía í Búlgaríu 1. maí. Kom til svo mikilla óeirða í lrorginni, segir í þessari fregn að lögreglustjórinn örvænti um að geta lialdið uppi reglu og réð þessvegna Boris kóngi til að hverfa á brott úr borginni. Fór Boris að ráði hans. I borg eánni í Þrakíu kom til óeirða og voru það bæði Búlg- arar og Grikkir, sem, stóðu að þeim. Varð herlið að lokum að skjóta á mannfjöldann og biðu 60 manns bana. ISi'etar og Ilan«larík|amenii sspkja að Tebourba úr hrim attuin. Hvíldarlausai* árásip á veg- inn til Tunis. MÖNDULHERINN i Túnis heldnr undán á sex- tíu kílómetra víglínu og' fyrir sunnan Garaet Achkel-vatnið cru fremstu hersveitir Banda- rík jamanna komnar svo nærri Bizerta, að þær eru þeg- ar byrjaðar stórskotahríð á þá borg og smáborg þar rétt hjá, þar sent möndulveldin hafa stóran flugvöll. Þó að bandamenn sé koinnir svona nærri Bizerta, er gert ráð fyrir, að þeir verði að leggja mikið í sölurnar til að ná borginni, því að Þ jóðver jar inuni ver jast með- an þess sé nokkur kostur. Fregnum her ekki saman um það, livað Bandaríkjamenn eigi langa leið eftir lil horginnar, en þeir munu vera um tutt- ugu kílómetra á hrott. Getur sá spotti orðið torsóttur, því að fjö.11 eru á leiðinni og hægl um vik til varnar. Frakkar sækja einnig til Bizerta og ern þeir milli Bandaríkjamanna og sjáv- ar, fýrir norðan Garaet Achkelvatnið. Þeir voru í gærkveldi sagðir álíka langt frá Bizerta og Bandaríkjamenn. Meðal þeirra mannvirka, sem Bandaríkjamenn skjóta á hjá Bizerta, er flugvöllurinn þar. Með því móti cr liann gerður ónothæfur, og er það mikill lmekkir fyrir varnarlierinn. Um Iielgina var veður held- ur óhagstætt til lofthernaðar í Túnis, en batnaði aftur, þeg- ar liða tók á mánudaginn. Fvr- ir bragðið var lieldur minna um loflárásir nokkra daga, en í fyrradag fóru þær aftur að nálgast ]>að, sem þær voru áð- ur. Eitt af þeim mörkum, sem í'Iuglið bandamanna sækir nú helzt að, er vegurinn milli Biz- erta og Tunis. Um hann verður nú að fara öll umferð milli þessara tveggja horga, sem fer ekki í lofti eða á sjó. Sprengju- i'lugvélar varpa í sífellu sprengjuin á veginn, en orustu- flugvélar gera lágflugsárásir og láta yélbyssuhrið dynja á öllu, sem um hann fer. Árásir eru líka gerðar í sí- fellu á flugvelli möndulveld- anna. Yerða árásirnar æ tíð- ari og þvngri, eftir þvi sem bandamenn úthúa fleiri flug- velli og nær vígstöðvunum. SÓTT AÐ TEBOURBA ÚR TVEIM ÁTTUM. Þegar Bandarikjamenn voru búnir að taka Mateur, var ein sveit send beint suður á hóg- inn til Tebourba. Höfðu mönd- ulsveitirnar þá vfirgefið flest- ar varnarstöðvar sínar og kom lengi vel ekki til bardaga. Þeg- ar Bandaríkjamenn áttu tæpa 20 km. ófarna til borgarinnar, komu þeir að stöðvum Þjóð- verja. Bretar sóttu líka aíj bænum að sunnan og eru álíka langl þaðan. FLUGVÉLATJÓNID í TÚNIS í APRÍL. Herstjóm Bandamanna hef ir gefið út skýrslu um flugvéla- tjónið i Túnis í aprílmánuði. Segir herstjórnin að Bretar, Bandaríkjaménn og Frakkar liafi misst alls 195 flugvélar í síðasla mámi'ði yfir Túnis, en á sama tímabili hafi banda- menn skotið niður 630 flugvél- ar fyrir Itölum og Þjóðverjum. Flugvélar frá Malta gerð'u skyndiárás á flugvöllinn á Lampedusa í fyrradag. Þann dag kveiktu flugvélar banda- inanna í itölsku skipi, sem var á ferð undan ströndum ílahu, en aðeins eins skips varð vart undan ströndum Túnis þann dag. Var því sökkt. Mikið manntjón í Tunis. Hermálaritari Li/indúnablaðs- ins Sunday Times, Scrutator, liefir rilað grein í hlaðið þar sem hann segir, að bardögum hafi vcríð lýst þannig í Tunis að undanförnu, að það verði að gera ráð fyrir því, að mánntjón Iiafi verið mikið á liáða hóga. Segir hann jafnframt, að banda- menn mundu ekkert liafa kom— izl áfram, ef þeir liefðu ekki niikl uöflugra stórskoatlið og vfirráð i lofti. Hann hendir einpig á það, að þvi minna Iandsvæði,sem mönd- ulherinn ráði yfir, því verri verði aðstaða lians, enda þótt hann þufi þá ekki að flytja lið sitt cins langar vegalengdir og i áður. | Loftárás á Dortmund. I • Bretar gerðu í nótt stórkost- lega loftárás á iðnaðarborgina Dortmund í Westfalen, sem er um 40 km. fyrir austan Essen. Var loftárásin gerð með fjölda fjórhreyfla flug-véla og fór svip- að fram og hinar ægilegu loft- árásir á Essen. Skyggni var gott. | 30 brezkar flugvélar vantar úr árásarferðinni. Dortmund er, ásaml Dússel- I dorf, Köln og Essen, ein af þýð- ingarmestu borgum þungaiðn- aðarins í Vestur-Þýzkalandi. Franco hélt ræðu í Iluelva í gær. Hann sagði, að Spánn væri andvígur lýðræðinu, enda hefði verið skapað þar skipu- lag, sem byggt væri á kristi- legri siðfræði. Russel-eyjar, 100 km. norð- vestur af Guadalcanal, eru nii algerlega á valdi Bandaríkja- manna. Þeir réðust á land á eyjunum i febrúar, um líkt leyti og Japanir fóru frá Guadal- eanal. • Japanir segjast hafa skotið niður rúnilega 1550 flugvélar fyrir Bandarikjamönnum vfir Nýju-Guineu og Salomonseyj- um, síðan í ágústmánuði, en þá ! réðust bandamenn á land á Gua- | dalcanal og fleiri evjar þar í grennd. • Síðustu' fregnir frá Guadal- canal virðast hera það með sér, að japanskir herflokkar sé enn jiar á eynni. Bandarikjaiuenii hafa tilkynnt, að þeir hafi upp- rætt slíkan flokk, j>egar hann var að reyna að komast á brott á laun. © Brétar liafá misst rúmlega 1800 flugvélar yfir Burma, að sögn Japana. • Himmlcr er staddur i Aust- urríki. Er það talið merki ]>css, að þar bóli á óánægju. • Fregnir frá Hollandi liernia, 1 að hollenzkir ættjarðarvinir hafi rænt dóttur Seyss-Inquarts landstjóra, og sé henni haldið í gislingu. Hollenzkir ættjarð- arvinir eru einnig sagðir liafa j „svarlan lista“ yfir Quislinga, en 14 hafi verið drepnir. 9 Rússar hafa tekið Krimskaja, 32 km. frá Novorossisk. Þjóð- verjar urðu fyrri til að skýra frá falli borgarinnar. 6 japönskum skipum sökkt. 3 herskip löskuð. Flotamálai’áðuneytið í Banda- ríkjunum hefir tilkynnt, að, kaf- bátar þess hafi undanfarna daga sökkt sex japönskum skipum á ■ Kyrrahafi. Meðal skipa þessara voru 2 tundurspillar, en hitt vom flutningaskip. Þá hefir flotamálaráðuneytið einnig skýrt frá úrslitum sjóor- ustu viá Aleuteyjar fyrir 5 vik- um. Japanir sendu 2 herflutn- ingaskip til eyjanna undir vernd 2ja stórra og 2ja lítilla heiti- skipa og 6 tundurspilla. Amer- iskir tundurspillai- réðust á skipaléstina og höfu skothríð á hanna á löngu færi. Stóð viður- eignin í 3 tima, en þá stefndu Japanir aftur suður á hóginn. Bæði stóru beitiskipin urðu fyr- ir skemmdum og annað litla beitiskipið. Amerísku skipin urðu einnig fyrir tjóni. ilmérískur hershöfðingi ferst á Islandi. I gærkveldi var það tilkynnt í aðalstöðvum -Bandarikja- inanna í Bretlandi, að yfirmaður alls hers Bandarikjanna i Evrópu, Frank M. Andrews hershöfðingi, hefði farizt í flug- siysi á afskekktum stað á íslaiuli siðdegis á mánudag. Hafa ekki verið gefnar nánari upplýsingar um þetta ennþá. — Mynd- in sýnir Andrews hershöfðingja við skrifhorð sitt i aðalstöðv- unum í Bretlandi. Eins og sést af vængjunum á vinstra hrjósti Andrews var hann sjálfur útlærður flugmaður. Sokkou §kipi bjars'ad. Línuveiðarinn „Húginn“, sem sökk hér á höfninni 30. janúar í vetur, var dreginn í slipp í niorgun, og nnin viðgerð hefj- ast í dag eða næstu daga. Skipið náðist upp 20. april, eftir að kafarar frá Hamri -og Reykja- vikurhöfn höfðu unnið að þvi að ]>étta það. Eftir jiað var sjó dælt úr því með sterkum dæl- um, sem fengust að láni hjá hjörgunarliði brezka flotans. Það voru Rieykjavíkurhöfn og h.f. Ilamar, sem önnuðusl hjörgunina í sameiningu fyrir reikning Sjóvátryggingarfélags íslands, vátryggjenda skipsins. Skákþingið. Fjói’ða umferð var tefld i gærkvöldi og fóru leikar þannig: Bajldur Möller vann Ásmund Ásgeirsson, Magnús G. Jónsson vann Hafslein Gislason, en bið- skákir urðu milli Gálfers og Árna Snævars og milli Steingi-. Guðm. og Sig. Gizurarsonar. Fimmta umferð fer fram í kvöld. Þýzkar flagvélar yfir Atisturlandi. Tvær þýzkar flugvélar í'lugu inn yfir Austurland seinni hluta dags í gær í mik- illi hæð. Engum sprengjum ar varpað. Gúmmínotkun Breta minnkar um helming Bretar nota nú ekki nema tæplega helming af því gúmmí- mágni, sem þeir notuðu áður en Japanir tóku Malakkaskagann. Lord Porter, ráðherra opin- herra framkvæmda, skýrði frá því á fundi i efri málstofunni í gær, að nú safnaðist svo mikið gamalt gúmmí í landinu, að það nægði næstum því til allra þarfa landsins, vegna þess live neyzl- an liefði minnkað mikið að undánförnu. Þá sagði Porter lávarður frá þvi, að árlega söfnuðust nærri því fimm milljónir og þrjú hundruð þúsund smálestir af brotajárni í landinu og girðing- ar umliverfis liús og garða hefði Bandaríkjamenn tilkynna, að strandvarnaskip hafi sökkt þýzkum kafbáti. 33 menn voru teknir til fanga af áhöfn bátsins. M.s. Skeijungur hætf kominn. i>Ægir« dró hann til Vestmannaeyja í morgun. í fyrrinótt barst Skipaút- geröinni skeyíi frá „Skelj- mgí“, þar sem tilkynni var, að vél skipsins væri biluð og að það væri statt í nökkurri hættu. Óttaðist skipstjóri, að skipið myndi reka á land við Selvog. Skipaútgerðin sendi þegar „Ægi“ á vettváng, en sökum dimmviðris gekk „Ægi“ mjög illa að finna „Skeljung“. Skipverjum á „Skeljung“ tókst nú að koma vélinni í lag að einhverju leyti, en þó varð það úr, að „Ægir“ tók skipið í drátt, og kom með það til V estmannaey ja í morgun. Nánari fréttir voru ókomnár, þegar blaðið fór í pressuna. Níðustu frcttir TUNIS: Frönsku hersveitirn- ar nyrzt í Tunis eru aðeins 16 km. frá Bizerta. Norðaustur af Medjes el Bab voru 12 skriðdrekar eyðilagðir af 17, sem Þjóðverjar tefldu fram í gagnárás. Frakkar hafa veginn milli Pont du Fahs og Enfidaville. Blaðamenn síma, að möndul- veldin muni ekki geta komið sér upp neinum varanlegum stöðv- um nyrst í Tunis

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.